Bloggfærslur mánaðarins, febrúar 2011
Mánudagur, 28. febrúar 2011
Hér er smá pakki varðandi Icesave sem gott er fyrir fólk að kynna sér
Sá frábæri Baldur Mcqueen bloggari tekur hér saman nokkur loforð og yfirlýsingar okkar varðand stöðu bankana og Icesave sem við gáfum m.a Bretum. Stel hér hluta af pisli hans.
3. mars, 2008
Davíð Oddsson fullyrðir, í viðtali við Channel 4, að lítið mál yrði að endurgreiða breskum innistæðueigendum ef allt færi á versta veg.
Þessir bankar eru svo sterkir að ekkert slíkt gæti nokkurn tíma gerst - og ef eitthvað gerðist, værum við ekki að tala um alla upphæðina. Þannig er það aldrei. En jafnvel þó svo færi, íslenska ríkið verandi skuldlaust, væri það ekki of stór biti fyrir ríkið að kyngja, ef það ákvæði að kyngja honum.
(Davíð Oddsson, Channel 4 - 03.03 2008 - myndband hjá Láru Hönnu)
---
4. mars, 2008
Daily Telegraph fjallar um málið í kjölfarið og sagði Davíð hafa fullvissað innistæðueigendur um að Ísland myndi ekki bregðast ef á reyndi.
Í gær hughreysti Davíð Oddsson, bankastjóri Seðlabanka Íslands, breska innistæðueigendur og sagði "þið eruð örugg í þessum bönkum. Lausafjárstaða íslenskra banka, samanborið við aðra banka með svipuð möt, er nokkuð góð."
(Telegraph vitnar til Davíðs Oddssonar, 04.03 2008)
---
1. apríl, 2008
Íslenska fjármálaeftirlitið staðfestir við vefinn Money Saving Expert (moneysavingexpert.co.uk), að ef svo ólíklega vildi til að íslenska ríkisstjórnin gæti ekki greitt allar kröfur, myndu Norðurlöndin koma til aðstoðar samkvæmt samkomulagi þar að lútandi.
Ef svo sérdeilis ólíklega vill til að íslenska ríkisstjórnin sé ekki í aðstöðu til að mæta öllum kröfum, hafa Norðurlöndin gert með sér samkomulag sem þýðir að þau myndu ganga inn í málið og aðstoða það land sem ætti í vandræðum, svo þar er annað lag af öryggi og tryggingu.
(Úr bréfi FME til moneysavingexpert.co.uk, 01.04 2008)
---
25. apríl, 2008
Geir Haarde hittir Gordon Brown í Downingstræti 10. Brown hvetur Geir til að leita til IMF, en það ráð var hundsað.
Fréttastofu Channel 4 hefur verið sagt þeir ræddu vandamál íslenska bankakerfisins og að herra Brown ráðlagði Íslandi að leita eftir aðstoð frá IMF.
(Telegraph 31.10 2008)
---
Lok apríl, 2008
Jean-Claude Trichet, aðalbankastjóri Seðlabanka Evrópu, hringir ævareiður í Davíð Oddsson seðlabankastjóra, og hótar að grípa til aðgerða vegna gerviviðskipta íslensku bankanna.
...hann hafi krafist þess, að fulltrúar íslensku bankanna kæmu til fundar í Lúxemborg strax eftir þá helgi og að með þeim kæmu fulltrúar frá Seðlabanka Íslands og Fjármálaeftirlitinu. Engar afsakanir yrðu teknar gildar og framferði þeirra gæti leitt til þess, að bankarnir færu á hausinn innan tíu daga.
(Eyjan.is 18.11 2009)
---
29. maí 2008
Icesave reikningar opna í Hollandi.
---
Júní 2008
Jón Sigurðsson, fyrrum stjórnarformaður FME segir fjármögnun íslensku bankanna að mestu trausta og taldi aukinn hlut innlána í fjármögnun af hinu góða.
Hann taldi það gott að Landsbankanum hefði tekist að fjármagna sig í auknu mæli með innlánum, en á þeim tíma hafði bankanum gengið vel að laða til sín innlán á Icesave-reikninga í Bretlandi og hafði nýbyrjað að bjóða sömu reikninga í Hollandi.
(AMX 20.12 2009)
---
25. júni, 2008
Geir Haarde segir í viðtali við Economist, að CDS álagið á íslensku bönkunum sé allt of hátt, og jánkar því að skuldlaus ríkissjóður gæti bjargað bönkunum ef á þyrfti að halda.
Í sama viðtali fullyrðir Geir að líkurnar á að Ísland greiði ekki skuldir sínar séu 0% og að gefa annað í skyn sé fráleitt.
Við erum hér með lýðveldið Ísland, og ríkissjóður nálgast það að vera skuldlaus....líkurnar á því að Íslendingar myndu ekki borga skuldir sínar eru 0% - og að gefa annað í skyn er fráleitt.
(Geir Haarde, Economist, 25.06 2008 - tvær stuttar hljóðskrár hér)
---
31. júlí 2008
Fundur þriggja ráðuneyta, FME og Seðlabanka. Baldur Guðlaugsson, ráðuneytisstjóri Fjármálaráðuneytis, ályktar að sannleikurinn um Tryggingasjóð innistæðueigenda megi ekki leka út, því það yrði banabiti fyrir bankanna.
---
7. ágúst, 2008
Breska fjármálaráðuneytið ritar bréf til íslenskra stjórnvalda, óskar eftir svörum um eitt og annað varðandi Tryggingasjóð innistæðueigenda.
Ég yrði þakklátur ef þú gætir staðfest, sérstaklega, að íslensk stjórnvöld myndu útvega nauðsynleg lán undir slíkum kringumstæðum, svo tryggt væri að innistæðueigendur fengju greitt upp að lágmarkinu (20.887 evrur)?
[...]
Gætir þú vinsamlegast staðfest að, burtséð frá gengisskráningu krónu/evru, sé lágmarkstrygging innistæðna 20.887 evrur per innistæðueigandi?
(Bréf H.M. Treasury til ísl. viðsk.ráðuneytisins, 07.08 2008)
---
20. ágúst, 2008
Viðskiptaráðuneytið svarar ofangreindu erindi og vísar jafnframt í ítarlegri svör sem áður voru veitt.
Verulega ólíklegt verður að teljast, að okkar mati, að TIF myndi nokkurn tíma lenda í þeirri aðstöðu að geta ekki aflað sér nægilegra fjármuna á fjármálamörkuðum, en ef svo færi vil ég fullvissa þig um að íslensk stjórnvöld myndu gera allt það sem ábyrg stjórnvöld myndu gera í slíkri stöðu, þar á meðal aðstoða sjóðinn við að afla nægilegra fjármuna svo hann fengi staðið undir lágmarksgreiðslum til innistæðueigenda.
[...]
Sérstaklega vil ég taka fram að íslenska ríkisstjórnin er fullkomlega meðvituð um þær skyldur sem EES samingurinn leggur á herðar hennar varðandi innistæðutryggingar og mun standa við þær skuldbindingar.
(Svar ísl. viðsk.ráðuneytisins til H.M. Treasury, 20.08 2008)
---
4. september, 2008
Ingibjörg Sólrún ritar grein í Fréttablaðið og hvar hún hvetur bankanna til áframhaldandi söfnun innlána erlendis.
Bankarnir þurfa sjálfir að halda áfram að afla sér erlends lausafjár og losa um eignir þar sem það er hægt. Þeir þurfa að halda áfram að afla sér innlána á erlendum mörkuðum.
(Rannsóknarnefnd alþingis, 18. kafli, bls: 32 - 2010)
---
05. október, 2008
Viðskiptaráðuneytið ítrekar í bréfi til breskra stjórnvalda að íslensk stjórnvöld muni aðstoða TIF í að afla fjármuna til að gera upp við innistæðueigendur, ef á þarf að halda.
Ef á þarf að halda mun íslenska ríkisstjórnin aðstoða Tryggingasjóð innistæðueigenda við að afla nauðsynlegra fjármuna, svo tryggingasjóðurinn geti staðið undir endurgreiðslu lágmarkstryggingar ef Landsbanki og útibú hans í Bretlandi fara í þrot.
(Bréf ísl. viðsk.ráðuneytisins til H.M. Treasury, 05.10 2008)
---
04. október, 2008 (heimild 06.10.08)
Tryggvi Þór Herbertsson, efnahagsráðgjafi ríkisstjórnarinnar, fullvissar breska innistæðueigendur um að peningar þeirra væru í góðum höndum.
Klárt mál að við myndum bjarga banka - klárt mál.
[...]
Við eigum ekki í slíkum erfiðleikum. Við erum aðilar að hinu evrópska regluverki um innistæðutryggingar og erum skuldbundin af alþjóðlegum lögum.
(Tryggvi Þór - BBC 4, 06.10 2008)
---
08. október, 2008
Íslenska ríkisstjórnin fagnar því sérstaklega í yfirlýsingu að Bretar hyggist greiða innistæðueigendum út.
Ríkisstjórn Íslands metur mikils að bresk stjórnvöld hyggjast tryggja að eigendur Icesave-reikninga Landsbankans í Bretlandi muni ekki tapa peningum á viðskiptum við Icesave.
[...]
Ríkisstjórnin ítrekar að ríkissjóður mun styðja Tryggingarsjóð innstæðueigenda og fjárfesta við öflun nægjanlegs fjár.
(Annáll efnahagsmála 2008, 08.10 2008)Tekið af bloggi Baldurs Mcqueen
Finnst svo mönnum skrítið að Bretar telji að við höfum ábyrgs þessa Icesave reikninga. Annars hvet ég fólk til að kíkja reglulega eftir bloggum frá Baldri. Hann hefur það t.d. fram yfir blaðamenn hér að hann er t.d. mun klárari en þeir í ensku og hefur reglulega bent á að menn hér eru að þýða erlendar upplýsingar rangt.
Krefst óháðra upplýsinga um Icesave | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Sunnudagur, 27. febrúar 2011
Ingibjörg er nú að tala um þingsályktunartillögu en gleymir m.a. þessu
Fréttatílkynning af vef www.forsaetisraduneyti.is:
Mikilvægur áfangi hefur náðst til lausnar deilunnar um innstæðutryggingar vegna íslenskra bankaútibúa á Evrópska efnahagssvæðinu og stöðu sparifjáreigenda í þeim. Viðræður Íslands við nokkur Evrópusambandsríki, sem komust á fyrir tilstilli Frakklands sem nú fer með formennsku í Evrópusambandinu, leiddu til samkomulags um viðmið sem lögð verða til grundvallar frekari samningaviðræðum.
Samkomulagið felur í sér að íslensk stjórnvöld ábyrgjast lágmarkstryggingu þá sem EES-reglur mæla fyrir um til innstæðueigenda í útibúum bankanna erlendis. Endanlegur kostnaður ríkissjóðs vegna þessa mun ráðast af því hvað greiðist upp í innstæðutryggingar af eignum bankanna. Einnig er kveðið á um að Evrópusambandið, undir forystu Frakklands, taki áframhaldandi þátt í að finna lausnir sem gera Íslandi kleift að endurreisa fjármálakerfi og efnahag.
Þó þetta samkomulag hafi síðan fengið stuðning í þingsálytun á Alþingi hljóta að teljast bindandi.
Ingibjörg Sólrún segir þjóðina ekki skuldbundna | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Laugardagur, 26. febrúar 2011
Finnst þetta með afbrigðum!
Auðvita alltaf spruning hvort að það verði nokkrar kosningar hér á landi sem þola skoðun Hæstaréttar. Örugglega hægt að finna að einhverjum smáatriðum við allar kosningar hér á landi.
En það sem ég er að hugsa er það að hér eru allir að heimta "Nýtt Ísland" Og þá sér maður fyrir sér að upphafið hlýtur að vera að breyta grundvellinum. Flestar stofnanir, fyrirtæki og raun allir sem ætla að breyta um stefnu vita að það er algjört grundvallar atriði að byrja á grunninum þ.e. að því að setja ramman sem síðan er byggt á. Ramma sem mótar skipulag stjórnsýslunar, réttindi borgarana, eignarrétt, mannréttindi, skildur stjórnsýslunar við borgarana, skipingu dóms-, framkæmdar og lögjafarvalds og svo framvegis. Og þessar breytingar á stjórnarskrá taka tíma. Þannig þarf t.d. að rjúfa þing og kjósa og kjósa svo aftur. Og ef að stjórnarskrá felur í sér t.d. miklar breytingar á kjördæmaskipan þá verður kannski að kjósa einu sinni enn. Ef ekki verður drifið í þessu núna gætum við þurft að bíða í nokkuð mörg ár eftir þessum nauðsynlegu grunnstoðum undir aðrar umbætur sem þarf að gera.
Stjórnlagaþingið getur beðið | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Föstudagur, 25. febrúar 2011
Þetta missti algjörlega marks hjá bæjarstjórn Vestmanneyja!
Hvað í ósköpunum gengur Bæjarstjórn Vestmanneyja til að blanda ESB viðræðum inn í þetta. Þeir verða að átta sig á að sumir hugsa kannski til framtíðar og telja að við eigum möguleika á betri stöðu til frambúðar innan ESB.
Við gætum líka farið í svona leik eins og tala um alla peningana sem nú er búið að eyða í Landeyjarhöfn og á eftir að eyða í halda henni opinni.
Bendi þeim á að ef að Útgerðarmenn borguðu eðlilegt auðlindagjald þá þyrfti kannski ekkert að skera niður hjá þeim. Þeir ættu kannski að tala við útgerðamenn í Eyjum um að bæta þeim upp þennan niðurskurð.
Gagnrýna forgangsröðum ríkisstjórnar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Fimmtudagur, 24. febrúar 2011
Svona til að byrja með. - Hvað vita þessir blessaðir menn um eðli þessa máls?
- Þeir tala alltaf erlendis um að Ísland muni þurfa að borga 600 milljarða. En það er náttúrulega ekki rétt. Það er talið að eignir Landsbankans gamla séu eða verði um 1200 milljarðar og það séu aðeins vextir í upphafi sem lenda á okkur.
- Það er eins og þeir átti sig ekki á því að Innistæðutryggingarsjóður er í raun sá sem borgar Bretum og Hollendingum. Það er hann sem ríkið þarf að styrkja í upphafi. Síðan taka eigu Landsbankans við.
- Þeir tala um veðsetningu í 35 ár en skv. öllu áætlunum eru allar líkur á að við verðum búin að greiða þessa skuld að fullu eftir 5 til 8 ár og það af eignum Landsbankans að mestu.
- Síðan er ágætt að átta sig á að báðum blöðum skrifa ekki löglærðir menn held ég. Og með þá eins og aðra að þeir hafa ekkert í höndunum um að okkur beri ekki að borga.
Síðan er nú nokkuð ljóst held ég að Alþingismenn sérstaklega þeir sem eru í stjórnarandstöðu væru ekki að samþykkja lög um að ganga að þessum samningum ef að þeirra sérfræðingar sem og þeir sem fjárlaganefnd fékk til sín hefðu ekki sýnt fram á möguleikar okkar á að sleppa við að greiða Icesave væru litlir og áhættusamir. Það er nokkuð ljóst að engin hefur persónulegan hag að því að ganga að Iceave samningum. Og því ljóst að þar eru þingmenn að leggja mat á það sem kemur sér best fyrir Ísland. Aðrir hagmunir geta ekki legið til grundvallar.
Áhættan af dómsmáli meiri | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Fimmtudagur, 24. febrúar 2011
Rétt að benda fólki á hvað Elvira Méndez Pinedo segir um þetta
Af www.eyjan.is
Elvira Méndez Pinedo, doktor í Evrópurétti og dósent við Háskóla Íslands, segir í svari við fyrirspurn Eyjunnar að það sé sitt mat að það myndi vera klárt brot á EES samningnum að fylgja ekki niðurstöðu EFTA dómstóls í hugsanlegu dómsmáli vegna Icesavesamninga.
Pinedo segir að það verði að gera greinarmun á beinum og óbeinum aðgerðum dómstólsins. Með beinum aðgerðum sé átt við niðurstöður dómsmála sem höfðuð eru fyrir dómnum, en með óbeinum aðgerðum sé átt við leiðbeinandi álit dómssins. Hún segir að niðurstaða dómsins í samningsbrotamáli sem ESA kynna að höfða gegn Íslandi myndi teljast bein aðgerð, og því samkvæmt bindandi fyrir Íslendinga frá sjónarhóli Evrópuréttar með aðild landsins að EES, EFTA dómstólnum og ESA.
Hún segir jafnframt að þó EFTA dómstóllinn geti ekki beitt neinum sektarákvæðum líkt og heimild er fyrir hjá dómstól Evrópusambandsins, þá teljist það skýlaust brot á ákvæðum EES samningsins að fylgja ekki niðurstöðu dómsins. Þá hafi dómar dómstólsins kveðið skýrt á um bótaskyldu yfirvalda vegna brota á tilskipunum EES samningsins. Þessu til stuðnings nefnir hún meðal annars mál Erlu Maríu Sveinbjarnardóttur og mál Þórs Kolbeinssonar, þar sem kveðið er á um skaðabótaábyrgð ríkisins fyrir að innleiða ekki tilskipanir EES samningsins til fullnustu.
Samningsbrotamál líklegast | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Miðvikudagur, 23. febrúar 2011
Kannski rétt að hnykkja á þessu!
Miðað við að Icesave er talið kosta okkur hugsanlega 47 milljarða sennilega minna. Þá er Íslenska þjóðin að fara að greiða atkvæði um eitthvað sem er aðeins dýrara en Harpa tónlistarhús sem er talið kosta endanlega með öllu um 32 milljarða.
Og miðað við að gamli landsbankinn var að fá arðgreiðslur vegna Iceland verslunarkeðjunar upp á 60 milljarða fyrir síðasta ár þá tel ég sennlegt að við þurfum þ.e. þjóðin aldrei að borga neitt. Því ef að við reiknum þetta út þá eru þega nokkurhundruð milljarðar á reikningum í Breska seðlabankanum og heildareignir Landsbankans taldar um 1100 milljarða virði. Og nú ef að eignirnar eru að skila svona miklum arði aukast þær verulega þar til 2016 þega við förum að borga af höfuðstólnum.
46 milljarðar eru hvað eins og rúmlega 4 Héðinsfjarðargöng. Þetta eru nokkurnvegin held ég samsvarandi skuldum Kópavogsbæjar.
Því er kannski ekkert skrýtið að Steingrímur segi:
Nei ég efast um það vegna þess hvernig það er vaxið. Ég tel, og það kannski hneykslar einhverja, en ég ætla að segja það samt. Ég tel þetta mál ekki svo stórt.
Icesave-málið ekki það stórt | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 21:47 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
Miðvikudagur, 23. febrúar 2011
Væri ekki rétt hjá Heimssýn að flytja inn sterkari boðbera?!
Evran vandamál en ekki lausn | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Þriðjudagur, 22. febrúar 2011
Hvað segir Lárus Blöndal
Lárus segir að höfnum við samningum og verðum dæmd til að greiða gæti það kostað okkur um 500 milljarða ofan á eigu Landsbankans.
Lárus Blöndal sem sannarlega ætti að vita meira um þetta mál en ritstjóri Moggans og þessir sjálfskipuðu sérfræðingar sem blogga hvað mest um að við þurfum ekki að borga og því fylgi engin áhætta á að sema ekki um Icesave: Hann segir á visir.is í dag:
Fulltrúi stjórnarandstöðunnar í samninganefnd Íslands um Icesave segir að ef allt fari á versta veg í dómsmáli vegna Icesave og ítrustu kröfum Breta og Hollendinga verði mætt, gætu 500 milljarðar til viðbótar lagst á íslenska ríkið. Samningaleiðin feli hins vegar í sér að kostnaður verði allt að 47 milljarðar króna.
Lárus Blöndal hæstaréttarlögmaður og fulltrúi stjórnarandstöðunnar í samninganefnd Íslands um Icesave segir að ef Icesave samningarnir verði felldir í þjóðaratkvæðagreiðslu fari málið fyrir EFTA dómstólinn. Eftirlitsstofnun EFTA hafi þegar hafið það ferli með áminningu, en bíði átekta eftir því hvort samningar takist milli þjóðanna.
Andstæðingar Icesavesamninganna segja að samningurinn geti kostað Íslendinga allt að 200 milljarða ef forsendur breytist. En samninganefnd Íslands telur kostnaðinn geta orðið allt að 47 milljarðar. Lárus segir að til þess þurfi forsendur að breytast mjög mikið, gengið að falla um 50 próent og eignir þrotabús Landsbankans að rýrna mjög mikið.
Falli gengið um 50 prósent þýddi það að Ísland hefði lent í öðru hruni. Ekki sé líklegt að eignir bankans rýrni mjög mikið, þær gætu jafnvel vaxið og þá feli dómstólaleiðin í sér mikla áhættu ef Ísland tapar málinu.
Lárus segir eignir þrotabúsins að öllu líkindum duga til að greiða allan höfuðstól Icesave skuldanna. Mikill árangur hafi náðst með vextina í nýja samningnum sem sé hagstæðari hvað þá varðar upp á um 171 milljarða.
Hann telji víst að ef Íslendingar tapi dómsmáli vegna Icesave muni Bretar og Hollendingar aldrei sætta sig við lægri vexti en þeir eru að taka af lánum til Íra í frjálsum samningum upp á 5,8 prósent í tenglsum við aðstoð Evrópusambandsins við þá.
Einföld eða tvöföld kosning? | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 15:35 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Mánudagur, 21. febrúar 2011
Verðum við rekin úr EES?
Nú þegar brjótum vð eina af meginstoðum EES um frjálst fjármagnsflæði. Nú verður m.a. deilt um jafnræði fjármagnseigenda áháð landamærum innan EES sem klárlega er brotið ef við borgum ekki Icesave á meðan allar aðrar innistæður hér á landi eru varðar.
Þetta má lesa á www.visir.is
Dómstólaleiðin ein stendur eftir ef þjóðin hafnar Icesave lögunum í þjóðaratkvæðagreiðslu að mati fulltrúa stjórnarandstöðunnar í samninganefnd Íslands. Tapi Íslendingar málinu gæti það leitt til þrýstings á að Íslendingar verði gerðir brottrækir úr Evrópska efnahagssvæðinu.
Bara svona að setja þetta í umræðuna.
Kosið 16. apríl? | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Nýjustu færslur
- 22.10.2017 Nokkrar staðreyndir um skattaþróun í tíð hægristjórna
- 29.11.2016 Auðvita er leiðiinlegt að fyrirtækið skuli vera lent í þessu!...
- 7.11.2016 Á meðan að almenningur almennt á ekki kost á svona fyrirkomul...
- 6.11.2016 Garðabær er nú ekki til fyrirmyndar í málefnum þeirra sem þur...
- 1.11.2016 Halló er ekki allt í lagi á Mogganum?
- 30.10.2016 En jafnaðarmennskan hverfur ekkert!
- 29.10.2016 Hönd flokksins
- 29.10.2016 Þetta á erindi við kjósendur
Eldri færslur
- Október 2017
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
- Desember 2006
- Nóvember 2006
- Október 2006
- September 2006
- Júlí 2006
- Júní 2006
- Maí 2006
- Apríl 2006
- Mars 2006
- Febrúar 2006
Tenglar
ESB
Samfylkingin
Maggi B er flokksbundinn samfylkingarmaður í Samfylkingarfélaginu í Kópavogi
Teljari
Tenging við twitter
Um bloggið
Vettvangur Magga
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (25.11.): 0
- Sl. sólarhring: 3
- Sl. viku: 11
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 10
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
RSS-straumar
RSS
Hvað er nýtt
RUV
- Augnablik - sæki gögn...
DV
- Augnablik - sæki gögn...
Visir.is
- Augnablik - sæki gögn...
Pressan
- Augnablik - sæki gögn...
Pressan Kaffistofa
- Augnablik - sæki gögn...
Af Eyjunni fréttir
- Augnablik - sæki gögn...
Bloggvinir
- Ingibjörg Hinriksdóttir
- Guðni Már Henningsson
- Kristbjörg Þórisdóttir
- Kristbjörg Þórisdóttir
- Samfylkingin Norðvesturkjördæmi
- Gísli Tryggvason
- Guðríður Arnardóttir
- Guðmundur Magnússon
- Hlynur Hallsson
- Kristján Pétursson
- Vefritid
- Bjarni Harðarson
- Davíð
- Ólöf Ýrr Atladóttir
- Björn Benedikt Guðnason
- Sigurlín Margrét Sigurðardóttir
- Egill Rúnar Sigurðsson
- Hlynur Halldórsson
- Tómas Þóroddsson
- Adda bloggar
- Killer Joe
- Tíðarandinn.is
- Þórður Steinn Guðmunds
- Kolbrún Jónsdóttir
- íd
- Haukur Nikulásson
- Hrannar Björn Arnarsson
- Sigfús Þ. Sigmundsson
- Bleika Eldingin
- Sigurður Sigurðsson
- Inga Lára Helgadóttir
- Björn Emil Traustason
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Björn Heiðdal
- krossgata
- Þröstur Friðþjófsson.
- S. Lúther Gestsson
- Sigurjón Sigurðsson
- Guðrún Helgadóttir
- Jón Ragnar Björnsson
- gudni.is
- Jakob Falur Kristinsson
- Sæþór Helgi Jensson
- Bergþóra Árnadóttir - RIP 15.2.48 - 8.3.07
- Félag Ungra Frjálslyndra
- Alfreð Símonarson
- Hlekkur
- Þorsteinn Briem
- Jonni
- Torfusamtökin
- Gulli litli
- Sigurður Sigurðsson
- Helena Sigurbergsdóttir
- Elías Stefáns.
- viddi
- Oddrún
- Jón Gunnar Bjarkan
- Heimir Eyvindarson
- Himmalingur
- Eygló
- Hólmfríður Bjarnadóttir
- Axel Jóhann Hallgrímsson
- Ólafur Ingólfsson
- Rúnar Þór Þórarinsson
- Styrmir Reynisson
- Helga Kristjánsdóttir
- Sæmundur Bjarnason
- Ingimundur Bergmann
- Loftslag.is
- Kjartan Jónsson
- Brattur
- Gunnar Helgi Eysteinsson
- Högni Snær Hauksson
- Jack Daniel's
- Kama Sutra
- Magnús Ragnar (Maggi Raggi).
- Ómar Bjarki Smárason
- Stefán Júlíusson