Leita í fréttum mbl.is

Bloggfærslur mánaðarins, mars 2013

Kannski rétt að benda formanni Bændasamtakana og varaþingmanni Framsóknar á þetta:

Frétt af www.ruv.is

Mörg sóknarfæri gæfust fyrir dreifbýlið á Íslandi ef við gengjum í Evrópusambandið. Það segir Halldór Halldórsson, formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga.

Ráðgjafanefnd Íslands og Svæðanefndar Evrópusambandsins héldu sinn fyrsta fund í gær. Menn sátu í borgarstjórnarsal Ráðhússins í Reykjavík og ræddu þátttöku íslenskra sveitarfélaga í aðildarferlinu og í evrópskum byggðamálum. Halldór Halldórsson, formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga, áður bæjarstjóri á Ísafirði, stýrir héraðanefndinni af hálfu Íslands. Hann sagði að fulltrúar Evrópusambandsins hefðu komið með margar góðar ábendingar varðandi hugsanlega aðild Íslands að bandalaginu. Halldór sagði Speglinum frá ráðleggingum sem íslensku sveitarstjórnarmennirnir fengu varðandi meðferð byggðasjóðanna sem ESB deilir styrkjum úr. Byggðastefna Evrópusambandsins er einfaldari og skilvirkari en sú sem við þekkjum til á Íslandi, sagði Halldór. Hann fullyrðir að það komi betur í ljós þegar kaflarnir um landbúnað- og sjávarútveg verða teknir til umfjöllunar. Rætt er við Halldór í Spegli dagsins.

 


mbl.is Sindri formaður Bændasamtakanna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Kannski er Bjarni Ben bara í hreinum minnihluta skv. þessu:

Úr viðtali við Össur á eyjan.is áðan

Framsókn hefur mjög skýra landsfundarsamþykkt um að ljúka endurskoðun stjórnarskrárinnar á komandi kjörtímabili og hlýtur þá að vera til í að flytja málið þangað. Framsókn, ekki síst formaðurinn og ýmsir þingmenn, hafa ítrekað lagt áherslu á að semja um þjóðareign á auðlindum, einsog landsfundurinn ályktaði líka um, og hafa líka talað um ákvæði um þjóðaratkvæði. Ég hef ekki reynt Framsókn, og síst Sigmund Davíð, að því að standa ekki við sín orð.

Það væri því skv. þessu brot á ályktun flokksþings þeirra  að slíta vilja ekki semja um málið núna. 

Þingflokkur þeirra ályktaði í janúar:

Þingflokkur framsóknarmanna leggur áherslu á ákvæði um náttúruauðlindir og aukið beint lýðræði en er opinn fyrir því að skoða fleiri ákvæði í þessu sambandi. Þingflokkurinn telur einnig að samráðshópurinn eigi að freista þess að leggja höfuðlínur um hvernig skuli halda á málum á komandi kjörtímabili svo öll undirbúningsvinnan við stjórnarskárbreytingarnar nýtist sem best. Þingflokkur framsóknarmanna leggur til að formlegar viðræður hefjist formlega strax á morgun, þriðjudaginn 22. Janúar 2013. 

Og hér er kafli úr samþykktun Flokksfundar Framsóknar

Við þær aðstæður sem nú eru uppi virðist farsælast að afgreiða á yfirstandandi þingi þau ákvæði sem samkomulag næst um. Framsóknarflokkurinn mun beita sér fyrir því að ljúka endurskoðun stjórnarskráarinnar á komandi kjörtímabili. Við þá vinnu verði höfð hliðsjón affyrirliggjandi gögnum

Og  þar segir líka

Framsóknarflokkurinn er hlynntur endurskoðun á stjórnarskrá lýðveldisins en gera verður kröfu til þess að undirbúningur sé vandaður og að haft sé samráð við ólíka aðila. Breytingar ástjórnarskránni verði ekki undir neinum kringumstæðum þvingaðar í gegn með valdboði stjórnvalda.

Markmið Framsóknarflokksins um nýtt auðlindaákvæðií stjórnarskrá, raunverulegan aðskilnað framkvæmdavalds og löggjafarvalds auk skýrs ákvæðis um beint lýðræði, eru mikilvægustu breytingarnar sem gera þarf á stjórnarskrá Íslands.
Framsóknarflokkurinn vill að vægi atkvæða verði jafnað eins og kostur er en hafnar því alfarið að landið verði gert að einu kjördæmi. Frekar þarf að horfa til þess að fjölga kjördæmum frá því sem nú er. Framsóknarflokkurinn er hlynntur persónukjöri.
Styrkja þarf stöðu Alþingis gagnvart framkvæmdavaldinu þannig að sjálfstæði Alþingis séraunverulegt. Alþingi verður þess vegna að ráða yfir fjármagni til þess að geta leitaðsérfræðiaðstoðar.



mbl.is Brú byggð yfir á næsta kjörtímabil
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Þetta skaltu skoða áður en þú trúir aðferðum Sjálfstæðismanna

Ef að fólk les Hannes Hólmstein, Birgir Þór og Skafta sem og les landsfundarsamþykktir Sjálfstæðismanna þá vita mennað þeirra drauma staða er módel sem líkist Bandaríkjunum sem byggja jú að mestu á hugmyndum kapitalista.

Hér í þessu videói geta menn séð hvernig auður og tekjur í Bandaríkjunum skiptast. Hverning fólk vill að þær skiptist og hvernig það heldur að þær skiptist og hvernig þetta er í raun og veru. 

 


 


Fyrst komu þeir........

Fannst þetta flott og í stíl við málflutning sumra sjálfstæðismanna. 

Tekið af síðu Agnars Kristján Þorsteinssonar

 

Fyrst komu þeir….

Fyrst komu þeir og fjarlægðu fræðimennina

Og ég sagði ekki neitt.

Þar sem ég var ekki fræðimaður.

 

Svo komu þeir og fjarlægðu listamennina.

Og ég sagði ekki neitt.

Þar sem ég var ekki listamaður.

 

Síðan næst komu þeir og fjarlægðu embættismennina.

Og ég sagði ekki neitt.

Þar sem ég var ekki embættismaður.

 

Svo næst komu þeir og fjarlægðu fjölmiðlamennina.

Og ég sagði ekki neitt.

Þar sem ég var ekki fjölmiðlamaður.

 

Síðan komu þeir og fjarlægðu andófsmennina

Og ég sagði ekki neitt.

Þar sem ég var ekki andófsmaður.

 

Svo komu þeir og fjarlægðu mig.

Og þá var enginn eftir til að verja mig fyrir hreinsunum Sjálfstæðisfloksins.

 

Agnar Kristján Þorsteinsson
Agnar Kristján Þorsteinsson
Agnar Kristján Þorsteinsson
Agnar Kristján Þorsteinsson

 


Fyrst að verið er að tala um Silfur Egils. Smá um orð Friðriks Jónssonar.

Friðrík Jónsson gleymdi í Silfri Egils áðan að koma inn þetta sem hann skrifaði fyrir nokkum vikum. En þetta gengur út á að fólk verði í kjölfar afnáms verðtryggingar að taka á sig skell. Lækkandi húsnæðisverð, lækkaðan kaupmátt, lækkun á ráðstöfunartekjum og að vextir verði markvisst notaðir til að stýra neyslu. Svona eins og umræðan er í dag held ég að fáir séu tilbúnir í það.

"En til skemmri tíma versna kjörin þar sem standa þarf fullan straum af raunkostnaði lánsins strax, í stað þess að greiðsludreifa honum til framtíðar. Það mun valda samdrætti í ráðstöfunartekjum, kaupmætti, hagvexti og fjárfestingu. Fólk neyðist til að draga úr tilhneigingu sinni til að lifa um efni fram, sem verðtryggingin ýtir undir, og augljóslega við aukna áhættu lánveitandans í lánveitingum mun áhættuþóknun í gegnum vaxtagjaldið hækka.

Áhrifin til skemmri tíma af afnámi verðtryggingar eru sem sagt „neikvæð“ á meðan að vinnst ofan af “ókeypishádegisverðar” áhrifunum og fólk áttar sig á því að það getur ekki lengur falsað kaupmátt sinn með greiðsludreifingu raunvaxtakostnaðar í gegnum verðtrygginguna. S.s. eftir afnám verðtryggingar hefur þú bara efni á að kaupa þér 60fm íbúð af því að þú getur ekki lengur platað þig upp í kaupmátt sem leyfir þér kaup á 90fm íbúð, og bankinn hefur ekki lengur beinan hag af því að ýta undir yfirspennta skuldsetningu þína. Ekki misskilja mig, ég er á móti verðtryggingunni, en við verðum hins vegar að gera okkur grein fyrir fullum áhrifum afnáms hennar, jákvæðum og neikvæðum."

mbl.is Kjósendur hafi nú skýra valkosti
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ég er alveg ösku reiður!

Hér talar Bjarni Ben sem hefur kvartað hástöfum um að öll vinna Alþingis hafi verið klúður vegna skorts á samráði. Nú er honum boðið til samráðs um að koma á móts við vilja þjóðarinnar skv. þjóðaratkvæðagreiðslur 20 október. Og viti menn þá slær hann það út af borðinu og gefur fyllilega í skyn að ekkert eigi að gera með vinnu þessa kjörtímabils eða niðurstöðuna frá 20 október.

Og hvað skildi trufala hann í hugmyndum Árna Páls? Jú m.a. þetta:

 Jafnvel þó það ætti einungis að ræða það atriði [auðlindaákvæðið - innsk.blm.] eitt og sér þá er staðan varðandi það ákvæði sú að það hefur lengi verið vilji hjá öllum flokkum, að því er mér sýnist, til þess að komast að samkomulagi um slíkt ákvæði í stjórnarskrá - en sú útfærsla sem hefur verið kynnt til sögunnar af stjórnarflokkunum er fullkomlega óásættanleg - algerlega. Hún er allt annars eðlis heldur en niðurstaða auðlindanefndarinnar frá árinu 2000. Hún er líka mjög frábrugðin niðurstöðu stjórnlaganefndarinnar,“ segir Bjarni.

Veit ekki hvernig kaflinn um auðlindir er nú eftir breytingar síðustu vikna en hugmyndin eftir 1 umræðu og nefnd var að hann væri á þessa leið:

Auðlindir í náttúru Íslands sem ekki eru í einkaeigu eru sameiginleg og ævarandi eign þjóðarinnar. Sama máli gegnir um eignarréttindi sem taka til vatns, jarðhita og jarðefna í eigu ríkisins eða ríkisfyrirtækja. Enginn getur fengið auðlindirnar og réttindin eða réttindi tengd þeim til eignar eða varanlegra afnota og aldrei má selja þær eða veðsetja. Handhafar löggjafar- og framkvæmdarvalds fara með forsjá, vörslu og ráðstöfunarrétt auðlindanna og réttindanna í umboði þjóðarinnar.
              Til þjóðareignar skv. 1. mgr. teljast nytjastofnar og aðrar auðlindir hafs og hafsbotns innan íslenskrar lögsögu, vatn og önnur þau náttúrugæði sem ekki eru í einkaeigu, svo sem vatnsafl, jarðhiti og jarðefni í þjóðlendum. Í eignarlöndum takmarkast réttur til auðlinda undir yfirborði jarðar innan eignarlanda við venjulega hagnýtingu fasteignar. Með lögum má kveða á um þjóðareign á auðlindum undir tiltekinni dýpt frá yfirborði jarðar. 

Og þetta fer í taugarnar á hagmunaöflum sem eiga Sjálfstæðisflokkinn. Og sennilega í Framsókn líka. 

Held að þrátt fyrir sáttartilraunir Árna Páls í dag og vegna viðbragða við þeim þá eigi að keyra þetta mál í gegn núna með hörku og nota ákvæði um að krefjast atkvæðagreiðslu eftir eðlilegan umræðutíma. Síðan láta verða kosningar og leyfa þjóðinni að sjá þegar að flokkarnir 2 sem um 50% ætla að kjósa skv. skoðanakönnum fella málið á nýju þingi. Þar með tæki þessi stjórnarskrá ekki gildi og engar breytingar yrðu á henni gerða það kjörtímabil. 

Sérstaklega fannst mér svar Bjarna um að ekki væri hægt að binda hendur næsta þings um að vinna þetta mál áfram gjörsamlega ömurlegt og honum til skammar. 


mbl.is „Hendur næsta þings ekki bundnar“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Látum helvítin hafna þessu breytingum á næsta þingi!

Hef verið sammála því að semja um breytingarnar á Stjórmarskráinni þannig að hluti þeirra yrði á næsta kjörtímabili. En eftir að hafa hlustað á útvarpsfréttir nú klukkan 18 skipti ég alveg um skoðun. Því þar er haft eftir Bjarna Ben:

Hann segir hins vegar engar forsendur til viðræðna um auðlindaákvæðið eins og það lítur út nú. Þá sé ríkisstjórnin ekki í stöðu til að binda hendur næsta þings með ályktun um áframhald málsins og ekki komi til greina að samþykkja það.

Þar með er ljóst að Sjálfstæðismenn vilja engar breytingar og því segi ég við stjórnarliða: Berjið breytingarnar í gegn núna! Það þarf að fjalla aftur um þær eftir kosningar á nýju þingi svo þær taki gildi og látum þá helvítin bera ábyrgð á því að synja nýrri stjórnarskrá staðfestingar! Þá verður það eitthvað sem fylgir Sjálfstæðismönnum og Framsókn það sem eftir er af líftíma þessara flokka að þeir hafi hundsað þjóðarvilja og því að almenningur fengi meira beint lýðræði. 

Fréttin á ruv.is 


mbl.is „Óafsakanlegur glannaskapur“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Nokkur smá vandamál á þessari tillögu!

Nú boða Framsóknarmenn að slíta eigi viðræðum við ESB. Og um leið eru landbúnaður hér rekin á undanþágum miðað við alla viðskiptasamninga okkar erlendis. Ljóst að það yrði aldrei samþykkt að hér væru háir tolla á innflutning á landabúnaðarvörum og um leið háir ríkisstyrkir á framleiðslu Landbúnaðarvara ef að Framsókn dreymir um stórkostlegan útflutning. Því að það myndi skekkja samkeppnisstöðu annarra þjóða.

Með inngöngu í ESB myndu framleiðslustyrkir breytast í byggðastyrki og þar með væri þeirri mismunun aflétt. En án þess að ganga í ESB þá mundum við aldrei getað haldið því til lengdar að selja á markaði þar sem aðrar þjóðir væru að selja á og halda þessum styrkjum til bænda óbreyttum sem og háum tollum og banni við innflutning á landbúnaðarvörum.  Svo hægt að benda á að Kína á enn gríðarlegt svæði sem þeir gætu ræktað á þannig að þetta er bara ekki rétt hjá Framsókn. 

Þetta er kosningabragð til að reyna að mjólka aðeins fleiri atkvæði af landsbyggðinni. Svoan svipað og eiturlyfjalaust Ísland árið 2002

 

387545_10151442920967086_1219412073_n.jpg

 


mbl.is Vilja stóraukna matvælaframleiðslu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Mín skoðun

Hef verið á því í nokkra mánuði í ljósi þess að stjónarandstaðan getur tafið út í það óendanlega að afgreiða stjórnarskrár málið og fellt það eftir kosningar þar sem að það þarf að samþykkja á 2 þingum að skynsamlegast sé að semja um að afgreiða nú það sem flestir geta samþykkt. Og um leið að gera lagalega bindandi samþykkt um tímasetta áætlun á næsta kjörtímabili um afgreiðslu á restinni sem ekki næst samkomulag um nú.

Annars eru líkur á að engu verði breytt. 

Þannig að ég deili ekki á Árna Pál fyrir orð hans í dag.


mbl.is Klárast ekki á kjörtímabilinu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Höfundur

Magnús Helgi Björgvinsson
Magnús Helgi Björgvinsson

Skoðanir Magga um menn og málefni í fréttunum. maggihb@gmail.com Athuga að þetta eru mínar skoðanir og þið megið bara hafa ykkar hentisemi, því ég er að nota mína.

Eldri færslur

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Twitter

Teljari

joomla visitor

Twitter

Tenging við twitter

Um bloggið

Vettvangur Magga

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband