Leita í fréttum mbl.is

Bloggfærslur mánaðarins, mars 2013

Smá vangavelta varðandi verðtryggð krónulán vs. óverðtryggð krónulán.

Smá dæmi: Ef við segjum að verðtryggð lán hefðu öll verið afnumin nú um áramót og þeim öllum hefði verið breytt í óverðtryggð lán með breytilegum vöxtum.


Fyrir nokkrum dögum fréttum við að verðbólga væri rokin upp. Seðlabanka væri ætlaða að stöðva það og því væri líklegt að þar sem vitað er að óverðtryggðir vextir af lánum er betri til að stýra neyslu, líklegt að hann myndi þá í gær hafa hækkað stýrivexti um kannski 2% til að bregðast harkalega við að og stöðva þetta.


Segjum að ég væri með 20 milljóna lán óverðtryggt með 7% vöxtum. Þá myndu þeir sennilega hækkað um 2% upp í 9% það þýðir á ársgrundvelli væru hækkanir af afborgun um 400 þúsund krónur. Eða um 33 þúsund á mánuði.


Sorry sé ekki hvernig afnám verðtryggingar hjálpar nokkrum sem er nýbúin eða að kaupa sér íbúð núna. Ef ekki er skipt um gjaldmiðil þá er bara verið að breyta skuldavanda yfir í greiðsluvanda.


Er þetta ekki dæmigert. Eygló þessi vandaða manneskja lögst í bullið

Svona til að byrja með erum við að tala um að körfuhafar ekki ríkið nema að miklum minnihluta vilja selja bankana.  Þegar hún talar um allan þennan meinta gróða þá væri gott að hún sýndi okkur þá útreikninga.  Upprunalega voru körfur á þessa banka um 7000 milljarðar.  Það er talað um um að þær kröfur hafi verið seldar á hrakvirði milli erlendar fjárfesta og sjóða að einhverju leiti en samt hafa þessar kröfur tapast að 85 til 90%

Þegar hún er að tala um að það ætti að lækka verðir sem þeir eru keyptir á þá er nú verið að tala um rúman helming af eigið fé bankana. Finnst það nú nokkuð gott.  Og því lægra verði þeim mun minna fær ríkið nema ð það eigi sína hluti áfram. 

Hvaða sama fólk er hún að tala um sem komi að þessum samning og Icesave. Í dag eru þetta lífeyrissjóðir, Seðlabanki, Stjórnvöld sem eigandi og kröfuhafar? Sá þau ekki koma að þeim samningum nema stjórnvöld.

Ég spyr hvort að fólk fái ekki kvíðahnút ef að framsókn kæmist í þetta. Síðast þegar hann koma að sölu banka þá voru þeir einkavinavæddir til eigenda Framsóknar að stórum hluta. Sbr Búnaðarbanki 

Held að það sé ekki skrítið að fjárfestar sé farnir að huga sér til hreyfings eftir því hvernig Framsókn talar um þá alla sem glæpasjóðir. 

Og ég held að fjárfestar erlendis verði nú ekki líklegir til að koma til lands sem talar um þá sem hóp sem glæpamenn. Og mest hugsað um hvernig eigi að snuða þá sem mest. 

 Hálf hallærislegt að flokkur sem kvartar um að ekkert sé gert í vandmálum vegna gjaldeyrishaft skuli fara af hjörunum þegar verið að er að vinna að lausnum.

Svon væri gott að vita af hverju Framsókn sem er svo umhugað um að þjóðin njóti hags af þessum bönkum skuli hafa barist gegn því að þjóðinn nyt gróðans af hagnaði útgerðamanna með veiðigjaldi. 


mbl.is Gagnrýnir hugmyndir um sölu bankanna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Svo segja menn að ekkert sé verið að gera varðandi kröfuhafa og snjóhengjurnar.

Af visir.is

Slitastjórnir Glitnis og Kaupþings stefna að því að selja Íslandsbanka og Arion banka fyrir nærri 150 milljarða króna. Hlutur íslenska ríkisins í bönkunum er samkvæmt því mati um 14 milljarða króna virði. Viðræður milli stjórnvalda, seðlabankans og kröfuhafa föllnu bankanna standa nú sem hæst.

Kröfuhafar í bú Glitnis og Kaupþings, þar helst erlendir skuldabréfa- og vogunarsjóðir, eiga nú í samningaviðræðum við stjórnvöld um hvernig megi leysa úr stöðu þeirra þannig að fjármálastöðugleika hér á landi verði ekki ógnað, ef kröfuhafarnir fá beinan aðgang að hundruðum milljarða eignum sínum með nauðasamningum.

Í þessu viðræðum er ekki síst einblínt á að selja Íslandsbanka og Arion banka til íslenskra fyrirtækja og fjárfesta, og þannig minnka krónueign erlendu kröfuhafana, og létta um leið þrýstingi á gengi krónunnar til framtíðar litið.

Samkvæmt heimildum fréttastofu er horft til þess að Íslandsbanki og Arion banki verði seldir með margfaldara sem er 0,55 sinnum eigið fé. Miðað við það er Íslandsbanki um 72 milljarða virði og Arion banki ríflega 81 milljarða virði.

Það sem kæmi í hlut ríkisins, ef það myndi ákveði að selja, er um 14 milljarðar útfrá þessu verðmati, 3,5 milljarðar vegna fimm prósenta hlutar í Íslandsbanka og 10,5 milljarðar vegna 13 prósenta hlutar í Arion banka. Kaupendur yrðu að líkindum íslenskir lífeyrissjóðir og aðrir íslenskir fjárfestar, sem þá gætu greitt fyrir með hluta af erlendum eignum sínum, en heildarvirði erlendra eigna lífeyrissjóðanna er í dag ríflega 500 milljarðar króna.

Fleira hangir á spýtunni, en að fá nýja eigendur að bönkunum í samhengi samhliða nauðasamningum við kröfuhafa. Meðal annars vilja erlendir kröfuhafar fá gjaldeyri sem er inn á reikningum Íslandsbanka og í staðinn myndu lánasöfn úr þrotabúi Glitnis sem bera nafnið Haf og Holt, og eru lán í erlendri mynt til sjávarútvegsfyrirtækja og fasteignafélaga m.a., verða hluti af eignasafni Íslandsbanka.

Enginn afsláttur yrði gefinn, heldur yrði um skipti að ræða. Með þessum aðgerðum m.a., samhliða sölu á bönkunum, myndu innlendar krónueignir í eigu þrotabúa Glitnis og Kaupþings fara úr ríflega 400 milljörðum í lítið sem ekkert. Erlendar eignir í þrotabúunum færu þá til kröfuhafa á grundvelli nauðasamninga þar um.

Einnig er horft til þess, í þessum viðræðum stjórnvalda, seðlabankans og kröfuhafa, að endurfjármögnun á skuldum í erlendri mynt geti átt sér stað samhliða sölu bankanna. Meðal annars að lengja í lánum Landsbankans gagnvart kröfuhöfum gamla Landsbankans í erlendri mynt, og jafnvel að koma að endurfjármögnun skulda Orkuveitu Reykjavíkur.


Skattatillögur Sjálfstæðismanna

Var svona aðeins að velta fyrir mér tillögu Sjálfstæðismanna um eitt skattþrep. Fólki lýst kannski ágætlega á það en ég er að velta fyrir mér eftirfarandi:

  • 37,32% af tekjum  0 - 241.475 kr.
  • 40,22% af tekjum  241.476 - 739.509 kr.
  • 46,22% af tekjum yfir 739.509 kr.

Þetta er kefið eins og það er í dag. Þannig að af fyrstu 240 þúsundunum borgum við 37,32% skatt. Síðan af því sem er umfram upp að 739 þúsundum borgum við 40,22%. Og svo fyrir þá sem hafa hærri tekjur en 739 þúsund boga 46% af þeim launahluta sem fer uppfyrir það.

En nú boðar Sjálfstæðisflokkur eitt þrep. Og segjum að hann taki þá leið að leggja niður lægsta og hæsta þrep. Þá er ljóst að skattar á laun undir 241 hækka því þá borga þau 40% skatt af þeim launum. Sem og að þeir sem eru örugglega með tekjur upp að hvað um 400 þúsund borga hærri skatta og í raun alveg upp að 739 þúsundum þó þeir sem eru ofarlega í skattþrepi 2 finni ekki mikið fyrir því . En þeir sem mest græða á þessu eru þeir sem eru vel upp í 3 þrepi í dag. Þeir fengju mikla lækkun á þær upphæðir.  En ljóst að þeir sem mest finna fyrir þessari leið eru láglaunastéttir, örorku og ellilífeyrisþegar sem þá þurfa að borga mun meiri skatta.  Nema að í kjölfarið verið persónuafsláttur hækkaður mjög mikið. 

P.s. af því einhver var að rengja mig áðan þá reiknaði ég þetta bara út fyrir 350 þúsund króna tekjur og svona lítur þetta út:

 

hugsanleg_utfaerslaskattur_1193011.jpg

 

 

 

hugsanleg_utfaerslaskattur2.jpg

 


Svona svona að gefnu tilefni.

Þó ég ólíkt flestum sem blogga viðurkenni að ég fylgi Samfylkingunni að málum um flesta hluti þá er rétt að geta þess að þetta er mitt persónulega blogg. Hér segi ég mínar persónulegu skoðanir! Þær eru ekki skoðanir Samfylkingar og klárt að ég blogga ekki eftir neinni flokkslínu.

Samfylkingarinnar vegna er líka rétt að geta þess að þó ég sé aumur félagi í Samfylkingunni í Kópavogi þá hefur aldrei nokkur í þeim flokki hvorki amast við eða hvatt mig til þessara skrifa. Þetta er gert mér til skemmtunar og aðeins mínar skoðanir á fréttum, flokkum og mönnum og því sem þau standa fyrir. Mönnum sem líka ekki skrif mín er vinsamlegast bent á að lesa þá bara ekki bloggið mitt. Alveg líka frjálst að vera ósammála mér og setja í athugasemdir.  En ég geri þá krófu að menn séu ekki með ómerkilegt skítkast í mínum húsum (svæði) og ef mér obýður þá eiga menn ekki að vera hissa á því að það verði tekið út. 

Finnst stundum eins og ég lesi úr athugasemdum að fólk haldi að svona bloggum sé haldið út af flokkum eða fólk fengið til að skrifa en svo er ekki með mig og mitt blogg. Enda held ég að Samfylkingin hafi heilan hafsjó af mjög vel skrifandi mönnum sem þeir myndu þá beita í þeim tilgangi.  Held bara hreinlega að það sé engin sem skrifar blogg sem eru pöntuð fyrir Samfylkingu.

Annars bara góðar stundir og megi ég sem oftast fara í taugarnar á fólki.  Er löngu búin að gera facebook vini vitlausa af röflinu í mér. En ég hef skoðanir og held áfram að skrifa þær hér. 


Óvönduð frásögn af könnun á fylgi flokkana

Ef ég heyrði rétt í fréttum á Bylgunni í hádeginu. Þá kom í endan á fréttinni eitthvað á þessa leið: Rétt er þó að geta þess að 42% neituðu að svara eða voru óákveðnir. Þar með er þessi könnun byggð á svörum um 500 af 800 sem náðist í.

Það er bara allt annað mál. Það þýðir að fylgið er á fleygi ferð og líklegt að Framsókn sé búði að ná í sitt fylgi fólks sem trúir á þessar lausnir þeirra sem þeir eiga þó eftir að skýra almennilega því rökin fyrir þeim eins og þau eru í dag halda ekki vatni.

T.d. að það hjálpi fjölskyldum sem eiga erfitt með að greða skuldir sínar í dag að banna bara verðtryggingu og taka upp óverðtryggð lán. Því afborganir af þeim eru sannanlega þyngri fyrri hluta lánstíma. Eða allt að 30% þyngir. Það hjálpar því nákvæmlega ekkert. Og með að láta kröfuhafa bera lækkun lána nær ekki nokkri átt því að bankar eru bara með um 17% af verðtryggðum húsnæðislánum. 82% lána eru á vegum Íbúðalánasjóðs og lífeyrissjóða og þá eigum við nú sjálf. Þannig að þær afskrftir þyrftu því að dreifast á okkur öll með hærri sköttum.


Svona í ljósi framboðslista Framsóknar - Hvaða snillingar í hverju kjördæmi skaffa þetta fylgi?

Hef verið að kíkja á lista Framsóknar um landið og leita á hvaða snillinga fólk sér að komi til með að bæta hér stöðu landsins næsta kjörtímabil.

Reykjavíkurkjördæmi suður

1. Vigdís Hauksdóttir Hún er þá væntanlega sú sem fólk sér að komi til með að bjarga stöðu okkar sem ráðherra. En ég ætla ekki að kasta í hana steinum úr járnhúsi. 

2. Karl Garðarsson. Skrifaði grein þar sem hann sagðist ekki hafa ráðið við að taka óverðtryggt lán.


Reykjavíkurkjördæmi norður

1. Frosti Sigurjónsson. Talar virkilega fyrir nýjum leiðum en ekkert í takt við það sem Framsókn var að samþykkja á Landsfundi.

2. Sigrún Magnúsdóttir

 

SV kjördæmi

Eygló Þóra Harðardóttir Ágæt og hugsandi þingmaður

Willum Þór Þórsson Lögfræðingur og knattspyrnu þjálfari. Annað þekkr maður ekki 


Suðurkjördæmi

Sigurður Ingi Jóhannsson,  Alþingismaður sem talar í sífellu um virkjanir þó að nú þegar sé í kerfinu orka til einar stóriðju sem ekki hefur tekist að selja. 

Silja Dögg Gunnarsdóttir varabæjarfulltrúi Reykjanesbæ þekki ég ekki 

Noðrausturkjördæmi:

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson formaður og maður ótrúlegar patentlausna sem allar eiga að lenda á einhverjum vondum kröfuhöfum sem reynda eiga enga aðilda að um 70% allra íbúðalána því þau eru við Íbúðalánasjóð og Lifeyrissjóði. 

Höskuldur Þórhallsson Hefur nú ekki skipt miklu máli síðasta kjörtímabil.

Norðvesturkjördæmi

1. Gunnar Bragi Sveinsson, alþingismaður, Sauðárkróki Hefur fólki virkilega fundist hann vera ráðherraefni eða haft eitthvað nema upphrópanir og læti til málana að leggja þetta kjörtímabil. Og er mjög tengdur Kaupfélagi Skagfirðinga í umræðunni.

2. Ásmundur Einar Daðason, alþingismaður og bóndi, Lambeyrum. Um hann vill ég helst ekki ræða nema að á augnabliki breytist hann úr umhverfissinna og vinstrimanni yfir í harðan hægri mann sem vill allt virkja. Framsóknarmaður sem svindlaði sér inn á þing í gengum annan flokk. 

 

En hvað er það í þessum hóp fólks sem veldur því að 25% þjóðarinnar heldur að þar fari fólk sem bjargi Íslandi.?  Sorry ég bara sé það ekki og held að nokkrir þarna séu hreinlega hættulegir ef þau komast í stjórnunarstöður.

P.s. ekki getur það verið Icesave!  Því dæmi er lokið


mbl.is Fylgi Sjálfstæðisflokksins minnkar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða

Höfundur

Magnús Helgi Björgvinsson
Magnús Helgi Björgvinsson

Skoðanir Magga um menn og málefni í fréttunum. maggihb@gmail.com Athuga að þetta eru mínar skoðanir og þið megið bara hafa ykkar hentisemi, því ég er að nota mína.

Eldri færslur

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Twitter

Teljari

joomla visitor

Twitter

Tenging við twitter

Um bloggið

Vettvangur Magga

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband