Leita í fréttum mbl.is

Bloggfærslur mánaðarins, júlí 2010

Menn lesa nú misjafnlega út úr þessari grein Uffe Ellemann

Pressan.is segir frá þessari grein og þar stendur m.a.

Fyrrverandi utanríkisráðherra Dana segir að innganga Íslands í Evrópusambandið myndi skila Íslendingum miklum ávinningi. Hins vegar hafi Íslendingar mjög sérstök afstöðu gagnvart útlendingum eftir bankahrunið. Hann segir meðal annars að Davíð Oddsson beiti sér kröftuglega gegn aðild.

Uffe Elleman, fyrrverandi utanríkisráðherra Danmerkur, skrifar pistil í Berlinske Tidene um aðildarviðræður Íslendinga um inngöngu í Evrópusambandið. Hann segist viss um að það muni borga sig fyrir Íslendinga að ganga  í Evrópusambandið en telur stemmninguna á Íslandi mjög gegn alþjóðasamstarfi.

Hann hittir einmitt naglann á höfuðið það er búið að ala markvisst á því að útlendingar og útlönd séu vond og við eigum sem minnst að vera í samstarfi við þau.

Þetta gerir Davíð og co ekki bara út af fiskiauðlindinni sem útgerðamenn verja þó með því að reka hér dagblað með bullandi tapi með peningum sem þeir hala inn á kvótanum. Heldur er þetta líka vegna þess að með inngöngu í ESB þá missir valdastéttin hér möguleikann á að leika sér t.d. með gengi krónunnar með stöðutökum, þeir fá hingað samkeppni sem veldur því að hagnaður þeirra gæti minnkað.

Og þessi áróður hefur sannarlega virkað. Fólk almennt er tilbúið að trúa öllu sem er logið að þeim. Það liggur við þegar maður les blogg og annað hjá andstæðingum ESB aðildar að maður sjái fyrir sér menn með horn og hala í Brussel sem gnæfa yfir Íslandi tilbúnir að slíta Geysir upp með rótum og gleypa hann hráan. Það er talað eins og öll ríkið ESB séu bara fórnarlömb og kúguð ríki sem þrái það ekkert heitar en að losna undan samvinnunni í ESB og verða sjálfstæð aftur. En þegar maður flakkar um netið og skoðar þetta þá er ekkert ríki sem vill hætta í ESB.

Er skrítið þó að ESB sé undrandi á málflutningi um bandalagið hér. Bullið það vellur hér á netið. Menn leita uppi allskonar öfgasíður og öfgamenn sem sjá samsæri í öllum hornum. Halda menn að með stærstu leyniþjónustur í heim að aðildarríkin væru ekki löngu búin að koma upp um þessar áætlanir. T.d. Íhaldsflokkurinn í Bretlandi. Og síðan að ganga úr ESB. Nei það hefur ekkert ríki gert. Heldur eru þau fá ríkin í Evrópu sem vildu ekki ganga þarna inn ef þau hefðu tækifæri til þess.


mbl.is Segir of snemmt að fara í ESB
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bara svona að velta fyrir mér! - Hvar mega erlendir fjárfestar fjárfesta hér á landi

Nú er nokkuð ljóst að frá hruni höfum við talað hátíðlega um að laða hingað erlenda fjárfesta til að efla hér efnahagslífið. Nú er þjóðin að sameinast gegn fjárfestingu í HS orku. Allt í lagi en þá fór ég að velta fyrir mér eftirfarandi:

Það er ljóst að fólk vill ekki fjarfestingu erlendra aðila í orkugeiranum. Þó það þýði að við komum þá ekki til með að virkja mikið á næstu árum því að ríkið og sveitarfélög verða þá í ábyrgðum fyrir öllum lánum sem tekin verða vegna orkuframkvæmda og þau þykja ekki góður pappír í dag fyrir háum lánum.
  • Fólk er að æsa sig yfir fjárfestingu í útgerð. Þannig að það yrði ekki vel séð.
  • Fólk er á móti stóriðju þannig að það er ekki líklegt að hún verði enda getum við illa skaffað henni orku þar sem við getum ekki virkjað.
  • Fólk er á móti flestum sem vilja fjárfesta hér í gagnaverum. Þannig að það gengur ekki vel.
  • Landbúnað vill fólk helst ekki að útlendingar komi í enda held ég að þeir hafi engan áhuga á því.

Getur einhver sagt mér hvaða fjárfestingakosti við getum boðið erlendum aðilum upp á. Annað en að opna hér veitingastaði og kannski banka. Við höfum hrakið í burtu starfsemi sem tengdist tryggingu oft og iðulega. Fyrirtæki sem vildi opna hér bensínstöðvar og fleiri.

Menn hljóta að átta sig á því að Íslenskir aðilar fara ekki stórframkvæmdir án þess að taka til þess erlend lán sem teljast þá hluti af þjóðarskuldum okkar og þær mega ekki hækka og hægstæð lán eru ekki boði enda megum við ekki við aukningu á skuldum sér í lagi sem bera ábyrgð ríkis eða sveitarfélaga. 

Finnst í raun það sem boðið er uppá sem hugmyndir að atvinnutækifærum nú sé aðallega einhver svona smá ferðamannaiðnaður og strandveiðar.

Það sem við græðum á erlendri fjárfestingu er að ríkið og þjóðin verður ekki ábyrgð fyrir því fé. Og það eykur ekki skuldir okkar. En fólk getur gleymt því að einhver komi hingað ef að verkefni sem honum býðst að fjárfesta í eru ekki arðbær.

Væri  nú ekki vit að setjast yfir öll okkar lög um fjárfestingar, auðlindir, og viðskiptaumhverfi og gera þau skotheld og hætta að verða hrædd í hvert skipti sem einhver vill koma hingað með fjármagn. Því að ef við ætlum að taka lán erlendis á okkar ábyrgð er hætta á að við lendum í því sem Nýfundnaland lenti í og er rakið hér. Og svo náttúrulega að ganga í ESB þannig að krónan valdi því ekki að fáir vilji skoða það sem við höfum upp á að bjóða.


mbl.is Telur söluna á HS Orku ólöglega
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Náttúrulega hárrétt hjá Birni Vali

Finnst nú svona í fljótu bragði að Björn Valur sé sá þingmaður sem hefur komið mér skemmtilegast á óvart. Yfirleitt maður sem vill leysa mál af skynsemi tek sér staklega undir þetta hjá honum:

„Nei, ekki þannig. En það er auðvitað mjög sérstakt að fólk lýsi því yfir fyrirfram að ef það nái ekki fram sínum ítrustu kröfum í einhverjum málum að það styðji þá ekki lengur ríkisstjórn, í það minnsta á meðan verið er að leysa málið. Þetta eru dálítið stór orð og það gæti farið svo að fólk yrði annað hvort að standa við þau eða skipta um skoðun.“

Það er einmitt málið. Guðfríður og félagar eru í raun að lýsa því yfir að ef að ekki verði farið að þeirra vilja þá verði stjórn slitið og þetta mál falið öðrum flokkum. Og með þessum yfirlýsingu Guðfríðar er hún búin að mála sig út í horn. Því að ef um málamiðlun verður að ræða þá þarf hún að skipta um skoðun frá því hún rauk með látúm í fjölmiðla.

Og þetta:

„Við vitum ekki hvaða lending verður í þessu máli. Okkur eru ekki allir vegir færir í því. Þannig að það er líklegra en hitt að við verðum að finna einhverja sameiginlega lendingu sem allir geta unað við, ekki eingöngu þeir sem hóta stjórnarslitum. Þeir sem gera það eru þá sömuleiðis þeirrar skoðunar að þetta mál sé betur leyst af einhverjum öðrum en okkur. Því er ég ósammála.“

Skynsamur maður skipstjórinn frá Ólafsfirði. Ekki bara í þessu máli heldur fleirum t.d. sem varaformaður fjárlaganefndar

 


mbl.is Sérstakar yfirlýsingar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Skil ekki þessa yfirlýsingu Hagsmunasamtakana!

Til að byrja með hélt ég að hélt ég að Lýsing væri í eigu Exista! Þannig að þeir hafa væntanlega ekki fengið neinn afslátt af neinum lánum sem flutt voru á milli. Minnir að Deutche Bank sé aðal lánveitandi Lýsingar. Dómurinn var jú um bílalán hjá Lýsingu.

Síðan er rétt henda hér inn athugsemd sem ég setti á eyjuna:

Eftirfarandi frétt er af www.pressan.is  og er haft eftir Forstjóra Neytendastofu:


"Í samtali við Pressuna sagði Tryggvi að þar sem gengistryggingarpartur lánaskilmálanna hafi verið dæmdur ólöglegur af Hæstarétti sé ekki órökrétt að hinir erlendu vextir séu þar með að vera ólögmætir.

Aðspurður hvort lántakendur megi vel við una segir Tryggvi erfitt að meta hvað sé sanngjarnt og hvað ekki. Það sé afstætt og háð mati hvers og eins en

niðurstaðan er hagstæðari en ef orð samningsins um gengistryggingu væri að ræða.
Segir hann niðurstöðuna ekki koma á óvart miðað við upplýsingarnar sem koma fram við lestur dómsins og hvernig orðalag sé í lögum um neytendalán þegar vafi komi upp um vexti samanber 14. gr. laganna.

Fólk valdi á milli þriggja kosta, þ.e. verðtryggðs láns, óverðtryggðs og gengistryggðs láns og með því að velja gengistryggðs lán fram yfir verðtryggt lán mátti báðum samningsaðilum vera ljóst að forsenda lánsins væri tenging við erlendan gjaldmiðil."

 

Siguður Líndal segir:


"Eftir að hafa lesið dóminn tel ég að niðurstaða hans sé sanngjörn. Dómarinn rökstyður niðurstöðu sína á sannfærandi hátt og ég sé ekkert athugavert við hana.
Sigurður segir að rökstuðningur fyrir forsendubrestinum sé sannfærandi og dómari verði auðvitað að taka tillit til þess hvaða afleiðingar dómurinn getur haft fyrir þjóðfélagið."


En Hagsmunasamtökin skilja lögin svo miklu betur.


mbl.is Furða sig á gengisdómi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Þetta er nú að verða komið gott!

Finnst alveg makalaus vinnubrögð hjá VG. Til að koma allri ábyrgð yfir á Samfylkinguna þá halda þau fund og senda svo þingflokksformanninn af stað í fjölmiðla og tilkynna að þetta sé allt Samfylkingunni að kenna þessi samningur. Þó er þetta búið að fara 2x í gegnum nefnd um erlenda fjárfestingu og fulltrúar allra flokka í nefndinni nema Vg og Hreyfingar hafa lýst þessum samningi sem löglegum.

Guðfríður Lilja hótar að hætta að styðja stjórnina, svo kemur Þuríður og nú svona gefur Atli það í skyn. Hann hefur þó rænu á að minnast á það að þetta mál sé í vinnslu 5 ráðherra sem það hefur verið nú lengi. Það er óvart bara ekki til einföld lausn á þessu. Fólk ætti að muna að það hafa verið gerðar 3 tilraunir til að innlendir aðilar kaupi þetta. M.a. Lífeyrissjóðir en þeim leyst ekki á kjörin.

Spurning hvað þingmenn VG voru að gera í allan vetur nema að þvælast fyrir öllum málum. Ekki haf ég séð tillögur til þingsályktunar um HS orku frá þeim eða frumvörp um breytingar á lögum um fjárfestingu í orkufyrirtækjum

Síðan minni ég menn á að það er ekki rétt hjá Atla og co að einhver sé að öðlast auðlindirnar eins og hann talar heldur er um nýtingarrétt í afmarkaðan tíma að ræða. Rétt að lögin eru þannig að þessi nýtingartími er allt of langur. Því þarf að breyta.

En það verður aldrei þingmeirihluti fyrir því að ríkið fari að ausa nú tugum milljörðum til að kaupa HS orku. Ég trúi því ekki. Það verður farið í að takmarka hvað HS orka getur stækkað og koma í veg fyrir að önnur orkufyrirtæki verði í meirihlutaeign einkaaðila. Og eins að landeigendur geti ekki selt einkaaðilum orkunýtingarrétt hjá sé.

Mér er alveg sama um það að hver þingmaður eigi að fara eftir eigin sannfæringu en fyrr má vera. Settust þessir þingmenn og ráðherrar VG ekki niður í maí í fyrra og ákváðu að fara í samstarf við Samfylkingu? Manni virðist stundum að einhverjir hafi bara verið í fríi þá og skrifað undir án þess að meina nokkuð með því. Því þeir hafa verið einna duglegastir í að veikja þessa stjórn og grafa undan henni.

Vona að Samfylking taki það ekki í mál að kosta til tugum milljarða í að friða VG. Frekar að hætta þessu bara núna! Þessi barátta er dæmd til að tapast ef VG heldur svona áfram.

Bendi að lokum á ágæta grein um þetta HS orku dæmi hér Orkubloggið


mbl.is Gæti ógnað ríkisstjórninni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Alið á hysteriu Íslendinga.

Haft var eftir Jóni Þórissyni, forsprakka orkuauðlinda.is:

„Það merkilegt að þetta er eina síðan sem virkar ekki. Þetta er eina síðan sem á eitthvað brýnt erindi við landsmenn akkúrat núna. Maður veltir því fyrir sér hvort þetta sé tilviljun eða eitthvað annað,“ segir Jón sem segir undirskriftasöfnunina hafa gengið vel fram að þessu.

„Það er ljóst að hagsmunir eru miklir fyrir þá sem eru ósammála okkur og maður veltir fyrir sér hvað fólk er tilbúið að gera,“ segir Jón en tekur fram að gögnin eru trygg.

Svona ekki beint traustvekjandi þegar að forsvarsmaður lætur svona eins og óhemja og er að gefa svona hluti í skyn án þess að skoða máið.

Forsvarsmaður Skýrr segir:

„Það kom upp bilun í vélbúnaði í nótt, sem er ósköp eðlilegt. Nú er unnið að því að endurheimta gögn og koma þessu upp aftur,“ segir Gestur sem kveður öll tölvukerfi brigðul. 

„Öll tölvukerfi geta bilað á hvaða tíma. Þetta er bara spurning um hversu öfluga hýsingu menn kaupa sér. Hvort allt sé tvöfaldað eða hvort menn kaupi ódýrari lausn,“ segir Gestur.

En svona er Ísland í dag. það er alið á hysteriu sem gegnur út á að allir séu í samsæri gegn okkur og fólk trúir þessu yfirleitt strax. Því það er svo gott að geta kennt öðrum um. Þessr aðferðir virkuðu vel vel hjá Indefence og nú er það orkuauðlindir.is


mbl.is Ekki óvenjulegt að tölvukerfi bili
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Held að fólk sé ekki í lagi!!!!!!!!!!!!

Held að fólk sé ruglað. Halda menn að ef það væru til einhverjar töfralausnir á ástandinu í dag að stjórnvöld myndu ekki beita þeim? Stjórnmálamenn er þess meðvitaðir að heimilin er rekin af kjósendum þeirra og ef þeir gætu þá væri auðvita allt gert sem hægt væri. Bankar og kröfuhafar kjósa ekki stjórnmálamenn og eigendur eru jafnvel ekki Íslenskir. En það er óvart hluti af uppbyggingu að þessar stofnanir séu ekki veiktar frekar. Því án þeirra verður hér ekkert gert. Það verða ekki borguð laun nema fyrirtæki eigi einhverja sjóði. Því annað er bundið því að fyrirtæki hafi aðgang að fjármagni.

Það er nú augljóst að stjórnmálamenn kjósa ekki að vera óvinsælir. Það var vitað frá hruni að við þyrftum að taka á okkur lífskjaraskerðingu en mér finnst hún ekki hafa verið eins mikil og ég reiknaði með. Ef að ríkisstjórnin gæti væru náttúrulega allir skattar lækkaðir, öll lán feld niður og svo framvegis. En sorry þá gætum við allt eins lokað hér. Því allir bankar, ríkissjóður og fyrirtæki færu þá á hausinn. Og þá væri hér enginn grunvöllur lengur fyrir sjálfstæðu samfélagi.


mbl.is Telja stjórnvöld hugsa meira um banka en heimili
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Væri þetta ekki verkefni fyrir einhvern lögfræðing sem vill styrkja Ómar?

Var að lesa á www.visir.is smá viðtal við Ómar Ragnarsson þar sem hann var spruður út í frásögn af vefnum www.amx.is . En þar segir m.a.

Smáfuglarnir eyða miklum tíma á flugi eins og eðlilegt er og hafa tekið eftir því að Ómar Ragnarsson er duglegur að fljúga með ferðamenn yfir gosstöðvarnar á Suðurlandi. Lendir hann flugvél sinni á túnum umhverfis Hótel Rangá. Ómar fer með ferðamenn í flugferðir gegn gjaldi en slíkt er ólöglegt þar sem Ómar hefur ekki réttindi sem atvinnuflugmaður né hefur hann uppfyllt þau fjölmörgu skilyrði sem þarf til slíks flugs.

Nú er samfélagið á Suðurlandi ekki stórt og flest sem þar gerist kemst á allra vitorð á skömmum tíma. Hvers vegna bregst lögregla ekki við þegar Ómar Ragnarsson stundar ólöglega flugstarfsemi með ferðamenn? Er það af því að hann er Ómar Ragnarsson? Er það af því að hann er sjónvarpsmaður til margra ára? (sjá greinina í heild hér)

Ég er bara svo sleginn að ég vill að þessu sorpvef sem sjálfstæðismenn halda úti verði lokað með öllum þeim ráðum sem til þess er hægt að finna.

Ómar segir reyndar á www.visir.is

„Ég er með atvinnuflugmannsréttindi og má fljúga verkflug og það sem flug sem ég þarf í sambandi við mína kvikmyndagerð," segir Ómar Ragnarsson. Vefurinn AMX segir að Ómar fljúgi í leyfisleysi með ferðamenn vegna þess að hann hafi ekki réttindi sem atvinnuflugmaður. Ómar segir það alrangt.

„Ég væri ekki að fara í læknisskoðanir tvisvar á ári ef það væri ekki vegna einhvers. Ég flýg 95% bara fyrir sjálfan mig og svo leita erlendir sjónvarpsmenn til mín og taka við mig viðtöl og vilja fá að fylgjast með," segir Ómar. „Ég er ekki að brjóta nein lög og er að hafa mikið fyrir því að viðhalda þeim réttindum sem ég hef."

„Þeir eru bara að ljúga og það er ekkert haft fyrir því að hringja í mann og spyrja, hvaða réttindi hefur þú?"

Þannig að við vitum að Ómar getur varið sig sjálfur. En þessi ömurlegi hugsunarháttur að þegar þjóðin er að hylla Ómar sem verður sjötugur í haust þá skuli þessi öfund og illmælgi brjótast út gagnvart honum akkúrat núna sýnir að þessir menn eru hrein illmenni.

 Og því væri kannski við hæfi að einhver lögfræðingur myndi bjóðai Ómari þá þjónustu að láta dæma þennan vef fyrir meiðyrði og atvinnuróg. Og láta þá blæða nokkrum milljónum í skaðabætur til Ómars.


mbl.is „Orðlaus, hrærður og þakklátur“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bíddu hvað er fréttnæmt við þetta?

Það hefur verið talað um það síðan í vor að það þyrfti að skera niður og hækka skatta. Var ekki talað um að það yrði að skera niður um 30 til 40 milljarða og svo hækka tekjur ríkisins um 11 til 15 milljarða. Hvað er nýtt við þetta? Tekjur ríkisins eru skattar niðurskurður er lækkun á þjónustustigi.  Ríkisstjórnin fær einhverjar ráðleggingar frá AGS og allt fer á hliðinna. Jóhanna segir hér að ekki verði farið eftir þessu ýtrustu hugmyndum AGS en samt er Sigmundur Davíð byrjaður með sínar samsæriskenningar og bloggkórinn byrjar með sönginn um fjölda flótta frá Íslandi og fleira og fleira


mbl.is Útilokar ekki skattahækkanir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Svona fer mogginn og Heimssýn að því að móta skoðanir Íslendinga í þessu máli.

Þetta er úr frétt af www.dv.is

Lögmaðurinn Sveinn Andri Sveinsson hélt því fram á fésbókarsíðu sinni um helgina að könnun sem unnin var fyrir Moggann um skoðanir Íslendinga á Evrópusambandsaðild hefði verið ritskoðuð í meðförum blaðsins.

„Í könnun Mbl um ESB var einnig spurt um afstöðu til aðildar að ESB ef tryggð væru yfirráð Íslendinga yfir fiskveiðilögsögunni. 71% aðspurðra sögðust þá vera hlynnt aðild. Það hentaði greinilega ekki Mbl að birta þessa niðurstöðu,“ sagði Sveinn Andri en könnunin var unnin af MMR, Markaðs- og miðlarannsóknum.

Það er nú ekki merki um góða fréttamennsku að sleppa bara hluta úr skoðanakönnun sem hentar ekki málstaðnum!


mbl.is Ræddu um skipulag aðildarviðræðna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Næsta síða »

Höfundur

Magnús Helgi Björgvinsson
Magnús Helgi Björgvinsson

Skoðanir Magga um menn og málefni í fréttunum. maggihb@gmail.com Athuga að þetta eru mínar skoðanir og þið megið bara hafa ykkar hentisemi, því ég er að nota mína.

Eldri færslur

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Twitter

Teljari

joomla visitor

Twitter

Tenging við twitter

Um bloggið

Vettvangur Magga

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband