Bloggfærslur mánaðarins, apríl 2012
Laugardagur, 14. apríl 2012
Það er nú ekki eins þetta hafi ekki verið rætt
Man varla eftir ræðu eða viðtalai við Bjarna Ben og Sigmund Davíð öðruvísi en að þeir hafi minnst á þetta. Það vita allri að þeir vilja slíta þessum viðræðum. Það hefur ekkert farið milli mála. En það sem þeir hafa forðast að segja okkur er heildræn lausn á því hvernig:
- náum við að lifa með krónuna sígandi niður stöðugt. Og hvernig halda þeir að farið verði að því að styrkja hana aftur? Og hvaða áhrif hefur það þá að hagnað útgerðar, ferðaiðnaðinn og hvaða greinar eiga þá að taka við?
- Og hvað þá með alla krónu eign erlendra aðila sem vilja koma þeim þá i burtu því þeir sjá ekki fram á hér verði skipt um gjaldmiðil á næstu áratugum og vita því ekki hvernig verður hér með gjaldeyrir til að skipta þeim út.
- Hvað þá með verðbólguna. Það er vitað að öllum stórum framkvæmdum hér fylgir verðbólguskot. Það kom hjá okkur um það bil sem Kárahnjúkum lauk og Reyðaráli því að að þá vorum við að fást við allt það fé sem kom inn til landsins árin á undan.
- Hvernig ætla þeir að ná hér niður vöxtum.
- Hvernig ætla þeir að koma hér á einni krónu þ.e. ekki 3 tegundir þ.e. verðtryggð krónar, óverðtryggð króna og svo aflandskróna.
- Ef að ekki tekst að hækka gengi krónunar til að auka kaupmátt hér í áttina að því sem nágranalöndin búa við.
- Þó að stórframkvæmdir verði hér næstu árin þá er eðli þeirra að þeim fylgir þennsla í nokkur ár en svo búmm og allt búið. Og hvað þá. Við eigum ekki endalausa orkumöguleika til að endurtaka þetta reglulega.
Þessu og svo miklu fleira verða menn að svara. Þ.e. hvaða framtíð eru þeir að boða okkur?
![]() |
Brýnt að ræða stöðu viðræðna |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Föstudagur, 13. apríl 2012
Held að menn séu komnir út í móa hér á landi í andstöðu sinni gegn ESB
Svona til að byrja með:
- ESB og EES eru með sameiginlega tilskipun um innistæðutryggingar. Hvorki Bretland né Holland hafa óskað eftir beinni aðilda að mái ESA fyrir gætið að EFTA dómsstólnum. En hinsvega gæti dómur EFTA dómsstólsnins snert hagsmuni allra ríkja innan bæði EFTA og ESB. ESB telur að bæði hafi okkur borið að greiða lágmarkstryggingu skv. tilskipun ESB. Og því finnst mér bara ekkert furðulegt að framkvæmdarstjórnin vilji hafa aðgang að því máli út af hugsanlegum afleiðingum dómsins
- ESB er samstarf 28 þjóða og um 550 milljón manna. Held að það sé ljóst að ESB er sennilega slétt sama hvort að við göngum þarna inn og ef að þeir þurfa að velja á milli að standa vörð um rétt sinn eða að öðrum kosti verði aðildarviðræðum hætt, Þá væri það að auðvelt val fyrir þá. Það er nú ekki eftir svona miklu að sækjast hér. Fiskveiðar hér í heild eru að skila minna en frekar stórt fyrirtæki í mörgum ESB löndum.
- Þó að þessar auðlindir dugi okkur vel þar sem við erum 300 þúsund þá er þetta lítil upphæð í alþjóðlegu samhengi.
- Þó að þeir eins og við mörg geri sér grein fyrir að Evrópumenn eiga að standa saman þá fórna þeir ekki hagsmunum Breta og Hollendinga fyrir samning við okkur.
- Þetta var vitað alla tíð. Og bullið í Sigmundi og fleirum um að aldrei yrði farið í mál við okkur var náttúruleg alltaf eins og ég sagði bull.
- Minni líka að varðandi Makríl þá eigum við í deilum við Norðmenn og ESB. Og það er ljóst að þar verður að ná samningum en það leysir ekki úr þeim að hóta að hætta aðildarviðræðum. Það snertir bara Norðmenn ekki neitt og þeir sjálfsagt bara fegnir ef við hættum viðræðum.
P.s. fyrir þá sem hafa áhyggjur af því að ég gæti verið að blogga þetta í vinnutíma
þá bendi ég á að ég var búinn að vinna klukkan 15:45 og ég var 4 mínútur að skrifa þetta
Og ef menn halda að ég sé fengin í að skrfa blogg þá væri skiljanlegt
gengi Samfylkingar ef að þeir hefðu ekki betri menn
![]() |
Bætir ekki andrúmsloftið |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 19:55 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (14)
Föstudagur, 13. apríl 2012
Og bullið heldur áfram. Sigmundur getur bara ekki hætt.
Svona allt í lagi að benda Sigmundi á að Norðmenn er í liði með ESB gegn okkur í Makrílveiðum okkar. Enda erum við að veiða langt umfram það sem talið er eðlilegt. Og að ESB er þar að gæta hagsmuni m.a. Bretlands og fleiri þjóða sem hafa um áraraðir veitt úr þessum stofni. Eigum við þá að slíta stjórnmálasambandi við Noreg líka. Og segja okkur úr EES vegna þess.
Svo finnst manni að vanti skelfilega inn þetta bull hjá honum. M.a. að við erum ekki búin að opna einu sinni kafla um Sjávavarútvegsmál við ESB. Sem og að það tekur engin samningur gildi fyrr en við erum búin að greiða atkvæði um hann hér sem og öll önnur lönd ESB.
![]() |
Ekkert staðist sem stjórnvöld hafi sagt |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Föstudagur, 13. apríl 2012
Væri svona rétt að Ragnheiður Elín hætti að ljúga að fólki!
Það er ESA sem tók upp þetta mál. ESA er stofnun á vegum EFTA ef að hún hefur athugsemdir við þetta mál þá á hún að koma heiðarlega fram og segja að það sé hennar vilji að við segjum okkur úr EFTA.
Það er verið að fjalla um innistæðutrygginarkerfi ESB í þessu máli og við innan EES höfum jú gerst aðilar að því í gengum samninginn.
ESB ríkin öll eru með þetta tryggingarkerfi og skv. þeim og örðum ríkjum EFTA var okkur óheimilt að gera upp á milli innstæðueigenda í Íslenskum bönkum og bar að greiða innistæðutryggingu upp á 21 þúsund evrur.
Get ekki séð hvernig að ESB á að standa að því að verja þetta kerfi ef að þeir hefðu ekki aðkomu að þessu dómsmáli sem hefur fordæmisgildi.
Ragnheiður Elín á bara að viðurkenna það að hún er á móti inngöngu í ESB. Það að segja okkur frá þeim viðræðum hefur bara ekkert með þetta dómsmál að segja. Andstæðingur ESB aðildar vita það. Og málið myndi halda áfram þrátt fyrir aðkomu ESB eða ekki. Og ESB held ég að myndi meta stöðu banka í 28 löndum sem þegar eru í ESB meira en semja um inngöngu okkar. Við erum nú aðeins um 320 þúsund og með auðlindir sem rétt duga okkur næstu áratugi. Hvað er verðmæti veiða á ári hjá okkur? Um 200 milljarðar og Orkan dugar í hvað um 3 álveg í viðbót. Og þeir vita að við ætlum ekki að hleypa þeim að þessu. Því held ég að við höfum miklu meira að sækja til ESB en þeir til okkar.
T.d. held ég að Norðuslóðir verði alveg jafn aðgegileg fyrir ESB án okkar. Fjárfestar innan ESB væntanlega í gegnum EES geta notað umskipunarhafnir sem hér verða, þeir geta eins fjárfest hér. Held að menn ofmeti stöðu okkar gríðarlega.
Og það voru jú þeir sem lögðu til að Icesave yrði fellt sem vildu dómsmál og viti menn hér er það komið af stað. Og þá vilja menn ekki að mótaðilar og hagsmunaaðilar verji sína hagsmuni.
![]() |
Sendum þeim pólitísk skilaboð á móti |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Föstudagur, 13. apríl 2012
Finnst nú nauðsynlegt að Þingmenn séu heiðarlegir
Þegar að Guðrfíður tjáir sig með þessu hætti:
Að sögn Guðfríðar Lilju eru pólitísk skilaboð Evrópusambandsins skýr. Þetta er í fyrsta sinn sem ESB beitir sér með nákvæmlega þessum hætti og í mínum huga eru hin pólitísku skilaboð kýrskýr það er einfaldlega sparkað í okkur og það á sama tíma og við erum í aðildarferli að þessu sama sambandi, segir Guðfríður Lilja en hún segist líta á þetta sem enn eitt tilefnið til þess að endurskoða aðildarferlið.
Hvorki þing né þjóð geta látið eins og ekkert sé, segir Guðfríður Lilja og bætir við: Það er fullt tilefni til að bæði þingið endurskoði afstöðu sína og að þjóðin fái að skera úr um það hið allra fyrsta hvort henni yfirhöfuð geðjast að því að vera á leið inn í Evrópusambandið á þeim forsendum sem þegar blasa við.
Er alveg nauðsynlegt að hún hefur verið harður andstæðingur ESB. Og ég get ekki skilið hvernig að hún og fleiri geta sagt að ESB sé að sparka í okkur. Hvað á fólk við. ESB er að gera ráðstafanir til að vera virkur þátttakandi í dómsmáli sem ESA sem er ekki tengt ESB heldur er það stofnun innan EFTA sem við erum í er að höfða mál fyrir EFTA dómstólnum. ESB er jú ábyrgðaraðili fyrir tilskipun um innistæðutrygginar og þær gilda um alla Evrópu. Svo mér finnst þetta alveg makalaus málflutningur og aðeins til þess fallinn að telja þjóðinni trú um að ESB sé eitthvað annað en það er í þeim tilgangi sem hún og fleiri hafa stefnt að hætt verið við umsókn um inngöngu.
![]() |
Segir skilaboð ESB vera kýrskýr |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Föstudagur, 13. apríl 2012
Ætli að ESB myndi bara ekki fagna því að við hættum aðildarviðræðum við þá?
Þá væri það ekkert að flækjast fyrir þeim í málinu varðandi Makrílinn. Og ekkert að flækjast fyrir þeim í í málinu fyrir EFTA dómsstólnum. Og þá gætu þeir beitt sér af fullum styrk gegn okkur til að verja hagsmuni Breta og Hollendinga. Sem hafa lagt út hvað um 660 milljarða til að borga okkar hlut í Innistæðutryggunni. Þ.e. 20 þúsund evrur á hvern reikning og gerðu það fyrir hvað 3 árum. Og haf ekki fengð þann pening nema að smá hluta til baka. Því hafa þessir penigar sem þeir lögðu út ekki ávaxtast eða verið notaðir í annað. Við vörum jú allar aðrar innistæður á bankareikningum og gerðum upp á milli innistæðueigenda í bönkum eftir útibúum og þjóðerni.
En ég sé ekki hvað það hjálpar okkur að segja okkur frá viðræðum við ESB? Held að þeim sé slétt sama. Og ekkert viss um að þeir séu tilbúnir að endurtaka viðræður við okkur í ljósi láta síðustu ára. Held að hér sé nú ekki svo mikil orka í boði eða svo stór fiskistofn að við séum algjörlega ómissandi.
![]() |
Ræddu viðbrögð Íslands |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Fimmtudagur, 12. apríl 2012
Og ekkert skrítið við það!
Það eru óvart öll ESB löndin 28 og EFTA löndin 3 sem hafa lýst sömu skoðun og ESA hefur haldið fram. Og ekkert skrýtið að ESB vilji hafa þarna aðild því að innistæðutryggingarkerfi ESB og EES er jú undir í þessu máli. Þjóðin og þessir hópar Indefence og Advice vildu fá þetta mál fyrir dóm. Framkvæmdarstjórn ESB ber að standa með þeim löndum sem eru í ESB sem og að tryggja að farið sé eftir þeim tilskipunum og lögum sem ESB setur og EES samningi sem við erum aðilar að. Finnst Íslendingar láta stundum furðulega.
ESA er stofnun EFTA og EFTA erum við Norðmenn og Lichtenstein. Það ekki ESB sem stefndi okkur fyrir EFTA dómsstólinn. Það voru sem segt fulltrúar í ESA sem er stofnun EFTA sem stendur að þessu. Sé ekkert ofbeldi í þessu og í raun ekkert skrítið við þetta. Það er engin þjóð held ég í Evrópu sem hefur lýst stuðningi við okkar málstað. Kannski skilning en ekki stuðning.
![]() |
Styðja eindregið sjónarmið ESA |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Fimmtudagur, 12. apríl 2012
Og hvaða ofbeldi er það? Ef maður má spyrja
Nú eru það tilskipanir ESB og EES samningar sem eru ástæað þess að ESA sem er eftirlitstofnun EFTA [Já athugið EFTA ekki ESB ] sem segir að við höfum bortið gegn EES samningnum. ESB er samstarf þeirra 28 ríkja sem eru í ESB. 2 þeirra eiga í deilum við okkur út af innistæðutrygginarkerfinu sem þau telja að við séum að brjóta. Er ekki ósköp eðlilegt að framkvæmdarstjórn ESB vilji verða aðili að þessu máli. Það er jú réttur allra þjóða og svo stofnana ESB að verða aðilar að hverju því máli sem fer fyrir EFTA dómsstólin. Og myndum við ekki vilja ef við værum í ESB að okkar hagsmunum væri fylgt eftir?
En ég bara sé ekki ofbeldið í þessu. Það gæti þarna verið fordæmisgildi fyrir fleiri lönd og banka en sé ekki obeldið. Og þessi rök eiga bara líka við þá veru okkur í EES og EFTA. Þá eru allir að nýðast á okkur og við ættum að segja okkur þá frá þeim lika.
![]() |
Ofbeldisfull framkoma ESB |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Fimmtudagur, 12. apríl 2012
Held að fólk ætti að átta sig á þetta er Sjálfstæðisflokkurinn i hnotskurn!
Þó þetta hafi átt sér stað í Kópavogi þá held ég að fólk ætti að muna að þetta er nákvæmlega Sjálfstæðisflokkurinn í hnotskurn. Segir eitt þegar hann er í minnihluta og í kosningarbaráttur en svo þegar þeir komast til valda þá er snúið sér að því að bæta hag flokksgæðinga og hagsmunahópa á kostnað okkar almennings.
Allir fulltrúar Sjálfstæðisflokks greiddu atkvæði gegn tillögunni. Af því tilefni óskaði Guðríður Arnardóttir, fulltrúi Samfylkingarinnar, sem sjálf sat hjá við afgreiðsluna, að bókað yrði: Ég bendi á að fulltrúar Sjálfstæðisflokksins lögðu þessa sömu tillögu fram þegar þeir voru í minnihluta.
![]() |
Felldu eigin tillögu |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Fimmtudagur, 12. apríl 2012
Væri þá ekki ráð að þessir andstæðingar ESB gæfu okkur einhverja framtíðarsýn
Nú er ljóst að ef við berum okkur saman við nágranalöndin er alveg ljóst:
- Engin þjóð í nágreni okkar þarf að vera með 2 gjaldmiðla og í raun þrjá eins og við höfum
- Vertryggð króna
- Óverðtryggði króna
- Aflandskróna
- Engin þjóð í nágreni við okkur þarf að vera með svo háa stýrivexti ens og við. Því að tiltölulega lítil upphæð sem hér fer í fjárfestingu eða einkaneyslu setur þrýsting á krónuna og markaðin sem veldur verðbóglu.
- Engin þjóð í kring um okkur hefur um svo marga áratugi verið með svo gríðalega verðbólgu sem við .
- Engin þjóið í kringum okkur er með gjaldmiðil sem engin utan Íslands vill eiga.
- Engin þjóð í kring um okkur er með nær algjört bann við innflutningi á kjöti og þesskonar neysluvörum sem veldur því að hér er einokun á þeim markaði og okkur gefast engir möguleika á að hér verði samkeppni á matvælamarkaði.
- Engin þjóð í kringum okkur er með gjaldmiðil í höftum sem veldur því að erlend fyrirtæki vilja helst ekki koma hingað þar sem bæði að gengi krónunar er viðkvæmt og því gætu fjárfestingar þeirra rýrnað um kannski helming við næsta hrun krónunar.
- Engn þjóð í kringum okkur er með jafn fáránlegt kerfi varðandi styrki til landbúnaðar eins og við höfum.
- Engin þjóð í kring um okkur hefur afhent auðlindir eins og fiskin til útvaldra og lætur svo hagsmunasamtök þeirra ljúga okkur full.
Mér sýnist ljóst að inngang í ESB verður ekki að veruleika. En þá krefst ég þess að þeir sem vinna gegn því sýni okkur fram á hvernig að við náum hér kaupmætti sambærilegum við Svíþjóð að ég tali ekki um Noreg.
Að þeir sýni okkur hvernig hér verði komið á stöðugleika gjaldmiðils sem aldrei í sögunni hefur verið stöðugur nema þegar gengi hans er haldið uppi með fölsku gengi. Að fólk hér geti gert áætlanir sem standast.
Ég krefst þess að þetta fólk sýni fram á raunhæfar áætlanir um hvernig að gjaldeyrishöft verið afnumin og losað um öll þessi jöklabréf og hvað þetta heitir.
Ég krefst þess að þeir skýri hvernig í ósköpunum fyrirtæki erlend fáist hingað til lands til að framkvæma hér ef að þau vita ekkert um hvað gengi krónunar á eftir að verða næstu árin.
Ég krefst þess að geta verslað hér erlendar vörur eins og aðrir á EES svæðinu.
Og ef að menn vilja hætta viðræðum við ESB vegna ICESAVE þá krefst ég þess að menn rökstyðji það almennilega t.d. af hverju við eigum að hætta að tala við ESB en vera áfram í EFTA þar sem að ESA er jú stofnun undir EFTA. Og af hverju við eigum þá að vera í EES því að það er jú hluta aðilda að ESB.
Og ég krefst þess að menn sýni fram á hvernig við bregðumst við ef við verðum dæmd fyrir að hafa brotið EES samninginn. Og sérstaklega ef að við verðum síðan rekin úr EES.
Og ég krefst þess að menn skýri hvernig okkar staða verður varin í framtíðar deilum landsins við aðra þegar nú við stöndum ein ólíkt í gamladaga þegar USA studdi okkur.
![]() |
Tómas Ingi: Krónan og kaupmátturinn |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 10:18 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Nýjustu færslur
- 22.10.2017 Nokkrar staðreyndir um skattaþróun í tíð hægristjórna
- 29.11.2016 Auðvita er leiðiinlegt að fyrirtækið skuli vera lent í þessu!...
- 7.11.2016 Á meðan að almenningur almennt á ekki kost á svona fyrirkomul...
- 6.11.2016 Garðabær er nú ekki til fyrirmyndar í málefnum þeirra sem þur...
- 1.11.2016 Halló er ekki allt í lagi á Mogganum?
- 30.10.2016 En jafnaðarmennskan hverfur ekkert!
- 29.10.2016 Hönd flokksins
- 29.10.2016 Þetta á erindi við kjósendur
Eldri færslur
- Október 2017
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
- Desember 2006
- Nóvember 2006
- Október 2006
- September 2006
- Júlí 2006
- Júní 2006
- Maí 2006
- Apríl 2006
- Mars 2006
- Febrúar 2006
Tenglar
ESB
Samfylkingin
Maggi B er flokksbundinn samfylkingarmaður í Samfylkingarfélaginu í Kópavogi
Teljari
Tenging við twitter
Um bloggið
Vettvangur Magga
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (2.4.): 3
- Sl. sólarhring: 5
- Sl. viku: 16
- Frá upphafi: 969738
Annað
- Innlit í dag: 3
- Innlit sl. viku: 14
- Gestir í dag: 3
- IP-tölur í dag: 3
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
RSS-straumar
RSS
Hvað er nýtt
RUV
Augnablik - sæki gögn...
DV
Augnablik - sæki gögn...
Visir.is
Augnablik - sæki gögn...
Pressan
Augnablik - sæki gögn...
Pressan Kaffistofa
Augnablik - sæki gögn...
Af Eyjunni fréttir
Augnablik - sæki gögn...
Bloggvinir
- Ingibjörg Hinriksdóttir
- Guðni Már Henningsson
- Kristbjörg Þórisdóttir
- Kristbjörg Þórisdóttir
- Samfylkingin Norðvesturkjördæmi
- Gísli Tryggvason
- Guðríður Arnardóttir
- Guðmundur Magnússon
- Hlynur Hallsson
- Kristján Pétursson
- Vefritid
- Bjarni Harðarson
- Davíð
- Ólöf Ýrr Atladóttir
- Björn Benedikt Guðnason
- Sigurlín Margrét Sigurðardóttir
- Egill Rúnar Sigurðsson
- Hlynur Halldórsson
- Tómas Þóroddsson
- Adda bloggar
- Killer Joe
- Tíðarandinn.is
- Þórður Steinn Guðmunds
- Kolbrún Jónsdóttir
- íd
- Haukur Nikulásson
- Hrannar Björn Arnarsson
- Sigfús Þ. Sigmundsson
- Bleika Eldingin
- Sigurður Sigurðsson
- Inga Lára Helgadóttir
- Björn Emil Traustason
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Björn Heiðdal
- krossgata
- Þröstur Friðþjófsson.
- S. Lúther Gestsson
- Sigurjón Sigurðsson
- Guðrún Helgadóttir
- Jón Ragnar Björnsson
- gudni.is
- Jakob Falur Kristinsson
- Sæþór Helgi Jensson
- Bergþóra Árnadóttir - RIP 15.2.48 - 8.3.07
- Félag Ungra Frjálslyndra
- Alfreð Símonarson
- Hlekkur
- Þorsteinn Briem
- Jonni
- Torfusamtökin
- Gulli litli
- Sigurður Sigurðsson
- Helena Sigurbergsdóttir
- Elías Stefáns.
- viddi
- Oddrún
- Jón Gunnar Bjarkan
- Heimir Eyvindarson
- Himmalingur
- Eygló
- Hólmfríður Bjarnadóttir
- Axel Jóhann Hallgrímsson
- Ólafur Ingólfsson
- Rúnar Þór Þórarinsson
- Styrmir Reynisson
- Helga Kristjánsdóttir
- Sæmundur Bjarnason
- Ingimundur Bergmann
- Loftslag.is
- Kjartan Jónsson
- Brattur
- Gunnar Helgi Eysteinsson
- Högni Snær Hauksson
- Jack Daniel's
- Kama Sutra
- Magnús Ragnar (Maggi Raggi).
- Ómar Bjarki Smárason
- Stefán Júlíusson