Bloggfærslur mánaðarins, júní 2010
Þriðjudagur, 22. júní 2010
Dálítið til í því sem Mörður segir!
Held að enginn Íslendingur sé svo vitlaus að halda að ef gengistrygging verði bara afnumin og fólk borgi 2 til 3% vexti af þessum peningum þá sé það bara gróði!
- Enginn banki eða fjármögnunarfyrirtæki mega við því að tapa svona upphæðum árlega. Þ.e. að höfuðstóll lánsins sé ekki einu sinni verðtryggður.
- Og hvað gera þau þá? Nú ný lán og önnur lán verða dýrari. Það verða nýttir allir þeir möguleikar með eldri verðtryggð lán til að endurskoða og hækka vexti sem og að ný lán verða dýrari.
- Þjónustugjöld og önnur þau gjöld sem þau geta hugsanlega innheimt verða hækkuð eins og hægt er.
- Einhver fyrirtæki fara á hausinn og braskarar kaupa kröfur út úr þrotabúum og gera skuldurum lífið leitt.
- Það er ljóst að einhverjir bankar sem eru með stóran hluta útlána sinna gengistryggingu verða að nota aðra lánastarfsemi sína til að vega upp tapið á eignasafni sínu.
- Ríkið gæti tapað við gjaldþrot tugum eða hundruðum milljörðum sem þeir lögðu í Nýju bankana.
Finnst greinarmunur á þeim sem voru hvattir af bönkum til að taka gengistryggð lán og svo þeim sem sóttu það stýft að breyta verðtryggðum lánum sínum í gengistryggð. Fólk sem tók hærri lán en það hafði áður bara til að nota í neyslu.
En að lokum er ljóst að á endanum verður það almenningur sem ber kostnaðinn af því ef að kjör gengistryggðara lána verða slík að fólk er aðeins að borga brot af því sem það fékk lánað.
- Verri kjör hjá bönkum á öllum lánum næstu árin
- Hærri skattar ef að ríkið tapar á þessu milljörðum
- Hærri þjónustugjöld hjá ríkinu
- Meiri niðurskurður
- Hærri þjonusutugjöld banka
Það er nefnilega þannig að bankarnir eiga fjármögnunarfyrirtækin. Ef þau fara á hliðina þá tapa bankarnir. Tekjur bankana koma frá almenningi, annað hvort í gegnum fyrirtæki sem þau versla við eða beint í formi bankaviðskipta. Eða sem framlag af ríkinu til nýju bankana. Og nú er ekki lengur hægt að láta þetta bara falla á erlenda kröfuhafa.
Það hlýtur að vera hægt að finna einhverja lausn sem tryggir meira jafnvægi.
Smá viðbót ef að fólk trúir mér ekki:
Í viðtali við Bloomberg fréttaveituna segir Guðmundur Björnsson, framkvæmdastjóri GAM Management hf, að markaðsaðilar virðist vera farnir að gera ráð fyrir óbreyttum vöxtum en Seðlabankinn mun á morgun gera grein fyrir vaxtaákvörðun sinni.
Guðmundur segir við Bloomberg að óbreyttir vextir sýni hversu mikill skjálfti hafi hlaupið í íslenskt fjármálalíf við dómsniðurstöðuna. Vaxtaákvörðun Seðlabankans verður kynnt klukkan 9 í fyrramálið.
Bloomberg veltir einnig upp þeirri spurningu um hvaða áhrif dómsniðurstaðan kunni að hafa á endurskoðun efnahagsáætlunar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins og vitnar í Lúðvík Elíasson, hagfræðing hjá MP banka. Lúiðvík segir dóminn þýða að verulegur kostnaður muni falla á fjármálafyrirtækin og skattgreiðendur, óhjákvæmilega þýði dómurinn tilfærslu skulda milli þeirra sem tóku áhættusöm lán til skattgreiðenda. (www.pressan.is )
Vill verðtryggingu á lánin | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 17:29 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (13)
Mánudagur, 21. júní 2010
Þetta sýnir nú að íhaldsflokkar allra landa eru herteknir af ruglukollum!
Þvílík mannvitsbrekka sem þessi Cameron er eða hitt þó heldur. Á maður að trúa því að enginn hafi upplýst hann um að aðildarviðræður við ESB eru ferli sem tekur 2 ár í það minnsta. Og eins að ESB aðildarviðræður njóta í augnablikinu ekki mikils fylgis á Íslandi. Og ef hann ætlar að nota Icesave samninga sem svipu hjá okkur hefur svipan skyndilega slitnað og virkar ekki.
Flestir Íslendingar vita að við þurfum að ganga frá Icesave! En Cameron ætti að vita að það hefur ekki virkað vel á Íslendingar að beita svona hótunum.
Þetta ásamt því að fylgjast með ferli Sjálfstæðiflokksins síðustu ár og áratug styrkir mig í þeirri trú að þar ráði ríkjum eintómir asnar.
Við munum nú eftir "við ætlum ekki að borga skuldir óreiðumanna" og fleiru gáfulegu eins og að Íslands ætti að verða fjármálamðstöð og svo framvegis, og svo framvegis og svo framvegis og svo framvegis.
Beiti ESB í Icesave-deilunni | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 23:49 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Miðvikudagur, 16. júní 2010
Hvernig verður þetta í framkvæmd?
Hvernig koma þessi lán út ef þau verða endurreiknuð til baka miðað við Íslenska lánavexti óverðtryggða. Voru þeir ekki allt að 15% þegar verst var eða hærri og mjög háir jafnvel fyrir hrun. Er líklegt að þau verði þá endurriknuð frá tökudegi með þeim vöxtum? Það gæti verið að það kæmi illa við suma.
Hefur áhrif á almenn viðskipti | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Þriðjudagur, 15. júní 2010
Þetta er nú furðufrétt! Hluti af áróðri
Held að fólk verði nú að setja á sig afruglunargleraugu þegar þeir lesa þessa frétt og fleiri á þessum miðli.(www.mbl.is )
Þarna er verið að gefa í skin að Hollendingar og Bretar haldi að það hafi einhver áhrif á samningaviðræur okkar um aðild að ESB að hóta því að bregða fæti fyrir aðild okkar nema að frágengnu Icesave. Nú er þessar þjóðir sæmilega nettengda og með sendiráð á Íslandi. Halda menn virkilega að þeir viti ekki um núverandi hug þjóðarinnar gagnvart ESB aðild. Sorry er ekki að kaupa þetta.
Það er öllu hugsandi fólki ljóst að við þurfum að greiða það sem á vantar varðandi innistæðutryggingarnar. Ef ekki með því að semja um það þá verðum við dæmd til þess og þá er hættan á því að þetta verði okkur enn þyngra. Nú erum við á 2 mánaða fresti til að skýra málstað okkar fyrir ESA og síðan fer málið væntanlega fyrir EFTA dómsstólin. Og þar tapast þetta mál.
Málið er að nú er unnið að því hörðum höndum af Mogganum, Heimsýn, bændasamtökum, LÍÚ og fleirum að fá það fram að hætt verði við umsóknina. Af hverju skildi það vera?
Kannski af því að þeir óttast að almenningálitið snúist þegar almenningur fær loks eftir kannski 2 ár að sjá niðurstöður samninga um aðild. Það getur ekki annað verið. Nema að þessir flokkar og hagsmunasamtök séu á móti því að þjóðin fái að sjá tilbúinn samning og greiða atkvæði um hann. Það gæti skaðað hagmuni þeirra. Eitthvað hlýtur það að vera að þessir aðlar vilja ekki að athgað verði hvað kemur út úr samningaviðræðunum. Og enginn hugsar lengur um hag neytenda. Nú eiga þeir bara að halda áfram að greiða hærra matvælaverð fyrir vöru sem er styrkt af skattgreiðendum til að halda uppi um 4000 bóndabýlum. Og verja kvótaeign kvótakongana.
Utanríkisráðherrarnir 27 lögðu á fundi sínum í gær áherslu á að Ísland stæði við skuldbindingar sínar, eins og það var orðað, hvað varðar Icesave reikninga Landsbankans. Breska ríkisstjórnin og sú hollenska höfðu áður krafist þess að aðildarviðræður við Íslendinga hæfust ekki fyrr en samið hefði verið um Icesave. Nú segja bæði breska stjórnin og sú hollenska að þær ætli ekki að standa í vegi fyrir því að viðræður hefjist við Ísland þar eð tryggt sé að Íslendingar ætli sér að standa við skuldbindingar sínar. (svona er sagt frá þessu á www.ruv.is )
Bendi á flotta grein Friðriks Jónssonar um þetta sama mál
Vinna á bak við tjöldin | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 09:51 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Mánudagur, 14. júní 2010
Jæja gott fólk þá viti þið hverjum er ekki að treysta!
Gunnar Bragi er þingflokksformaður Framsóknar. Hann væntanlega fylgir samþykktum flokksins sem sagði 2009:
Að Ísland hefji aðildarviðræður við Evrópusambandið á grundvelli samningsumboðs frá Alþingi sem tryggi hagsmuni almennings og atvinnulífs og þá sérstaklega sjávarútvegs og landbúnaðar.
Þá er fullveldi og óskorað forræði Íslendinga yfir auðlindum þjóðarinnar grundvallarkrafa í þeim viðræðum. Viðræðuferlið á að vera opið og lýðræðislegt og leiði viðræðurnar til samnings skal íslenska þjóðin taka afstöðu til aðildarsamnings í þjóðaratkvæðagreiðslu í kjölfar upplýstrar umræðu
Og þetta sagði fólkið sem komst á þing í gegnum Borgarahreyfinguna. En nú er Birgitta ein af flutningsmönnum þessarar tillögu. Hvað er að marka svona fólk. Þau klárlega setja það ekkert fyrir sig að lofa því að þjóðin fái ekki að tjá sig. Þannig að gagnrýni þeirra á t.d. ríkisstjórn núna er bara píp þau myndu haga sér nákvæmlega eins ef þau væru við völd. Það er svo auðvelt að vera ábyrgðarlaus í stjórnar andsstöðu og ljúga kjósendur fulla.
ESB-umsóknin verði dregin til baka | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Miðvikudagur, 9. júní 2010
Umhugsunarvert dæmi.
Í dag birtist á Pressunni bréf sem suðurnesjabúi sendir Jóhönnu Sigurðardóttur þar sem bréfritari segir m.a.
Í dag neyddist ég með mikilli vanlíðan og ömurleika að taka þá ákvörðun að hætta að borga af húsnæðisláninu mínu. Ég hef ávallt staðið í skilum með mínar skuldbindingar og verið stoltur af, en núna er staðan þannig að valið er milli fjölskyldu eða banka, og eins og venjulegum Íslendingi sæmir hefur fjölskyldan vinninginn.
Og síðar segir hann
Ég er ekki með erlent lán líkt og allt virðist snúast um, ég er ekki með nein risalán sem ég réð ekki við ! En SAMT þarf ég að kveljast og láta fjölskylduna þjást vegna peningaleysis.
Fyrri í vikunni hafði Pressan fjallað um hans mál þar sem m.a. kom fram
Greiðsluþjónusta 152.000 kr.
Daggæsla 86.000 kr.
Ökutæki 50.000 kr.
Sími 15.000 kr.
Samtals: 303.000 kr.
Laun 397.000 kr.
Umönnunargreiðslur 25.000 kr. til tveggja ára aldurs
Samtals eftirstöðvar eftir greiðslu reikninga: 119.000 kr
Það sem mér finnst vanta í svona frásögn er:
- Hafa þau reynt að nýta einhver úrræði bankana eins og greiðslujöfnun
- Af hverju eru ekki tekið með í þessu dæmi
- o Barnabætur sem væntnlega eru 3 til 400 þúsund að teknu tilliti til tekna
- o Vaxtabætur sem væntanlega eru einnig 3 til 400 þúsund að teknu tilliti til tekna
- Síðan veltir maður fyrir sér símakosnaði. Nú er ég með með frekar stóra internet tengingu, far og heimasíma. Og er að borga um 7 þúsund fyrir allt klabbið. Haf þau skoðað það.
- Hvað er innifalið í liðnum Ökutæki. Eru þetta einn eða 2 eða fleiri bílar?
Finnst eins og fólk hafi eitthvað misskilið Skjaldborgina" Held að enginn hafi getað reiknað með að allt yrði eins og það var 2007. Og margir hafa nú komist af með mun minna en 119 þúsund eftir að hafa borgað af íbúðinni, dagvistun, ökutækjum og síma. Minni á að margir eru á lágmarkslaunum sem eru rétt við 200 þúsund og þurfa kannski að borga um 100 þúsund í leigu.
Fólk getur ekki reiknað með að ríkisstjórnin bara reddi öllu þannig að allt verði eins og var. Ríkð er rekið með halla og getur þetta ekki með nokkru móti.
(á www.ruv.is stendur "Svo virðist sem meirihluti þeirra sem eru í fjárhagskröggum hafi ekki nýtt sér úrræði bankanna. ")
30-40% heimila þurfa aðstoð | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 17:46 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)
Miðvikudagur, 9. júní 2010
Svona bara vangaveltur um fullyrðingu!
Finnst þetta nú full í mikið lagt. Um áramótin 2007 hafði vanskilum fækkað mjög mikð árin á undan sen samt voru
Sem hlutfall af heildarfjölda hafði körlum á vanskilaskrá um síðustu áramót fækkað um sextán prósent frá 2003. Alls voru 15.782 einstaklingar, karlar og konur, á vanskilaskrá um síðustu áramót. ( úr frétt á www.visir.is ) 2008
Þarna er verið að tala um að 2007 hafi tæplega 16 þúsund manns verið á vanskilaskrá. Og hafði þó fækkað frá árunum á undan. Enda þarna mesta velmegun Íslandssögunar. En samt voru á vanskilaskrá aðeins 7 þusund færri en núna. Og hafði eins og áður segir fækkað frá fyrri árum.
Eins er þetta held ég með nauðungarsölur.
Að tala um að það sé hægt að segja að þetta séu 22 þúsund fjölskyldur finnst mér líka full í mikið lagt. Ef horft er til þess að talað er um að 11 þúsund börn tilheyri þessum einstaklingum þá erum við að tala um að helmingur þessara fjölskyldna eigi engin börn. Því verður að fara varlega í að álykta svona. Væri nú ágætt að skoða þessar tölur betur áður en fólk ályktar svona. Menn geta verið með kaupmála, skuldir vegna persónulegra ábyrgða vegna fyrirtækja sinna og annað. Og verið með aðskilin fjárhag og fleira og fleira.
Staðan er alvarleg vissulega en svona fréttir hjálpa engum.
Um 22 þúsund á vanskilaskrá | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 14:54 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Þriðjudagur, 8. júní 2010
Þetta er furðulegt þing!
Nú í aðdraganda Sveitarstjórnarkosninga og eftir þær hafa menn kallað eftir stjórnlagaþingi. Og sagt að það þé nauðsynlegt til að koma á trausti aftur í þjóðfélaginu og skapa sátt. En viti menn nú talar hver þingmaður í kapp við annan um að það liggi ekkert á að koma þessu í gang. Nei, nei nú á bara að gefa sér tíma og hugsa. Ég spyr hafa þessir aðilar ekkert hugsað neitt í vetur. Það vissu allir af þessum málum og þetta var í máefnasamningi meirihlutans. En nei nú segja sjálfstæðismenn:
Engin ástæða er til að fjalla um mál af þessum toga á síðustu dögum þingsins þegar fyrir liggur að meginverkefni Alþingis þessa dagana er að koma heimilum og fyrirtækjum til bjargar. Það er skoðun 1. minni hluta að ýta eigi öllum öðrum málum til hliðar og einhenda sér í það að koma með lausnir fyrir heimilin og fyrirtækin í þessu landi."
Minni hluti Sjálfstæðismanna í allsherjarnefnd leggur til að kosin verði 9 manna nefnd fyrir lok yfirstandandi löggjafaþings og litað verði eftir ráðgjöf frá mönnum utan þings, án þess að Alþingi afsali sér valdi til að breyta stjórnarskránni.
Þegar nefndin hafi skilað tillögum sínum til Alþingi verði þær teknar til meðferðar á afmörkuðu tímabili þannig að ekkert annað mál verði á meðan tekið til umræðu en breytingar á stjórnarskrá. Með því þurfi þingið sjálft og allir þingmenn að móta sér skoðun á tillögum nefndarinnar.
Og Þráinn vill að menn leggist yfir þetta vel og vandlega og séu ekki að flýta sér.
Og líka vilja þeir að það sé Alþingi sem ákveði hverju á að breyta í Stjórnaskrá:
Sjálfstæðismenn í allsherjarnefnd telja að Alþingi eigi að setja stjórnarskrána á dagskrá með skýrum hætti og í þeirri vinnu komi fram afstaða alþingismanna til þeirra breytinga sem gera þurfi á stjórnarskrá. Fjöldamörgum spurningum sé ósvarað í því frumvarpi sem ríkisstjórnin hafi lagt fram og óhjákvæmilegt að komast að þeirri niðurstöðu að málið sé sett fram í miklu óðagoti og taugaveiklun." (www.mbl.is )
En var það ekki einmitt það sem allir hafa viljað sleppa við að Alþingi sé að koma að stjórnarskrábreytingum eða gerð nýrrar stjórnarskrár. En það gæti þýtt að inni stjórnarskrá kæmu ákvæði um eign á auðlindum og það mega vinir sjálfstæðismanna ekki sjá.
Kostar okkur ekkert að doka við og hugsa" | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Þriðjudagur, 8. júní 2010
Fyrir þá sem trúa ekki að aðförin að Jóhönnu sé skipulögð lesið þetta
Málið er lagt upp svona
- Siguður Kári og Bjarni Ármannson og sér í lagi sá fyrrnefndi heldur þessu máli gangandi á þingi.
- Davíð Oddson skrifar leiðar í dag til að hnykkja á þessu:
Davíð Oddsson: Í öllum öðrum ríkjum hefði Jóhanna Sigurðardóttir sagt af sér - Nú er Hannes Hólmsteinn kominn í málið líka
Jóhönnu ber að víkja:
Þetta sýnir og sannar að þetta upphlaup er skipulagt á sellufundi í Sjálfstæðisflokk. Gamla hirðin hans Davíðs er að stefna á yfirráð hér aftur.
Þetta upphlaup er ekki tilviljun heldur skipulagt og ekki búið enn.
Spyr um sannleiksskyldu ráðherra | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Mánudagur, 7. júní 2010
Samfylking meirihluta stjórnum í 3 stærstu bæjarfélögum landsins.
Nú hefur Samfylkingin kjörið tækifæri á að snúa vörn í sókn. Það er um að gera að sýna nú hvað í flokknum bý í:
- Reykjavík 117 þúsund íbúar
- Kópavogur 31 þúsund íbúar
- Hafnafjörður 26 þúsund íbúar.
Þetta er um 55% allrar þjóðarinnar.
Nú er það þessa fólks að vinna vel næstu 4 árin og sýna árangur. Og það er náttúrulega að skapa bæ sem býr vel að fólkinu í bænum. Félagsleg gildi, jöfnuður og öryggisnet fyrir þá sem minna mega sín.
Lúðvík áfram bæjarstjóri | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 22:52 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (16)
Nýjustu færslur
- 22.10.2017 Nokkrar staðreyndir um skattaþróun í tíð hægristjórna
- 29.11.2016 Auðvita er leiðiinlegt að fyrirtækið skuli vera lent í þessu!...
- 7.11.2016 Á meðan að almenningur almennt á ekki kost á svona fyrirkomul...
- 6.11.2016 Garðabær er nú ekki til fyrirmyndar í málefnum þeirra sem þur...
- 1.11.2016 Halló er ekki allt í lagi á Mogganum?
- 30.10.2016 En jafnaðarmennskan hverfur ekkert!
- 29.10.2016 Hönd flokksins
- 29.10.2016 Þetta á erindi við kjósendur
Eldri færslur
- Október 2017
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
- Desember 2006
- Nóvember 2006
- Október 2006
- September 2006
- Júlí 2006
- Júní 2006
- Maí 2006
- Apríl 2006
- Mars 2006
- Febrúar 2006
Tenglar
ESB
Samfylkingin
Maggi B er flokksbundinn samfylkingarmaður í Samfylkingarfélaginu í Kópavogi
Teljari
Tenging við twitter
Um bloggið
Vettvangur Magga
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (20.1.): 7
- Sl. sólarhring: 23
- Sl. viku: 49
- Frá upphafi: 969564
Annað
- Innlit í dag: 7
- Innlit sl. viku: 48
- Gestir í dag: 7
- IP-tölur í dag: 6
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
RSS-straumar
RSS
Hvað er nýtt
RUV
- Augnablik - sæki gögn...
DV
- Augnablik - sæki gögn...
Visir.is
- Augnablik - sæki gögn...
Pressan
- Augnablik - sæki gögn...
Pressan Kaffistofa
- Augnablik - sæki gögn...
Af Eyjunni fréttir
- Augnablik - sæki gögn...
Bloggvinir
- Ingibjörg Hinriksdóttir
- Guðni Már Henningsson
- Kristbjörg Þórisdóttir
- Kristbjörg Þórisdóttir
- Samfylkingin Norðvesturkjördæmi
- Gísli Tryggvason
- Guðríður Arnardóttir
- Guðmundur Magnússon
- Hlynur Hallsson
- Kristján Pétursson
- Vefritid
- Bjarni Harðarson
- Davíð
- Ólöf Ýrr Atladóttir
- Björn Benedikt Guðnason
- Sigurlín Margrét Sigurðardóttir
- Egill Rúnar Sigurðsson
- Hlynur Halldórsson
- Tómas Þóroddsson
- Adda bloggar
- Killer Joe
- Tíðarandinn.is
- Þórður Steinn Guðmunds
- Kolbrún Jónsdóttir
- íd
- Haukur Nikulásson
- Hrannar Björn Arnarsson
- Sigfús Þ. Sigmundsson
- Bleika Eldingin
- Sigurður Sigurðsson
- Inga Lára Helgadóttir
- Björn Emil Traustason
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Björn Heiðdal
- krossgata
- Þröstur Friðþjófsson.
- S. Lúther Gestsson
- Sigurjón Sigurðsson
- Guðrún Helgadóttir
- Jón Ragnar Björnsson
- gudni.is
- Jakob Falur Kristinsson
- Sæþór Helgi Jensson
- Bergþóra Árnadóttir - RIP 15.2.48 - 8.3.07
- Félag Ungra Frjálslyndra
- Alfreð Símonarson
- Hlekkur
- Þorsteinn Briem
- Jonni
- Torfusamtökin
- Gulli litli
- Sigurður Sigurðsson
- Helena Sigurbergsdóttir
- Elías Stefáns.
- viddi
- Oddrún
- Jón Gunnar Bjarkan
- Heimir Eyvindarson
- Himmalingur
- Eygló
- Hólmfríður Bjarnadóttir
- Axel Jóhann Hallgrímsson
- Ólafur Ingólfsson
- Rúnar Þór Þórarinsson
- Styrmir Reynisson
- Helga Kristjánsdóttir
- Sæmundur Bjarnason
- Ingimundur Bergmann
- Loftslag.is
- Kjartan Jónsson
- Brattur
- Gunnar Helgi Eysteinsson
- Högni Snær Hauksson
- Jack Daniel's
- Kama Sutra
- Magnús Ragnar (Maggi Raggi).
- Ómar Bjarki Smárason
- Stefán Júlíusson