Leita í fréttum mbl.is

Bloggfærslur mánaðarins, ágúst 2010

Æ ég bara er ekki viss um að þetta sé rétt!

Svona miðað við hvernig Ögmundur hefur látið þá má hann nú taka stakkaskiptum ef þessi breyting á að leiða til einhvers góðs. Og ef hann og Jón Bjarnason ætla að láta eins og þeir hafa látið verður væntanlega lítið úr verki hjá þessari stjórn. Er í miklum vafa um hvort að þetta sé rétt hjá flokkunum. Sé ekki hvað menn eru að kaupa sé með þessum hrókeringum. Ögmundur hefur jú staðið eins og klettur með stjórnarandstöðunni í öllum stærri málum
mbl.is Ögmundur bíður eftir Jóhönnu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hvaða auðlindir? Spyr Illugi Jökulsson

Ágæt spurning hjá Illuga á blogginu hans í dag:

Á blogginu er fólk sífellt að þusa um að hið illa ESB ásælist auðlindir okkar.

Eins og hinir 500 milljón íbúar ESB muni aldeilis komast í feitt þegar þeir fá að koma höndum yfir allt ríkidæmið hér.

Hvaða ríkidæmi er það?

Hvar eru þessar auðlindir sem ESB á að sækjast svo mjög eftir?

Þær duga okkur ágætlega, við getum flutt út slatta af fiski og svoleiðis.

Við erum að verða búin með orkuna, en hún mun þó duga eitthvað áfram.

En við erum líka bara rúmlega 300 þúsund.

Hvar eru þessar auðlindir sem 500 milljón manns líta svo hýru auga?

Það væri gaman að vita?

Við þetta er nú hægt að bæta.

  • Hvernig ætlar ESB að stela orkunni okkar'
  • Svona miðað við að fiskveiðar skila milli 100 og 200 milljörðum, hvað munar ESB svona mikið um það?
  • Ef fólk nefnir vatnið þá get ég nú ekki séð hvernig ESB ætti að geta nýtt það án þess að við stjórnum því.
  • Og einnig og Illugi bendir á erum við komin langt með að nýta mest af þeirri orku sem við höfum svo það er ekki mikið til skiptana lengur.

Bendi svo á góðan pistil Guðmundar Gunnarssonar um ESB umræðuna http://gudmundur.eyjan.is/2010/08/afvegaleidd-umra.html


mbl.is Vill afgreiða tillögu um ESB-viðræður
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Frestun, frestun, frestun.......! Er ekki kominn tími fyrir Samfylkingu að standa í lappirnar

Nú var þetta að því mig minnir ákveðið í stjórnarsáttmála að fækka hér ráðuneytum. Ef þetta er rétt að Vg sé að setja fæturnar fyrir þetta mál, finnst mér að nú sé að koma að því rétt sé að hætta þessari tilraun Samfylkingar að halda Vg í stjórn.

Þetta fer að verða pirrandi. Það er ýmist hluti Vg eða allur flokkurinn sem gerir athugasemdir og mótmælir öllu sem á að gera. Þannig að flest af stærri málum þessarar ríkisstjórnar eru sífellt að frestast eða hætt við þau.

Þetta er nú ekki til að auka fólki trú á þessa stjórn. Það að Vg sem flokkur og svo órólegadeildin skuli ekki vera tilbúin að taka af skarið með neitt bendir til þess að þingmenn Vg séu svo hræddir við ákvarðanir að þeim finnist best að halda þessu í lausulofti og þar af leiðandi hverfur allt það góða sem stjórnvöld hafa þó verið að gera í skuggan af þessu.

Finnst því rétt að ef Vg greiðir atkvæði með að draga ESB umsókn til baka að Samfylkingin slíti þá strax þessu samstarfi. Og hér verði mynduð stjórn sem hikar ekki við að framkvæma það sem þau haf samið um í stjórnarsáttmála sín á milli


mbl.is Stofnun atvinnuvegaráðuneytis frestað
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Furðulega frétt!

Skv. þessu tölum í frétt um kostnað við kosningabaráttu í Árborg þá munaði alveg heilum 23 þúsundum á milli Sjálfstæðisflokks og Samfylkingar. Og kallar það virkilega á fyrirsögn upp á "Dýrasta kosningabaráttan hjá Samfylkingunni"

Munurinn á kostnaði nemur um 7 eða 8 pizzum.

Hefði ekki verið nær að halda á lofti að kosningabarátta allra þessara flokka var hófleg og ekki bruðlað of með peninga. Samfylkingin þar var að reyna að verja góða stöðu sem þau höfðu eftir kosningarnar þar á undan en eyddu þó ekki meira en 1692 þúsundum. Sjálfstæðiflokkurinn eyddi 1669 þúsundum Framsókn 1012 þúsundum og Vg 715 þúsundum. Finnst þetta allt hóflegar upphæðir.

 


mbl.is Dýrasta kosningabaráttan hjá Samfylkingunni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Byrjar þetta einu sinni enn!

Getur Atli ekki spurt einhvern í Noregi t.d. hvort að Noregur hafi orðið fyrir óbætanlegum skaða þegar þeir sömdu við ESB 2x en gengu ekki inn? Og er Atli ekki á því að hér þurfi að taka stjórnsýsluna í gegn eftir hrun? Og er þá ekki yfirleitt horft til Evrópuríkja? Og getur Atli skýrt fyrir fólki hvað hann á við með:

„Það er mín skoðun að það séu brostnar forsendur fyrir þessu máli. Að þetta séu aðlögunarviðræður,“ segir Atli Gíslason, þingmaður Vinstrihreyfingarinnar – græns framboðs. Hann segir liggja fyrir að Evrópusambandið ætli að koma með nokkra milljarða í það verkefni að gera miklar breytingar á þjóðfélaginu.

Hvaða miklu breytingar á þjóðfélaginu er maðurinn að tala um?

Er það kannski máið með þessa Vg liða að þeim finnst þessar aðildarviðræður trufla þá við að ríkisvæða atvinnulífið og draga hér úr öllum framförum?


mbl.is Ólga í grasrót vinstri-grænna vegna aðlögunar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ánægjuleg tíðindi af Icesave

Var allt í einu að velta fyrir mér hvernig staðan á Icesave væri nú miðað við hækkandi gegni krónunar.

Fór inn á Iceslave.is en skuldaklukkan þar hefur ekki verið uppfærði síðan 17 mars 2010.

En ég tók að svona upp á grín gengið þá og stöðu á höfuðstól Icesave og svo stöðunna í dag:

Staðan í dag skv. Gengi 20. ágúst

₤

2.350.000.000

437.100.000.000 kr.

1.329.242.850

203.374.156.050 kr.

 

Samtals

640.474.156.050 kr.

Staðan 17. mars 2010

 

₤

2.350.000.000

453.550.000.000 kr.

1.329.242.850

232.617.498.750 kr.

 

Samtals

686.167.498.750 kr.

 

Lækkun í krónum

45.693.342.700 kr.

Sem sagt að höfuðstóllin hefur lækkað um 45 milljarða frá því í mars. Eignir Landsbankans eru nú áætlaðar um 1200 milljarðar eða meira og helmingur af því fer upp í innistæðutryggingar. Þannig að það eru a.m.k. 600 milljarðar króna. Það hefur verið rætt um að við fáum 2 ára vaxta hlé þannig að enn eru ekki farnir að tikka vextir á þetta.  Þá er þegar til töluvert af upphæðinni á reikningum í bretlandi þannig að höfuðstóll lánsins verður greiddur strax eitthvað niður. Því verða vaxtagreiðslur ekki eins háar.

Þetta er dálítið langt frá því sem að Framsókn og fleiri sögðu um skuldir upp á ´þúsundir milljarða vegna Icesave. Og segir kannski allt um málflutning þeirra og indefence og fleiri.


Og hvað er að þessu?

Bíddu hvað er að því að stjórnvöld stuðli að upplýstri umræðu!?  Held að það sé full þörf á henni. Og er ekki ljóst að við þurfum hér að innleiða nýtt stjórnkerfi og reglur á flestum sviðum? Og er ekki staðreynd að við leytum til Evrópu eftir fyrirmyndum?

Varaðandi kostnað þá ætti Ásmundur að muna að ESB er tilbúið að kosta þetta?

Noregur hefur 2x gengið í gegnum þetta ferli og ég heyri ekki að þeir hafi kvartað yfir þessu. En búfræðingurinn Ásmundur og formaður Heimssýnar veit þetta náttúrulega miklu betur. Hann hefur jú aflað sér svo miklilar reynslu og þeikkingar þarna við bústörfin fyrir Norðan


mbl.is Ný staða í ESB-málinu með „aðlögun“ í stað umsóknar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Nú fer að verða gaman! Davíð fengið nokkur góð högg í dag!

Mér er alveg sama hvað fólki finnst! Mér finnst að Björgólfur geri rétt í að halda á lofti sinni hlið á þessum málum. Veit að Mogginn verður næstu daga að reyna að draga úr vægi þess sem Björólfur segir en í dag hefur Davíð fengið mörg högg:

  • „Á þessum tíma (maí 2008) voru taldir ýmsir meinbugir á því að slá stórt erlent lán. Til að mynda töldu hérlendir ráðamenn að kjörin væru of óhagstæð og sömuleiðis að það bæri merki um veikleika að taka lánið. Raunin varð sú að kjörin versnuðu hægt og bítandi. Þá mun ekki hafa verið full samstaða um þessi mál milli Seðlabankans og ríkisstjórnarinnar. Ríkisstjórnin kallaði stöðugt eftir upplýsingum um málið frá Seðlabanka og hafði bankinn ýmsar skýringar á því hvers vegna ekki gengi að útvega lán. Drógu menn því lappirnar og vildu skoða aðra möguleika,“ segir í skýrslunni. Einnig er haft eftir Björgvini G. Sigurðssyni, þáverandi viðskiptaráðherra, að tregða Seðlabankans til að svara kalli ríkisstjórnarinnar og taka „umrætt þrautavaralán, séu ein af stærstu ráðgátunum í aðdraganda bankahrunsins
  • Tryggvi Þór Herbertsson, efnahagsráðgjafi forsætisráðherra, hélt því fram um líkt leyti að Davíð væri ómögulegur seðlabankastjóri sem þyrfti að víkja. Tryggvi talaði á þessum tíma um að þörf væri á að „slátra“ einum 2500 bankamönnum, þar á meðal ætti Sigurður Einarsson að „fórna“ Hreiðari Má Sigurðssyni. Ljóst er að ráðamenn, jafnt í stjórnarráðinu sem í Seðlabankanum, höfðu á þessum tíma hverfandi lítinn vilja til samstarfs við bankamenn. (www.eyjan.is )
  • Að kvöldi 7. október ítrekaði Davíð Oddsson, þáverandi seðlabankastjóri, andstöðu sína við aðkomu Alþjóðagjaldeyrissjóðsins í viðtali í Kastljósi Sjónvarpsins. Í skýrslunni segir hins vegar, að það hafi verið á færra vitorði að ríkisstjórnin hafði um líkt leyti tekið ákörðun um að leita á náðir sjóðsins og átti að tilkynna á blaðamannafundi Geirs H. Haarde og Björgvins G. Sigurðssonar í Iðnó. (www.eyjan.is )

  • Haft er eftir Björgvin í skýrslunni, að hann hafi undrast það á umræddum fundi að Geir minntist ekki á umsókn um aðstoð til  Alþjóðagjaldeyrissjóðsins. Eftir fundinn hefði hann komist að hinu sanna. Á leiðinni frá Stjórnarráðinu og út í Iðnó muni Davíð hafa hringt til Geirs og tjáð honum að alls ekki mætti leita til Alþjóðagjaldeyrissjóðsins. Hann hefði
    tryggt lán hjá Rússum og að auki myndu Norðurlöndin einnig lána Íslendingum. Hefði Davíð síðan sjálfur sent úr fréttatilkynningu um málið. mbl.is


mbl.is Byggt á veikustu örmynt veraldar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Þetta gengur ekki!

Það er alveg sama hverning litið er á þetta mál við á þessu stóra landi verðum að hafa hér meira en eina þyrlu í gangi í einu. Manni skilst að það sé nauðsynlegt að þær séu 4 til að alltaf séu a.m.k. 2 til taks. Það verður bara að spara eitthvað annað í staðinn. Kannski þess virði að skoða málamynda sjúkarhús út á landi sem senda hvort eð er nær alla mikið veika til höfðuborgainnar væri ekki hægt að sjá hvort þar sé hægt að spara á móti þessu.

Alveg furðulegt að Alþingismenn sem fara jú í fjölmiðla út minni málum en þetta, skuli ekki beita sér í þessu máli. Við erum að tala um einhver hundruð millóna eða nokkr milljarða kannski. Þá verður bara að finna!


mbl.is Slasaður maður var látinn bíða alla nóttina
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Mannorðsmorð!

Þetta sýnir vel að vefmiðlar sem kalla sig fréttamiðla verða að fara að hugsa sinn gang. Nú síðustu misseri hafa þessir miðlar kynnt undir allskonar kjaftasögum og óstaðfestum sögusögnum! Menn hafa auðveldlega getað stofnað og kynnt undir aðförum að andstæðingum sínum og allir gleypa það upp. Og nú er framið mannorðsmorð á einstakling sem ekkert hefur verið sannað á.

Þetta má svo skoða í samhengi við regluleg upphlaup gegn stjórnmálamönnum sem menn hafa sett á dauðalista. Eins og t.d. Gylfi Magnússon. Nú er verið að vega að Agli Helgasyni fjölmiðlamanni. Og svo gegn ýmsum aðilum síðustu misserin.

Svona svokallaðir fréttamiðlar eins og pressan og eyjan verða að vanda sig betur og DV verður að hugsa vandlega sinn gang. Ef þetta eru miðlar sem vilja vinna gagn verða þeir að vanda það sem þeir birta. Ekki gleypa svo hrátt það sem einhver annar birtir.


mbl.is Maðurinn látinn laus
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Næsta síða »

Höfundur

Magnús Helgi Björgvinsson
Magnús Helgi Björgvinsson

Skoðanir Magga um menn og málefni í fréttunum. maggihb@gmail.com Athuga að þetta eru mínar skoðanir og þið megið bara hafa ykkar hentisemi, því ég er að nota mína.

Eldri færslur

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Twitter

Teljari

joomla visitor

Twitter

Tenging við twitter

Um bloggið

Vettvangur Magga

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband