Leita í fréttum mbl.is

Bloggfærslur mánaðarins, október 2011

Frestað?

Hvaða lausn er það eiginlega? Hvað vinnst með því að fresta fundi? Næ þessu ekki.  Ég samþykki t.d. aldrei að Íbúðalánsjóður verði látinn taka öll íbúðalán eignarnámi! Eins og þau vilja. Bara aldrei. Ég sjálfur hef komið mér út úr skuldum og hef sætt mig við að greiða hærri skatta til að fjármagna aðstoð við þá sem verst hafa staðið. En ég er ekki tilbúinn að ríkið leggi í mörghundruð milljarða til greiða bönkum fyrir lánasafn þeirra sem tekið væri eignarnámi. Og það myndi leggjast á Íbúðalánasjóð sem svo auk þess að afskrifa megnið af þessum lánum þarf að afskrfa þá líka lán sem hann hefur veitt auk þess sem að lífeyrissjóðir þyrftu þá að bera afskrfitir Íbúðalánsjóðs þar sem þeir eiga flest skuldabréf sem hann hefur gefið út.

Ég get ekki séð að við réðum við það nema að auka hér skatta upp í 50% í staðgreiðslu til næstu 20 ára sem myndi þýða vandræði hjá öllum. 


mbl.is Engin samræða við stjórnvöld
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Þetta heitir að reyna að klóra sig út úr vana

Þetta er nú ekki boðlegt að heyra frá þingflokksformanni:

Gunnar Bragi sagði að þingflokkurinn þyrfti að manna átta þingnefndir og fjögur sæti í alþjóðanefndum þingsins og eitt sæti í forsætisnefnd. Þessu þyrfti að skipta á milli þingmanna og það hefði orðið niðurstaða þingflokksins að færa menn til. Í því fælist alls ekkert vantraust á störf Sivjar.

Gunnar Bragi sagði óeðlilegt að það yrðu engar breytingar á kjörtímabilinu. Þingmenn legðu fram óskir um sæti í þingnefnd og það væri ekki hægt að uppfylla óskir allra.

Held að raunveruleg skýring sé þessi hér á eyjan.is 

Forysta Framsóknarflokksins hefur tekið Siv Friðleifsdóttur úr forsætisnefnd alþingis gegn eindregnum mótmælum hennar. Þá situr Eygló Harðardóttir ekki lengur í viðskiptanefnd þingsins, en hún sóttist eftir áframhaldandi setu þar.

Og síðar

 Siv, sem hefur setið lengst á alþingi allra þingmanna flokksins, er mjög ósátt við þessa ákvörðun og hefur talað um „refsiaðgerðir“ við heimildarmenn Eyjunnar.

Og fréttinni lýkur svoan:

Siv hefur verið á öndverðum meiði við forystu flokksins síðan Sigmundur Davíð var kjörinn formaður, ekki síst í Evrópumálum, en þær Eygló bökuðu sér reiði formannsins á nýliðnu septemberþingi. Þá lögðu þær sameiginlega fram málamiðlunartillögu í deilum um stjórnarráðsfrumvarpið. Það var gert í óþökk Sigmundar Davíðs, sem reiddist þeim mjög.

Sú tillaga kom fram viku áður en málið var afgreitt og var samþykkt eftir margra daga þóf.

 

 

 


mbl.is Siv hættir sem varaforseti
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Fyrirgefði ég er ekki að ná þessu!

„Menn eru mjög ósáttir vegna þess að hafa verið stillt upp fyrir framan þinghúsið og vera notaðir enn og aftur til að taka við reiði fólksins vegna atburða sem þeir eiga enga sök á,“ segir Snorri Magnússon, formaður Landsambands lögreglumanna.

Nú hverjir eiga að gæta Alþingis þá? Og hvað eiga lögreglumenn við með því að þeir hefðu viljað vera hinum meginn við girðinguna því þeir séu í kjarabaráttu líka? Eru þeir þá að halda því fram að fólkið á Austurvelli sé í kjarabaráttu? Og eru þeir þá ósáttir við að þeir þurftu að verja þingmenn fyrir því að múgurinn réðist að þeim. Og hefðu gjarnan villjað vera í hópnum með að ráðast að Alþingismönnum? 

Nú skilst manni að lögreglumenn og ríkið séu í viðræðum um hverning megi sniðganga Gerðardóm, væri ekki rétt að bíða þá með svona digurmæli.


mbl.is Skjöldur milli þings og þjóðar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða

Höfundur

Magnús Helgi Björgvinsson
Magnús Helgi Björgvinsson

Skoðanir Magga um menn og málefni í fréttunum. maggihb@gmail.com Athuga að þetta eru mínar skoðanir og þið megið bara hafa ykkar hentisemi, því ég er að nota mína.

Eldri færslur

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Twitter

Teljari

joomla visitor

Twitter

Tenging við twitter

Um bloggið

Vettvangur Magga

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband