Leita í fréttum mbl.is

Bloggfærslur mánaðarins, október 2011

Byrjað að brotna undan Plani B hjá framsók samdægurs!

Á síðunni þeirra nýju sem er nú ómerkileg samsuða [eins og ég hef talað um hér í fyrra bloggi] segir

Álfyrirtækin þrjú hafa áformað að auka framleiðslu sína t.d. með álveri á Bakka við Húsavík 

En úps af því að Alcoa fær ekki rafmagnið á niðurgreiddu verði og ekki er til næg orka í þetta er þetta verkefni úr sögunni. 


mbl.is Alcoa hættir við Bakka
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Sé nú ósköp fáar nýjar lausnir þarna hjá Framsókn!

Búinn að skoða þessa síðu hjá framsókn en sé bara ekkert nýtt þar.

  1. Gerð verði úttekt á þörfum atvinnulífsins og atvinnulausra gagnvart námi og námsframboði.
  2. Komið verði til móts við þarfir einstaklinga sem ekki hafa fundið sig í framhalds- og háskólum.
  3. Fólki án atvinnu verði boðið upp á fjölbreytt úrræði við upphaf næsta skólaárs.
  4. Fólki án atvinnu verði í samstarfi við atvinnulífið boðið upp á starfsnám.
  5. Horft verði sérstaklega til hinna „skapandi greina“, svo sem hönnunar- og tæknigreina.

Þessi atrið eru þegar í framkvæmd og um 10% atvinnulausra byrjuðu í einhverju námi nú í haust og það er víst mestir fjöldi sem þekkist í heiminum að einn af hverjum 10 atvinnulausum sé komið í nám.

  1. Skuldameðferð lítilla og meðalstórra atvinnufyrirtækja sem talin eru rekstrarhæf fari fram með gagnsæjum hætti og ljúki hið fyrsta.
  2. Skipaður verði starfshópur stjórnvalda og hagsmunaðila sem endurskoði skattumhverfi atvinnulífsins með það að markmiði að tryggja samkeppnishæfni Íslands. Tillögur verði kynntar opinberlega með góðum fyrirvara áður en þær koma til framkvæmda.
  3. Losað verði um gjaldeyrishöftin svo fljótt sem verða má. Á meðan höftin vara verði leitast við að tryggja aðgengi innlendra aðila að alþjóðlegum fjármálamörkuðum auk þess sem leitað verði samninga við eigendur aflandskróna um að beina fjármunum sínum í verkefni innan lands.
  4. Íslenskur hlutabréfamarkaður verði endurreistur og að almennur skattaafsláttur verði innleiddur vegna hlutabréfa- og stofnfjárkaupa.
  5. Samskipti stjórnvalda og atvinnulífsins verði endurskoðuð eftir atvikum með gerð sérstaks gæðasáttmála þar sem leitast verði við að laga stjórnsýsluna betur að þörfum atvinnulífsins um leið og stuðlað verði að bættu viðskiptasiðferði.
  6. Lög um einkahlutafélög og samvinnufélög verði einfölduð.
  7. Mótuð verði stefna um fjármálakerfið sem byggi á fjölbreytni, neytendavernd og sjálfbærni.
  8. Sparisjóðir verði endurskipulagðir að nýju með svæðaskiptu skipulagi.
  9. Sett verði ný lög um lánasamvinnufélög.

Sé ekket nýtt þarna nema kannski "lánasamvinnufélög" Og skil ekki hvað þeir eru að fara með sparisjóðunum.

Og í landbúnaði má nátturulega engu breyta hjá framsókn

  1. Stjórnvöld lýsi því yfir að rekstrarumhverfi landbúnaðarins verði ekki raskað frekar en orðið er til loka gildistíma núverandi búvörusamninga.
  2. Með liðsinni Íslandsstofu verði vakin athygli erlendis á þeim miklu tækifærum sem fólgin eru í loðdýrarækt hér á landi og þeim kostum sem mæla með fjárfestingum hér. Greininni verði tryggt samkeppnishæft umhverfi og tryggðir möguleikar á að nýta þau hráefni sem til falla.
  3. Unnið verði með matvælaframleiðendum að stefnumörkun um hvernig hægt sé að auka hlut innlendra matvæla í neyslu hérlendis og hvaða markmið skuli sett varðandi útflutning, sérstaklega á lambakjöti og grænmeti.
  4. Að gerð verði áætlun um landnýtingu þar sem matvælaframleiðsla fái ríkan sess.
  5. Fjölgað verði tækifærum matvælaframleiðenda til að vinna úr og þróa eigin afurðir.
  6. Leitað verði allra leiða til þess að lækka kostnað við flutning á raforku, m.a. til að bæta rekstrarskilyrði garðyrkjunnar.
  7. Sett verði raunhæf og mælanleg markmið um innlenda metan- og lífdísilframleiðslu.

Ekkert nýtt í orkumálum. Þetta er allt í umræðunni:

  1. Í framhaldi af samþykkt laga um verndar- og nýtingaráætlun vegna virkjunar fallvatna og háhitasvæða verði staðið faglega að veitingu virkjunarleyfa og að stjórnvöld virði þau tímamörk sem þeim eru sett í þeim efnum.
  2. Að bæta skattumhverfi vegna olíuleitar innan íslenskrar landhelgi og setja aukinn kraft í það verkefni.
  3. Mótuð verði stefna um hvernig unnt sé með sem skilvirkum hætti að ýta undir notkun á nýrri tækni og endurnýjanlegum orkugjöfum í samgöngum. Fjárframlög til málaflokksins verði nýtt í þessu skyni.
  4. Opinberir styrkir verði veittir til þeirra 10% heimila sem ekki eiga kost á heitu vatni til húshitunar sem nýst geta til kaupa varmadælum, gluggaskiptum, bættri einangrun húsa eða öðrum orkusparnaði gegn lækkuðum niðurgreiðslum hins opinbera á orku til húshitunar.
  5. Stofnaður verði „Jöfnunarsjóður raforku“ sem hafi það hlutverk að jafna orkuverð í landinu.

Skattamál. Þar vilja þeir taka af þrepaskiptan tekjuskatt. Sem sagt að þeir lægarlaunuðu borgi meira og þeir hálaunuðu minna.

  1. Innleidd verði skattastefna sem ýtir undir fjárfestingu og umsvif í atvinnulífinu og liðkar til fyrir mannaflsfrekum framkvæmdum.
  2. Launaskattar verði lækkaðir, m.a. tryggingagjald, til þess að hvetja fyrirtæki til þess að ráða starfsfólk.
  3. Skattkerfið verði einfaldað m.a. með því að leggja af þrepaskiptan tekjuskatt og afnema ýmsar sérreglur sem komið hefur verið á síðastliðið ár.
  4. Fjármagnstekjuskattur miðist við raunverulega ávöxtun og þar með verði tekið tillit til verðbólgu.
  5. Persónuafsláttur verði hækkaður til fyrra horfs að raungildi.

Og nú eru þeir hættir að tala um almennarlækkanir á línuna heldur eins og hægt er.  Allar stofnanir eru nú eða að byrja að bjóða óvertryggð lán og það er yfirlýst stefna ríkisins að efla leigumarkað.

  1. Verðtrygging verði afnumin í skrefum. Óverðtryggðum lánakostum verði fjölgað og stutt við fjölgun búsetuforma, m.a. með eflingu leigumarkaðar.
  2.  Óvissu um skuldir heimila og fyrirtækja verði eytt eins fljótt og kostur er. Breyta þarf vaxtalögum þannig að bráðabirgðaákvæði nái einnig til fyrirtækjalána auk lána heimila.
  3. Svigrúm fjármálastofnana verði nýtt til almennrar leiðréttingar skulda heimilanna eftir því sem kostur er eins og Framsóknarflokkurinn hefur áður lagt til, eða með öðrum almennum aðgerðum sem stefna að sama marki.
  4.  Eignarhald banka á fyrirtækjum verði takmarkað og sölu þeirra fyrirtækja sem þegar eru í eigu banka verði flýtt.

Ofsa flott að halda því fram að þeir séu með nýjar lausnir þegar meirihluti af þeim er komin í vinnslu nú þegar og annað er að halda ástandinu óbreyttu. En skv. þessu eru þeir mjög á sömu línu og ríkisstjórnin og því ættu þeir að styðja flest áform ríkisins í þessum málum.


mbl.is Vilja „plan B" í atvinnumálum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Völd fjármálaheimsins? Hvað er fólk að meina?

Finnst þessi umræða í heiminnum orðin nokkuð skrýtin. Og sér í lagi hér á landi.

  • Nú eru allir að brjálsta út í ríkisstjórnina hér fyrir að hér sé ekki nóg að gerast. Fólk vill að atvinna aukist og hingað komi erlendar fjárfestingar. EN úpps hvaðn heldur fólk að sú fjárfesting komi. Nú það er frá fjármagnseigendum innlendum og erlendum. Það eru bankar og fjármálafyrirtæki sem fjármagna auknar framkvæmdir hér. En fólk er á móti þessum fjármagnseigendum,
  • Fólk vill eiga aðgang að lánsfé. Nú það eru bankar og fjármagnseigendur væntanlega sem lána þá. En fólk er á móti þeim og völdum þeirra. Því má reikna með að það fólk ætti þá ekki að taka lán hjá þessum aðilum ef þeir vilja ekki að þeir nái meiri völdum.
  • Það er staðreynda að lönd eins og við og jafnvel enn meira áberandi í öðrum löndum að við erum löngu farin að eyða í raun meiru en við öflum raunverulega. Þ.e. að við seljum vörur úr landi fyrir 400 milljarða en landsframleiðsla þ.e. það er heldar velta í landinu er nærri 4x meiri. Þá erum við að tala um þjónustu og viðskipti sem í raun engin raunveruleg verðmæti eru að baki. Og það byggist m.a. á fjarfestingum og lántökum.
  • Ef að bankar og fjármálafyrirtæki eru ekki tiltæk eða haldið algjörlega niðri þá verða hér engir peningar til að nota í fjárfestingar.
Finnst stundum umræðan hér út í hött. Fólk veit í raun ekki hvað það vill en er tilbúið að reyna að rústa kerfinu í stað þess að lagfæra það. Og veit ekkert hvað það vill í staðinn. Bendi fólki á ágæta dæmissögu um svona byltingu sem er Dýragarðurinn eða animal farm. Þar sem gerð var byltking og dýrin tóku völdinn en mistu strax tökin á henni og sátu eftir hálfu verri.  
mbl.is Óhugnanlegur peningaheimur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Þarna er starfsgreinasambandið að skjóta sig í fótinn

Það hefur komið fram að í viðræðum um afskriftir og lækkun lána heimila voru það lífeyrissjóðirnir sem lengst gegu í að hafna þeim. Enda eru þeir að verja eignir sjóðsfélaga í þeim. Sem og eingir lífeyrissjóða hjá Íbúðalánasjóði. Starfsgreinasambandið hlýtur að vita af þessu. Sem og að Íbúðalánasjóður og Lífeyrissjóðir eru ekki í eigu fjármagnseigenda heldur okkar. Og þeir eru með um 80% af öllum verðtryggðum lánum. Þannig að það vantar í þessa álytkur að Starfsgreinasambandið hefði viljað að ríkið hækkað skatta enn frekar til að lækka lán sem og hefði lækkað lífeyrisgreiðslur til félagsmanna Starfsgreinasambandsins. Þar sem fulltrúar þeirra börðust á móti því að farið yrði neða en 110% leiðn bauð upp á. Þetta fer í hringi.
mbl.is Grímulaust óréttlæti
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

O ætli Noregur verði ekki að festa norsku krónuna við evru eftir nokkur ár.

Geri ráð fyrir að ef Norðmenn haldi áfram að finna olíu þá endi þeir í sömu málum og Sviss að verða að binda norskra krónu við evruna þar sem meirihluti þeirra viðskipta er við ESB ríki. Og þrátt fyrir að þeir hafi gætt sín á að flytja mest af auðnum í fjárfestingar erlendis þá eiga erlendir fjárfestar eftir að sækjast í að geyma fé sitt í norskum bönkum að minnsta kosti þeir sem eru á EES svæðinu. Og við það þá verða þeir í vandræðum með að ávaxta fé bankana. Og þá að lokum verða þeir að binda norska krónun við gengi evrunar.


mbl.is Feginn að hafa ekki evru
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ef að fólk skildi ekki hvað Árni átti við!

Það sem að Árni Páll átti við með eftirfarandi:

 Ég er ekki tilbúinn að flytja skuldir af þeim sem stofnuðu til þeirra yfir á eignalaust fólk sem á ekkert nema lífeyrisréttindin sín. Það mun ég aldrei gera. Og ef það er brottfararsök þá vil ég glaður láta samþykkja mig vantraust,“

er að fólk gleymir því alltaf þegar verið er að tala um skuldir heimila að þær eru ekki bara við banka. Íbúðalánasjóður og lífeyrissjóðir eru með um 80% af öllum verðtryggðum húsnæðislánum. Og þessa sjóði eigum við. Og auk þess þá tengjast þessir sjóðir einnig í gegnum að lífeyrissjóðir hafa keypt af Íbúðalánsjóði skuldabréf til að fjármagna lán Íbúðalánsjóð. Íbúðalánsjóður er nú þegar rekinn undir núllinu og hefur þurft framlög frá Ríkinu nú síðustu misseri. Og ef að um almennar afskriftir þar yrði að ræða þyrftum við skattgreiðendur að bæta honum það. Minnir að hann sé með um 600 milljara úr útlánum í íbúðalánum. Þannig að 20% afskriftir myndi væntanlega vera þá um 100 milljarðar eða meir sem myndi vanta í sjóðinn til að hann gæti greitt af skuldum sínum við Lífeyrissjóði. Lífeyrissjóðir eru einning með íbúðalán sem myndu þá rýrna líka. Og þá þyrfti að lækka lífeyrisgreiðslur um eitthvað til framtíðar. Þannig að þessar upphæðir kannski allt að 150 milljörðum myndu lenda á okkur beint í sköttum eða óbeint i gegnum auknar greiðslur TR til að tryggja öldruðm lágmarksframfærslu vegna skertra greiðslan frá Lífeyrissjóðum. 

Fólk talar alltaf eins og allar skuldir fólks hafi verið við banka en svo er ekki þeir voru ekki með held ég nema 25 til 35% af lánum til íbúðakaupa.

Fann í grein eftir Friðrik Jónsson réttari tölur en hann segir:

Það má t.d. velta fyrir sér hvert raunverulegt svigrúm til afskrifta er ennþá til staðar hjá bankakerfinu, en það er bláköld staðreynd að hvað varðar almennar afskriftir að þá verður að horfa til lífeyrissjóðanna og íbúðalánasjóðs.

Staðreyndirnar þar eru þær að heildarútlán Íbúðalánasjóðs þann 30. júní síðastliðinn voru um 780 milljarðar. 20% afskrift þeirra væri því um 156 milljarðar. Veðlán lífeyrissjóðanna teljast vera um 195 milljarðar og væri 20% afskrift þar því um 39 milljarðar. Samtals væru þetta 195 milljarðar, sem er vissulega gífurleg upphæð.

 


mbl.is Mun aldrei flytja skuldir á eignalaust fólk
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ókeypis ráð til að láta fjármálastofnanir ekki ná völdum á fólki.

Besta leiðin er náttúrulega að taka þá ekki lán. Í það minnsta ekki há lán. Þ.e. að láta sér duga það sem fólk hefur án þess að vilja endilega eiga flottari íbúð eða bíl heldur en nágranarnir. M.a. hægt að benda fólki á að leigja þegar það getur. Ef fólk stofnar sér í háar skuldir þá verður það að vera tilbúið að taka því ef að íbúðaverð lækkar, bílar falla í verði, vextir hækka og verðbólga getur aukist. Launin geta lækkað, fólk getur veikst, fólk getur misst vinnuna. Og ef að það miðar neyslu og húsnæðiskosnað við að komast af með hámarkstekjur sínar þá stundina er líklegt að fólk lendi í vandræðum. Sér í lagi ef að lán eru til 40 ára. Það gerist ýmislegt á 40 árum.  Held að skv. sérfræðingum eigi fólk að miða við að kostnaður þeirra vegna húsnæðis sé ekki meiri en um 25 til 30% af ráðstöfunartekjum þeirra. Því verður fólk að miða við það. 

Annars þá skil ég ekki þennan hluta í þessari frétt:

Ávörp flytja Alma Jenny Guðmundsdóttir ferðaþjónustubóndi og Andrea J. Ólafsdóttir, formaður Hagsmunasamtaka heimilanna . Á undan fundinum leikur Harmonikkukvartettinn Smárinn, en þess er getið að á sama tíma fari fram útifundur á Lækjartorgi.

Hvað er átt við með að það fari fram útifundur á Lækjartorgi á sama tíma? Eru þetta þá 2 útifundir?

 


mbl.is Efna til fundar á Austurvelli
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Þrír af hverjum 3/4 íra vilja að Írland haldi áfram í ESB

Og merkilegast af öllu þá eru 8 af hverjum 10 bændum á Írlandi fylgjandi því að halda áfram í ESB. Þetta er nú mjög merkileg staðreynd. Held að fjölmiðlar hér gerðu rétt í því að fara að kanna vilja fólks í þeim 27 ESB ríkjum gagnvart ESB samstarfinu og hvað fólki finnst varðandi veru sína þar og mögulegan vilja fyrir að þeirra ríki gangi úr ESB. Eins að láta okkur í té hlutlausar upplýsingar um ESB. EKki einhverjar fréttir sem unnar eru upp eftir einhverjum öfgafjölmiðlum.
mbl.is Írskir bændur vilja ESB áfram
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ég vill þá líka benda á þetta myndband!

Hér sést kannski hversu mikið er að marka Vigdísi Hauksdóttur. Hér er myndbrot sem ég fann á youtube af konsingafundi í sjónvarpssal þar sem Vigdís tjáir sig um hugsanlega aðildaumsókn að ESB. En svo nokkrum mánuðum seinna þegar búið var að kjósa hana var hún orðin fulltrúi Heimssýnar á aðalfundi NEI to EU  samtakana í Noregi.


mbl.is Benti einungis á myndbandið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Egill skammaður fyrir litlar sakir.

Egill Helgason leyfir sér að tengja þetta myndbrot sem Lára Hanna Einarsdóttir hefur sett á youtube og framsóknarkonur missa sig.  Ef ég hef tíma ætla ég nú að safna óviðurkvæmilegum ummælum sem Vigdís sjálf hefur um aðra. En það er síðar tíma verkefni. Þetta myndbrot er jú það sem Vigdís hefur sagt í ræðum sem hefur verið sjónvarpað þannig að ég skil ekki lætin í þeim.

 


 


mbl.is Saka Egil um einelti
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Höfundur

Magnús Helgi Björgvinsson
Magnús Helgi Björgvinsson

Skoðanir Magga um menn og málefni í fréttunum. maggihb@gmail.com Athuga að þetta eru mínar skoðanir og þið megið bara hafa ykkar hentisemi, því ég er að nota mína.

Eldri færslur

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Twitter

Teljari

joomla visitor

Twitter

Tenging við twitter

Um bloggið

Vettvangur Magga

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband