Leita í fréttum mbl.is

Bloggfærslur mánaðarins, apríl 2011

Alveg mögnuð grein um Icesave

Vildi benda á þessa grein eftir Þorberg Stein Loftsson sem heitir „Ætla Íslendingar að verða drullusokkar".  Þar segir hann m.a.

Í allri ICESAVE umræðunni virðist algerlega hafa gleymst að Íslendingar áttu líka innistæður í Landsbankanum (LB) við hlið Breta og Hollendinga.
Við gjaldþrot LB haustið 2008 voru innistæður í útibúum hans hér á landi samtals um 470 milljarðar og um 1319  milljarðar íslenskra króna á ICESAVE reikningum í erlendum útibúum eða samtals um 1789 milljarðar. Við gjaldþrotið voru allar þessar  innistæður færðar framfyrir almennar kröfur í bönkunum með neyðarlögunum sem breyttu leikreglum eftirá með lagasetningu alþingis að næturlagi.

Nýjustu áætlanir segja að miðað við núvirði vanti um 370 milljarða til að þrotabú LB eigi  fyrir öllum innistæðum, þó almennir kröfuhafar fái ekki krónu. Það vantar því um 20% uppá að þrotabúið eigi fyrir öllum forgangskröfum. Því töpuðu innistæðueigendur á Íslendi í raun um 94 milljörðum (470*0,2=94) af innistæðum sínum við fall LB þrátt fyrir breytta forgangsröðun.

Þ.e. Hvernig stendur á því að það vantar ekki 92 milljarða af innistæðum Íslensdinga?

Þorbergur heldur síðan áfram:

Allir vita að innlendar innistæður í LB töpuðust ekki, þrátt fyrir hrunið. Hvaðan komu þá þessir 94 milljarðar? Fjölmargir hafa haldið því fram að íslenska ríkið hafi lagt fram fjármuni til að tryggja innlendar innistæður. Það er þó fjarri öllu sanni því ekki ein einasta króna hefur runnið úr ríkissjóði vegna innistæðutrygginga. Almennir kröfuhafar greiddu innistæður Íslendinga í Kaupþingi og Glitni.  Varðandi LB dugðu ekki eignir heildareignir bankans fyrir öllum innistæðum, þó almennir kröfuhafar fái ekki krónu.  Restin til að tryggja innlendu innistæðurnar var tekin úr þrotabúinu,  því  þegar nýi Landsbankinn (NBI) var stofnaður voru öll innlend innlán, 470 milljarðar, tekin úr þrotabúinu og  færð yfir í nýja Landsbankann (NBI) en nákvæmlega jafnmikið var síðan tekið af eignum (útlánum) yfir í nýja bankann. Ríkissjóður lagði síðan eingöngu til fjármagn sem nam nauðsynlegu eigin fé bankans (um 20%  eða 112 milljarða) og á bankann að fullu. Þetta fé sem ríkið lagði fram, var því ekki tapað fé heldur eign sem hefur væntanlega ávaxtað sig vel, miðað við hagnað íslenskra banka.

Vegna þess að innistæðueigendur í LB  hér á landi  fengu allar sínar innistæður, án þess að ríkið legði fram eina krónu var 94 milljörðum minna eftir í þrotabúi LB. Það eina sem breskir og hollenskir innistæðueigendur fá upp í forgangskröfur sínar er það sem Íslendingar skildu eftir í þrotabúinu eftir að hafa greitt sér innistæðurnar að fullu.  Því er það alveg ljóst að milljarðarnir 94 sem þurfti til að tryggja innistæður í LB hér á landi, umfram það sem hægt var að taka af almennum kröfuhöfum, koma allir frá ICESAVE reikningseigendum, þ.e.a.s þeir fá þessu minna upp í sínar innistæður.

Áætlaðar skuldbindingar Íslendinga vegna nýjasta ICESAVE samkomulagsins eru metnar núvirt á um 40 til 60 milljarða eða jafnvel lægri upphæð. ICESAVE „skuldin“ dugar því aðeins fyrir um helmingi af þeirri upphæð sem tekin var úr þrotabúinu til að tryggja innistæður Íslendinga. Bretar og Hollendingar fá því ekki krónu af ICESAVE greiðslunum, og þurfa auk þess að borga um helming af þeim 94  milljörðum sem Íslendingar tóku úr þrotabúinu!  Ótrúlega hljótt er um þessa mikilvægu forsendu í allri umræðunni.

Þorbergur lýkur svo greininni með:

Auðvita er hægt að fara með ICESAVE málið fyrir íslenska dómstóla og láta á það reyna með málarekstri í nokkur ár að neyðarlögin heimili Íslendingum að láta breska og hollenska innistæðueigendur  sitja uppi með allt sitt tap og láta þá jafnframt borga allt tap innlendra innistæðueigenda í Landsbankanum en ekki bara helming okkar taps eins og þeir hafa boðist til. Myndu einhverjir virkilega gleðjast yfir slíkum sigri?.  Að halda því fram að nýjasti ICESAVE samningurinn sé ósanngjarn gagnvart Íslendingum eru öfugmæli og þeir sem halda því fram leggjast ansi lágt til að reyna að spila á þjóðrembu óupplýstra kjósenda.

Margir  Íslendingar  berja sér á brjóst og segjast ekki ætla að borga skuldir óreiðumanna í útlöndum.  Spurninginn 9. apríl er hinsvegar ekkert um það heldur eingöngu hvort íslenskir eða erlendir skattgreiðendur borgi innistæður Íslendinga í Landsbankanum . Ef meirihluti þjóðarinna segir nei  er það yfirlýsing um að við séum drullusokkar. Þá verður erfitt að vera stoltur af því að vera hluti af þessari þjóð.

 


mbl.is Úrskurðir styrkja forsendur Icesave-samninga
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Það væri líka æskilegt að reynt yrði að meta kostnað þjóðarinnar af því að hafa Icesave óleyst

Væri gaman að vita hvað Icesave deilan er búin að kosta fyrirtæki og þjóðina og eins hvað óleyst deilan muni kosta okkur til framtíðar ef Icesave verður fellt.

Sé að Tryggvin Þór er að reyna að áætla þennan kostnað til framtíðar bara fyrir ríkið, Landsvirkjun og Orkuveituna: Á www.visir.is segir:


Tryggvi Þór bendir á að samanlagðar skuldir hins opinbera, Landsvirkjunar og Orkuveitu Reykjavíkur séu um 1.350 milljarðar króna. Endurfjármagna þurfi hluta þessara skulda og stofna til nýrra vegna nýrra framkvæmda.

Verði Icesave hafnað og lánshæfismatseinkunn ríkisins fari í ruslflokk, eins og matsfyrirtækið Moody's hefur gefið til kynna, er "líklegast að fjármögnunarkostnaður verði 27-43 milljörðum hærri á ári vegna lélegra lánshæfismats sem gefur 135 til 216 milljarða á fimm árum," segir Tryggvi Þór í grein sinni.

Hann miðar þar við að vextir verði um 2 til 3,2 prósentum hærri fari skuldirnar í ruslflokk. Þennan kost ber Tryggvi saman við líklegan kostnað af því að samþykkja Icesave, sem hann gerir ráð fyrir að verði 47 milljarðar króna. "Þetta er hið ískalda hagsmunamat," segir Tryggvi Þór.

Það er kostnaður af því að fella Icesave fyrir þessa aðila þ.e. okkur er 135 til 216 milljarðar bara vegna endurnýjunar lána. Svo á eftir að bæta við þetta lægri hagvexti þar sem ekki fæst fjármagn á viðráðanlegum kjörum í ýmsar framkvæmdir sem og atvinnuleysi til frambúðar. Sem og margt fleira.  Sem og hættunni á að ESB og EES ríki beiti okkur þvingunum til að þvinga okkur til að bæta fyrir brot á EES samningi.

Við skulum að þessu sinni ekki tala um glataða viðskiptavild og fleira erlendis vegna þess að við erum álitin þjóð sem ekki vil standa við gerða samninga.


mbl.is Svar um kostnað komst á dagskrá en datt svo út
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða

Höfundur

Magnús Helgi Björgvinsson
Magnús Helgi Björgvinsson

Skoðanir Magga um menn og málefni í fréttunum. maggihb@gmail.com Athuga að þetta eru mínar skoðanir og þið megið bara hafa ykkar hentisemi, því ég er að nota mína.

Eldri færslur

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Twitter

Teljari

joomla visitor

Twitter

Tenging við twitter

Um bloggið

Vettvangur Magga

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband