Leita í fréttum mbl.is

Bloggfærslur mánaðarins, mars 2011

Á rökum hverja byggja "Nei" sinnar það að við eigum ekki að skrifa undir Icesave 3

Hef verið að velta þessu fyrir mér nú síðustu daga. Helstu niðurstöður mínar eru eftirfarandi:

  • Lögfræðilega hlið málsins:Það eru aðallega 2 lögfræðingar sem vísað er til þessa dagana. Reimar Pétursson og svo Stefán Már. Reynda hef ég heyrt Stefán Már benda á að því geti fylgt mikil hætta á að ganga ekki að samningnum þó hann sé enn ekki sammála ESA. Reimar Pétursson er svona með allskonar spár um þetta og hitt sem margt hefur verið hrakið. Man t.d. eftir því að lögfræðingur benti á að rök hans fyrir því að krafan breyttist í Íslenskar krónur ef að Bretar og Hollendingar myndu sækja málið fyrir dómsstóla hér væru óstudd þar sem fyrir þeim væri ekkert fordæmi.
  • Hagfræðilega hlið málsins:Það eru sennileg 5 til 6 hagfræðingar sem Nei sinnar vitna í. Þetta eru t.d. Gunnar Tómasson sem hefur nú nokkuð sérstæðar skoðanir á málum nú þegar hann er kominn á eftirlaun. Og nokkrir með hagfræðimenntun til viðbótar sem fæstir starfa sem slíkir í dag. Þetta eru menn sem boða að Icesave kosti okkur hundruð ef ekki þúsundir milljarða. Og fólk kaupir þetta.
  • Svo er það stjórnamálmenn:Svona eins og Sigmundur Davíð sem hikar ekki við að spá því að Bretar og Hollendingar nenni ekki að rukka okkur ef við neitum að veita ábyrgð á innistæðum á Icesave. Maður sem hefur held ég aldrei starfað að milliríkjasamningum, deilum, varla sem hagfræðingur. Og lifir fyrir svona patent lausnir eins og stór lán frá Noregi, að kaupa allar skuldir íslendinga á útsölu og lækka þau niður í ekki neitt.

Og svo er það "Nei" kórinn sem stjórnað og peppaður upp af leikmönnum sem láta eins og þeir séu snillingar í lögfræði af því að þeir hafa lesið eitthvað á netinu. Muna ekkert eftir því að lagatexti er eitthvað sem menn þurfa yfirleitt að mennta sig til að læra að túlka hann sérstaklega í erlendum lögum. Því menn verða að getað túlkað hann og skoðað dómafordæmi En þessir menn fara hér hamförum eins og þeir séu útlærðir sérfræðingar í Evrópulögum og eru búnir að telja fólki trú um að ef það samþykkji ekki Icesave þá gufi það upp.

Allir aðrir hvort sem það eru Samtök Atvinnuveitenda verslunar, fjármálafyrirtækja, iðnaðarins og verkalýðshreyfingin, 70% þingmanna, sérfræðingar sem unnu að samningaviðræðum við Breta og Hollendinga og nærri sama hverja við nefnum þeir telja að samningurinn sé það góður að minni áhætta sé að taka honum en að láta þetta ganga næstu 5 árin


Eitthvað skrítið í kýrhausnum

Þetta setti á facebook áðan eftir að hafa heyrt þetta í Kastljósi:

  •  Magnús Helgi Björgvinsson
    Eitthvað skrítið í kýrhausnum þegar 10 fjárfestar með meiri fjármuni en þjóðarframleiðsla Íslands vilja fá Íslenskst ríkisfang með hraði. Og tilbúinir að fjárfesta þessu öllu hér. Maður er ekki að ná þessu nema að þetta tengist því að komast að fullu inn á EES svæðið.
    •  Magnús Helgi Björgvinsson Gæti náttúrulega tengst því að hér sé hægt að fá eignir og fjárfesta ódýrt með mikilli hagnaðarvon.

mbl.is Vilja ríkisborgararétt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

VR komið heim í sjálfstæðisflokkinn aftur!

Nú er það nokkuð ljóst að Stefán Einar er inngróinn Sjálfstæðismaður. Frægur fyrir smölun sína í flugvél til að taka völdin í SUS eða Heimdalli [man ekki hvort] á Ísafirði um árið. Aldrei verið upplýst hverjir það voru sem borguðu það. Og nú um 2 ára skeið hefur Sjálfstæðisflokkurinn ekki haft stjórn á VR og því ekki seinna vænna að koma sér til valda aftur og það gera félagsmenn VR með glöðu geði með því að kjósa ekki.

Halló maðurinn verður formaður með undir 1000 atkvæðum af 28 þúsund félagsmönnum sem höfðu atkvæðisrétt. Svo er fólk að tala um að stjórnlagaráð sé umboðslaust og þar áður stjórnlagaþing þar voru þó 85 þúsund af um 200 þúsundum sem kusu.


mbl.is Hyggst koma á starfsfriði
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Sorry hvaðan kemur þetta fólk í Sjálfstæðisflokknum?

Fer að velta fyrir mér hvort að þau séu ekki í neinum tengslum við raunveruleikan. Þau voru jú sjálf að reka þetta fyrirtæki og vita algjörlega hver staðan er. Ef þetta væri einkafyrirtæki þá væri það á leið í gjaldþrot núna. Og ef svona heldur áfram þá hefði það orðið enn alvarlegra. Sér í lagi þar sem að Reykjavík og aðrir eigendur eru í ábyrgðum fyrir öllum þessum skuldum.


mbl.is Of langt gengið í hækkunum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Í ljósi þessara niðurstaðna með OR fer maður að velta fyrir sér hvað Sjálfstæðismenn voru að hugsa

Nú eftir þessar fréttir með OR fer maður að velta fyrir sér ummælum Hönnu Birnu á meðan hún var Borgarstóri þá  aftók það með öllu að OR væri í teljandi vandamálum. Og bæði þá og eftir að hennar tíma lauk þá hefur hún talað um að það væri engin þörf á gjaldskrárhækkunum og alls ekki eins miklar og þær hefðu verið. Og svo verður manni hugsað til allar hinna stjórnmálamanna úr öllum flokkum hvað þeir voru eiginlega að hugsa. Að voga sér að skuldsetja OR svona mikið. Maður spyr til hvers? Nú átti OR og forverar hennar bara að sjá Reykjavík og öðrum eigendum fyrir hita og rafmagni. Hvað átti að græðast með því að virkja svona fyrir stóriðjur í Hvalfirði og fleiri stöðum Hverju átti það að skila fyrir Borgarbúa? Jú kannski einhverjum arði þegar virkjanir væru búnar að greiða sig upp en það er kannski  20 ár sem líða þangað til. Hvað var fólk eiginlega að hugsa? Kaupandi hitaveitur hér um allt land á kostnað Reykvíkinga vitandi það að þær höfðu ekki og munu ekki bera sig? Held að OR sé nærri því meiri glæpur heldur en Bankahrunið. Þarna var nærri skuldalaust fyrirtæki sett á hausinn á 12 árum.

Og kannski í viðbót ætti fólk aðeins að átta sig á að Reykjavíkurborg er ekki að leika sér að hækka t.d. útsvar hjá sér sem og finna allar leiðir til að skera niður.


mbl.is Ætla að fjármagna OR til 2016
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ýmislegt furðulegt í þessari frétt og útreikingum.

Svona bara til að byrja með þá er Icesave samningurinn vaxtalaus til 1 október 2009.  Svo sé ég ekki hvernig Breski innistæðutryggingarsjóðurinn getur sótt sér fjármagn á sömu kjörum og Bresk stjórnvöld og Hollensk. Las einhverstaðar að það væri með álagi milli 2 og 3% vextir á þeim lánum sem Breski innistæðutryggingarsjóðurinn fær.  Enda er hann væntanlega ekki ríkisrekinn, sbr okkar.

En Mogginn er náttúrulega ekkert að gera athugasemdir við svona málflutning, hann hentar málstaðnum.

www.thjodaratkaedi.is og hætta að hlusta á skýringar svona matreyddar.
mbl.is Bretar og Hollendingar græða milljarða á vaxtamun
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Svo segja hér "Nei" spekingar að fyrirtæki hafi ótakmarkaðan aðgang að lánsfé!

Nú heyrum við af Orkuveitunni. Í síðustu viku heyrðum við frá Landsvirkjun sem jú fá lánsloforð en þau eru skilyrt við fjármögnun og Icesave. Svo getum við nefnt Hafnafjörð og fleiri bæjarfélög sem er boðið upp á lán með 7% vöxtum.

Reynið svo að segja að það skipti ekki máli að leysa úr málum eins og Icesave sem sannarlega hefur valdið því að hér eru líkur á að lánshæfi landsins fari algjörlega í ruslflokk.

Bendi fólki á lesa þennan pistil eftir Andra Geir Arinbjarnarson þar segir hann m.a.

Ef Icesave verður fellt má búast við að vaxtakrafan á erlend lán (ný, framlengd og endurfjármögnuð) til íslenskra aðila muni hækka enn frekar.  Til að mæta slíkri hækkun þarf að hækka skatta og gjöld (t.d. gjaldskrá OR), skera niður og takmarka launahækkanir (eða flytja úr landi eins og Össur).  Þá þarf að styrkja gjaldeyrisforðann og það verður varla gert nema með enn meiri höftum.  Innflutningshöft munu verða rædd, sérstaklega á lúxusvörur.  En ef það dugar ekki til og höft, skattar og niðurskurður eru orðin of sársaukafull er til leið sem verður næstum ómótstæðileg og það er að “þjóðnýta” erlendar eignir lífeyrissjóðanna. 

Og lesið svo áfram í pistlinum hvernig að fyrirmynd Lilju Mósesdóttur Argentína fór í eignir lífeyrissjóða Argentínubúa.


mbl.is Vilja ekki lána Orkuveitunni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Er rétt að fórna Krýsuvík?

Rakst á þessa myndasýningu á YOUTUBE. Þetta þarf virkilega að skoða vel. Við hljótum að þurfa að vernda einhver svæði hér á Reykjanesi og sér í lagi svo fagurt svæði eins og Krýsuvík þar sem margir koma. 

mbl.is Margt sem tefur álver
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Rangfærslur/misskilningur "Nei" sinna

Hlustaði á þáttinn Vikulokin á Rás 1 í gær. Þar var m.a. annarra Dóra Sif Tynes, lögfræðingur  sem m.a. hefur unnið hjá ESA - Eftirlitsstofnun EFTA.

Hún hafði ýmislegt til málana að leggja:

  • Hún hafði leitað dómafordæma um það að karfa fyrir Íslenskum dómsstólum væri í Íslenskum krónum en hafði hvergi fundið þau. Og hafði kannað þetta hjá m.a prófessorum í lögum og sérfræðingum og þeir fundu þess hvergi neinn stað.
  • Hún lýsti því að málflutningur "Nei" sinna um að við hefðum verið svo góð við Breta og Hollendinga að láta innistæður eiga forgang með Neyðarlögum að ESA myndi taka tillit til þess. Það átti sér engin rök þar sem að Icesave væri sjálfstætt mál og sjálfstætt btot á EES samningnum.
  • Hún fræddi Hall Hallsson og fleiri á því að að þar sem að EES samningurinn er lögfestur hér á landi frá Alþingi þá gildir hann að Íslenskum lögum.  Og því gætu íslenskir dómsstólar ekki dæmt án þess að taka tillit til álits ESA.
  • Ef að dómsstól hér dæmir að okkur beri ekki að greiða skaðabætur til Breta og Hollendinga þá myndi málið ekki hverfa því að það myndi aftur fara fyrir EFTA dómsstólinn því að þetta er samningsbrot á EES samningi.
  • Þó okkur yrði ekki endilega vísað úr EES þá eru í samningum úrræði fyrir EFTA og ESB sem ganga út að t.d. heimila þeim að rjúfa hluta samning gegn okkur til að þvinga okkur til að ganga frá þessum máli. M.a. aðgerðir þá eins og að afnema tollfrelsi okkar, eða hefta fjármagnsstreymi til okkar sbr. að við fengum tímabundið að beita gjaldeyrishöftum.

Margt annað fróðlegt sem þarna kom fram. Það má heyra hvað hún sagði þegar hún fékk að komast að fyrir Halli Helgasyni í seinnihluta þáttarins http://dagskra.ruv.is/ras1/4539899/2011/03/26/ byrjar ca. um miðja upptöku.

Vek athygli að þegar "Nei" sinnar rökstyðja mál sitt en eingöngu nú vitanð í Reimar Pétursson eins og hann sé eitthvað lögfræðigúrú. Áður var vitanað mikið í Lárus Blöndal en því er nú alveg hætt.

Held að fólk ætti líka að velta því fyrir sér að setja fyrirvara þegar að Hallur Helgson og fleiri eru með lögskýringar og tala eins og þeir viti þetta alveg. Það er hægt að rökstyðja allt með tilvitnanir í lög og lagaframkvæmdir sem skilja takmarkað og rangtúlka.

 


mbl.is Icesave-hópar stækka ört
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Er Jón bara ekki á móti öllum breytingum?

Svona fyrir utan að við vitum að hann vill reyna að breyta kvótakerfinu, þá finnst mér að hann sé á móti öllum öðrum meiriháttar breytingum hvaða nafni sem þær nefnast. Hlýtur að vera ömurlegt að vera þá í stjórn þar sem mikill meirihluti vill breytingar.
mbl.is Á móti stjórnarráðsfrumvarpinu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Næsta síða »

Höfundur

Magnús Helgi Björgvinsson
Magnús Helgi Björgvinsson

Skoðanir Magga um menn og málefni í fréttunum. maggihb@gmail.com Athuga að þetta eru mínar skoðanir og þið megið bara hafa ykkar hentisemi, því ég er að nota mína.

Eldri færslur

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Twitter

Teljari

joomla visitor

Twitter

Tenging við twitter

Um bloggið

Vettvangur Magga

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband