Leita í fréttum mbl.is

Bloggfærslur mánaðarins, apríl 2011

Nokkrir punktar um Icesave!

Síðunni hefur borist bréf frá aðila sem þekkir mjög vel til Icesave og vinnu Alþingismanna við að taka ákvörðun varðandi hvort samþykkja skildi Icesave samninginn. Auk þess að fræða mig á hversu mikið bull er í gangi varðandi Icesave þá sendi hann mér smá punkta um hvað sérfræðingar telja í raun um vægi og stöðu landsins vegna Icesave samningsins:

Hér koma þeir:

 

GAM Management: http://www.althingi.is/pdf/umsogn.php4?lthing=139&malnr=388&dbnr=1079&nefnd=fl

bls. 40: „Hinsvegar er ekkert sem bendir til þess, enn sem komið er, að veruelg breyting hafi átt sér stað í hreyfanleika íslenskra ríkisborgara þar sem brottflutningur fólks á síðustu tveimur árum er ekki úr samhengi við það sem gerðist í fyrri niðursveiflum."

bls. 45: „Samkvæmt þeim samningsdrögum sem nú liggja fyrir verður ekki annað séð en að greiðslur af samkomulaginu séu tiltölulega smáar í samhengi við aðrar þjóðhagsstærðir."

bls. 53: „Niðurstaðan er því að núverandi skuldir íslenska ríkisins séu innan við skuldaþol þó komið sé að efri mörkum skuldsetningar."

 

IFS greining: http://www.althingi.is/pdf/umsogn.php4?lthing=139&malnr=388&dbnr=1125&nefnd=fl

bls 27: „Niðurstaða okkar er að nýi samningurinn breyti ekki greiðsluhæfi ríkissjóða að neinu marki nema þá helst til batnaðar í gegnum óbein áhrif s.s. betra lánshæfismat, og að það séu aðrir þættir sem vega þar mun þyngra í efnahagslegu tilliti."

 

Seðlabanki Íslands: http://www.althingi.is/pdf/umsogn.php4?lthing=139&malnr=388&dbnr=1077&nefnd=fl

bls. 11: „Erfitt er að meta kostnað við endurreisn íslensks atvinnulís sem rekja má til þess að ósamið hefur verið um Icesave-skuldbindinguna. Hinsvegar er líklegt að frekari tafir verði því kostnaðarsamari sem möguleikar Íslands til þess að sækja fjármagn á erlendan markað batna að öðru Leiti. Þegar við bætist að úrskurður EFTA-sómstólsins gæti fallið Íslandi í hóhag, þrátt fyrir þau rök sem komið hafa fram í innlendri umræðu, virðast vera sterk rök fyrir því að leysa deiluna um uppgjör vegna Icesave-reikninga Landsbankans."

 

Þess má svo geta að InDefence hópurinn seti tvö skilyrði fyrir samþykki sínu við málinu. Annað var að lögfræðihópur sem vann fyrir fjárlaganefnd (sameiginlega skipaður af allri nefndinni) kæmist að sameiginlegri niðurstöðu um helstu mál og hitt skilyrðið var að sk. Ragnars H. Hall ákvæði væri sett inn í samninginn. http://www.althingi.is/pdf/umsogn.php4?lthing=139&malnr=388&dbnr=1080&nefnd=fl

 

Bæði þessi skilyrði voru uppfyllt enda hefur ekki heyrst frá InDefence hópnum að þessu sinni.

Hér er lögfræðiálitið sem í stórum dráttum var þannig að lögmennirnir voru sammála um alla þætti málsins - nema um hugsanlega niðurstöðu í dómsmáli. Þó það nú væri. Þeir telja að málið geti farið á þrjá vegu: Fulkomið tap með a.m.k. tvöfalt hærri kostnaði, sem þeir telja frekar ólíklegt, fullkomin sigur en enginn kostnaður, sem þeir segja frekar ólíklegt og að við verðum dæmd til að borga það sem við erum að semja um, sem þeir telja líklegustu niðurstöðuna. En þá á eftir að semja um vexti og greiðsluskilmála en staða þess dæmda er aldrei góð.

http://www.althingi.is/pdf/umsogn.php4?lthing=139&malnr=388&dbnr=1074&nefnd=fl

Hér má sjá  hvernig Rangar H Hall afgreiddi það ákvæði sem kennt hefur verið við hann (honum til mikillar armæðu) en fjárlaganefnd fól honum að koma ákvæðinu fyrir í samningunum með þeim hætti sem hann taldi best að gera. Hann vann málið með samninganefndinni og þeir skiluðu svo sameiginlegri tillögu sem farið var eftir í einu og öllu.

http://www.althingi.is/pdf/umsogn.php4?lthing=139&malnr=388&dbnr=1474&nefnd=fl

 

 

---------------------------------------

 

bls. 9: http://www.althingi.is/altext/139/s/pdf/0546.pdf

 

Eins og áður var nefnt er skuldbinding Tryggingarsjóðs innstæðueigenda og fjárfesta gagnvart breskum og hollenskum stjórnvöldum samtals 595 milljarðar kr. að teknu tilliti til gengisþróunar krónunnar. Samkvæmt því ætti tryggingarsjóðurinn að endurheimta 8 milljarða kr. umfram þá höfuðstólsfjárhæð sem ríkið ábyrgist að greiða breskum og hollenskum stjórnvöldum og gengur sú fjárhæð upp í áfallna vexti. Eftirfarandi töflur sýna umræddar tölur.

 

bls. 12

a. Fjárhæð til greiðslu hinn 1. janúar 2011 . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 26 milljarðar kr.

b. Samtals vaxtagreiðslur á tímabilinu 2011 til 2016 . . . . . . . . . . . . . . . 50 milljarðar kr.

c. Eftirstöðvar skuldbindingar í júní 2016 . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . -8 milljarðar kr. (fæst greitt umfram höfuðstól)

d. Greiðslur frá tryggingarsjóðnum 1. janúar 2011 . . . . . . . . . . . . . . . -20 milljarðar kr.

e. Heildargreiðslur ríkissjóðs vegna samninganna . . . . . . . . . . . . . . . . . 47 milljarðar kr.

 

 

Hér má svo sjá  nýjustu áætlun um endurheimtur úr þrotabúi Landsbankans - munum að skuldin verður greidd með eignum bankans sem munu standa undir öllum höfuðstólnum eins og sjám á hér að ofan. Heimtur úr búinu eru nú þegar mun meiri en fyrstu áætlanir gerðu ráð fyrir. http://lbi.is/library/Opin-gogn/skyrslan/Q4%20Financial%20Information%20-%20open%20side.pdf

Á bls. 4 eru súlurit sem sýna þróunina í heimtum þrotabúsins. Síðustu tvær súlurnar sýna stöðuna um áramót, svarta súlan (1175 mia.kr.) sýnir að heimtur eru rétt tæp 90% af stöðunni eins og hún er á uppreiknuðu gengi en sú appelsínu gula (1263 mia.kr.) sýnir að heimtur eru um 95% af höfuðstól eins og hann var festur í 22. apríl 2009 þegar málið var fest og er sú staða sem uppgjörið fer fram í.

 

Hér er svo góð síða sem nær yfir flesta þætti málsins: http://thjodaratkvaedi.is/2011/index.php


mbl.is Ríkisábyrgðir aukast um helming
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Tími til að gerast JÁkvæður!

Nú er komin tími til að horfa til framtíðar JÁ-kvæð. Segjum JÁ á laugardag 9. apríl og klárum málið. Eins og segir í auglýsingu dagsins:

  • Við ljúkum langri deilu með sátt.
  • Við öðlumst meira traust.
  • Við forðumst áhættusöm dómsmál.
  • Við eyðum óvissu.
  • Við lækkum vexti.
  • Við tryggjum hagvöxt,
  • Við örvum fjárfestingar.
  • Við bætum lánshæfismat okkar.
  • Við minnkum atvinnuleysi.
  • Við eflum með okkur bjartsýni og kraft."

mbl.is Hvetur til samþykktar Icesave-samninga
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bull er þetta!

Guardian sé að gleypa upp umræðu frá Íslandi. Ef að Bretar og Hollendingar hræddust svo mjög að fara með þetta fyrir dóm þá hefðu þeir væntanlega boðið Íslandi í ljósi niðurstöðu forseta Íslands að taka bara þrotabú Landsbankans eða jafnvel fyrr. Þeir hafa ekki neina ástæðu til að hræðast þetta þó það geti skapað þeim leiðindi, því þeir hafa nú þegar dælt í sína banka peningum og komið í veg fyrir hrun þeirra.  Enda er þegar ljóst að ESA er sammála þeim.  Þetta skapar bönkum hugsanlega vandamál á meðan málið stendur yfir vegna þess að fólk leggur ekki stórar upphæðir á neitt nema trygga innlánsreikninga eða í aðrar fjárfestingar á meðan að dómsmál stendur yfir.

Eins vita þeir að það sama gildir hér á landi því að ef að verið er að reyna á innistæðutryggingar þá gildir sama hér á landi. Þannig að innistæður verða þá ótryggar hér. Því eins og "Nei sinnar" segja þá gilda yfirlýsingar ríkisstjórnar ekki nema að Alþingi samþykki þær. Og því eru yfirlýsingar um að allar innistæður hér ótryggðar því innistæðutrygginarsjóður er tómur.  Og því verður væntanlega gert áhlaup á banka hér ef það gerist annarstaðar.


mbl.is Bretar og Hollendingar sagðir óttast dómstólaleiðina
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hinn dæmigerði "Nei" sinni

Var að hlusta á Útvarp Sögu í morgun þar sem hringdi maður og var að segja frá því hvað "já" sinnar væru að gera þjóðinni. Hann sagði að vegna málflutnings þeirra sem vilja samþykkja Icesave væru fjölskylduboð að leysast upp og þjóðin að klofna. Menn eru svo vitlausir að þeim dettur í hug að fara með svona vitleysu í fjölmiðla. Honum datt ekki í hug að þetta gæti nú verið vegna þess að fólk væri ekki sammála og að eins væri hægt að kenna "Nei" sinnum um.

Svo koma svona morðhótanir! Verða að segja að málflutningur "Nei" fólks er með afbrigðum og fólk virðist ekki átta sig á að því að það er að gleypa vitleysur upp hvert eftir öðru og uppruninn ekki traustar heimildir. Síðan er það að blanda þjóðernisrembu inn í þetta og um leið er það að fóðra allskonar vitleysinga sem eru svo vitlausir að senda fólki morðhótanir. 

Staðreyndin er að allar stofnanir, sérfræðingar, meirihluti Alþingismanna, ríkisstjórn öll samtök atvinnulífsins og verkalýðshreyfingar og í raun allir sem hafa látið sérfræðinga skoða málið telja að við eigum að ganga að þessum samning.

Þeir sem vilja það ekki eru leikmenn sem byggja sín fræði á hæpnum rökum sem þeir hafa grafið upp á internetinu  og eiga sér sjaldnast stoðir í raunveruleiknaum.


mbl.is Hótaði fyrrverandi ráðherrum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Er boðlegt að Sigurðu Kári skuli vera Alþingismaður?

Hann spyr síðan hvers vegna ekki hafi birst myndir af Jóhönnu Sigurðardóttur, forsætisráðherra, Steingrími J. Sigfússyni, fjármálaráðherra, eða Árna Páli Árnasyni, efnahags- og viðskiptaráðherra, í auglýsingum til stuðnings Icesave-samningunum.

Er maðurinn gjörsamlega að missa glóruna? Hvað í ósköpunum koma myndir að Steingrími og Jóhönnu Icesave við. Bendi á að þetta fólk hefur nú ekki verið fremst í baráttu fólks em vilja segja Já við Icesave og hafa vísað á að þetta sé á ábyrgð þingsins.

Sé það helst fyrir mér að þessar myndir væru þá notaðar svona

jostsi

mbl.is Spyr um myndir af Jóhönnu og Steingrími
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

-"Nei, hvar er ávinningurinn?"

 Tók þessa grein af www.pressan.is en hún segir í skýrara máli það sem ég hef verið að benda á.
Núna fer að líða að kosningum og einstaklingar deila um hvort það eigi að synja eða samþykkja Icesave3. Samt sem áður finnst mér menn halda þessari umræðu enn á lágu plani. Icesave 3 hefur breyst í pólitíska orrusta á milli hagsmunaraðila og lítið hlustað á þær raddir sem skipta máli. Því finnst mér mikilvægt að hafa nokkur atriði í huga fyrir þá sem vilja synja samningnum.

1. Vaxtagjöld ríkisjóðs í dag eru u.þ.b. 22% af heildartekjum. Vaxtagjöldinn hækka töluvert við minnstu breytingu á lánskjörum. 

2. Forsvarsmenn atvinnulífsins, forstjóri Landsvirkjunar, Össurar o.fl eru búnir að segja að Icesave trufli lánveitingar fyrir endurfjármögnun fyrirtækja hérlendis. Það getur haft í för með sér verri lánskjör. Össur fékk lán með þeim skilyrðum að fjármagnið færi ekki til móðurfélagsins á Íslandi. 

3. Matsfyrirtæki erlendis eru búnir að flokka lánshæfismat Íslands í ruslflokk. 
Moody‘s, eitt stærsta matsfyrirtæki í heimi, er búin að segjast ætla að lækka lánshæfismat Íslendinga einnig í ruslflokk verði samningurinn felldur. Því er það rangt hjá aðilum sem segja að synjun samningsins sé til að styrkja lánshæfismat Íslands – þetta er byggt á blautum sandi.

4. Undirliggjandi atvinnuleysi á Íslandi er 20-25%. Það er viðbót við atvinnuleysi í dag. Undirliggjandi atvinnuleysi er fólk sem starfar hjá fyrirtækjum sem eru að berjast í bökkum að reyna endurfjarmagna sig. Þeir sem ná því ekki fara í þrot. 

5. Dómstólaleiðin gæti tekið 2-5 ár . Flest lönd, sem hafa farið með svona greiðslumál fyrir alþjóðlega dómstóla, hafa verið frystir af erlendum lánamörkuðum. Þessi mál hafa öll verið af mismunandi tagi, en meðan svona mál fer fyrir alþjóðlega dómstóla er óvissan þar svo mikil að fjárfestar leita annað. Fólk verður að gera sér grein fyrir því, að jafnvel þótt við vinnum málið þá getur skaðinn sem myndast í millitíðinni, verið miklu meiri!

6. Þrotabú Landsbankans er búið að segja að eignir Landsbankans ættu að duga í næstum alla skuldina. Greitt verður rúmlega 0-49 milljarðar. Ef við miðum þessa upphæð við annað mál hérna heima, þá er gaman að taka það fram að 1 stk. kvótakóngur fékk afskriftir fyrir 50 milljarða.

7. Vextir samningsins í dag eru sirka 2%. Ef við töpum málinu, getum við þurft að greiða Icesave á 6% vöxtum með fjarmagnskostnaði til 2008. Þetta getur leytt til þess heildarskuld verði ekki 670 milljarðar heldur eitthvað á bilinu 670-1300 milljarðar (ef ekki meira). Þetta er ekki svartsýnt -Portúgal fékk neyðarlán á 6% vöxtum.

8. „Við eigum ekki að greiða skuldir annarra.“ Því miður er verið að gera það allstaðar. Það er verið að spýta fjarmagni í stærstu fyrirtækinn/stofnanir til að halda þeim gangandi svo fólk verði ekki atvinnulaust á brettum. Í kjölfarið við þetta, þá verður dómsmálakerfið og fjármálaeftirlitið að gera eitthvað í sínum málum til að komast í botns á rekstrar- og efnahagsreikninga fyrirtækja/banka.  Tek það fram að fólk verður að aðskilja þessi mál. Blanda þessu saman blindar fólk á rökfærslum þess að synja/samþykkja samninginn. 

9. Landsbankinn var skráður á Íslandi. Kaupthing skráði félög sín sem dótturfélög - þau voru skráð í Bretlandi. Bretar báru því alla ábyrgð á þeim. Landsbankinn gerði þetta ekki, því er þetta ábyrgð Íslendinga.

Að lokum vill ég taka það fram að þessi pistill er ætlaður til að fá fólk til að gera sér betur grein á mögulegum afleiðingum. Er fólk virkilega tilbúið að leggja svona mikið undir til að stíga í löppina og hafa þetta mál í gjörsamlega lausu lofti næstu 2-5 árin?

Davíð Baldursson
nemandi í viðskiptafræði við Háskólan í Reykjavík.

mbl.is Tvöfalt fleiri atkvæði utan kjörfundar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Þetta er einfalt mál. Fólk segir Já og klárar þetta mál.

Fyrir mér er Icesave einfalt mál. Ég hef ekki forsendur til að meta alla þætti málsins en hef fyrir löngu ákveðið að best sé fyrir okkur að koma þessu máli frá!

Það sem "Nei" sinnar gleyma alltaf í þessum upphróunum sínum er eftirfarandi:

  • Öll matsfyrirtæki telja að þau muni fella lánshæfi okkar ef við fellum Icesave
  • Þjóðarbúið skuldar hvað um 2500 milljarða erlendis eða eitthvað svoleiðis. Þ.e. ríki, sveitarfélög og fyrirtæki.
  • Þessi lán koma náttúrulega á gjalddaga næstu ár og þarf að endurfjármagna þau.
  • Hvert % sem lánin verða dýrari þýðir milljarða tugi eða hundruð á ári í vaxtagreiðslu þá næstu árin á eftir.
  • Þetta þýðir náttúrulega að ríkið, sveitarfélög og fyrirtæki geta ekki fjárfest í auknum atvinnutækifærum. Sem þýðir að atvinnuleysi minnkar ekki heldur eykst sennilega.
  • Eins þá býðst erlendum fjárfestum sem hingað vilja koma ekki eins ódýrt fjármagn sem þýðir að til þess að fá þá hingað þarf að bjóða þeim að borga enga skatta, eða að fá orku á útsölu
  • Þetta myndi leiða til þess að hér yrði lítill eða engin hagvöxtur

Því er ljóst að mínu mati að 47 milljarðar sem Icesave gæti kostað okkur er bara smámunir miða við það sem 4 til 5 ára barátta okkar fyrir dómsstólum með Icesave gæti kostað þjóðarbúið jafnvel þó við ynnum málið sem flestir telja ólíklegt. Þ.e. í hærri vöxtum á lán sem þarf að taka og endurfjármagna. Og í hægari hagvexti eða neikvæðum.

 Og jafnvel þó við ynnum málið las ég um daginn þá eru líkur á að ESA myndi samt fara aftur með málið fyrir EFTA því að við hefðum þrátt fyrir dóma hér á landi brotið EES samninginn og dómsstólar hér brotið EES þar sem að samningurinn er gildur að Íslenskum lögum.

Eins minni ég að með samningnum erum við þó vís með að greiðslur okkar á ári af Icesave eru með taki og samningurinn framlengist sjálfkrafa í allt að 37 ár ef hér koma upp óvænt atvik.

Hér má sjá vægi Icesave miðað við allt annað í hruninu. Eins og sést eru líkur á að það verði svipaður kostnaður af Icesave samningnum eins og af björgun SP Kef

 

hrunið

mbl.is Hvetja félagsmenn til að kjósa já
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Alveg makalaus málflutningur þessa hóps.

Held reyndar að þarna fari 10 til 20 leikmenn sem þykjast vita allt betur en nær allir sérfræðingar og samtök hér á landi.

Ef fólk les þessa fréttatilkynningu þeirra þá er þar all margar fullyrðingar sem standast ekki skoðun. Svona eins og að innistæðutryggingarsjóðir Breta og Hollendinga eigi í krafti þess að Icesave var á þeirra svæði að borga lágmarks innistæður. Þetta er náttúrulega útí hött. Icesave var Íslenskur banki. Hann starfaði á leyfum frá FME. Það voru engar innistæður borgaðar út fyrr en að Ísland hafði gefið út yfirlýsingar um að það myndi standa við skuldbindingar sínar.  En þessi yfirlýsing Kjósum er auðsjáanlega skrifuð af Lofti Þorsteinssyni því hann hefur haldið þessu fram. Heldur Loftur og fólk í Kjósum virkilega að þetta hafi ekki verið skoðað? Þetta er svo mikið bull að við höfum engan sérfræðing í þessum málum halda þessu fram.  

Og eins þá vill ég leyfa mér að benda á að málflutningur "NEI" sinna er farin að verða þannig að það virðist vera núna kominn í þann gír að allt sé leyfilegt í baráttunni og lygi og afbökun sannleikans sé réttlætanleg til að hræða fólk til að segja "NEI"þ

Ég hinsvegar bendi fólki á að nær öll samtök landsins, nær allir sérfræðingar og þeir sem virkilega hafa þekkingu á þessu máli hvetja okkur til að samþykkja þennan samning sem fólk þarf að átta sig á að er ábyrgð á að Tryggingarsjoður borgi innistæðutrygginar eins og honum ber skv. tilskipun.  


mbl.is Gerir athugasemdir við málflutning ASÍ
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Það er nú óvart þannig að engin tekur mark á Sigurði Kára

Finnst með afbrigðum að akkúrat þessi maður sé að gagnrýna aðra. Maður sem hefur ekki skilað nokkru af sér nema leiðindum og baktjaldamakki allan sinn ferli í stjórnmálum.

Hef hlustað á hann síðan hann komst á þing þegar Illugi Gunnars hætti og nær allur hans málflutningur eru dylgjur og upphrópanir um nákvæmlega ekki neitt.

Og nú er hann að setja út á Jóhönnu. Eflaust margt að í vinnu Jóhönnu en Sigurður Kári stuttbuxnaliði og Davíðsmaður er bara ekki í aðstöðu til að gagnrýna einn eða neinn.


mbl.is Segir Jóhönnu ekki starfi sínu vaxna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Höfundur

Magnús Helgi Björgvinsson
Magnús Helgi Björgvinsson

Skoðanir Magga um menn og málefni í fréttunum. maggihb@gmail.com Athuga að þetta eru mínar skoðanir og þið megið bara hafa ykkar hentisemi, því ég er að nota mína.

Eldri færslur

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Twitter

Teljari

joomla visitor

Twitter

Tenging við twitter

Um bloggið

Vettvangur Magga

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband