Leita í fréttum mbl.is

Bloggfærslur mánaðarins, apríl 2012

Ætla fjölmiðlar allir að gleypa þessa vitleysu upp eftir Einari

Hvenær hefur Forseti Íslands haft afskipti af fjölda ráðuneyta? Sjálfstæðisflokkuirnn hefur sjálfur komið að því að fjölga ráðuneytum og fækka þeim. Og engin sakað hann um stjórnarskrárbrot. Enda segir líka í stjórnarskránni

Forsetinn lætur ráðherra framkvæma vald sitt.

Ráðuneytið hefur aðsetur í Reykjavík.

Og ég man ekki til þess að neynum einstakling hafi verið falið að mynda stjórn með því skilyrði að hann yrði að hafa svona mörg ráðuneyti. Man Einar t.d. eftir því að forestinn hafi t.d. samþykkt sérstaklega þegar að Umhverfisráðuneyti var sett á stofn. Eða aðrar breyingar sem hafa verið gerðar.

Held að Einar sé að fríka út þessa dagana. Enda þarf a gera allt til að koma í veg fyrir að hér verði Kvótalögum breytt. 

Kópavogi 20. apríl kl. 23:15

 


mbl.is „Grafalvarleg“ ummæli Jóhönnu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bann við gengistryggðum lánum ólöglegt?

Frétt af ruv.is

Íslensk vaxtalöggjöf fer í bága við samninginn um evrópska efnahagssvæðisins. ESA, Eftirlitsstofnun EFTA, sendi íslenskum stjórnvöldum formlega áminningu þessa efnis í morgun.

Íslenska ríkið gæti verið skaðabótaskylt gagnvart erlendum lánastofnunum. Hæstiréttur komst að þeirri niðurstöðu í fyrstu svonefndu gengislánadómum sínum í júní 2010 að vaxtalögin fælu í sér bann við gengistryggingu lána. 

Hróbjartur Jónatansson, hæstaréttarlögmaður, sendi í kjölfar dómanna kvörtun til ESA. Hann taldi að vaxtalöggjöfin hér, sem bannaði gengistryggingu alfarið, bryti í bága við 40. grein samningsins um evrópska efnahagssvæðið. Hún fjallar um algert frelsi fjármagns á svæðinu. 

Hróbjartur segir að svarið hafi borist tveimur árum síðar í bréfi sem ESA hefur sent íslenska ríkinu. Það er formlega áminning um að íslenska ríkið fari ekki að samningum að þessu leyti og það brjóti gegn 40. grein samningsins með því að viðhalda hér banni altæku banni á gengistryggingu útlána. 

Aðspurður um gengislánadóma Hæstaréttar frá því 2010 svarar Hróbjartur því til að löggjöfin standist ekki. Hæstiréttur sé auðvitað að dæma eftir lögunum. Ríkið verði að breyta þeim þannig að algilt bann við gengistryggingu gildi ekki. 

Þótt gengislánadómar Hæstaréttar standi þá getur þetta haft afleiðingar segir Hróbjartur. Erlendar lánastofnanir lánuðu íslenskum lánastofnunum í trausti þess að gengistrygging væri lögmæt. Dæmt var á annan veg og við það skrapp eignasafn íslensku lánastofnana saman. Það kunni að hafa leitt til tjóns fyrir erlendu lánastofnanirnar, sem gæti þýtt skaðabótaskyldu fyrir íslenska ríkið. 

 Í áminningu ESA segir að stjórnvöld hafi tvo mánuði til þess að svara og í framhaldi þeirra svara verði ákveðið hvort ESA gefi út rökstutt álit.

 Kópavogi 20 apríl kl. 21:18

 


Væri nú ágætt að einhver segði okkur satt!

Sko eins og ég skil þetta skv. fréttum telja fiskifræðingar að stofn makríls þoli um 550 tonna veiði.  Skotar, Írar og svo Norðmenn hafa veitt úr þessum stofnir og fleiri lönd um áraraðir. Nú fór markíl að ganga hingað í okkar landhelgi fyrir alvöru fyrir nokkurm árum.  En það sem ég næ ekki er að við skulum einhliða ákveða af því að samningar nást ekki, ákveða að veiða 150 þúsund tonn. Og Færeyingar ákváðu lika að veiða 150 þúsund tonn. Þá er skv. því sem ég best sé aðeins um 250 þúsund tonn eftir handa þeim sem veiddu þennan stofn áður. Það sem ég furða mig á er magnið sem við sem ábyrg fiskveiðiþjóð ákveðum að veiða til að þrýsta á samning. Er sem sagt stefnt að því að útrýma makríl með þessum veiðum okkar því að vegna þess sem við ákváðum að veiða langt umfram ráðleggingar. Og hvað græðum við á því.

Og hvernig væri nú að Bjarni Ben mundi muna eftir því að við eigum í þessari deilu við Norðmenn líka. Og þeir eru heldur ekki ánægðir með okkur líka. 

Svo ég mundi fagna því að einhver skýrði út fyrir okkur þessa herfræði. Er það t.d. markmið að veiða langt umfram það sem við ætlumst til að fá úr markílkvótanum svo að vð getum slegið eitthvað af við samninga? En hvað ef við völdum hruni í stofninum og það verður ekkert til skipana?

Kópavogi 20.apríl kl. 18:50


mbl.is Framganga ESB einkennist af yfirgangi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Í öllum lýðræðisríkjum yrði þingmaður að segja af sér ef hann.....

Ef að þingmaður léti það vera sítt síðasta verk sem ráðherra að gefa út tilskipun um jafn umdeilt mál og hvalveiðar daginn sem hann hætti. Þá þætti það mjög ábyrgðarlaust og viðkomandi þingmaður ætti ekki að bjóða sig fram aftur. Því það var bara gert til að kaupa sig inn á Alþingi í næstu kosningum.
mbl.is Sagði að Jóhanna ætti að segja af sér
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Furðulegt að framsókn sendi út fréttatilkynningu um að einvher gengur í flokkinn!

Eftir að Jónína sendi frá sér þetta bréf sem hún birtir í Mogganum í morgun hefði ég haldið að framsólkn myndi nú ekki slá um sig sérstaklega þegar hún gengi í flokkinn.

Maður getur ekki séð annað í bréfi Jóninu að hún hafi einhverja skrýtna sýn á heimin. M.e. hintar hún að því að Samfylkingin hafi bannað Dorrit að umgangast hana. Sbr. 

Að lokum, bið að heilsa Dorrit forsetafrú. Við vorum vinkonur áður en henni var bannað það.

Og svo miklar hún held ég völd Samfylkingarinnar dálítið hresssilega þegar hún segir:

 Samfylkingin er hér enn við völd Wen. Vald þeirra eða fólkið þeirra er í bönkum, réttarsölum, sjónvarpi, útvarpi og í fjölmiðlum. Það er líka á ferð og flugi um allan heim að maka krókinn. Þar sem áskrift er að styrkjum og launum, þar er það. ESB, kannast þú við það spillta bákn?

En þetta rýmar kannski vel við málflutning Sigmundar Davíðs og óraunveruleikatengsl hans. Eða kannski ætlar framsókn að kynna sérstaklega í hvert skipti sem að nýr félagi bætist við. Af því það ser svo sjaldgæft. 

Kópavogi 20. apríl kl. 16:35


mbl.is Jónína Ben. gengin í Framsóknarflokkinn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Var Argentína ekki fyrirmynd Lilju að lausn skuldamála okkar!

Mig minnir að hún hafi oft minnst á Argentínu hér um árið varðnadi hvað það hefði verið sniðugt hjá þeim að hætta bara að borga af erlendum skuldum. Henni ætti nú að líka þetta að þeir ætli að þjóðnýta fyrirtækin líka.

Kópavogi 19.apríl klukkan 18:31


mbl.is Argentína og Spánn í hár saman
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ég held að það sé ljóst að útgerðin sé með viðkvæmustu atvinnuvegum á landinu.

Menn keppast nú við að sýna okkur niðurstöður um að veiðigjaldið í nýju frumvarpi setji útgerðinna á hliðina.  Og ljóst skv. þessu að þessi atvinnuvegur sem lýst hefur verið sem höfuð atvinnugrein Íslands má ekki við að greiða neitt þó að fyrirtæki séu rekin með 50 milljarða hagnaðir á ári um þessar mundir. Það má ekki setja hömlur og tímamörk á nýtingarrétt þeirra því þá fari þau á hliðina. Samt er búið að afskrifa hvað um 200 milljarða af þessari sömu grein.  Mörg fyrirtæki eiga orðið fyrirtæki erlendis og nú er að koma í ljós að þau eiga fyrirtæki á aflandseyjum sem hirða hluta hagnaðarins. Og þessir menn hóta heilu byggðarlögunum að refsa þeim ef þau fylgja þeim ekki að málum.

Andskoti að ég trúi þessu væli. Þessir menn voru hér fyrir nokkrum árum að byggja annað hvort stórhýsi hér á höfðuborgarsvæðinu, þeir gömbluðu með milljarða í bankabólunni. Þeir keyptu fyrirtæki hægri og vinstri og um daginn heyrði ég að þessir útgerðamenn og útgerðafyrirtæki borgðu sára lítin tekjuskatt þrátt fyrir alla þessa pengina. 

 Finnst að frumvarpið eigi að verða enn harðara. Takmarka nýtingarrétt enn meira, með því að stytta tíman, heimta að allur fiskur fari á markað, heimta að allt framsal sé á markaði og skattlagt sem tekjur upp á 37%. Ef að þessar útgerðir treysta sér ekki í að veiða á þessum kjörum á að gera þeim að skila veiðiréttindum sínum og við finnum aðra sem treysta sér í það. Held að ekki vanti fólk sem er tilbúið að taka við.   

Bendi hér á eftirfarandi greinar sem eru stórmerkilegar

http://blogg.smugan.is/grimuratlason/2012/04/18/af-harmageddon-i-bolungarvik-og-odrum-sjavarbyggdum/

http://smugan.is/2012/04/hvad-verdur-nu-um-jakob-valgeir-og-bornin/

Kópavogi 18. apríl kl.17:25


mbl.is Hart tekist á um kvótann
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bíddu hvað sagði Sigmundur aftur?!

Áhættan sem fylgir dómsmáli er mun meiri fyrir Breta og Hollendinga en Íslendinga. Tapi þeir málinu getur það sett fjármálakerfi Evrópu í uppnám en tapi Íslendingar þurfa þeir í mesta lagi að gera það sama og ætlast er til að þeir geri samkvæmt núverandi tilboði. Rétt er að hafa í huga að þótt EFTA-dómstóllinn geti gefið álit þarf að sækja peninga til ríkisins fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur og Hæstarétti (eyjan.is )

Þetta sagði hann fyrir 1. ári ásamt því  að telja fólki trú um að þetta mál myndi aldrei fara fyrir dóm. Svona svipað og þegar hann fullyrti að Norðmenn væru alvega til í að lána okkur 2000 milljarða og við þyrftum ekkert að tala við AGS. Og eins þá sagði hann að ríkið væri kjör aðstöðu 2010 til að kaupa öll lán bankana á 3 til 7% af virði þeirra. Hann sagði líka að 20% lækkun allra lána væri bara ekkert mál og myndi hjápa nær öllum út úr erfiðleikum.  Hann sagði líka 2009 að sjálfsögðu ætti að sækja um aðilda að ESB og kanna hvernig samingi við næðum.  Ljóst að það er saman hverju er stungið upp á þá er hann alltaf kominn með aðra lausn. Allt til að reyna að kaupa einfeldninga til fylgis við sig og flokkinn. 

Eðlilegt þegar við stóðum í Icesaveviðræðum og Lee Bucheit spurði eftir einhverja rispu Sigmundar: Hvað er eiginlega með mr. Gunnlaugsson?

Kópavogi 18.04 kl. 16:54


mbl.is Andsvör ESA við málsvörn Íslands
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Það er engin leið að hætta!

Hef legið undir feldi síðan á föstudagskvöld. Og nú er ég ákveðinn í að ég mun blogga aftur á moggablogginu. Fyrir það fyrsta hefur heimilisfang vinnunar minnar verið tekið út, auk þess sem ég er að vega og meta hvort að ég fer með þá færslu sem var að angra mig fyrir dómstóla. Því þar er atvinnurógur og lygar sem viðkomandi maður setur fram um mig. Þetta verður skoðað næstu vikur hvort ég læt slag standa.

Ég þoli alveg gagnrýni en þegar verið er ljúga upp á mig sökum sem eiga ekki við rök að styðjast þá og hóta að bera þær áfram þá fer ég í baklás.

En eftir að hafa rætt þetta mál við fólk þá ætla ég ekki að láta þá stoppa mig í að segja mína skoðun. En sem sagt fólk má búast hér aftur fyrr en varir. Það verður að berjast fyrir málstaðnum. Ef ekki núna þá hvenær?

Kópavogi 17. apríl kl. 17:24


Hef sagt allt sem ég ætla að segja hér á blog.is i bili

Þegar menn hér á netinu eru farnir að blanda vinnustað mínum og þeim sem ég vinn við að aðstoða inn í eiinhverjar árásir á mig þá verð ég að hugsa málið. Ætlaði fyrr i kvöld að halda ótrauður áfram en eftir að hafa lesið athugsemdir hér þá er blog.is fullt af fólki sem ræðast bara að persónunni sér til skemmtunar.  Og þar gengið svo langt að upplýsa um heimilsfang staðar þar sem búa fatlaðir einstaklingar og væna mig um að "hanga bara í tölvunni" í vinnu minni. Menn jafnvel gengið svo langt að klaga mig fyrir vinnuveitendum mínum. Þar sem mér er annt um vinnu mína og hata ef að þeir sem búa þar kæmu til með að dragast inn í þessa vitleysu þá hef ég ákveðið að hætta í bili að skrifa hér. Væntanlega öllum til ómældrar ánægju. 

Finnst að blog.is sé ekki lengur þannig vettvangur þar sem fólk vill rökræða. Nú er það bara ef að einn og einn leyfa sér að styðja stjórnina þá er löglegt að taka okkur af lífi með öllum þeim meðölum sem menn finna. Gæti sem best trúað að þessir menn gætu grafið eitthvða upp um fjölskyldu mína og farið að áreita fleiri.  Ég ætla ekki að nafngreina þá hér en þeir vita hverjir þeir eru og eru svona ómerkilegur hópur hægri vanabe sem enginn nennir að hlusta á og því nota þeir svona aðferðir til að vekja athygli á sér. Svona leik nenni ég ekki að stunda áfram hér. Enda eru margar fleiri leiðir til að tjá sig.

 

blogghlé

 


« Fyrri síða | Næsta síða »

Höfundur

Magnús Helgi Björgvinsson
Magnús Helgi Björgvinsson

Skoðanir Magga um menn og málefni í fréttunum. maggihb@gmail.com Athuga að þetta eru mínar skoðanir og þið megið bara hafa ykkar hentisemi, því ég er að nota mína.

Eldri færslur

Des. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Twitter

Teljari

joomla visitor

Twitter

Tenging við twitter

Um bloggið

Vettvangur Magga

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband