Bloggfærslur mánaðarins, mars 2013
Fimmtudagur, 28. mars 2013
Smá innlegg í umræðu um verðtryggingu og lán.
Tekið af facebooksíðu Hjálmars Gíslasonar.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 18:47 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Fimmtudagur, 28. mars 2013
Kosningabomba Framsóknar og fleiri að hvellspringa í andlit þeirra.
Nú síðustu daga og vikur hefur Sigmundur Davíð og félagar farið hamförum um að hér sé í gangi eitthvað ferli sem eigi að stela peningum frá þeim sem þeir ætluðu að taka af erlendum kröfuhöfum til að borga niður öll lán í landinu og gott betur. En úps það neita bara allir að þetta standi yfir. En fjölmiðlar hafa gripið þetta upp og álitsgjafar og verkalýsðleiðtogar komið með hástemdar yfirlýsingar.
Vilhjálmur Birgirsson sem hefur jú fundað með Framsóknarmönnum síðustu misseri um alla þá eintómu gleði og velsæld fyrir alla sem fylgir afnámi verðtrygginar sagði.
Hafi þeir skömm fyrir og þetta skulum við stoppa af og það með góðu eða illu. Ég skora á alþýðu þessa lands að mótmæla þessum áformum harðlega og ég trúi því ekki að stjórnvöld ætli að láta forsvarsmenn lífeyrissjóðina ganga frá samningum við þessa aðila.
Vilhjálmur segist raunar spyrja sig hvernig það megi vera að þessar viðræður eigi sér stað núna í ljósi þess að það verður kosið eftir 33 daga og ný ríkisstjórn taki við í kjölfarið.
Ef lífeyrissjóðirnir ætla að koma í veg fyrir að hægt sé að nota þetta svigrúm sem hægt er að ná í gegnum samningi við þessa hrægammasjóði til að koma til móts við skuldsett heimili þá kallar það á blóðuga byltingu í mínum huga.
Hann talaði eins og þetta væri í fullum gangi og ætti að svíkja fólk.
Síðast í nótt sagði Eygló:
Hún sagði að framsóknarmenn hefðu áhyggjur af því að fjármálaráðherra væri kominn fram úr sér í viðræðum við kröfuhafa hinna föllnu banka.
Sigurður Ingi:
Varaformaður Framsóknarflokksins segir það stórkostlega varasamt að nota framtíðarlífeyri landsmanna til að kaupa banka, sem að margra mati eru allt of hátt verðmetnir. Með því séu erlendir vogunarsjóðir að koma gróða sínum í skjól á kostnað heimilanna og atvinnulífsins.
Og svona gæti ég rakið áfram. En úps nú hafa bæði Fjármálaráðherra og lífeyrissjóðir sagt að þessar virðræður eru ekki í gangi. Framsókn búin að búa til stóra bólu úr engu og nú eru hún sprungin.
Ekki í viðræðum um kaup á bönkum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Fimmtudagur, 28. mars 2013
Til væntanlegra kjósenda Framsóknar - Kafli 6
Framsóknarmenn gátu ekki stutt sérstakar vaxtabætur til heimila með lánsveð! Þarna kemur grímulaus tvískinngur þeirra fram. Þau segjast í örðu orðinu styðja allt sem kemur heimilum til hjálpar en svo:
Eygló Harðardóttir sagði að þetta væri bara plástur en ekki varanleg lausn á skuldavanda heimilanna. Þessir peningar dygðu kannski bara til þess að ungar barnafjölskyldur gætu kannski keypt sér barnavagn eða bleyjur. Þess vegna ætluðu framsóknarmenn ekki að styðja málið.
Og Gunnar Bragi.
Gunnar Bragi Sveinsson, þingflokksformaður Framsóknarflokksins kallaði þetta dúsu sem dygði heimilunum ekki. Núna ætti að hjálpa hrægammasjóðum. Þetta væri blekking og það trúði þessu enginn.
Þetta er fólki sem sennilega verða ráðherrar hér næsta kjörtímabilið.
Tilvitnanir teknar af smugan.is
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 14:27 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Fimmtudagur, 28. mars 2013
Fagna þessu! - Loks er hafin uppbygging á Landspítalnum!
Fyrir fólk sem er á móti byggingu á nýju húsnæði Landspítalans.
Ef fólk væri með bilaðan bíl mundi það fara með bílinn í viðgerð í gamalt fjós sem væri búið að breyta í verkstæði þar sem bifvélavirkjar gerðu við hann með hamar og meitil sem megin verkfæri? Heldur það að hæfustu bifvélavirkjar fengjust til starfa á slíku verkstæði? Þá kannski sérstaklega ef að hæfum bifvélavirkum biðist störf við mun betir aðstæður í öðrum löndum og meira að segja hærra kaup.
Og heldur fólk að þær viðgerðir væru viðunandi?
Hlutafélag um nýjan spítala samþykkt | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Fimmtudagur, 28. mars 2013
Sama hvað hver segir. Ríkisstjórnin hefur náð árangri við erfiðar aðstæður.
Eftirfarandi er tekið af bloggi Egils Helgasonar:
Ríkisstjórninni tókst ekki:
Að koma í gegn nýrri stjórnarskrá. Það er reyndar nokkuð langt síðan var útséð með það en tilraunir til að reyna að ná einhverri lendingu í stjórnarskrármálinu hafa stórskaðað Samfylkinguna. Þetta sem átti að vera sigurstund fyrir hana, virkar nánast eins og banabiti.
Að breyta fiskveiðistjórnunarkerfinu nema að litlu leyti. Heildarlög um stjórn fiskveiða náðu ekki fram að ganga, einungis hækkun á veiðileyfagjaldi, sem sjálfsagt lækkar aftur í tíð nýrrar ríkisstjórnar. LÍÚ reyndist sterkari en ríkisstjórnin.
Að koma Íslandi í Evrópusambandið. Eins og staðan er núna er líklegast að viðræðum við ESB verði slitið eftir kosningar.
Að endurskipuleggja fjármálakerfið í anda vinstri, félagshyggulegra, sjónarmiða.
Ríkisstjórninni tókst að nokkru leyti:
Að standa vörð um velferðarkerfið. Það var ekki sjálfgefið á tíma bankakreppu, skuldakreppu og gjaldeyriskreppu.
Að ná tökum á efnahagsmálunum þannig að Ísland varð aftur nokkurn veginn gjaldgengt meðal þjóðanna og fær hrós fyrir á alþjóðavettvangi.
Að halda niðri atvinnuleysi.
Að standa vörð um náttúruna í anda stefnu Vinstri grænna. Sumir myndu reyndar telja þetta stöðnunarstefnu, aðrir gætu sagt að VG hafi söðlað um á síðustu metrunum með kísilmálmverksmiðju á Bakka og virkjun í Bjarnarflagi.
Svo eru það skuldamálin sem sífellt er deilt um. Það var ábyggilega óheppilegt orðalag að tala um skjaldborg um heimilin. Þetta er frasi sem hefur orðið býsna dýrkeyptur, það er auðvelt að snúa út úr honum og efast um efndirnar.
Það er náttúrlega ekki svo að ekkert hafi verið gert. Gríðarlegar fjárhæðir hafa verið greiddar út í vaxtabætur, ákveðinn kúfur var tekinn af með svokallaðri 110 prósenta leið. Það var svo ekki ríkisstjórninni að þakka, en gengistryggð lán sem höfðu tíðkast í tíð fyrri stjórna voru dæmd ólögleg.
Verðtrygging er enn við lýði, en nú eru 60 prósent nýrra lána óverðtryggð. Það þýðir að verðtryggingin er að afnema sjálfa sig hvernig sem það á eftir að reynast.
Kosningarnar nú virðast að miklu leyti snúast um að gera meira fyrir skuldara það á alveg eftir að koma í ljós hvernig það gengur eftir og hvort ný ríkisstjórn hefur betri úrræði en sú sem er á förum. Frammistaða hennar verður að sumu leyti dæmd af því.
Sammála að það voru sett full viðamikil markmið í stjórnarsáttmálanum. Flótti manna úr stjónarmeirihluta hjálpaði ekki. Og skærur Framsóknar og Sjálfstæðismanna eru sennilega búin að eyðileggja Alþingi eins og við þekkjum það. Og held að þrátt fyrir vilja manna að laga þetta þá verði nokkur misseri í að menn fari að vinna þar eins og þeir ættu að gera. Þannig held ég að 26 ákvæðið verði mikið notað þ..e að fólk skori á forseta að skrifa ekki undir og safni til þess undirskriftum. Þar er búið að opan leið fyrir minnihluta Alþingis að ráða í raun miklu um stóru átakamálin.
Framsókn með 28,5% | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Miðvikudagur, 27. mars 2013
Ef þetta er rétt hjá Framsókn þá vill ég bara fá minn hlut! 4 milljónir takk!
Ef það er rétt sem maður les úr skrifum og tali Framsóknarmanna um að hægt sé að ná í allt að 400 milljörðum frá vondu körlunum frá útlöndum, þá vill ég bara fá minn hlut.
Nú átti ég íbúðir á árabilinu 1989 til 1995. Þá var dúndrandi verðbólga og því hafa þá færst eigur frá mér til ríkisins sem ég hef aldrei fengið til baka. Um 1995 þá hrökklaðist ég út úr seinni íbúðinni áður en ég varð gjaldþrota. Seldi hana og sat uppi með skuldir sem ég síðan hef verið að greiða niður beint og óbeint. Síðan þá hef ég ekki átt íbúð og búið í Búsetuíbúð. Skuldirnar eru litlar í dag kannski 1 milljón sem ég get tengt við gömlu skuldirnar mínar. Og skulda allt í allt um 2,4 milljónir í dag. En það hefur enginn hjálpað mér við þetta nema að sparisjóður og banki hafa ráðlagt mér og hjálpað mér að ráða við þetta og lifa samt ágætu lífi.
En ef að þessar upphæðir nást hér úr úr kröfuhöfum upp á 400 milljarða þá heimta ég að mitt heimili fái það sem okkur ber af þessari köku. Þ.e. það eru hvað um 110 þúsund heimili og því ætti upphæð á hvert heimili að vera um 3,8 milljónir á hvert þeirra. Svona í ljósi umræðunnar síðustu misseri um flata lækkun lána þá eru það þeir sem hæstar hafa tekjur og stærstu eignirnar sem mundu fá mest af þessum upphæðum ef það þeir eru með hæstu lánin líka eðlilega þar sem þau hafa mörg hæstu tekjurnar líka. Ég er því bara orðinn frekur líka og vill fá mína 4 milljónir af þessum tekjum sem framsókn ætlar að skaffa okkur ókeypis. Ég sætti mig ekkert við að þetta fari bara til sumra. Og kannski á kostnað eldri borgara.
Og svo vill ég að sýnt verði fram á að 400 milljarða innspýting þeirra hækki ekki hér verðbólgu, þenslu og komi hér á gríðarlegum vöxtum til að berjast gegn því. Hefði haldið að ef að það næðist eitthvað út af krónuhengjunni ætti að minnka hagkerfið sem því næmi til að ná froðu héðan út.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 16:35 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
Þriðjudagur, 26. mars 2013
Ekki lýst mér á þetta!
Svona í fljótu bragði þá sýnist mér að kosnigaloforð Framsóknar séu svona:
* Þeir ætla að afnema verðtryggingu á nýjum lánum. En bíddu það geta allir sem hafa greiðslumat til þess tekið óverðtyggð lán. Og þetta gildir ekki fyrir eldri lán.
* Þeir ætla í stríð við alla erlenda fjármagnseigendur sem eiga hér lán og inneignir og ætla að græða á því nóg til að lækka öll lán. Þeir ætla um leið að fá hingað erlenda fjárfestingu.
* Þeir ætla að virkja m.a. í Þjórsá þó að engin sé enn til í að kaupa um 200 mw sem eru nú þegar ónotuð í kerfinu.
* Þeir ætla að auka veiði umfram ráðleggingar og festa kvótann óbreyttan til framtíðar.
* Þeir ætla að lækka hér skatta á fyrirtæki
* Þeir ætla að auka heilbrigðisþjónustu um allt land og skv. ræðum þeirra koma öllum sjúkrahúsum til fyrri tíma.
* Þeir ætla að hafa hér krónu og telja lítið mál að koma samt á stöðugleika.
* Þeir ætla að standa vörð um bændur með tollkvótum og takmörkun á innflutningi á matvöru. Allt á kostnað neytenda. Þannig standa vörð um hagsmuni 5% þjóðarinnar á kostnað okkar hinna.
* Þeir ætla samt um leið að auka matvælaframleiðslu til útflutnings þó að við séum með kvóta við flest lönd og ofurtolla á þessar vörur í flestum löndum þannig að þær eru ekki samkeppnishæfar.
Er nema von að ég hafi ekki trú á því að það séu bjartir tímar framundan. Þetta er svo langt frá því að vera raunhæft.
Smá viðbót.
Það er eins og kjósendur haldi að Framsókn ætli að taka verðtryggingu af þegar teknum lánum. Svo er ekki. Þeir hafa einmitt sagt að þetta eigi bara við ný lán. Það sé eins og fleiri hafa sagt að um þegar tekin lán gilda ákvæði í stjórnarskrá sem banna það að ríkð fari í löglega samninga og færi þá með lögum niður. Þannig að ef fólk hugsar málið þá getur það í dag tekið óverðtryggð lán. Það er flestir bankar sem bjóða þau. Þau eru með 7 til 8% óverðtryggðum vöxtum í dag og svo breytilegir vextir á lánstíma. Þaðan sem bankarnir munu sækja verðbólguáhrifin þ.a. með því að hækka vexti ef verðbólga er há of fólk þarf þá að staðgreiða hækkuniinna. Svo ég sé ekki hvað þetta virðist skipta fólki máli nú í dag þegar það getur hvort eða er tekið þannig lán. Það engin að tala um að lán sem fólk hefur þegar tekið verði tekin og endurreiknuð aftur í tíman óverðtryggt. Framsókn er hinsvegar að boða að þeir ætli að finna peninga til að lækka lán þeirra sem tóku lán frá 2006 til 2008 aðallega. Dreymir um að þeir geti náð í þetta af kröfuhöfum bankana. Sem mér finnst ótrúlegt þar sem þeir eru jú varðir af stjórnarskrá einnig. Þannig að allar líkur eru á að þetta verðum bara við sem borgum þessa leiðréttingu með sköttunum okkar eins og allt annað. Hvort sem fólk skuldaði fyrir eða ekki.
Framsóknarflokkurinn stærstur | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 15:33 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Þriðjudagur, 26. mars 2013
Vandamál nýju framboðana!
- - Það er ekki hægt að stofna flokk og ætla sér að sameinast bara um eitt mál. Að vinna á Alþingi er ekki bara eitt mál og ef menn ætla að vinna saman sem heild þýðir ekkert að þeir ætli sér að hver og einn hafi svo bara sína hentisemi. Það gengur ekki upp og verður til þess að uppúr slitnar jafnvel fyrir kosningar
- - Það gengur ekki að það séu nokkrir menn sem komi saman og safni einhverjum sem hafa Alþingismanni í maganum, en hafa í raun engan sérstakan áhuga á þeim málum sem viðkomandi hópur er að vinna að. Og í raun að verið sé að smala á lista svo að þeir sem upprunalega datt þetta í hug komist á þing.
- -Það er allt í lagi að hafa ríka trú á einhverri hugmynd eða lausn en það verður þá að tryggja að hún sé framkvæmanleg. Og hún sjaldnast réttlætir að heilum flokki sé komið á til að framkvæma hana ef að menn hafa ekkert um allt hitt sem kemur til kasta Alþingis að segja. Það er ljóst t.d. að framboð sem er bara á móti ESB en hefur ekkert annað raunhæft til málana að leggja annað en að copera bara það sem aðrir eru að segja inn í stefnu sína hafa ekkert að gera á Alþingi því að þegar eru þá aðrir með þessa stefnu sem eru kannski búnir að vinna betur að sínum málum.
Laugardagur, 23. mars 2013
Jú Bjarni það hafa margir gert! Þ.e. skattlagt sig út úr kreppu.
Finnar t.d. eftir seinni heimstyrjöld skattlögðu auðmenn til að komast út úr kreppu sem þeir voru í þá. Í flestum löndum sem hafa gengið í gengum kreppu hafa verið hækkaðir skattar. Því það er annað hvort að gera það eða skera niður alla opinbera þjónustu. Bjarni hlýtur að vita að hún er rekin af skattfé. Og þegar tekjur fólks rýrna og skatttekjur með þá er skorið niður eins og hægt er en annars verður að finna tekjustofna ef að ekki á að ganga af henni dauðri. Bendi t.d. á Kýpur, Spán, Grikkland og allar þjóðir sem eru að ganga í gengum kreppu þær eru að hækka skatta. Ekki alla en samt. Eins er Obama að berjast fyrir nýjum sköttum á hæsta tekjuhópinn.
Finnst að svona vitlausum frösum eigi að svara með að sérfræðinga bara skoði hvernig aðrar þjóðir bregaðst við. Hef engan áhuga á að Hannes Hólmsteinn og Bjarni Ben ljúgi bara einhverjum hlutum að okkur sem eiga sér enga stoð í raunveruleikanum.
Enginn skattlagt sig úr kreppu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Föstudagur, 22. mars 2013
Ályktun Alþingis um viðbrögð við skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis frá 2010
Svona til að byrja með þá var þetta samþykkt 63 -0. En síðan má segja að Framsókn og Sjálfstæðismenn hafi barist gegn nær öllum þessum atriðum sem þarna eru sett upp.
- Fólk veit alvega hvernig þessir flokkar láta í stjórnarskrár málinu
- Menn hafa heyrt Sjálfstæðismenn tala um það fari allt of mikill peningur í eftirlitsstofnanir og Framsókn tekði undir það.
Enginn þingfundur á morgun | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Nýjustu færslur
- 22.10.2017 Nokkrar staðreyndir um skattaþróun í tíð hægristjórna
- 29.11.2016 Auðvita er leiðiinlegt að fyrirtækið skuli vera lent í þessu!...
- 7.11.2016 Á meðan að almenningur almennt á ekki kost á svona fyrirkomul...
- 6.11.2016 Garðabær er nú ekki til fyrirmyndar í málefnum þeirra sem þur...
- 1.11.2016 Halló er ekki allt í lagi á Mogganum?
- 30.10.2016 En jafnaðarmennskan hverfur ekkert!
- 29.10.2016 Hönd flokksins
- 29.10.2016 Þetta á erindi við kjósendur
Eldri færslur
- Október 2017
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
- Desember 2006
- Nóvember 2006
- Október 2006
- September 2006
- Júlí 2006
- Júní 2006
- Maí 2006
- Apríl 2006
- Mars 2006
- Febrúar 2006
Tenglar
ESB
Samfylkingin
Maggi B er flokksbundinn samfylkingarmaður í Samfylkingarfélaginu í Kópavogi
Nýjustu færslurnar
- Hérna kemur útskýringin á drónafluginu í USA frá geimgestunum sjálfum: Sumir þessarra dróna gætu átt uppruna sinn frá fólki í öðrum stjörnukerfum og þeir sendir úr móðurskipum í nágrenninu:
- Nýjum heilbrigðisráðherra óskað velfarnaðar í starfi
- Ranghugmynd dagsins - 20241221
- Svona lítur áhöfnin út á nýju " RÍKIS-SKÚTUNNI"; hvort sem að fólk sé með eða á móti þessarri ríkisststjórn:
- Ef gamla samfylkingin er
Teljari
Tenging við twitter
Um bloggið
Vettvangur Magga
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.12.): 3
- Sl. sólarhring: 5
- Sl. viku: 45
- Frá upphafi: 969453
Annað
- Innlit í dag: 3
- Innlit sl. viku: 42
- Gestir í dag: 3
- IP-tölur í dag: 3
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
RSS-straumar
RSS
Hvað er nýtt
RUV
- Augnablik - sæki gögn...
DV
- Augnablik - sæki gögn...
Visir.is
- Augnablik - sæki gögn...
Pressan
- Augnablik - sæki gögn...
Pressan Kaffistofa
- Augnablik - sæki gögn...
Af Eyjunni fréttir
- Augnablik - sæki gögn...
Bloggvinir
- Ingibjörg Hinriksdóttir
- Guðni Már Henningsson
- Kristbjörg Þórisdóttir
- Kristbjörg Þórisdóttir
- Samfylkingin Norðvesturkjördæmi
- Gísli Tryggvason
- Guðríður Arnardóttir
- Guðmundur Magnússon
- Hlynur Hallsson
- Kristján Pétursson
- Vefritid
- Bjarni Harðarson
- Davíð
- Ólöf Ýrr Atladóttir
- Björn Benedikt Guðnason
- Sigurlín Margrét Sigurðardóttir
- Egill Rúnar Sigurðsson
- Hlynur Halldórsson
- Tómas Þóroddsson
- Adda bloggar
- Killer Joe
- Tíðarandinn.is
- Þórður Steinn Guðmunds
- Kolbrún Jónsdóttir
- íd
- Haukur Nikulásson
- Hrannar Björn Arnarsson
- Sigfús Þ. Sigmundsson
- Bleika Eldingin
- Sigurður Sigurðsson
- Inga Lára Helgadóttir
- Björn Emil Traustason
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Björn Heiðdal
- krossgata
- Þröstur Friðþjófsson.
- S. Lúther Gestsson
- Sigurjón Sigurðsson
- Guðrún Helgadóttir
- Jón Ragnar Björnsson
- gudni.is
- Jakob Falur Kristinsson
- Sæþór Helgi Jensson
- Bergþóra Árnadóttir - RIP 15.2.48 - 8.3.07
- Félag Ungra Frjálslyndra
- Alfreð Símonarson
- Hlekkur
- Þorsteinn Briem
- Jonni
- Torfusamtökin
- Gulli litli
- Sigurður Sigurðsson
- Helena Sigurbergsdóttir
- Elías Stefáns.
- viddi
- Oddrún
- Jón Gunnar Bjarkan
- Heimir Eyvindarson
- Himmalingur
- Eygló
- Hólmfríður Bjarnadóttir
- Axel Jóhann Hallgrímsson
- Ólafur Ingólfsson
- Rúnar Þór Þórarinsson
- Styrmir Reynisson
- Helga Kristjánsdóttir
- Sæmundur Bjarnason
- Ingimundur Bergmann
- Loftslag.is
- Kjartan Jónsson
- Brattur
- Gunnar Helgi Eysteinsson
- Högni Snær Hauksson
- Jack Daniel's
- Kama Sutra
- Magnús Ragnar (Maggi Raggi).
- Ómar Bjarki Smárason
- Stefán Júlíusson