Bloggfærslur mánaðarins, apríl 2011
Sunnudagur, 10. apríl 2011
Andskotans ASNAR eru Íslendingar.
Fólk trúið Sigmundi Davíð manni sem blaðrar gjörsamlega ábyrgðarlaust um hluti eins og um árið að nú væri kjörið tækifæri fyrir Ísland að fella niður skuldir með því að kaupa skuldir af óreiðumönnum á 3% og fella þær svo niður. Manni sem skrapp til Noregs og kom til baka með loforð um þúsund milljarðalán sem engin kannast svo við.
Mann sem sagði að Bretar og Hollendingar myndu aldrei fari í hart við okkur því það væri ekki þeirra hagur. Og svo allir aðrir vitleysingar í NEI liðinu. Og hvað gerist svo daginn eftir:
Danny Alexander, aðstoðarfjármálaráðherra Bretlands, kveðst vera vonsvikinn yfir því að Íslendingar hafi hafnað Icesave samkomulaginu. Hann sagði að málið fari fyrir alþjóðlegan dómstóla, að sögn BBC.
Alexander kom fram í þætti Andrew Marr og sagði að niðurstaða þjóðaratkvæðagreiðslunnar hafi augljóslega valdið vonbrigðum... Við reyndum að komast að samkomulagi.
Það er skylda okkar að ná þessum peningum til baka og við munum halda því áfram þar til það tekst.... Við sem land erum í erfiðri fjárhagslegri stöðu og þessir peningar kæmu sér vel, sagði Alexander.
Jan Kees de Jager, fjármálaráðherra Hollands, er einnig vonsvikinn vegna niðurstöðu þjóðaratkvæðagreiðslunnar, að sögn ABC nyheter. Hann segir að tími samninga sé að baki. Íslandi beri skylda til að borga peningana til baka. Nú sé það dómstóla að ákveða hvernig það verði gert.
Það var ekki eins og fólk væri ekki varað við að trúa fagurgala manna sem enga reynslu haf að svona málum. EN nei fólk kaus að trúa þeim og Evu Joly sem er sérfræðingur í fjármálasviikum.
Svo verði ykkur að góðu
Vonsvikinn vegna Icesave | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 10:33 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (37)
Sunnudagur, 10. apríl 2011
Fólkið í landinu fær það sem það á skilið!
Bara að benda fólki á að eina sem það hefur grætt á því að fella Icesave er að nú fer þetta í dómssmál og verður að flækjast fyrir okkur næstu árin.
Það sem að hafna Icesave gerði ekki:
- Icesave er ekki horfið
- Miklar líkur á að við þurfum að boga þetta samt sem áður
- Ríkisstjórnin fer ekki frá
- Mjög líkleg vandamál með lán frá Norðulöndum þar sem að Þing þeirra þjóða skilyrtu lán okkar við lausn Icesave þannig að þau lán sem við höfum þegar fengið og áttum eftir að fá eru nú í óvissu
- Spurning hvort að AGS telji að við höfum brotið samstarfssamningi við þá og hvað það þýðir
- Eins hef ég velt því fyrir mér hvort að þetta þýði ekki að eignir Landsbankans verði fastar þar til að úr Icesave hefur veirð leyst því að þar sem Trygginarsjóður fær væntanlega ekki aðgang að þeim peningum sem þar eru fyrr en úr þessari deilu hefur verið leyst. Og við erum að halda því fram að við eigum ekki að borga.
Svo verði ykkur að góðu. Ég er langt frá því að vera sáttur.
Treystu ekki fólkinu í landinu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Laugardagur, 9. apríl 2011
Fólk skal ekki halda að þessi niðurstaða hafi ekki áhrif hér og víðar
Af www.eyjan.is
Fréttaskýring: Steingrímur J. Sigfússon fjármálaráðherra hefur boðað til blaðamannafundar klukkan 11 í fyrramálið. Þar verða kynnt viðbrögð ríkisstjórnarinnar við niðurstöðu þjóðaratkvæðagreiðslunnar.
Þar verður tilkynnt í fyrsta lagi að ríkisstjórnin sé ekki á förum, hver sem niðurstaðan verður þetta hafi ekki verið kosningar um líf hennar enda hafi Icesave-samkomulagið verið gert í samvinnu stjórnar og stjórnarandstöðu.
Í öðru lagi eru í stjórnarráðinu til reiðu fréttatilkynningar um tvenns konar viðbrögð.
Ef niðurstaðan verður já, fara sendifulltrúar ríkisins mjög fljótlega á fund erlendra fjármálastofnana og ræða skuldafjárútboð ríkissjóðs vegna nauðsynlegrar endurfjármögnunar. Það verður ekki stórt í sniðum, en nóg til þess að fá vísbendingar um lánakjör sem Íslendingum bjóðast við nýjar aðstæður.
Ef niðurstaðan verður nei, verður Bretum og Hollendingum tilkynnt að á Íslandi sé ekki lengur við neinn að semja og fyrstu skrefin verða stigin til undirbúnings dómsmáls. Eitt þeirra fyrstu verður að svara bréf frá eftirlitsstofnun EFTA (ESA) þess efnis að íslenska ríkið hafi gerst brotlegt við tilskipun um innistæðutryggingar og ákvæði EES-samningsins um bann við mismunum á grundvelli þjóðernis.
Ennfremur verða hafnar viðræður við Norðurlandaþjóðirnar, AGS og aðra þá sem lánað hafa Íslandi fé á sérstökum kjörum með því skilyrði að samið yrði um Icesave-málið, í óvissri von um að samstarfið haldist þrátt fyrir skýra skilmála í lánasamningum.
Pólitíska hliðin innanlands
Eins og Eyjan hefur greint frá hafa bæði Ögmundur Jónasson og Jón Bjarnason lýst því í samtölum við stuðningsmenn sína að þeir ætluðu að greiða atkvæði gegn Icesave í dag, þótt þeir hefðu greitt atkvæði með samningnum á alþingi um miðjan febrúar.
Jón hefur ekki tjáð sig um málið, en Ögmundur hefur skrifað tvo pistla á vef sinn á síðasta sólarhring til að bregðast við þessum fréttum og harkalegum viðbrögðum í hans garð innan eigin flokks. Í hvorugum pistlinum ber hann fréttina til baka og áreiðanlegar heimildir Eyjunnar herma að það hafi hann ekki gert með skýrum hætti við flokksforystuna heldur.
Þar er litið svo á að tveir ráðherrar hafi fallið fyrir borð í þessu máli og þótt í öðrum vestrænum lýðræðisríkjum þýddi það sjálfkrafa fall ríkisstjórnar með svo nauman meiri hluta, þá erum við kannski ekki alveg eðlilegt lýðræðisríki þessar vikurnar, eins og áhrifamaður í stjórnarliðinu orðaði það við Eyjuna.
Engum dylst þó að þessi afstaða Ögmundar og Jóns hefur alvarlegar afleiðingar fyrir stjórnarsamstarfið og að það verður ekki óbreytt miklu lengur.
Vinstri grænir hafa boðað til þingflokksfundar klukkan eitt á morgun og þar má búast við að hvassir vindar blási eins og stundum áður.
Veldur miklum vonbrigðum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Laugardagur, 9. apríl 2011
Ef að niðurstaða kosninga verður NEI þá geri ég ráð fyrir að hann tilkynni eftirfarandi:
Að hann ætli að leggja það til á Alþingi að Sigmundi Davíð verði falið af Alþingi að sjá um Icesave hagmuni okkar. Í því felist eftirfarandi:
- Sigmundur sjái til þess að öll dómsmál okkar vegna Icesave vinnist
- Sigmundi verði falið að tryggja að þjóðinn þurfi ekki að borga neitt fyrir Icesave
- Sigmundi verði falið að tryggja að allar lánalínu okkar haldist opnar
- Sigmundi verð falið að tryggja að synjun Icesave valdi ekki hér falli á hagvexti
- Sigmundi verði falið að tryggja að hingað komi fjármagn á betri kjörum en nú eru.
- Sigmundi verði falið að sjá til þess að samskipti Íslands og umheimsins verði með eðlilegu móti vegna Neitunar Icesave
Hann getur fengð Þór Saari og Vigdísi Hauksdóttur og svo getur Reimar Pétursson séð um að flytja málið fyrir okkar hönd gegn því að hann tryggji að við þurfum ekki að borga meira en við hefðum skv. Icesave 3
Steingrímur boðar til fundar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Laugardagur, 9. apríl 2011
Sko það er hægt að finna skynsemi í framsókn.
Þetta eru þó góðar fréttir í dag. Vona að ég eigi eftir að heyra þær fleiri þegar líður á daginn.
Tillaga um að aðildarviðræðum við Evrópusambandið verði hætt nú þegar var felld naumlega á flokksþingi
Felldu tillögu um að hætta aðildarviðræðum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Laugardagur, 9. apríl 2011
Aðeins um helmingur fundarmanna greiddu atkvæði í þessum kosningum framsóknar
Furðulegt að í gær þegar formaðurinn hélt ræðu var talað um að um 800 manns væru á landsfundi en helmingur þeirra nennir ekki að kjósa sér formann Sbr þetta:
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson hlaut 355 atkvæði til embættis formanns eða 92,2 prósent. Guðmundur Steingrímsson fékk sjö atkvæði og Siv Friðleifsdóttir sex. Alls greiddu 385 fulltrúar atkvæði.
Það eru semssagt aðeins um 48% landsfundamanna sem láta sig einhverju skipta hver leiðir flokkin eða í önnur embætti.
Birkir Jón fékk 77,3% | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Laugardagur, 9. apríl 2011
Vilhjálmur Árnason heimsskekingur um Icesave
Nei mun bitna á sjálfum okkur
Það var sorglegt að horfa upp á manninn á Álftanesi eyðileggja húsið sitt hér um árið til að ná sér niður á bönkunum. Ég fæ ekki varist þeirri tilhugsun að íslenska þjóðin, illa haldin af sorg og reiði eftir bankahrunið, muni með svipuðum hætti eyðileggja fyrir sjálfri sér, hafni hún Icesave-samningnum. Gremja landsmanna er skiljanleg og nú ætla margir að finna þessum tilfinningum útrás með því að segja nei í þjóðaratkvæðagreiðslu. En haldi menn að þar með bjóði þeir fjármálamönnum birginn er það misskilningur. Nei-ið er miklu líklegra til þess að stórauka vanda þjóðarinnar, auk þess sem það er siðferðilega óverjandi. Frá siðfræðilegu sjónarmiði virðist mér Icesave-málið vera einfalt.
Með neyðarlögunum var innistæðueigendum Landsbankans mismunað í grófum dráttum þannig að Íslendingar fengu allt sitt bætt, útlendingar ekkert. Samningurinn sem nú er kosið um dreifir byrðinni af því hörmulega máli á sanngjarnan hátt milli þeirra þriggja þjóða sem hlut eiga að því (auk þess sem eignir gamla Landsbankans munu líklega duga fyrir nær öllum hlut Íslendinga). Segjum því já við samningnum.
Tekið af www.visir.is
Mjög mikill kjörsókn | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Laugardagur, 9. apríl 2011
Hér eru hlutlausar upplýsingar fyrir þá sem enn eru ekki vissir hvað þeir ætla að kjósa
Dómstólaleiðin eða samningaleiðin
Áætlaður kostnaður Íslendinga vegna Icesave, annars vegar af dómstólaleiðinni og hins vegar samningaleiðinni, er metinn í meðfylgjandi greiningu. Samkvæmt neðangreindu mati liggur væntur kostnaður af Icesave málinu á bilinu 0-585 milljarðar króna. Helstu óvissuþættirnir fyrir allar niðurstöður í matinu felast í óvissu um gengi krónunnar, útborgunum og endurheimtum úr þrotabúinu ásamt þróun vaxta hér heima og erlendis. *
Væntur kostnaður Íslendinga
Hér er einungis verið að meta þær fjárhæðir sem gætu fallið á íslenska ríkið og hver staðan gæti orðið út frá mismunandi niðurstöðum árið 2016. Ekki er hér lagt mat á það hver sé líklegasta niðurstaðan af dómstólaleiðinni. Þó eru niðurstöðurnar ansi afdráttarlausar sama hvernig horft er á dæmið. Versta niðurstaðan fyrir íslenska ríkið (Ísland tapar svokölluðu mismununarmáli) yrði verulega íþyngjandi og gæti leitt til greiðsluþrots, hvort sem gengið er útfrá því að Bretar og Hollendingar (B&H) fengju greiddar bætur í íslenskum krónum eða erlendri mynt. Aftur á móti myndi sigur í dómsmáli lágmarka tjón ríkisins. Samningsleiðin er þó mun nær bestu mögulegu útkomu heldur en verstu mögulegu útkomu.
*Í öllum dæmum hér að neðan er gert ráð fyrir sama innheimtuhlutfalli (skv. mati skilanefndar 2.mars 2011), að endurgreiðslur úr þrotabúi hefjast á þriðja ársfjórðungi 2011 og ljúki árið 2016 og óbreyttu gengi krónunnar. Greiddir verði íslenskir skaðabótavextir frá október 2008 til ársins 2013 en þessir vextir eru í dag 3,5% (gert ráð fyrir að þeir verði óbreyttir til 2013). Eftir 2013 er gert ráð fyrir að íslenska ríkið geti fjármagnað þáverandi skuldbindingu á sömu kjörum og Írum bauðst hjá bjargráðasjóði Evrópusambandsins, þ.e. 5,8%.
Mögulegur kostnaður af báðum leiðum:
1. Töpum málinu, skaðabætur vegna mismununar: Í forsendum hér er gert ráð fyrir Ísland tapi málinu og kröfur B&H um fulla endurgreiðslu og áfallna vexti vegna allra innstæðna yrðu teknar til greina, en þjóðirnar greiddu út á sínum tíma um 1170 milljarða króna til innlánshafa. Áætlaður kostnaður af þessari sviðsmynd fyrir Íslendinga er í kringum 585 milljarðar króna en nú þegar væru áfallnir vextir hátt í 250 milljarðar króna.
2. Töpum og greiðum skaðabætur vegna lágmarkstryggingar: Hér er gert ráð fyrir að Ísland tapi málinu og B&H fái greiddar bætur vegna lágmarkstryggingarinnar (630 ma.kr) að viðbættum íslenskum skaðabótavöxtum. Núverandi samningur byggir á svipaðri forsendu en vaxtaforsendur er ólíkar. Kostnaðurinn af þessari sviðsmynd er um 215 ma.kr. fyrir íslenska ríkið.
3. Töpum mismununarmálinu, engar skaðabætur : Ísland tapar málinu og þarf ekki að greiða skaðabótavexti til B&H. Þessi niðurstaða myndi kosta íslenska ríkið um 160 milljarða króna. Hér er gert ráð fyrir að íslenska ríkið fái fjármögnun á sömu kjörum og Írar eftir 2013 líkt og í dæminu að ofan.
4. Samningurinn í dag: M.v. þær forsendur sem gefnar eru hér (sömu forsendur í öllum dæmum) verður áfallinn kostnaður um 40 milljarðar króna.
5. Töpum málinu og greiðum lágmarkstryggingu án skaðabóta: Þurfum því líkt og í hinum dæmunum að leita á erlenda fjármagnsmarkaði eftir að dómsniðurstaða liggur fyrir árið 2013. Þessi niðurstaða myndi kosta um 12 ma.kr. fyrir íslenska ríkið.
6. Vinnum málið: Íslendingar vinna málið, 0 kr. falla á íslenska ríkið
Fleiri konur á kjörskrá | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Laugardagur, 9. apríl 2011
Alveg er þetta ótrúlegt svartsýnis raus hjá Þór Saari alla daga
Væri ekki ráð að einhver spyrði Þór Saari frekar en að lesa facebook hjá honum eða fréttatilkynningar svona bara beint. T.d. að spyrja hann:
- Nú er það vitað að hvert % í hagvexti eru um 300 milljarðar fyrir okkur á ári. Ef að neitun á Icesave lokar á lánalínur, hækkar skuldatryggingarálag og fjármögnu verður því erfiðari og dýrari verður þá ekki hér meira atvinnuleysi, minni fjárfesting og hagvöxtur neikvæður eða lítill. Hvernig eigum við þá að bregaðast við?
- Þurfti að hækka skatta beint vegna Tónlistarhúsins? Nú er verið að tala um að Icesave greiðslur verið svona um það bil eitt tónlistarhús eða minna.
- Hverjum heldur hann að svona tal hjálpi frá Alþingismanni? Kannski þeim sem kjósa að hér sé allt logandi í illdeilum árið inn og út?
- Og hefur hagfræðingurinn Þór Saari reiknað það út að ef þortabúið verður í böndum og má ekki greiða út vegna deilunar okkar við Breta og Hollendinga næstu 3 árinn þannig að höfuðstóllinn okkar lækkar ekkert, hversu mikla vexti við þyrftum að greða þá 2015 eða 2016 þegar málið hefur farið í gengum alla þá dóma sem það þarf að ganga í gegnum? Ég geri ráð fyrir að það megi ekki greiða inn á höfðustólin á meðan deilt er um málið.
Icesave kallar á hærri skatta | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 10:23 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (13)
Nýjustu færslur
- 22.10.2017 Nokkrar staðreyndir um skattaþróun í tíð hægristjórna
- 29.11.2016 Auðvita er leiðiinlegt að fyrirtækið skuli vera lent í þessu!...
- 7.11.2016 Á meðan að almenningur almennt á ekki kost á svona fyrirkomul...
- 6.11.2016 Garðabær er nú ekki til fyrirmyndar í málefnum þeirra sem þur...
- 1.11.2016 Halló er ekki allt í lagi á Mogganum?
- 30.10.2016 En jafnaðarmennskan hverfur ekkert!
- 29.10.2016 Hönd flokksins
- 29.10.2016 Þetta á erindi við kjósendur
Eldri færslur
- Október 2017
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
- Desember 2006
- Nóvember 2006
- Október 2006
- September 2006
- Júlí 2006
- Júní 2006
- Maí 2006
- Apríl 2006
- Mars 2006
- Febrúar 2006
Tenglar
ESB
Samfylkingin
Maggi B er flokksbundinn samfylkingarmaður í Samfylkingarfélaginu í Kópavogi
Teljari
Tenging við twitter
Um bloggið
Vettvangur Magga
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (20.1.): 10
- Sl. sólarhring: 11
- Sl. viku: 52
- Frá upphafi: 969567
Annað
- Innlit í dag: 10
- Innlit sl. viku: 51
- Gestir í dag: 10
- IP-tölur í dag: 9
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
RSS-straumar
RSS
Hvað er nýtt
RUV
- Augnablik - sæki gögn...
DV
- Augnablik - sæki gögn...
Visir.is
- Augnablik - sæki gögn...
Pressan
- Augnablik - sæki gögn...
Pressan Kaffistofa
- Augnablik - sæki gögn...
Af Eyjunni fréttir
- Augnablik - sæki gögn...
Bloggvinir
- Ingibjörg Hinriksdóttir
- Guðni Már Henningsson
- Kristbjörg Þórisdóttir
- Kristbjörg Þórisdóttir
- Samfylkingin Norðvesturkjördæmi
- Gísli Tryggvason
- Guðríður Arnardóttir
- Guðmundur Magnússon
- Hlynur Hallsson
- Kristján Pétursson
- Vefritid
- Bjarni Harðarson
- Davíð
- Ólöf Ýrr Atladóttir
- Björn Benedikt Guðnason
- Sigurlín Margrét Sigurðardóttir
- Egill Rúnar Sigurðsson
- Hlynur Halldórsson
- Tómas Þóroddsson
- Adda bloggar
- Killer Joe
- Tíðarandinn.is
- Þórður Steinn Guðmunds
- Kolbrún Jónsdóttir
- íd
- Haukur Nikulásson
- Hrannar Björn Arnarsson
- Sigfús Þ. Sigmundsson
- Bleika Eldingin
- Sigurður Sigurðsson
- Inga Lára Helgadóttir
- Björn Emil Traustason
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Björn Heiðdal
- krossgata
- Þröstur Friðþjófsson.
- S. Lúther Gestsson
- Sigurjón Sigurðsson
- Guðrún Helgadóttir
- Jón Ragnar Björnsson
- gudni.is
- Jakob Falur Kristinsson
- Sæþór Helgi Jensson
- Bergþóra Árnadóttir - RIP 15.2.48 - 8.3.07
- Félag Ungra Frjálslyndra
- Alfreð Símonarson
- Hlekkur
- Þorsteinn Briem
- Jonni
- Torfusamtökin
- Gulli litli
- Sigurður Sigurðsson
- Helena Sigurbergsdóttir
- Elías Stefáns.
- viddi
- Oddrún
- Jón Gunnar Bjarkan
- Heimir Eyvindarson
- Himmalingur
- Eygló
- Hólmfríður Bjarnadóttir
- Axel Jóhann Hallgrímsson
- Ólafur Ingólfsson
- Rúnar Þór Þórarinsson
- Styrmir Reynisson
- Helga Kristjánsdóttir
- Sæmundur Bjarnason
- Ingimundur Bergmann
- Loftslag.is
- Kjartan Jónsson
- Brattur
- Gunnar Helgi Eysteinsson
- Högni Snær Hauksson
- Jack Daniel's
- Kama Sutra
- Magnús Ragnar (Maggi Raggi).
- Ómar Bjarki Smárason
- Stefán Júlíusson