Leita í fréttum mbl.is

Bloggfærslur mánaðarins, janúar 2013

Sorry! En af hverju gerið þið þetta ekki sjálfir?

Samtök Atvinnulífsins vita það manna best að það eru fullt af peningum til hér til framkvæmda. Skattaumhverfi hér ekki svo frábruðgið og í öðrum löndum.  En þessi mandara um að ríkð eigi sífellt að efna til fleiri framkvæmda er náttúrulega út í hött.  Það er krónan sem veldur því að hingað kemur ekki fjármagn og svo má benda þeim á að þeir hafa á uppgangstímum sparað sér launakostnað með því að flytja inn verkamenn til að komast hjá því að boga Íslendingum sómasamleg laun.  Finnst þessi árátta að heimta allt af ríkinu nú þegar að eru erfiðleikar óþolandi og svo þegar betur gengur þá vilja þessir menn fá ríkiseigur gefins eða nærri því
mbl.is 5.000 störf þýða 20 milljarða
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Gáfuleg samtök Heimssýn - Eða hitt þó heldur.

Var að lesa nýjustu færslu á heimssyn.blog.is Þar segir um gjaldeyrishöftin:

Höftin hafa því stuðlað að aukinni velferð landsmanna. Við skulum jú ekki gleyma því að þrátt fyrir árangursleysi ríkisstjórnar á ýmsum sviðum hefur hagvöxtur hér á landi verið meiri en í flestum öðrum löndum sem við berum okkur saman við. Líklegt að höftin hafi átt sinn þátt í því.

Þetta er svo vitlaust að mínu mati að það eitt ætti að duga til að fólk endurskoðaði afstöðu sína til allra upplýsinga sem frá þeim kom. 


mbl.is Opinn fundur um framtíð umsóknar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Nú það setur Bjarni Ben bara sem stefnumál Sjálfstæðisflokkinn að við segjum okkur frá EES

Væri í þessu tilfelli gott að vita hverning þetta er í Noregi. Málið er að við höfum hér tekið upp tilskipanir frá ESB án þess að raunveruleg heimiild sé til þess í stjórnarskrá. Held að Bjarni tali þarna eins og hann geri sér ekki grein fyrir út á hvða EES gengur. Það er t.d. furðulegt að ætla okkur að vera þátttakendur í sameignilegu viðskiptasvæði ESB og EFTA en láta svo eins og reglur þar komi okkur ekki við. Stjónrnarskráin leyfir okkur heldur ekkert að framselja vald okkar til ESA.
mbl.is „Fullkomin eftirgjöf gagnvart ESB“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Nú eru þeir á því að krónan dugi ekki? Eitthvað nýtt.

Engin þjóð svo ég viti hefur tekið upp Kanadadollar aðrir en þeir sjálfir.  Dollar getum við tekið upp en þar sem við getum ekki prentað hann þá þurfum við væntanlega að kaupa hann allan og ekki bara peningaseðla. Og ef að það á að redda gjaldeyrishöftum þá þurfum við væntanlega að eiga dollara á lager rafrænt til að greiða þær eignir út á einn eða annan hátt.

Og ég bara leyfi mér að efast um að þessar stöðugu þjóðir hafi nokkurn áhuga á að vera í samstarfi við okkur með gjaldmiðil sinn. Þar sem að hagsmunir okkar og Bandaríkjana og Kanada sveiflast bara ekki eins. 

En eins og venjulega finnst mönnum betra að fara í svona óvissuferð en að ganga í ESB og fá gjaldmiðlasamstarf. Frekar að taka upp einhliða mynt og geta svo bara áfram hagað sé ógætilega eins og hingað til. Og með upptöku þessara mynta þá væri öruggt að öllum efnahagsvanda hér yrði ekki velt yfir á fólk með því að fella gengið heldur yrði að leysa það með vöxtum. Og svo atvinnuleysi. Og við hefðum enga möguleika á seðlabanka sem lánaði okkur til þrautavara eða gæti hjálpa okkur við að stýra penignamagni í umferð. 

Úr þessar væntanlegu ályktun á Landsfundi Sjálfstæðisflokks. 

Landsfundur telur að Sjálfstæðisflokknum beri skylda til þess að setja afnám gjaldeyrishafta efst á forgangslista komist hann í ríkisstjórn. Til þess að svo megi vera telur landsfundur rétt að hafist verði handa við undirbúning um að taka í notkun alþjóðlega mynt á Íslandi í stað íslensku krónunnar. Alþjóðlegar myntir sem til greina gætu komið fyrir Ísland eru meðal annars Bandaríkjadalur, evra, Sterlingspund, norsk króna og Kanadadollar,“ segir í drögum að ályktun um efnahagsmál.

Í drögunum segir að Sjálfstæðisflokkurinn telji eðlilegt að láta kanni sérstaklega þau kjör og valkosti sem bjóðast við upptöku Kanadadollars og Bandaríkjadals. Mjög ólíklegt sé að útgáfulönd þessara mynta setji sig upp á móti því að Íslendingar notist við þeirra mynt. Sérstaklega beri að kanna möguleikann á vilja Kanadamanna til samstarfs og stuðnings við slíka gjaldmiðlabreytingu.

 


mbl.is Króna í höftum ekki framtíðargjaldmiðill
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Og þá yrði væntanlega hátíð hér á landi!

Svona miðað við málflutning stjórnarandstöðunar þá myndi fólk reikan með:

  • Að tekjuskattur yrði strax lækkaður um nokkur %
  • Að hér yrðu strax til um 50 þúsund störf.
  • Að hér yrðu öll lán lækkuð um helming. Og eftir málflutning formanns Framsóknar myndum við eignast allar erlendar skuldir okkar á hrakvirði og fá bankana fyrir einhverjar milljónir aftur af kröfuhöfum.
  • Hér munu gjaldeyrishöft bara hverfa án nokkura vandræða. 
  • Krónan verður að flottasta gjaldmiðli heimsins sem allir vilja skipta með.
  • Hér verður mikill samdráttur í opinberarekstrinum en þjónusta aukin svo um munar.

Svo eru það allar sérlausninar fyrir ríkafólkið. Því verður hossað sem mest er hægt því þau gera okkur hin rík. 

 

Come on er fólk hér á landi svo vitlaust að það trúi þessu

Er ekki öllum ljóst að hér varð hrun 2008 og okkur var sagt það þá og hefur verið reglulega sagt það síðan að hér yrðu erfið ár og í raun miklu erfiðari en þau hafa reynst. Það var t.d. bent á að Finnar voru um 10 ár að ná sér að mestu út úr afleiðingum hrunsins hjá þeim. 

En fólk hér á Íslandi nennir ekki að hugsa það kaupir bara gasprið í þeim sem öskrar hæst og býður flottustu skýjaborginar. Jafnvel flokka sem svo sannarlega ganga erinda sérstakra forréttindar hópa.

En nú eru breyttir tímar og taki nýjir flokkar við nú eða í kosningum í apríl þá skulu þeir muna að jafnvel með óbreytta stjónrarskrá eru búið að opan möguleikan á kalla eftir Þjóðarakvæðagreiðslu. T.d. ef þeir ætla að selja vinum sínum fleiri ríkisfyrirtæki eins og Landsvirkjun. Eða ætla að einkavæða heilbrigðisþjónustunna. 

 


mbl.is Vantraust snýst um stöðumat
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Sko ég ætlaði ekki tjá mig meira um þetta mál - En ég get ekki þagað núna

Svona til að byrja með þá er rétt að benda þessum ágæta manni á að það var ekki framsókn sem flutti þetta mál fyrir EFTA dómsstólnum. Það var lögfræðiteymi sem aðrir en hann mynduðu. Það stóð sig mjög vel en jafnvel foringi hans Sigmundur Davíð var ekki einu sinni viss um niðurstöðuna. 

Þó að Indefence hafi unnið gott verk þá eru þeir ekki framsókn og framsókn ekki þeir. Bendi honum svo á að lesa eftirfrandir greinar og fréttir:

http://blog.pressan.is/karl/2013/01/28/eg-hafdi-rett-fyrir-mer/

Þar sem segir m.a. 

Enginn – ekki einu sinni Sigmundur Davíð sem kann þó meira í Evrópurétti en hægt er að kunna – átti von á að fullur sigur ynnist. Ekki heldur sjálft lögfræðingateymið, sem vann greinilega frábærlega og vissi næstmest um málið sjálft og viðeigandi klásúlur í evrópskum rétti.

Lögfræðingarnir voru klökkir í morgun. Málið hefði getað endað skelfilega eða sæmilega. Flestir vonuðu sæmilega. Þeir líka.

Niðurstaðan er vonum framar.

En það vissum við ekki þegar við greiddum atkvæði, gátum ekki vitað og er gegn bæði líkum og væntingum.

Þess vegna hafði ég rétt fyrir mér þegar ég sagði já. Líka þeir sem sögðu nei.

Þeir vildu taka sénsinn, við hin ekki. Enginn vissi hvernig þessu fjárhættuspili myndi ljúka.

Nema kannske Sigmundur Davíð. Núna.

Og þessa

http://www.ruv.is/frett/varar-folk-vid-ad-fagna-um-of

Þar sem segir m.a. 

Skúli telur þó ekki ástæðu til að fagna þessu of mikið, hér sé ekki um íþróttakappleik að ræða og það sé ekki hægt að tala um sigur með einhverri léttúð. Innstæðueigendur í Bretlandi og Hollandi hafi verið fórnarlömb í milliríkjadeilu og allt megi þetta rekja  til starfsemi íslensks banka sem íslensk yfirvöld áttu að hafa eftirlit með. „Ég held að við getum ekki gengið frá þessu máli hlæjandi þó að þessi ágreiningur sé vonandi fyrir bí.“

Og hlusta á þetta viðtal við Jóhannes Karl í Kastljósi 

Þar sem hann m.a. segir að starf lögfræðinga sé m.a. að meta áhættur. Ekkert mál sé þannig að það liggi bara ljóst fyrir. Annast þyrfti aldei dómsstóla. Menn verði að meta áhættu af því að fara með mál fyrir dóm vs. að semja um þau. Og svo framvegis.  Og hann minnir á að það eru 2 ár síðan að seinni þjóðaratkvæðgreiðslan var haldin. Síðan hefði verið samstaða um vörn Íslands og  leiðir og því var nú óvart stýrt af ríkisstjórninni.

http://www.ruv.is/sarpurinn/kastljos/28012013/sigur-malflutningsteymisins

 Það var Árni Páll sem kom öllum aðilum málsins að því að vinna saman og skipaði lögfræðiteymið og Össur síðan sem tók við þessu auk þess sem að utanríkismálanefnd og fleiri hafa unnð að þessu. Framsókn hefur ekkert komið sérstaklega að þessu síðustu tvö árin


mbl.is Eftir Icesave er komið að heimilunum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Svona kannski rétt að benda Sigmundi Davíð á eftirfarandi

Það var ekki ESB sem höfðair mál fyrir EFTA dómsstólnum. Það var jú EFTA stofnun sem er jú stofnun okkar, Noregs og Licehtenstein.  ESB, Holland og Bretland sóttust síðar eftir aðilda að því máli. Vill hann kannski að við segjum okkur úr EFTA og kannski EES til að mótmæla þessu? Honum er líka algjörlega ljóst að flestir sérfræðingar töldu að það væri tæpt að við myndum vinna þetta mál. Sigurinn er afrek lögfræðingateymisins sem við völdum til að vinna að þessu máli. Og miðað við árangur þá er þessi sigur afrek þeirra og þeirra ráðherra tóku að sér að undirbúa varnir Íslands eftir seinni þjóðaratkvæðagreiðsluna. Og hvernig sem hann lætur þá var það núverandi ríkisstjórn sem stóð að þeirri vinnu með samvinnu við alla aðila síðustu 2 árin sem skiaði þessu. Forsetinn sendi jú málin í Þjóðaratkvæði upp á von og óvon og við fórum í þetta mál þó að það væri með öllu óljóst um niðurstöðu þar til klukkan 10:30 í morgun.

Ég verð að viðurkenna að ég vanmat rök Indefence og eflaust hafa verið gerð mistök. En með samningaviðræðum þá tryggðum við þó að við fengum neyðarlán, við borgum nú ekkert af Icesave og ættum því öll að fagna.

Fólk man kannski að það var búið að leggja grunn að samningum með okurvöxtum þegar sjálfstæðisflokkur fór með þessi mál í nóv 2008. Þannig að ef að á kenna um þá koma nú flestir flokkar við sögu.  Reynar ekki Framsókn og Hreyfingin en þó unnu þau að samningunum með fyrirvörunum. Þetta var vandræðamál af því við komum þvi ekki fyrir dóm fyrr en að ESA kærði okkur. 

Ég leit svo á að við þyrftum að borga þetta en gleðst yfir því að þurfa þess ekki. Þetta sparar okkur milljarða upp í þann kostanð sem við höfum þurft að greiða í hærri vöxtum á meðan þessi deila stóð og rúmlega það. 

Svo ég er glaður í dag!


mbl.is „Ætlið þið að biðjast afsökunar?“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Jæja þarf að éta þetta ofan í mig.

Ét hér með allt sem ég hef sagt um Icesave ofan í mig og viðurkenni að þessi leið sem Árni Páll markaði að taka upp markvisst samstarf við stjónarandstöðuna og Indefence um málsvörn var rétt. Og skilað okkur árangri.

Frábær niðurstaða fyrir okkur skulduga þjóðina. 

Í tilkynningu utanríkisráðuneytisins segir:

Dómur EFTA-dómstólsins í Icesave- málinu felur í sér að Ísland er sýknað af kröfum ESA um að vera lýst brotlegt við EES-samninginn. Dómstóllinn hafnar því að íslensk stjórnvöld hafi brotið gegn tilskipun um innstæðutryggingar eða mismunað innstæðueigendum. Það er mikið ánægjuefni að málstaður Íslands hafi orðið ofan á í Icesave-málinu og með niðurstöðu EFTA-dómstólsins er lokið mikilvægum áfanga í langri sögu.

Ísland hefur frá upphafi haldið til haga þeirri lagalegu óvissu sem verið hefur um hvort ríki beri ábyrgð á greiðslu lágmarkstryggingar til innstæðueigenda og lagt þunga áherslu á mikilvægi þess að fá úr því skorið fyrir dómstólum. Á því voru hins vegar ekki raunhæfir möguleikar fyrr en Eftirlitsstofnun EFTA ákvað að skjóta samningsbrotamáli sínu til EFTA-dómstólsins.

Með dóminum er lokið samskiptum við Eftirlitsstofnun EFTA í Icesave-málinu. Lagaleg niðurstaða liggur fyrir og ekki er gert ráð fyrir frekari eftirmálum vegna þess af hennar hálfu. Málið hefur verið einkar erfitt viðureignar bæði innanlands og í erlendum samskiptum og olli meðal annars miklum töfum í framvæmd efnahagsáætlunar stjórnvalda. Nú er Icesave-málið ekki lengur fyrirstaða við endurreisn íslensks efnahagslífs.

Mikilvægt er að halda því til haga að greiðslur úr þrotabúi Landsbankans munu halda áfram óháð niðurstöðu EFTA-dómstólsins. Virði eigna þrotabúsins er nú metið á 1.517 milljarða króna sem er um 200 milljörðum króna umfram forgangskröfur sem nema 1.318 milljörðum króna. Af þessum forgangskröfum eru 1.166 milljarðar vegna Icesave-innstæðureikninga en um 150 milljarðar króna vegna heildsöluinnlána m.a. frá sveitarfélögum, líknarfélögum o.fl.  sem líka hafa fengið greitt. Úr búinu hafa nú þegar verið greiddir 660 milljarðar króna upp í forgangskröfurnar eða um 50% af heildarfjárhæð þeirra. Af því hafa um 585 milljarðar króna runnið til greiðslu upp í kröfur vegna innstæðna á Icesave-reikningum. Það er fjárhæð sem samsvarar röskum 90% af þeim hluta sem bresk og hollensk stjórnvöld lögðu út vegna lágmarkstryggingar.

Gert er ráð fyrir að Icesave-kröfurnar greiðist að fullu af  réttum skuldara þeirra, þrotabúi Landsbankans. Setning neyðarlaganna haustið 2008 þar sem innstæðum var veittur forgangur á almennar kröfur leiðir til þessarar niðurstöðu.

 


mbl.is Ísland vann Icesave-málið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Svona virkar krónan Kafli 6

Af eyjan.is

Laugardagur 26.01.2013 - 20:06 - Ummæli (9)

Kristján Þór vill skoða alla möguleika í gjaldmiðilsmálum – Vandamál fylgja krónunni

Kristján Þór Júlíusson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins. Eyjan/Gunnar

„Ef ekki finnst raunhæf lausn til að leysa þessi vandamál með krónunni ber okkur skylda til að skoða alla möguleika með opnum huga þ.á.m. upptöku nýs gjaldmiðils,“ segir Kristján Þór Júlíusson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins.

Kristján Þór og Tryggvi Þór Herbertsson berjast um efsta sætið á lista Sjálfstæðisflokksins í Norðausturkjördæmi. Það kemur í ljós á morgun hvor þeirra hefur sigur úr býtum, en fyrstu tölur liggja fyrir upp úr hádegi.

Í tilefni prófkjörsins eru frambjóðendurnir spurður út í afstöðu sína til hinna ýmsu mála á vefriti fulltrúaráðs sjálfstæðisfélaganna á Akureyri, meðal annars gjaldmiðilsmálin. Kristján Þór sér ýmis vandkvæði við krónuna og vill skoða alla möguleika.

Ég hef lengi haldið því fram að verðtrygging á neytendalánum sé eitt mesta böl sem fjölskyldur í landinu þurfa að glíma við. Á sama hátt er fyrirtækjum landsins haldið í spennitreyju gjaldeyrishafta sem koma í veg fyrir fjárfestingar, vöxt og eðlilega viðskiptahætti. Ef ekki finnst raunhæf lausn til að leysa þessi vandamál með krónunni ber okkur skylda til að skoða alla möguleika með opnum huga þ.á.m. upptöku nýs gjaldmiðils.

Möguleikarnir eru þó misaðlaðandi í augum Kristjáns. Í það minnsta virðist hann ekki opinn fyrir upptöku evru með aðild að ESB, því hann telur hagsmunum Íslands betur borgið utan ESB. Vill hann að boðað verði til þjóðaratkvæðagreiðslu um áframhald aðildarviðræðna.

Tryggvi er aftur á móti eindreginn krónusinni, en telur að laga þurfi hagstjórnina.

 


mbl.is Niðurstaða birt á morgun
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Næsta síða »

Höfundur

Magnús Helgi Björgvinsson
Magnús Helgi Björgvinsson

Skoðanir Magga um menn og málefni í fréttunum. maggihb@gmail.com Athuga að þetta eru mínar skoðanir og þið megið bara hafa ykkar hentisemi, því ég er að nota mína.

Eldri færslur

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Twitter

Teljari

joomla visitor

Twitter

Tenging við twitter

Um bloggið

Vettvangur Magga

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband