Leita í fréttum mbl.is

Bloggfærslur mánaðarins, apríl 2011

Ég er orðinn þreyttur á:

  • Að ríkisstjórnin með alla sína upplýsingafulltrúa og kynningarlið sé svona gjörsamlega misheppnuð í að kynna almennilega þau mál sem hún vill að komist í gegn. Hún lætur fólk komast upp með að halda fram allskonar vitleysu og hefur lítið fyrir að leiðrétta það.
  • Ég er þreyttur á að ríkisstjórnin sýni að hún hafi bein í nefinu til að standa með sínum málum og leggja sjálfa sig undir í þeim málum sem virkilega þurfa að komast í gegn.
  • Ég er orðin þreyttur á að þingmenn sem samþykkja mál eins Icesave og fylgja því svo ekki eftir. Við höfum aðeins heyrt í nokkrum þingmönnum um málið.
  • Ég er oriðnn þreyttur á að fjölmiðlar hér hafi ekki farið erlendis og fengið færustu sérfræðingar til að meta almennilega fyrir löngu afleiðingar af því að samþykkja eða neita Icesave.
  • Ég er orðinn þreyttur á að stjórnarmerarhlutinn geti ekki talað sig niður á mál þannig að þeir komi út sem samstæður hópur. Það er sífellt verið að gefa færi á fyrir andstæðinga til að veikja þessa stjórn.
  • Ég er orðinn þreyttur á að fólk skuli virkilega láta Davíðs fylgismenn núverandi og fyrrverandi SUS ara og einstaka framsóknarmenn telja sér trú um að það verði lausn á öllum okkar málum að neita Icesave.
  • Ég er orðinn þreyttur á að hér kaupi fólk bull í ýmsum leikmönnum sem sækja sér Evrópulögin á netinu og túlka þau svo til að þjóna sinni skoðun en hafa í raun hvorki skilning né reynslu til að meta þau.
  • Ég er orðinn þreyttur á að fólk sé svo vitlaust að halda að samninganefnd, stjórnvöld og sérfræðingar hafi ekki valið þá leið sem upplýst mat þeirra hafi ekki verið það sem þeir telja vera best fyrir þjóðina.

En samt fer ég á laugardag og set x við Já


mbl.is 54,8% ætla að segja nei
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Guðmundur Ólafsson um Icesave og álit Gamma

Af www.dv.is

„Ég ætla að samþykkja Icesave-samninginn. Þetta er kostaboð og „góður díll“, eins og sagt er, miðað við það lið sem við er að eiga hér,“ segir Guðmundur Ólafsson hagfræðingur um komandi kosningar um Icesave-samninginn.

Skiptar skoðanir eru um ágæti þess að annað hvort samþykkja eða hafna samningnum. Í DV í dag er rætt við nokkra sérfræðinga og þeir fengnir til að lýsa skoðunum sínum. Guðmundur er einn þeirra.

„Ég sá að eitthvert félag, sem kallar sig Gamma, taldi að áhættan af þessum samningi væri allt að 223 milljarðar króna. Þetta er hrein lygi. Þarna er því haldið fram að verðminni króna hækki skuldina þegar hið rétta er að veikar krónur verða fleiri en skuldin stendur óhögguð í evrum eða pundum. Þessir menn gera ráð fyrir 2 prósenta veikingu krónunnar á ársfjórðungi, eða 8,24 prósenta verðbólgu, áratugum saman,“ segir Guðmundur og bætir við að gengisáhættan sé engin og hugsanlega okkur í vil.

„Þetta er svona eins og að gefa sér það fyrir fram að landið verði gjaldþrota innan skamms. Skuldirnar eru aftur á móti háðar gengi evru og punds og það hefur áhrif á skuldina. Það eru allar líkur á því að gengi punds og evru dali hægt og bítandi eins og verið hefur raunin með flesta gjaldmiðla. Þannig eru allar líkur á því að gengisáhættan sé engin og jafnvel okkur í vil. Þetta stafar af því að verðbólga er í öllum löndum. Þannig er langlíklegast að skuldin lækki vegna þess að evra og pund veikist lítillega. Þetta er óskiljanlegt rugl og alvarlegt að menn skuli nota lygar málstað sínum til framdráttar.“

 


Icesave sett upp í dæmisögu sem fólk ætti að skilja

Fann þessa færslu hjá Valgarði Guðjónssyni á eyjan.is Hún lýsir ágætlega hvernig mér finnst Nei sinnar höndla Icesave núna og jafnvel meirihluti kjósenda. Þarna er Icesave yfrifært á Íslenskan raunveruleika. Svo ég tek mér það bessaleyfi að birta hana í heild.

Frændi minn fór út á land með fyrirtækið sitt fyrir nokkrum árum þar sem ég var skráður stjórnarformaður. Hann safnaði peningum meðal heimamanna og lofaði þeim að ávaxta þá ríkulega og skila til baka með góðum vöxtum.

Við bæjarstjórinn þekkjumst ágætlega og hann spurði mig nokkrum sinnum hvort frænda væri treystandi. Ég hélt það nú, fullyrti kannski aðeins of oft að allt væri í himnalagi hjá honum, hann væri traustur maður og engin ástæða væri fyrir bæjarbúa að hafa áhyggjur af peningunum sínum. Ég vissi reyndar að hann var á hvínandi kúpunni, í tómu rugli og myndi sennilega tapa góðum hluta peninganna.

En ég gat nú ekki verið að segja þeim það. Enda naut ég þess nú ágætlega þegar hann var að raka saman peningum.

Þegar þeir gengu á mig fullyrti ég meira að segja að ég myndi ganga í ábyrgðir og gera upp ef frændi gæti ekki staðið við stóru orðin. Enda væri ég nú stjórnarformaður í fyrirtækinu hans og við værum með góðar tryggingar.

Svo fór frændi auðvitað á hausinn og skildi eftir sig slóð gjaldþrota. Bæjarbúar voru reiðir og bæjarstjórinn hringdi saltvondur í mig.

Ég sagðist auðvitað munu borga og fór þrisvar til að semja um að taka á mig lítinn hluta af þessu. Fékk alltaf betri og betri samning.

En ég er að hugsa um að hætta við. Hvað kemur mér þetta við? Þeir eiga enga formlega kröfu á mig. Ekkert skriflegt. Skráningin á fyrirtækinu var ekki alveg samkvæmt ströngustu lögum. Og við höfðum gleymt að greiða iðgjöldin af tryggingunum.

Best að byrja að staglast á stórkarlalegum yfirlýsingum. Ég læt nú ekkert vaða yfir mig. Ég lúffa sko ekkert. Enginn undirlægjuháttur hér á bæ. Og þó þetta séu kannski 2-3 mánaða tekjur ætla ég að byrja að væla að verið sé að hneppa börnin mín í þrældóm.

Og svo ætlast ég auðvitað til að fá góða þjónustu og fyrirgreiðslu næst þegar ég heimsæki bæinn.


Ég bara neita að trúa því að þetta verði útkoman

  • Ég bara trúi því ekki að þjóðin kjósi óvissu næstu árin. 
  • Ég bara trúi því ekki að fólk sé tilbúið að fórna því að koma þessu máli í fastan farveg með vörnum þannig að ekki þrengi um of að okkur vegna greiðslan ef að illa fer. Þ.e. framlengin á greiðslum í allt að 30 ár.
  • Ég bara trúi því ekki að fólk taki frekar mark á fullyrðingum NEI sinna þegar allir sérfræðingar sem komið að þessu máli hvetja okkur til að samþykkja það. En þeir sem standa fyrir Nei áróðri hafa ekki einu sinni rætt við fulltrúa Breta og Hollendinga. Né eru sérfræðingar í evrópskum lögum.

Nú er ástæða til þess að minna allt hugsandi fólk að þyrpast á kjörstað og segja já til að leggja fram sitt til að koma þessu Icesave frá þannig að hægt verði að halda hér áfram.

Verð reyndar að segja að niðurstaða þessarar sömu könnunar um fylgi flokkana veldur því að ég vildi gjarnan vita hvernig valið var í það úrtak sem spurt var. Finnst ótrúleg sveifla í fylgi flokkana miðað við fyrri kannanir sem gerðar voru fyrir 2 vikum.

Í sömu könnun kom fram að ef gengið yrði til alþingiskosninga nú fengi Sjálfstæðisflokkurinn um 40 prósent atkvæða, Framsóknarflokkurinn um 16 prósent, Samfylkingin um 17 prósent, Vinstri grænir tæp 13 og Hreyfingin tæp 5.

Því finnst mér líklegt að þetta sé úrtak úr viðhorfshóp þar sem er fólk á aldrinum 18 til 67 ára. Minnir að það sé yfirleitt hjá MMR. Og því séu há skekkjumörk.


mbl.is 57% ætla að segja nei
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Gylfi Magnússon fer á kostum í grein sinni í Fréttablaðinu í dag

Til að byrja með þá skýrir hann út fyrir þá sem sífellt eru að misskilja um hvað Icesave snýst:

Hann segir m.a.

Grunnurinn að Icesave-deilunni er sú einfalda staðreynd að þegar eigum þrotabús Landsbankans var ráðstafað var það gert þannig að útkoman varð hagstæðari fyrir þá sem áttu innlánsreikninga á Íslandi en í Bretlandi eða Hollandi. Nú hafa náðst samningar um það hvernig á að gera þetta upp með sanngjörnum hætti fyrir báða aðila. Íslenska ríkið bætir Hollendingum og Bretum upp hluta kostnaðarins við að gera innstæðueigendur í þeim löndum jafnsetta innstæðueigendum á Íslandi. Miðað er við afar lága vexti, sem er mikið hagsmunamál fyrir íslenska ríkið. Vextirnir eru til dæmis um helmingi lægri en Evrópulönd hafa boðið ríkissjóðum Grikklands og Írlands sem eiga í miklum kröggum.
Þetta er góð og sanngjörn niðurstaða fyrir Ísland og við eigum ekki að kveinka okkur undan því að þurfa með þessum hætti að koma til móts við nágrannaþjóðir okkar.
Kostnaður íslenska ríkisins er áætlaður um 30 milljarðar króna. Líklega er það fremur ofmat en vanmat, því að eigur þrotabúsins eru varlega metnar. Myndin af þrotabúinu hefur orðið skýrari eftir því sem tíminn hefur liðið. Það dregur úr áhættu. Gengisáhætta hefur einnig minnkað mikið og mun fyrirsjáanlega hverfa að miklu leyti síðar á þessu ári þegar stór hluti forgangskrafna verður greiddur.

Síðar segir hann:

Verði dómstólaleiðin farin hverfur engin áhætta en við bætist óvissa um vexti, skiptingu höfuðstóls (hlutdeild íslenska ríkisins gæti allt að tvöfaldast) og greiðslutíma, auk þess sem öryggisfyrirvarar Íslands í núverandi samningi væru ekki lengur tryggir. Það væri engu betra fyrir íslenska ríkið að vera dæmt til að greiða í krónum en að semja um greiðslur í erlendri mynt. Það hefur sömu áhrif á innlendan gjaldeyrismarkað.
Kostnaður vegna tafa við að ljúka málinu er þegar orðinn gríðarlegur og eykst enn með frekari töfum. Sá kostnaður kemur fyrst og fremst fram á tvennan hátt.

Þar bendir hann á óvissu um vaxtakjör sem okkur bjóðst erlendis en hann segir að hvert % stig sem þau  eru hærri kosti þjóðarbúið um 30 milljarða á ári.

Og svo minnkaða fjárfestingu og þar af leiðandi hagvöxt þar sem að hann  bendi á að hvert % í minnkuðum hagvexti kosti þjóðarbúið ekki undir 300 milljörðum á ári.

Síðan tekst hann á flug:

Allt útlit er fyrir að málið verði að fullu gert upp árið 2016, m.v. núverandi samning. Þangað til eru 5 ár. Þeir sem telja að börnin okkar greiði reikninginn mega hafa það í huga að eftir 5 ár verða þau, merkilegt nokk, að jafnaði 5 árum eldri en þau eru núna. Flest þeirra verða enn börn, þau elstu orðin unglingar. Þeirra skattgreiðslur munu ekki renna til að greiða þennan reikning. Þau erfa hins vegar alla þá innviði sem góðærið skilur eftir.

Og svo er þetta frábært:

Þeir sem vilja fara dómstólaleiðina hafa sumir hverjir vitnað í ýmsar hetjur Íslandssögunnar og bókmenntanna máli sínu til stuðnings. Vísað í garpa sem þeir telja víst að hefðu sagt nei. Það er dálítið til í þessu. Til dæmis má væntanlega slá því föstu að Egill Skallagrímsson hefði sagt nei. Líklega hefði hann gert það utan kjörstaðar í ránsferð í útlöndum. Dottið svo í það og vegið mann og annan

Frábær grein frá manni sem þekkit þetta mál mjög vel og margt í henni sem ég sleppti. Svo kíkið á hana hér


mbl.is 76% segja nei á Facebook
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Eignir Landsbankans haf væntanlega hækkað líka

Eignir þrotabúsins eru að stórum hluta erlendis þannig að þær haf væntanlega hækkað þá sambærileg. Bæði eignir sem þrotabúið á í reiðufé erlendis sem og eignir eins og Iceland og fleiri eignir. Eins eru útstandandi lán þrotabúsins að mestu erlendis bæði í Kanada og í Evrópu


mbl.is Aukning um 13 milljarða
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Það er nauðsynlegt að allir kjósi þann 9 apríl

Það væri með öllu óásættanlegt ef að það væri mikill minnihluti þeirra sem hafa hér kosningarétt semnægði til að taka ákvörðun um þetta mál.  Nú er engin afsökun fyrir því að kjósa ekki. Svona þegar fólk er búið að taka ákvörðun þá gildir hún ekki nema að fólk mæti og setji x við þann valkost þ.e.

x við Já

eða

x við Nei


mbl.is Margir hafa kosið um Icesave
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ætli margir tala um þetta?

Svona að velta fyrir mér í framhaldi af þessari frétt um að Icesave sé mikið rætt á facebook hvort að eftirfarandi komi þar fram.

  • Ef að sagt verður NEI við icesave ábyrgðinni gerir fólk sér grein fyrir því að ef að málið fer fyrir dóm og það ferli allt saman taki 3 til 5 ár eins og sagt er og síðan töpum við því. þ.e. að við verðum dæmd til að greiða þá skellur á okkur kannski 5 til 7 ára uppsafnaðir vextir. Nú í dag er talið að vextir frá 2009 til dagisns í dag séu hvað um 26 milljarðar. Það er fyrir 2 ár með 3% vöxtum. Ef við erum að tala um 5 til 7 ár þá myndu gjaldfalla á þjóðinna árið 2016 til 2018 bara um 100 til 150 milljarðar. Því að höfustóll Icesave verður þá óhreyfður og ber vexti allan þann tíma. Þ.e. óheimilt verður að taka úr þrotabúinu á meðan þetta mál stendur yfir. Þetta er miðað við vaxtakjör sem okkur bjóðast í dag í þessum samning sem eru 3%. En gæti náttúrulega verið enn meiri því að Bretar og Hollendingar geta heldur ekki tekið úr þrotabúi upp í það sem var greitt yfir lágmarksinnistæðurtryggingu. Þannig að við gætum verið að tala um að þegar dómsmáli lýkur gætum við verið með vexti gjaldfallana upp á kannski 300 til 400 milljarða vegna þess tíma sem dómsmálið stendur yfir sem og 2008 til 2011. Þett myndi þá þurfa að greiðast strax eða bætast við höfuðstólinn þannig að þá værum við að tala um skuld okkar upp á 1000 milljarða kannski auk þess sem að Bretar og Hollendingar fengju sína upphæð úr þrotabúinu þ.e. um 660 milljarða.
  • Eins hvað það myndi kosta okkur í minni hagvexti og atvinnuleysi. Því erlendir fjárfestar láta náttúrulega kanna fyrir sig líklega útkomum úr þessum dómsmálum og kæmu ekki með fjármagn nema gegn einhverjum vildar samningum, því að við værum land sem væri ótryggt að fjárfesta í. Hvað heldur fólk að það ástand kosti okkur í minni hagvexti og atvinnuleysi. Tugi milljarða? Hunduruð milljarða? Ég mundi áætla að það kostaði okkur nokkur hundruð milljarða.

mbl.is Margir ræða um Icesave á Facebook
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Höfundur

Magnús Helgi Björgvinsson
Magnús Helgi Björgvinsson

Skoðanir Magga um menn og málefni í fréttunum. maggihb@gmail.com Athuga að þetta eru mínar skoðanir og þið megið bara hafa ykkar hentisemi, því ég er að nota mína.

Eldri færslur

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Twitter

Teljari

joomla visitor

Twitter

Tenging við twitter

Um bloggið

Vettvangur Magga

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband