Bloggfærslur mánaðarins, apríl 2011
Laugardagur, 9. apríl 2011
Góður dagur til að segja JÁ!
Það er nauðsynlegt fyrir fólk sem vill að Icesave komist í öruggan farveg en ekki í 3 til 5 ára ferli í viðbót mæti á kjörstað og setji x við JÁ. Þeir sem er óvissir gætu t.d. velt því fyrir sér að nær allar þjóðir sem gáfu okkur lánsloforð fyrir 2 árum skilyrtu þau vð lausn ICESAVE. Og eins að það er engin þjóð í heiminum, svo ekki sé talað um innan ESB, EES, EFTA, Norðurlanda eða bara nokkur staðar sem hefur bakkað upp skilning NEI sinna á lögum og reglum varðandi uppgjör á þessum Innistæður tryggingum. Segir það fólki ekki nokkuð um hvernig dómsmál um Icesave kynni að fara?
Stefnir í mikla kosningaþátttöku | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Laugardagur, 9. apríl 2011
Hverskonar þjóð erum við eiginlega?
Fyrstu 7 ár þessarar aldar létum við í raun fámennan hóp telja okkur trú um að:
- Að efnahagslífið hér ætti bara eftir að vaxa stöðugt.
- Að Íslenska leiðin væri einstök og í raun sú eina rétta. VIð værum snögg tll og óhrædd við að taka áhættu og því kæmum við til með að leggja undir okkur heiminn
- Að Íslenska krónan ætti bara eftir að styrkjast næstu áratugi og því yrðu allir að taka gjaldeyrislán til að græða.
- Að allir yrðu að kaupa hlutbréf því að Íslensku fyrirtækin ættu bara eftir að stækka og að bankar væru besta fjárfestingin
- Að það væri nauðsynlegt að kaupa nýtt húsnæði og helst að taka 100% lán því íbúðaverð hér ætti bara eftir að hækka.
Og nú koma menn segja
- að hægt sé að stroka úr allar skuldir
- Að segja nei við Icesave þýði að þar með þurfum við engar áhyggjur að hafa
- Að við þurfum ekkert að fara eftir leikreglum sem aðrar þjóðir þurfa að fara eftir
- Að þessar sömu þjóðir og lánafyrirtæki bara sætti sig við að við neitum að greiða eða standa við gefin loforð
- Að þjóðir
- Að hér sé ekkert mál að skapa 10 þúsund störf á stundinni. Bara að lækka skatta og svoleiðis en skýra ekki hvernig við eigum að borga vexti af lánum sem nú hvíla á okkur sem og um leið að halda grunnþjónustu gangandi.
- Að hér sé hægt að virkja bara út um allt. Eru menn búnir að gleyma mótmælum og látunum við siðustu virkjanir. Sem og að í ljós hefur komið háhitasvæin eru takmörkuð auðlind og ekki endurnýjanleg ef of mikið er tekði af í einu.
Svo allskonar bull í viðbót og fólk kaupir þetta eins og ég veit ekki hvað. Finnst að þetta sé alltaf samaþjóðin og keypti pýramítabréfin forðum af því að fólk átti ekki að geta annað en að græða á því. Því það voru einhverjir sem sögðu þeim það og fólk trúði því athugsemdalaust.
Kjörsókn nálgast 10% | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Föstudagur, 8. apríl 2011
Til athugunar áður en þú greiðir atkvæði þitt á morgun
Þessir grein af www.visir.is er reyndar um rangfærslur Brynjars Níelssonar en á við málflutning margra annarra nú síðustu vikur.
Á laugardaginn verður kosið um það hvort Icesave lögin skuli halda gildi sínu. Langflestir sem ætla sér að greiða atkvæði vilja taka afstöðu í málinu byggða á réttum upplýsingum um afleiðingar kosningaúrslitanna en ekki óskhyggju eða áróðurskenndum upphrópunum. Atkvæði er illa nýtt ef kjósandinn telur sig hafa verið að kjósa um tiltekið framhald málsins, sem mun í raun ólíklega eða alls ekki verða.
Icesave málið er að stærstum hluta lögfræðilegt og því er lagt á kjósendur að meta það hver niðurstaða mun verða í flóknum málarekstri. Í framhaldinu þurfa kjósendur svo að taka afstöðu til þess hvort réttara sé að semja um málið.
Þar sem um flókið lögfræðilegt mál er að ræða lítur fólk í mörgum tilvikum til lögfræðinga og hlustar eftir þeirra röksemdum. Ábyrgð lögfræðinga sem tjá sig opinberlega er mikil enda mega þeir eiga von á að fólk hafi þeirra sjónarmið að leiðarljósi og greiði atkvæði m.a. í trausti þeirra staðreynda sem lögfræðingar halda fram um málið.
Brynjar Níelsson, hæstaréttarlögmaður, hefur upp á síðkastið tekið mikinn þátt í umræðu um Icesave lögin. Brynjar er formaður Lögmannafélags Íslands og því má gera ráð fyrir að margir kjósendur leggi vel við hlustir þegar hann lýsir sinni sýn á það sem mun gerast í kjölfar niðurstöðu Icesave kosninganna. Sérstaklega má búast við því að kjósendur treysti honum þegar hann fjallar um dómsmál og atriði sem tengjast málarekstri, enda eiga lögmenn að vera sérfræðingar á því sviði.
Því miður teljum við að Brynjar hafi að undanförnu gefið rangar eða villandi upplýsingar um Icesave málið á opinberum vettvangi. Þar sem rangfærslurnar lúta að rekstri dómsmála teljum við nauðsynlegt að leiðrétta þær svo að kjósendur byggi ekki á þessum röngu upplýsingum. Brynjar var í viðtali í Icesave þætti RÚV á þriðjudagskvöldið og einnig í morgunútvarpi Bylgjunnar á miðvikudaginn. Eftirfarandi athugasemdir okkar eru við nokkur atriði sem þar komu fram hjá Brynjari:
Málið mun fara fyrir dómstóla verði lögin ekki samþykkt
Í Icesave þætti RÚV lýsti Brynjar skoðun sinni á því hvað gerðist ef Icesave lögunum yrði synjað í þjóðaratkvæðagreiðslunni. Brynjar taldi að tvennt kæmi til greina. Annars vegar að málið myndi halda áfram og fara fyrir dómstóla. Hins vegar taldi Brynjar möguleika á því að eftir synjun laganna myndi ekkert gerast; málinu væri þá lokið. Það rökstuddi hann með því að Bretar og Hollendingar myndu mögulega telja pólitíska hagsmuni leiða til þess að réttast væri að gera ekkert frekar í málinu.
Erfitt er að koma auga á þá pólitísku hagsmuni sem Brynjar vísar til, enda útskýrði hann þá ekki. Framangreint er því frekar óskhyggja en rökstutt lögfræðilegt mat.
Komist ekki á samningur er raunsæ afstaða til framhaldsins sú að gera ráð fyrir því að Bretar og Hollendingar muni halda áfram að sækja þann rétt sem þeir telja sig eiga. Jafnvel þótt þeir geri það ekki liggur fyrir að Eftirlitsstofnun EFTA (ESA) mun halda málinu áfram.
Það er villandi að halda því fram að með synjun laganna muni ekkert gerast. Kjósendur ættu ekki að greiða atkvæði í þeirri von.
Dómstólar geta dæmt um kröfu í erlendum myntum
Í Icesave þætti RÚV lýsti Brynjar því yfir að íslenskir dómstólar gætu eingöngu komist að dómsniðurstöðu í íslenskum krónum. Það sagði hann leiða af vaxtalögum. Þetta er rangt. Engin ákvæði núgildandi vaxtalaga banna að ágreiningur um kröfu í erlendum gjaldmiðli sé borinn undir íslenska dómstóla.
Hæstiréttur hefur kveðið upp allnokkra dóma á undanförnum árum um skuldbindingu í erlendum myntum. Kjósendur eiga ekki að greiða atkvæði í trausti þess að synjun laganna leiði til þess að skuld íslenska ríkisins verði eingöngu dæmd í íslenskum krónum.
Bretar og Hollendingar geta rekið mál fyrir íslenskum dómstólum
Í Icesave þætti RÚV sagði Brynjar að íslenska ríkið verði aldrei dæmt til að greiða bætur öðruvísi en íslenskir dómstólar dæmi þær. Þá sagði hann að Bretar og Hollendingar muni ávallt sitja uppi með það að sækja málið á Íslandi og það sé m.a. ástæða þess að þeir vilji semja. Með þessu er gefið í skyn að Bretar og Hollendingar treysti ekki íslenskum dómstólum til að leysa úr lögfræðilegum ágreiningi.
Það er afar óheppilegt að formaður lögmannafélagsins gefi það í skyn að íslenskir dómstólar láti niðurstöðu máls ráðast af því hverjir eru aðilar þess. Verði ágreiningurinn borinn undir dómstóla munu þeir dæma út frá þeim lögum sem gilda um ágreiningsefnið. Eftir bankahrunið hafa fjölmargir erlendir kröfuhafar borið mikla hagsmuni sína undir íslenska dómstóla. Þau mál fá eðlilegan framgang og úrlausn þeirra fer einungis eftir lögum en ekki hagsmunum íslenska ríkisins eða annarra. Nýlegt dæmi er niðurstaða Héraðsdóms Reykjavíkur um heildsöluinnlán Landsbankans. Héraðsdómur viðurkenndi heildsöluinnlánin sem forgangskröfur, en gagnstæð niðurstaða hefði að öllum líkindum leitt til þess að eignir Landsbankans hefðu dugað til að greiða meginþorra Icesave skuldarinnar.
Varhugavert er að byggja atkvæði sitt á þeirri forsendu að íslenskir dómstólar muni ekki dæma íslenska ríkið til þess að greiða háar fjárhæðir til annarra ríkja. Ef rétt lögfræðileg niðurstaða er sú að íslenska ríkið beri skaðabótaábyrgð gagnvart öðrum ríkjum kemur ekki annað til greina en að íslenskir dómstólar dæmi íslenska ríkinu í óhag.
Dómstólaleið getur leitt til mun verri niðurstöðu en samningurinn
Í viðtali í Íslandi í bítið á Bylgjunni lýsti Brynjar því yfir að niðurstaða í dómsmáli verði í versta falli sú að íslenska ríkinu beri að greiða lágmarkstryggingu innstæðna. Þá hélt hann því fram að Icesave samningurinn tryggði Bretum og Hollendingum hærri greiðslur en því nemur og þess vegna verði versta niðurstaða í dómsmáli alltaf betri en samningurinn.
Rök Brynjars eru þau að til þess að fá dæmdar bætur umfram lágmarkstryggingu innstæðna þyrfti dómstóll að komast að þeirri niðurstöðu að íslenska ríkið hafi beitt ólögmætri mismunun. Það telur Brynjar út í bláinn". Það er villandi og ábyrgðarlaust að gera lítið úr þessum þætti dómsmálsins, ef til þess kemur. Það er óraunhæft að gera ráð fyrir öðru en að Bretar og Hollendingar geri ítrustu kröfur í dómsmáli. Í því felst að Bretar og Hollendingar munu gera kröfu um að innstæður í erlendum útibúum fái sömu meðferð og innstæður í íslenskum útibúum, enda fæli annað í sér mismunun. Almennt telja fræðimenn að erfiðara verði fyrir Íslendinga að verjast þessum þætti málsins en þeim sem lýtur að fyrirkomulagi innstæðutryggingakerfisins. Niðurstaða dómstóla getur því hæglega orðið á þá leið að íslenska ríkið hafi beitt ólögmætri mismunun og beri að bæta Bretum og Hollendingum tjónið af þeirri mismunun. Slík dómsniðurstaða yrði mun verri en samningurinn.
Þá hélt Brynjar því fram í Icesave þætti RÚV að ef íslenska ríkið tapar dómsmáli um Icesave verði nærtækast að taka upp samninginn sem nú liggur fyrir, og greiða Bretum og Hollendingum samkvæmt ákvæðum hans. Þetta er óskhyggja hjá Brynjari. Báðir aðilar eru tilbúnir að gefa eftir af kröfum sínum og semja til að forðast áhættu af dómsmáli. Ef íslenska ríkið hins vegar hafnar samningi og tapar í kjölfarið dómsmáli gegn Bretum og Hollendingum standa engin rök til þess að þær þjóðir leyfi Íslendingum að greiða samkvæmt samningnum.
Það er því rangt að niðurstaða úr dómstólaleiðinni verði aldrei verri en með samningnum. Kjósendur geta ekki treyst því að synjun laganna leiði alltaf til jafngóðrar eða betri niðurstöðu fyrir íslenska ríkið en samningurinn. Kjósendur verða að hafa í huga að það eru líkur á því að synjun samningsins leiði til mun verri niðurstöðu fyrir íslenska ríkið.
Þegar tekin er ákvörðun um Icesave málið er skynsamlegt að gera ráð fyrir eftirfarandi: Verði lögunum synjað mun málinu ekki ljúka. Íslenskir dómstólar dæma um kröfur í erlendum myntum. Íslenskir dómstólar dæma eftir lögum án tillits til hagsmuna íslenska ríkisins. Og síðast en ekki síst að niðurstaða dómsmála getur orðið mun verri en fyrirliggjandi samningur.
Trú, óskhyggja og rangar upplýsingar breyta ekki þessum staðreyndum.
Daníel Isebarn Ágústsson, hdl.
Grímur Sigurðsson, hrl.
Tómas Hrafn Sveinsson, hdl.
Rúmlega 24 þúsund hafa kosið | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Föstudagur, 8. apríl 2011
Það er nú öruggt að málið fer ekki eins og síðast.
Held að það sé engin hætta á að þetta fari 98% á móti 2% þannig að þetta eru nú einhverjir drauma hjá Mogganum. Þetta verður tæpt. Gæti fallið á hvorn vegi sem er. En ef að þetta verður fellt og ef allt fer á versta veg mun ég persónulega gera Sigmund Davíð, Þór Saari og Reimar lögfræðing persónulega ábyrg fyrir þeirri stöðu og einbeita mér að því að velta þeim uppúr þeim lygum sem þau og þeirra fólk hefur haldið upp í þessu máli.
Finnst þetta þannig mál að ég hefur alltaf talið að stjórnin eigi að leggja sjálfa sig undir slíkt mál og í raun nú Alþingi. Þannig að ég held að það stjórnin ætti að segja af sér. Því það er ljóst að hún er ekki að koma málum í gegn. Sér í lagi ef að ráðherrar hennar eru að láta spyrjast úr að þeir greiði atkvæði gegn Icesave.
Finnst með afbrigðum ef fólk heldur að skoðun nokkurra manna hér hreyfi við áliti Evrópu eða heimsins í þessu máli. Það voru jú öll ríki Evrópusambandsins, Norðurlanda og í raun öll ríki heims sem telja að okkur beri að borga þetta. Sbr þegar við sóttum um lán til þeirra.
En eins og í hér í bóluárunum er hægt að telja almenning hér trú um að við séum svo sérstök og ástandið hér svo einstakt að hér gildi bara allt aðrar reglur en hjá öðrum þjóðum. Og þessir predikarar fyrir NEI séu þeir einu útvöldu sem skilji þetta allt svo miklu betur en aðrir
Titringur í stjórnarliðinu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 22:38 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
Föstudagur, 8. apríl 2011
Sum skáld held ég að séu enn í einhverri skáldsögu sinni. Ekki í raunveruleikanum.
Einar Már segir:
Það eru fleiri í sömu stöðu og við. Það er miklu betra fyrir mannkynið til lengri tíma litið ef við segjum nei...
Heldur hann virkilega að það verðum við sem björgum mannkynu? Eru Íslendingar gjörsamlega að ganga af göflunum.?
Já við Icesave væri uppgjöf | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Föstudagur, 8. apríl 2011
Icesave á facebook Og Einar Kárason
Eftirfarandi pistill er eftir Einar Kárason af pressunni
Nú skulum við hugsa og hætta öllu rugli!
Hættum þessu rugli um að Landsbankinn komi okkur ekki við því hann hafi verið einkafyrirtæki. Því að hann starfaði erlendis í krafti milliríkjasamninga sem við tókum þátt í og berum okkar ábyrgð á. Eða hvers vegna halda menn að íslensku bankarnir hafi opnað útibú á Evrópska efnahagssvæðinu, en ekki til dæmis í Ameríku eða Asíu? Og skuldbindingar okkar felast líka í því að allt var það gert með vernd og blessum löglegra íslenskra yfirvalda sem við sitjum uppi með hvort sem okkur líkar það vel eða illa.
Yfirleitt var Forseti Íslands í föruneyti bankafurstanna og hafður sem kokteildýr og punt við opnanir útibúa; ráðherrar okkar fór um lönd og sannfærðu fólk um að bankarnir væru traustir og innlánsreikningar nytu ábyrgðar íslenskra yfirvalda, og svo gáfu Fjármálaeftirlitið og Seðlabankinn sín fínustu meðmæli. Og við berum ábyrgð á okkar stofnunum og ráðamönnum, og þýðir ekkert að segja eins og sumir: ég kaus ekki þessa menn, eða: ég var ekki spurður þegar þeir samþykktu þetta eða hitt.
Ég gæti sagt það persónulega að aldrei kaus ég Davíð Oddsson, en allt sem hann gerði og sagði í æðstu embættum þjóðarinnar kemur mér samt við; hálfu ári fyrir hrun róaði hann breskan almenning sem hafði áhyggjur af stöðu Landsbankans með því að segja í viðtali við BBC að bankinn væri eins traustur og hugsast gæti, og að auki myndi ríkissjóður Íslands auðveldlega geta ábyrgst innistæður hans og greitt fólki þær út ef illa færi. Davíð var löglega kosinn og síðar löglega skipaður í sitt embætti og hafði fullt umboð til að tala fyrir hönd þjóðarinnar, hvort sem við vorum sammála honum eða ekki og hvort sem okkur líkar betur eða verr.
Þið sem eruð núna í vafa, eða kannski í léttu stuði til að gambla og velja hasarinn, og þið sem haldið kannski að það skipti ekki máli hvernig þetta fer: Ekki láta þá hugsun þurfa að pirra ykkur stöðugt næstu árin á meðan þetta mál verður óleystur dragbítur á efnahagslífið og heldur áfram að eitra og sýra samfélagið með svekkingum og leiðindum, að við hefðum; að við hefðum svo auðveldlega getað losnað við það út úr heiminum með litlum tilkostnaði, bara ef við hefðum nennt á hugsa í apríl 2011!
Hefði viljað sjá betri samning | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 17:43 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Föstudagur, 8. apríl 2011
Fólk er að æsa sig yfir Icesave!
Þó er ljóst að tiltölulega lítði lendir á okkur eða ekkert. . Það talar um að vilja ekki borga skuldir óreiðumanna en óvart er verið að borga innistæður fólks sem átti penigna á Icesave. Við eða erlendir bankar höfum nú yfirtekð nær eignri þeirra sem við höfum náð í upp í þetta. En hvað með alla sparisjóðina, seðlabankann, íbðuðalánsjóð , ýmiss fyrirtæki og margt fleira Voru þá ekki óreiðumenn þar?
úrklippa tekin af Silfri Egils
Óvíst hvort kjósa þyrfti | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 17:13 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Föstudagur, 8. apríl 2011
Og Reimar fær bara að bulla og bulla!
Hvað er Reimar eiginlega ? Hvernig getum við verið betur sett með Iccsave óleyst þó að úrskurðu ESA yrði að við hefðum ekki leyfi til að viðhafa Gjaldeyrshöftin. Nú ef að að svo færi að gjaldeyrishöftin yrðu dæmd ólögleg sem nær engar lýkur eru á þá leysir það ekki Icesave heldur. Nú ef að gengið myndi falla við það þá lækka ekki innistæðurtryggingar sem við skuldum og gætum verið dæmd til að borga eða þvinguð til að borga hvort eð er. Finnst þessi málfutningur hans með afbrigðum og að engin skuli spyrja hann almennilega úr úr þessu. T.d. hversu vel hann þekkir til þessara laga, hversu mörg mál hann hefur flutt fyrir EFTA dómsstól eða bara alþjóðalegum dómsstólum og hversu mörg hann hefur unnið þar.
Hann t.d. skautar framhjá því að við Icesave samninginn höfum við þó ýmsar varnir varðandi þessa skuld. Við þyrftum ekki að boga meira en 20 milljarða á ári, samningurinn framlegist ef að greiðsluáætlun stendst ekki og ekki yrði gengið of nálægt okkur á hverjum tíma þannig að við réðum mjög vel við þetta.
Væri gaman eftir kosningar að einhver reyndi að fá upp úr honum hvað honum gengur til með þessum málflutningi sínum. Finnst honum það kannski spennandi að Ísland verði næstu árinn notað í einhverja tilraun eða leik hag- og lögfræðinga. Og heldur hann að þjóðin myndi þola það.
Þeir sem hafa áhyggjur af EFTA eiga hafna Icesave | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Föstudagur, 8. apríl 2011
Þessi gren eftir Pawel Bartoszek er svo góð að ég birti hana hér sem heild
Rispur á bresku parketi
Þegar ég var nemandi á fyrsta ári í stærðfræði við Háskóla Íslands barst Félagi stærðfræði- og eðlisfræðinema stefna. Eigendur staðar sem félagið hafði leigt undir árshátíð sína mörgum mánuðum áður töldu að skemmdir hefðu orðið á dansgólfi umrætt kvöld. Þeir vildu fá hálfa milljón króna.
Fjölmargt í þessari stefnu mátti setja spurningarmerki við, og er þá ekki aðeins átt við hina augljósu spurningu um líkindi þess að raungreinanördar skemmi parket í trylltum danslátum. Stefnan var birt einhverjum vesalings fyrsta árs nema, sem raunar hafði löngu verið búinn að skipta um námslínu en var enn fremstur í stafrófsröð félagatalsins.
Árshátíðin hafði verið haldin ásamt nokkrum öðrum nemendafélögum en einungis einu félagi, okkar, var stefnt, og nokkur önnur slík formsatriði mætti tiltaka. Hugsanlega hefði verið hægt að nota þetta til að reyna að vísa málinu frá dómi. Sú leið var þó á endanum ekki farin.
Síðan var sjálf skaðabótaábyrgðin auðvitað vel loðin. Hvernig ætlaði staðarhaldari að sanna að umræddar skemmdir á parketi hefðu verið af völdum okkar félagsmanna? Hvernig átti að sanna að þær hefðu ekki verið áður? Er slit á dansgólfi síðan ekki eðlilegur hluti af viðhaldskostnaði þess sem rekur stað sem þennan? Sumt fylgir bara rekstrinum. "Fjórhjólið sem ég lánaði þér er allt úti í drullu. Hvað varstu eiginlega að gera við það?
Í fljótu bragði virtist sem réttarstaða okkar væri allt í lagi. Að því er ég best veit er engin EES-tilskipun númer neitt sem skyldar háskólanema til að bera fjárhagslega ábyrgð á dansi annarra háskólanema, einhvern tímann áður. En hvað veit ég þó. Þær eru jú ansi margar.
Stefnan virtist félagsmönnum því hæpin. Þau ráð sem stjórn félagsins fékk frá lögfróðum mönnum voru hins vegar að semja. Það var auðvitað grautfúlt en fyrir því voru ágætis rök. Málarekstur er dýr eins og andskoti og hefði orðið félaginu erfiður. Málsatvik voru óljós, fáir þeirra nemenda sem voru á umræddri árshátíð voru enn í skólanum, svo erfitt var að vita hvort staðarhaldari hefði ekki hugsanlega haft eitthvað til síns máls. Hann hafði allavega fyrir því að ráða sér lögmann sem kunni Word og stafrófið. Hefði málið tapast, eða jafnvel dregist, hefði það gengið af félaginu dauðu, og kostnaðurinn hefði jafnvel getað lent á einhverjum almennum félagsmönnum. Það hefði verið bölvanlegt.
Það mál sem kosið er um á morgun snýst tæplega lengur um vexti og afborgunartíma. Ég hef heyrt fáa halda því fram að þeir séu tilbúnir að semja um að ábyrgjast endurgreiðslur á lágmarkstryggingum til breskra og hollenskra sparifjáreigenda, en bara undir öðrum skilmálum.
Flestir þeirra sem tala fyrir höfnun samningsins vilja einfaldlega ekki borga staka krónu. Það er afstaða sem bera má virðingu fyrir. En mér sýnist hún samt byggjast á tilfinningum frekar en raunverulegu hagsmunamati. Hvers vegna þarf til dæmis alltaf að tengja leiðinleg útgjöld við afkvæmi? Allir vilja að ríkissjóður ábyrgist okkar eigin innistæður, afskrifi okkar lán og tvöfaldi vegina okkar.
En þegar eyða á í eitthvað leiðinlegt, þá er það ekki lengur ríkissjóður sem borgar, heldur "börnin. Grey börnin.
Sama hve mikið við berjum okkur á brjóst og sannfærum okkur um ágæti eigin málstaðar styrkist sá málstaður ekki endilega við það.
Allavega ekki frammi fyrir þeim erlendu og innlendu dómstólum sem um málið munu þurfa að fjalla. Margt bendir til að þeir dómstólar geti hæglega dæmt okkur í óhag. Við áttum að tryggja innistæður, við máttum ekki mismuna eftir þjóðerni, fljótt á litið var hvorugu fylgt.
Sameiginleg niðurstaða líkindafræðinnar og lögfræðinnar í stóra parketmálinu var sú að ákveðið var að semja um að borga, að mig minnir, einhverjar 40 þúsund krónur. Kostnaðinum var skipt milli þeirra nemendafélaga sem komu að umræddri árshátíð, svo hlutur félags stærðfræði- og eðlisfræðinema varð á endanum brot af því sem upphafleg krafa hljóðaði upp á. Það var samt fúlt, sjóðir slíkra félaga eru sjaldan digrir. Það er fúlt að borga fyrir rispur óreiðudansara. En ég held samt að það hafi verið skynsamlegt
Fleiri hyggjast hafna | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Föstudagur, 8. apríl 2011
Það er eitthvað mikið að í könnunum þessa dagana
Fyrir 2 dögum birtist könnun sem MMR gerði fyrir Stöð 2 og þá var útkomana
Sjálfstæðisflokkurinn um 40 prósent atkvæða, Framsóknarflokkurinn um 16 prósent, Samfylkingin um 17 prósent, Vinstri grænir tæp 13 og Hreyfingin tæp 5.
Nú skv þessar sem er gerð á samatíma kemur út
Sjálfstæðisflokkurinn fengi samkvæmt könnuninni 44% atkvæða en mældist 41,2% í könnun Fréttablaðsins 24. febrúar síðastliðinn. Samfylkingin fengi 24,8% nú en fékk 26% í könnuninni í febrúar.
Fylgi VG mælist 17,7% en var 15,7% síðast. Framsóknarflokkurinn mælist nú með 9,4% en var með 11,7% í febrúar. 4,1% sögðust myndu kjósa Hreyfinguna en 3,6% sögðust styðja flokkinn í febrúar.
Full mikill munur á könnunum og vekur spurningar um aðferðafræði.
Þ.e 2 kannanir og útkoman svo mismunandi.
Fylgi eykst við Sjálfstæðisflokk og VG | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Nýjustu færslur
- 22.10.2017 Nokkrar staðreyndir um skattaþróun í tíð hægristjórna
- 29.11.2016 Auðvita er leiðiinlegt að fyrirtækið skuli vera lent í þessu!...
- 7.11.2016 Á meðan að almenningur almennt á ekki kost á svona fyrirkomul...
- 6.11.2016 Garðabær er nú ekki til fyrirmyndar í málefnum þeirra sem þur...
- 1.11.2016 Halló er ekki allt í lagi á Mogganum?
- 30.10.2016 En jafnaðarmennskan hverfur ekkert!
- 29.10.2016 Hönd flokksins
- 29.10.2016 Þetta á erindi við kjósendur
Eldri færslur
- Október 2017
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
- Desember 2006
- Nóvember 2006
- Október 2006
- September 2006
- Júlí 2006
- Júní 2006
- Maí 2006
- Apríl 2006
- Mars 2006
- Febrúar 2006
Tenglar
ESB
Samfylkingin
Maggi B er flokksbundinn samfylkingarmaður í Samfylkingarfélaginu í Kópavogi
Teljari
Tenging við twitter
Um bloggið
Vettvangur Magga
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (20.1.): 10
- Sl. sólarhring: 10
- Sl. viku: 52
- Frá upphafi: 969567
Annað
- Innlit í dag: 10
- Innlit sl. viku: 51
- Gestir í dag: 10
- IP-tölur í dag: 9
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
RSS-straumar
RSS
Hvað er nýtt
RUV
- Augnablik - sæki gögn...
DV
- Augnablik - sæki gögn...
Visir.is
- Augnablik - sæki gögn...
Pressan
- Augnablik - sæki gögn...
Pressan Kaffistofa
- Augnablik - sæki gögn...
Af Eyjunni fréttir
- Augnablik - sæki gögn...
Bloggvinir
- Ingibjörg Hinriksdóttir
- Guðni Már Henningsson
- Kristbjörg Þórisdóttir
- Kristbjörg Þórisdóttir
- Samfylkingin Norðvesturkjördæmi
- Gísli Tryggvason
- Guðríður Arnardóttir
- Guðmundur Magnússon
- Hlynur Hallsson
- Kristján Pétursson
- Vefritid
- Bjarni Harðarson
- Davíð
- Ólöf Ýrr Atladóttir
- Björn Benedikt Guðnason
- Sigurlín Margrét Sigurðardóttir
- Egill Rúnar Sigurðsson
- Hlynur Halldórsson
- Tómas Þóroddsson
- Adda bloggar
- Killer Joe
- Tíðarandinn.is
- Þórður Steinn Guðmunds
- Kolbrún Jónsdóttir
- íd
- Haukur Nikulásson
- Hrannar Björn Arnarsson
- Sigfús Þ. Sigmundsson
- Bleika Eldingin
- Sigurður Sigurðsson
- Inga Lára Helgadóttir
- Björn Emil Traustason
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Björn Heiðdal
- krossgata
- Þröstur Friðþjófsson.
- S. Lúther Gestsson
- Sigurjón Sigurðsson
- Guðrún Helgadóttir
- Jón Ragnar Björnsson
- gudni.is
- Jakob Falur Kristinsson
- Sæþór Helgi Jensson
- Bergþóra Árnadóttir - RIP 15.2.48 - 8.3.07
- Félag Ungra Frjálslyndra
- Alfreð Símonarson
- Hlekkur
- Þorsteinn Briem
- Jonni
- Torfusamtökin
- Gulli litli
- Sigurður Sigurðsson
- Helena Sigurbergsdóttir
- Elías Stefáns.
- viddi
- Oddrún
- Jón Gunnar Bjarkan
- Heimir Eyvindarson
- Himmalingur
- Eygló
- Hólmfríður Bjarnadóttir
- Axel Jóhann Hallgrímsson
- Ólafur Ingólfsson
- Rúnar Þór Þórarinsson
- Styrmir Reynisson
- Helga Kristjánsdóttir
- Sæmundur Bjarnason
- Ingimundur Bergmann
- Loftslag.is
- Kjartan Jónsson
- Brattur
- Gunnar Helgi Eysteinsson
- Högni Snær Hauksson
- Jack Daniel's
- Kama Sutra
- Magnús Ragnar (Maggi Raggi).
- Ómar Bjarki Smárason
- Stefán Júlíusson