Bloggfærslur mánaðarins, febrúar 2011
Mánudagur, 21. febrúar 2011
Geðklofa þjóð!
Miðað við þessar niðurstöður þá eru fylgjendur því að málið fari í þjóðarakvæði aðeins nokkrum þúsundum fleiri en vilja samþykkja ICESAVE. Það má því segja að eini árangur forsetans sé að draga lausn málsins í 2 mánuði. Og það verða hér gríðarleg læti.
Nú hafa allir helstu sérfræðingar í lögum og samningum mælt með því að þessi samningur sé samþykktur. Og það sem meira er að þetta eru mennirnir sem andstæðingar þess að semja um Icesave hafa vitnað til.
- Lee Buchheit
- Lárus Blöndal
- Ragnar Hall
Bara svo við nefnum einhverja. Eins má nefna að með samninganefndinni unnu stórar alþjóðalegar lögfræðistofur eins og: "Með samninganefndinni störfuðu náið um lengri eða skemmri tíma þeir Andrew Speirs fjármálaráðgjafi frá Hawkpoint lögfræðistofunni, Nigel Ward lögmaður frá Ashurst lögfræðistofunni" Og þar fyrir utan fjöldi sérfræðinga og ráðgjafa.
Minni á að hvorki Sigmundur Davíð, Þór Saari, Indefence eða aðrir sem fara framarlega í þessari baráttu að synja Icesave, eru sérfræðingar í þessu mál. Þetta eru upp til hópa reynslulitlir menn með menntun út og suður en enginn í samningum milli landa eða evrópskum lögum.
Allir þeir sem unnu að þessu telja að ekki verði komist lengra með samningum. Þarna er búið að semja um afborgunartíma til rúmra 30 ára með þaki á greiðslum á hverju ári þannig að þær fari aldrei yfir 5% af tekjum ríkisins. 70% þingmanna sem hafa legið yfir þessu í í 3 mánuði. Og fengið fullt af sérfræðingum til að fara yfir málið. En nei fólk vill þjóðaratkvæði um málið sem gæti leitt til þess að við fáum hærri reikning, verri greiðslukjör og hærri vexti ef við töpum því.
Ef að 58% ætla að samþykkja hann til hvers er þá af stað farið.
57,7% myndu samþykkja Icesave | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 19:40 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Mánudagur, 21. febrúar 2011
Sagði forsetinn ekki að Indefence hefið vísað í Ragnar Hall í ráðgjöf sinni til hans
Og nú hefur komið fram að Ragnar Hall var með í ráðum varðandi samningin og útfærslu á hans hugmyndum í þessum samningi. Og Ragnar Hall mælir með þessum samningi.
Nú held ég að andsæðingar þess að ganga til samninga geti bara ekki bent á neinn sérfræðing [nema einhverja öfga hagfræðinga] sem segja að við eigum ekki að ganga að þessum samning.
Hlynntur núverandi samningi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Sunnudagur, 20. febrúar 2011
Hefði ekki verið betra fyrir Alþingi og ríkissjórn að kynna málið betur fyrir fólki
Nú er svo mikið bull komið í gang. T.d. hvað vill fólk sem skrifaði undir þessa áskorun til forseta? Veit að þeir sem stóður að henni telja að við eigum ekkert að semja. Þeir telja að við eigum ekkert að borga. En allir lögfræðingar sem um þetta mál fjalla segja að við tökum mikla áhættu með því. Því í þessum samnngum erum við þó með allt að 30 ára greiðslufrest. En við vitum ekkert hvað kæmi út úr dómsmáli. Þar gætum við hugsanlega:
- Verið dæmd til að borga allar innistæður einstaklinga
- Á grundvelli þess að allar innistæður bæði einstaklinga og fyrirtækja voru tryggaðar með yfirlýsingum ríkisstjórna frá hruni, gætum við verið dæmd til að borga bæði einstaklingum, sveitarfélögum, lögaðilum og félögum í Bretlandi og Hollandi en það voru um 4000 milljarðar á reikningum Icesave minnir mig.
- Við gætum kannski sloppið með innistæðutrygginar en þurft að borga þær strax og þyrftum því að taka lán til þess.
Veit að einhver hluti þeirra hugsar eins og forsetinn reyfaði í dag að Bretar og Hollendingar myndu hringja í okkur og bjóða enn betri kjör á samningum. En ég bara trúi því ekki að Bretar og Hollendingar myndu láta það spyrjast út að þeir myndu gefa frekar eftir. Þeir eru jú búnir að draga stórkostlega úr kröfum frá því að þeir komu fyrst með kröfur um allt að 10% vexti og allar innistæður einstaklinga upp á 1300 milljarða. Vextir sem nú eru í boði eru jú 3% og margir fyrirvarar þannig að þetta verði okkur bærilegt.
Menn skildu átta sig á að allar upplýsingar um að við eigum ekkert að greiða eru komnar frá einhverjum öðrum en lögfræðingum. Þetta eru m.a. hagfræðingar og leikmenn sem hafa takmarkaðan skilning á lögum og samningum milli ríkja.
En því er það að ég hefði vilja sjá fjölmiðla ræða t.d. fyrr við Lee Buchheit, Lárus Blöndal og fleiri. Og eins hefði ég viljað að einhver hefði spurt Ólaf þegar hann talar um að þjóðaratkvæði komi á sátt milli þjóðarinnar. Hvað ef t.d. að lögin verða feld með 50,1% atkvæða eða samþykkt með slíkum mun þ.e. 0,2% heldur hann virkilega að það stuðli að friði eða endurspegli vilja mikils meirihluta þjóðarinnar?
Skýrir kostir í stöðunni | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Sunnudagur, 20. febrúar 2011
Lýðskrum!
Bensínlaus ríkisstjórn | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Sunnudagur, 20. febrúar 2011
Fannst engum furðulegt að forsetinn skulu hafa kalla til Indefence til ráðgjafar?
Og sérstaklega ef að þetta er rétt sem Björn Valur segir:
Björn Valur segir að forsetinn hefði getað fengið upplýsingar hjá fjárlaganefnd, en hefði þess í stað kosið að leita ráða hjá InDefence sem hafi sagt honum rangt til, m.a. um hið svokallaða Ragnars Hall-ákvæði. Við höfðum samband við Ragnar Hall beint og hann gerði ákveðna tillögu um það efni, sem var tekin upp algerlega óbreytt. Ég hygg að InDefence hafi sagt forsetanum rangt til um þetta.
En Ólafur sagði einmitt að það hafi bara vantað eitt atriði í saminginn til að Indefence gæti sætt sig við hann. Er 20 manna hópur hér farinn að ráða meira en Alþingi og nefndir þess.
Björn Valur nefnir líka ahyglisverða staðreynd þ.e. að forsetinn leitaði ekki eftir upplýsingum hjá fjárlaganefnd sem kannski hefði getað skýrt mál betur fyrir honum en einhverjir einstaklingar út í bæ sem enginn hefur menntun menntun varðandi svona samninga eða í viðkomandi lögum
Vonsvikinn og undrandi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Sunnudagur, 20. febrúar 2011
Ég lýsi því strax yfir að ég mun segja: JÁ við Icesave og þó fyrr hefði verið
Ólafur er að tala um sátt um málið. En ef að það fer 51% gegn 49% á annan hvorn vegin. Er það sú sátt sem hann vildi? Getur hann kallað það sátt milli þjóðarinnar?
Ég vill fá þjóðaratkvæðagreiðslu strax! Og ég vill að Sigmundur og Lilja Mósesdóttir hætti hræðsluáróðri um þetta mál sem og Indefence.
Atkvæðagreiðslan verði sem fyrst | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 16:22 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (10)
Laugardagur, 19. febrúar 2011
Getur einhver nefnt mér einhverja erlenda sérfræðinga sem hafa talið að við ættum að fara með þetta dómstólaleiðina
Eins og ég hef áður bloggað um í dag þá segir Lee Buchheit í Fréttablaðinu:
Því hefur verið haldið fram að Buchheit hafi á fyrri stigum málsins talað fyrir því að fara dómstólaleiðina svokölluðu frekar en að leita samninga við Breta og Hollendinga. Spurður hvort þetta sé rétt segir Buchheit: Nei, það sagði ég ekki. Ég sagði hins vegar að þegar horft væri á þrönga lagalega ágreiningsefnið sýndist mér að Ísland stæði vel að vígi og fyrir því eru ýmis rök. Málið er hins vegar flóknara en það og fyrir því má einnig færa rök að Íslendingar hafi skuldbundið sig strax haustið 2008 til þess að greiða þessa skuld. Það sem skiptir þó mestu á þessu stigi málsins er að komin er fram lausn á deilunni sem er mjög vel viðunandi
Einu erlendu lögfræðingar sem hafa hvatt okkur í dómsmál eru lögfræðistofur sem um leið hafa viljað flytja málið enda taka þær milljarða í laun. Allir aðrir hafa sagt að við yrðum að semja líka Lee Buchheit sem fólk hefur verið að leggja orð í munn hér og sagt að hann teldi dómsmál auðunnið. Hann segir líka í Fréttablaðinu hann Lee
Á Íslandi kýs þjóðin fulltrúa á þing. Þeirra verkefni í flóknu máli eins og þessu er að fara mjög nákvæmlega yfir það, eins og ég veit að hefur verið gert. Það er hins vegar ekki nóg að skoða bara samninginn heldur þarf líka að fara yfir afleiðingar þess fyrir Ísland að klára málið ekki með samningi, segir Buchheit og bætir við: Ókosturinn við þjóðaratkvæðagreiðslu er að almenningur býr ekki að þessari nánu greiningu þingmanna.
Hér byggir fólk sína skoðun á Sigmundi Davíð sem hefur logið skoðunum upp á Buchheit án þess að blikna. Og Indefence og svo einhverjum áhugamönnum sem enga þekkingu hafa af samningum millilanda eða evrópskum lögum nema það sem þeir lesa af Netinu. Meira að segja fulltrúi framsóknar og sjáfsstæðismanna í samninganefndinni mælti með þessum samningum. Bendi sérstaklega á orð Lee Buchheit um að almenningur er ekki í nokkri stöðu til að mynda sér upplýsta skoðun. Þeir sem berjast gegn Icesave hika ekki við að ljúga svell kallt upp tölum og fleiru. Man engin eftir því að þeir hafa talað um að við þyrftum að borga 1000 milljarða, það væru engar raunverulegar eignir í þrotabúi Landsbanka og svona væri hægt að halda áfram.
Ánægður með að Icesave-lög voru samþykkt | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 20:22 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Laugardagur, 19. febrúar 2011
Sigmundur Davíð hefur rangfært orði Lee Buchheit alvarlega hér um missera skeið
Úr grein sem Sigmundur Davíð birti í Mogganum fyrir skömmu:
Því var meira að segja ranglega haldið fram að Lee C. Buchheit formaður samninganefndarinnar teldi að Íslendingar þyrftu að óttast dómsmál. Þvert á móti hafa hann og fjölmargir aðrir fært rök fyrir því að Íslendingar hafi lögin með sér. Buchheit tók raunar fram að hann hefði nálgast málið öðruvísi frá upphafi hefði hann fengið að ráða. Hlutverk hans var hins vegar að vinna samkvæmt leiðsögn fjármálaráðuneytisins.
Og þetta sagði hann í ræðu á Alþingi nú um daginn:
m.a. leyft sér að vitna í Lee Buchheit, formann samninganefndarinnar, og halda því fram að hann hafi óttast dómsmál. Ekkert er fjær lagi. Hann sagði frá upphafi að staða Íslendinga væri sterk og hann hefði haldið allt öðruvísi á málinu og verið tilbúinn að fara með það fyrir dómstóla hefði hann ekki verið að vinna fyrir fjármálaráðuneytið samkvæmt leiðbeiningum þess
Úr viðtali við Lee Bucheit á www.visir.is í dag:
Því hefur verið haldið fram að Buchheit hafi á fyrri stigum málsins talað fyrir því að fara dómstólaleiðina svokölluðu frekar en að leita samninga við Breta og Hollendinga. Spurður hvort þetta sé rétt segir Buchheit: Nei, það sagði ég ekki. Ég sagði hins vegar að þegar horft væri á þrönga lagalega ágreiningsefnið sýndist mér að Ísland stæði vel að vígi og fyrir því eru ýmis rök. Málið er hins vegar flóknara en það og fyrir því má einnig færa rök að Íslendingar hafi skuldbundið sig strax haustið 2008 til þess að greiða þessa skuld. Það sem skiptir þó mestu á þessu stigi málsins er að komin er fram lausn á deilunni sem er mjög vel viðunandi
Eðlilegt að haft var eftir Lee Buchheit þegar að samningar stóðu yfir: Hvað er eiginlega með mr. Gunnlaugsson?
Framsóknarkonur vilja þjóðaratkvæði | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 16:34 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Laugardagur, 19. febrúar 2011
Stjórnarandstaðan og fleiri lugu upp á Lee C. Buchheit
Í ótal mörgum ræðum á Alþingi og í málflutningi andstæðinga Icesave samningsins þá sögðu menn að Lee Buchheit hefði talaði að við myndum vinna Icesave fyrir dómi en af því að hann hefði verið ráðinn sem samningamaður fyrir okkur hefði hann samið. Þetta er bara kjaftæði og hann neitar þessu í viðtali á visir.is. Hann segir að að við höfum í raun bundið okku til að greiða þetta strax haustið 2008 og telur að við eigum að ganga að þessum samningi. Sigmundur Davíð og fleiri verða að svara fyrir það að hafa logið skoðunum upp á manninn. Lee segir m.a. í þessu viðtali.
Því hefur verið haldið fram að Buchheit hafi á fyrri stigum málsins talað fyrir því að fara dómstólaleiðina svokölluðu frekar en að leita samninga við Breta og Hollendinga. Spurður hvort þetta sé rétt segir Buchheit: Nei, það sagði ég ekki. Ég sagði hins vegar að þegar horft væri á þrönga lagalega ágreiningsefnið sýndist mér að Ísland stæði vel að vígi og fyrir því eru ýmis rök. Málið er hins vegar flóknara en það og fyrir því má einnig færa rök að Íslendingar hafi skuldbundið sig strax haustið 2008 til þess að greiða þessa skuld. Það sem skiptir þó mestu á þessu stigi málsins er að komin er fram lausn á deilunni sem er mjög vel viðunandi
Hér á eftir er fréttinn í heild eins og hún birtist á www.visir.i
Talaði aldrei fyrir dómstólaleiðinni
Formaður íslensku Icesave-samninganefndarinnar, Lee C. Buchheit, telur samþykkt Alþingis á Icesave-frumvarpinu vera farsæla lausn fyrir Ísland. Alþingi hafi unnið góða vinnu og komist að skynsamlegri niðurstöðu. Þá neitar Buchheit því að hafa mælt fyrir dómstólaleiðinni á fyrri stigum málsins.
Deilan hefur nú verið leyst með samningi sem ég tel viðunandi, þingið hefur í það minnsta samþykkt tillögu þess efnis með miklum meirihluta. Ég sé ekki kostina við að beina málinu nú í farveg dómstóla, það skilar einungis hættu á því að útkoman verði verri en þessi lausn segir til um, sagði Buchheit í samtali við Fréttablaðið í gær.
Buchheit hefur fylgst náið með þróun mála á Íslandi frá því að samninganefndin kynnti Icesave-samkomulagið í desember. Hann segir ekki hafa komið sér á óvart að þingstuðningur hafi verið meiri við nýja samninginn en þá fyrri. Frá því að ég kom að málinu vildi stjórnin vinna það þannig að allir flokkar tækju þátt og væru upplýstir um gang viðræðna. Stjórnarandstaðan skipaði virtan lögmann í samningateymið og mér fannst sem eftir því er leið á viðræðurnar myndaðist samstaða meðal aðilanna um hvernig skyldi vinna málið, segir Buchheit.
Buchheit var spurður hvort hann teldi Icesave-samninginn henta í þjóðaratkvæðagreiðslu eða hvort honum þætti eðlilegt að þjóðin fengi að tjá sig um málið. Á Íslandi kýs þjóðin fulltrúa á þing. Þeirra verkefni í flóknu máli eins og þessu er að fara mjög nákvæmlega yfir það, eins og ég veit að hefur verið gert. Það er hins vegar ekki nóg að skoða bara samninginn heldur þarf líka að fara yfir afleiðingar þess fyrir Ísland að klára málið ekki með samningi, segir Buchheit og bætir við: Ókosturinn við þjóðaratkvæðagreiðslu er að almenningur býr ekki að þessari nánu greiningu þingmanna. Ég myndi halda að þetta væri ein af ástæðum þess að á Íslandi er á annað borð þing. Svo má heldur ekki gleyma að á þingi sitja fulltrúar þjóðarinnar, þannig að þjóðin er í raun að tala.
Því hefur verið haldið fram að Buchheit hafi á fyrri stigum málsins talað fyrir því að fara dómstólaleiðina svokölluðu frekar en að leita samninga við Breta og Hollendinga. Spurður hvort þetta sé rétt segir Buchheit: Nei, það sagði ég ekki. Ég sagði hins vegar að þegar horft væri á þrönga lagalega ágreiningsefnið sýndist mér að Ísland stæði vel að vígi og fyrir því eru ýmis rök. Málið er hins vegar flóknara en það og fyrir því má einnig færa rök að Íslendingar hafi skuldbundið sig strax haustið 2008 til þess að greiða þessa skuld. Það sem skiptir þó mestu á þessu stigi málsins er að komin er fram lausn á deilunni sem er mjög vel viðunandi
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 08:59 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Nýjustu færslur
- 22.10.2017 Nokkrar staðreyndir um skattaþróun í tíð hægristjórna
- 29.11.2016 Auðvita er leiðiinlegt að fyrirtækið skuli vera lent í þessu!...
- 7.11.2016 Á meðan að almenningur almennt á ekki kost á svona fyrirkomul...
- 6.11.2016 Garðabær er nú ekki til fyrirmyndar í málefnum þeirra sem þur...
- 1.11.2016 Halló er ekki allt í lagi á Mogganum?
- 30.10.2016 En jafnaðarmennskan hverfur ekkert!
- 29.10.2016 Hönd flokksins
- 29.10.2016 Þetta á erindi við kjósendur
Eldri færslur
- Október 2017
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
- Desember 2006
- Nóvember 2006
- Október 2006
- September 2006
- Júlí 2006
- Júní 2006
- Maí 2006
- Apríl 2006
- Mars 2006
- Febrúar 2006
Tenglar
ESB
Samfylkingin
Maggi B er flokksbundinn samfylkingarmaður í Samfylkingarfélaginu í Kópavogi
Teljari
Tenging við twitter
Um bloggið
Vettvangur Magga
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (25.11.): 0
- Sl. sólarhring: 3
- Sl. viku: 11
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 10
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
RSS-straumar
RSS
Hvað er nýtt
RUV
- Augnablik - sæki gögn...
DV
- Augnablik - sæki gögn...
Visir.is
- Augnablik - sæki gögn...
Pressan
- Augnablik - sæki gögn...
Pressan Kaffistofa
- Augnablik - sæki gögn...
Af Eyjunni fréttir
- Augnablik - sæki gögn...
Bloggvinir
- Ingibjörg Hinriksdóttir
- Guðni Már Henningsson
- Kristbjörg Þórisdóttir
- Kristbjörg Þórisdóttir
- Samfylkingin Norðvesturkjördæmi
- Gísli Tryggvason
- Guðríður Arnardóttir
- Guðmundur Magnússon
- Hlynur Hallsson
- Kristján Pétursson
- Vefritid
- Bjarni Harðarson
- Davíð
- Ólöf Ýrr Atladóttir
- Björn Benedikt Guðnason
- Sigurlín Margrét Sigurðardóttir
- Egill Rúnar Sigurðsson
- Hlynur Halldórsson
- Tómas Þóroddsson
- Adda bloggar
- Killer Joe
- Tíðarandinn.is
- Þórður Steinn Guðmunds
- Kolbrún Jónsdóttir
- íd
- Haukur Nikulásson
- Hrannar Björn Arnarsson
- Sigfús Þ. Sigmundsson
- Bleika Eldingin
- Sigurður Sigurðsson
- Inga Lára Helgadóttir
- Björn Emil Traustason
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Björn Heiðdal
- krossgata
- Þröstur Friðþjófsson.
- S. Lúther Gestsson
- Sigurjón Sigurðsson
- Guðrún Helgadóttir
- Jón Ragnar Björnsson
- gudni.is
- Jakob Falur Kristinsson
- Sæþór Helgi Jensson
- Bergþóra Árnadóttir - RIP 15.2.48 - 8.3.07
- Félag Ungra Frjálslyndra
- Alfreð Símonarson
- Hlekkur
- Þorsteinn Briem
- Jonni
- Torfusamtökin
- Gulli litli
- Sigurður Sigurðsson
- Helena Sigurbergsdóttir
- Elías Stefáns.
- viddi
- Oddrún
- Jón Gunnar Bjarkan
- Heimir Eyvindarson
- Himmalingur
- Eygló
- Hólmfríður Bjarnadóttir
- Axel Jóhann Hallgrímsson
- Ólafur Ingólfsson
- Rúnar Þór Þórarinsson
- Styrmir Reynisson
- Helga Kristjánsdóttir
- Sæmundur Bjarnason
- Ingimundur Bergmann
- Loftslag.is
- Kjartan Jónsson
- Brattur
- Gunnar Helgi Eysteinsson
- Högni Snær Hauksson
- Jack Daniel's
- Kama Sutra
- Magnús Ragnar (Maggi Raggi).
- Ómar Bjarki Smárason
- Stefán Júlíusson