Leita í fréttum mbl.is

Bloggfærslur mánaðarins, júní 2013

Stjórnin sem allir misskilja og snúa út úr fyrir.

Nokkrar tilvitnanir sem Sigmundur Davíð segir að við séum bara að misskilja:

Fyrir kosningar sagði  Sigmundur á facebook

 

sigmundur_fyrir_kosningar.jpg
 
 
 

 

Og í dag sagði hann um viðtal við Össur: 

 

simid_1205247.jpg
 
 

 

Svona talar hann um andstæðinga.

Svona mæltist Bjarna Ben í þjóðmenningarhúsinu sem svo allir misskilja:

Athygli vakti að sérstaklega var talað um tannlækningar barna í kynningu ráðherranna í dag sem dæmi um ný aukin útgjöld ríkissjóðs. Bjarni segir að tannlækningarnar séu ekki sérstaklega á lista yfir verkefni sem eigi að hætta við en þær verði þó skoðaðar eins og annað. Þjónustusamningurinn kosti um einn milljarð á ársgrundvelli og ekki hafi verið fundnar neinar tekjur til að mæta þeim útgjöldum.  

Þeir þuldu upp fjáútlát sem þyrfti að endurskoða en nú er þetta allt einn misskilningur. 

Þeir voru með undralausnir á öllu fyrir kosnginar en þurfa nú að setja allt í nefndir og ráð því það þarf að kanna öll þessi mál. Samt hefur maður lesið viðtöl við mann sem segir að hann hafi verið búin að reikna þetta allt út fyrir Sigmund. Og fyrirkosnignar sögðu frambjóðendur framsóknar að efnahags sérfæðinefnd flokksins væri búin að kanna og vinna allar þessar tillögur varðandi skuldalækkanir. 

En nú er þetta allt misskilingur og útúrsnúningar. 

 


Er dálítið hugsi yfir þeim sem skrifa athugsemdir við blogg svona almennt hér á blog.is

Nú hef ég bloggað í nokkuð langan tíma. Það er skýrt tekið fram á forsíðunni hér hjá mér að þetta eru mín skrif og mínar skoðanir.  En hér þurfa alltaf reglulega að birtast í athugasemdum menn sem eru svo miklir besservissar að þeir telja sig þess umkomna að lýsa því yfir að ég sé með afbirgðum heimskur, haldi fram algjöru bulli og ætti bara helst að skjóta mig.  Það sem mér finnst hlægilegt er að þessir sömu menn hafa nú sumir endurtekið þessi skrif sín reglulega um áraraðir. Sem er náttúrulega merki um þeirra eigin greind. Ef þeir hafa ekki vit á að því að sleppa að lesa það sem þeim finnst bulli í mér hvað segir það um þeirra eigin greind.  Enda finnst mér að þeirra hugmyndir um mál séu yfirleitt hugmyndir sem þeir gleypa hráar upp úr Mogganum og/eða mjög einhliða málflutningi annarra miðla.  Svona hugmyndir eins og ESB sé eitthvað leynifélag sem ætli að stela hverum og fossum af okkur. Og ESB sé birtingarmynd hins illa. Sem segir þá að þær 500 milljónir manna sem eru í ESB séu þá allt nytsamir vitleysingjar sem sjái þetta bara ekki.

Ég held oft upp mjög einhliða málflutningi og studdi í þessum skrifum og víðar fyrrverandi stjórn í flestum færslum. Bæði var það að ég er jafnaðarmaður og flokksbundin í Samfylkingu og taldi að þau væru að gera flest rétt í erfiðri stöðu. En líka var það til að vera aðeins mótvægi við allan kórinn sem gagnrýndi þau án þess að hafa fyrir því önnur rök en þau sem stjórnarandstaðan þá fékk þeim í hendur og stóðust oft ekki skoðun.  Og svo líka bara til að skemmta mér. Því ég hef gaman að rökræðum.  

En mér leiðist þegar rökræður og gagnrýni verða að persónulegu skítkasti.  Og sér í lagi þegar það er frá mönnum sem ég sé með því að skoða hvað þeir skrifa sjálfir eða annarstaðar að hafa fátt skynsamlegt að segja um mál en eru önnum kafnir við að ráðast að persónum með leiðinlegum skrifum. 

Ég tók ákvörðun um að samvinna við Evrópuríki væri eina von okkar um stöðuga framtíð og efnahagslíf upp úr 1994 þegar ég var búin að kynna mér EES samstarfið og sjá svo hversu mikil tækifæri það færði okkur. Aðallega í formi þess að við gátum þá aukið hér hagvöxt því að við gátum selt vörur okkar innan Evrópu án þess að þær væru tollaðar í botn.  Nú sé ég ekki að við getum t.d. aukið hagvöxt t.d. með fiskveiðum nema að við náum að gera úr honum meiri verðmæti en úps það er ekki hægt þar sem að við getum ekki fullunnið hann hér vegna þess að þá ber hann tolla innan ESB. Eins er með kjöt og mjólkurafurðir. Þetta er m..a vegna þess að við vildum hafa hér innflutningsbann á landbúnaðarvörum.  Á meðan við getum ekki veitt stöðugt miklu meira þá verðum við að gera meiri verðmæti úr hverjum fisk og helst að skapa við það störf hér. En það getum við ekki í dag.  

Ég bið menn að virða það að ég er ekkert að breyta um skoðun. Ég skrifa hér áfram þegar ég nenni og þeir sem þola það ekki, vita það núna og geta því sleppt því að koma hingað á síðuna.  Menn mega alveg vera ósammála mér en ég er að verða pirraður á skítkasti þannig að þær athugasemdir gætu horfið sporlaust og viðkomandi ip tölur settar í bann hjá mér.  

Ég nenni ekki að láta einhverja leiðinda gutta eyðileggja skemmtunina fyrir mér.  Ég hef gaman af stjórnmálum og þjóðmálum og vill tala um mínar skoðanir á þeim. 

P.s. það eru alls ekki allir sem skrifa athugasemdir við færslur mínar sem ég er að tala um. Ég hef áður sagt að ég hef ekkert á móti þeim sem eru ósammála og þeir færi rök sín í athugasemdum. Og það eru þó nokkrir sem rekast hér inn reglulega og eru málefnalegir og reyna að koma fyrir mig vitinu. En aðrir eru leiðinlegri og þá vil ég helst losna við héðan.  Enda hefði ég ekki áhuga á að eiga svoleiðis pennavini sem ég vissi að væru aðallega í að gera lítið úr þeim sem þeir væru að skrifast á við. Og vekur mann til umhugsunar um hvernig samskiptum  þeirra við annað fólk er  háttað.

Og að lokum smá innlegg til þeirra sem skrifa hér og eru með höfðið á kafi  þar sem sólin aldrei skín, þetta er ábending frá Sverri Stormsker:

 


 


Af hverju er ég svo ákafur að við náum samningum um aðild að ESB!

  • Fyrir það fyrst þá horfði ég í það í löngu fyrir hrun að við höfum þrátt fyrir um 80 ára tilraunir ekki náð neinum tökum á krónunni eða á nokkurn hátt stöðugleika hér nema örstutt tímabil sem síðan hafa reynst vera innistæðulaus.
  • Við erum bundin af því að þurfa alltaf að vera hér með nokkur hundruð miljarða í gjaldeyrir í sjóðum til að geta keypt nauðsynjar frá útlöndum og því líklegt síðan í hruni að við verðum þá um áraraðir í gjaldeyrishöftum því aðrar þjóðir skipta ekki við okkur í krónum.
  • Allar aðrar þjóðir í næsta nágreni okkar hafa brugðist við kreppu með því að ganga í ESB og hefur vegnað vel. Sbr. Svíþjóð og Finnland. Og áður Danmörk.
  • Varðandi framtíðar hagvöxt tel ég okkur nauðsyn að geta gert meiri verðmæti úr auðlindum okkar. En í dag þá verðum við að flytja allt hráefni út óunnið eða lítið unnið því annars lendir það í fullum tollum og er ekki samkeppnisfært á mörkuðum. Sbr. fisk, landbúnaðarvöru og fleira.
  • Eins og krónan er í dag og höftin þá er líklegt að sífellt verði auknar líkur á að fyrirtæki hér flyti höfuðstöðvarnar sínar erlendis þar sem þau endast ekki lengi hér innan hafta.
  • Síðan held ég að við hefðum ekkert nema hag af því að auka samstarf okkar við Evrópu.

Það er búið að gera ESB að einhverri "Grýlu" hér á landi. En ég furða mig á því að ef þetta er rétt að engin þjóð er þá á leiðinni þaðan út. Jú það er röflað um það í nokkrum löndum en þegar viðkomandi flokkar komast til valda þá kemur í ljós að allir telja hag ríkjana betur borgið innan ESB.  

Engin að segja að ESB sé lausn á öllu. Enda sjáum við það í Grikklandi og fleiri löndum. En úps ESB er ekki samveldi. Þ.e. að hver þjóð verður að huga að sínum málum. Og þau eins og við geta komið sér í efnahagsklúður. 

En sem komið er hefur engin hér komið með framtíðarsýn fyrir Ísland sem er betri en ég sé fyrir mér með inngöngu í ESB. 

Hér hafa verið hrun:

1968 til 1971 sem við brugðumst við með að ganga í EFTA og þá loks fórum við að fikra okkur upp frá því að vera með fátækustu þjóðum í Evrópu.

Um 1985 man ég að fólk var að sligast undan verðtryggðum lánum og hér var óðaverðbólga næstu árin. 

1988 til 1992 sem við brugðumst við með að ganga í EES. Eftir það tókum við stökk upp alla lífkjaralista

1999 eða 2000 varð hér hrun sem var tæklað með frjálshyggju og gríðarlegum lántökum og stórframkvæmdum sem héldu upp fölskum lífskjörum. 

2008 varð hér hrun sem sendur enn yfir og eins og horfir í dag virðast stjórnvöld ætla að reyna að varpa skuldum vegna þess yfir á börn og barnabörn okkar. 

Ég leyfi mér að kenna örhagkerfi okkar um þessar stöðugu sveiflur sé vegna krónunnar. Og okkur hefur marg verið sagt að örhagkerfi verða alltaf hávaxtasvæði.


Bara svona að velta fyrir mér höfundi þessarar fréttar.

Er það virkilega í lagi að blað sem vill láta taka sig alvarlega láti fréttamann sem er fyrrum stjórnarmaður í Heimssýn skirfa næstum allar fréttir og fréttaskýringar varðandi ESB og aðildarviðræður. Bara svona að velta þessu fyrir mér. Og eins þá er ég að velta fyrir mér varðandi yfirstjórn fiskveiða. Ef þetta er eins og þarna stendur að viðkomandi ríki sem hafa ein nýtingu á fiskistofnum ráði veiðinni og kvótanum. Hvaða máli skiptir það þá okkur að þurfa að bera það undir ESB. Nú eru engir aðrir sem fá að veiða þennan fisk. Útgerðamenn óánægðir á hverju ári með úthlutun. Og gera svo allt sitt til að við fáum ekki of mikð af arðinum af þessum veiðum sínum.
mbl.is Valdið hjá Evrópusambandinu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Nú er Gunnar Bragi orðinn ábyrgur fyrir ýmsu sem gæti gerst næstu árin:

Smá hugleiðing í framhaldi af orðum og gerðum Gunnars Braga í Brussel í dag.
Númer 1. Nú er Gunnar Bragi orðinn persónulega ábyrgur fyrir næsta hruni krónunnar! Og þar með vöxtum og skuldum heimilanna til lengri tíma.
Númer 2. Nú er Gunnar Bragi orðinn persónulega ábyrgur fyrir því ef að okkur gæti vantað verulegan gjaldeyrir til viðbótar því sem við eigum í dag til að greiða af lánum okkar og kaupa inn neysluvörur.
Númer 3Nú eru hann Gunnar og félagar orðnir ábyrgir fyrir því að hér verður ekki tekinn upp alþjóðlega viðurkenndur gjaldmiðill næstu ár og sennilega áratugi.
Númer 4. Nú er Gunnar Bragi og félagar orðnir persónulega ábyrgir fyrir þvi ef að erlendir fjárfestar munu ekki þora að fara hér í langtímafjárfestingar í ljósi þess að vá skiptum örugglega ekki um gjaldmiðil.
Númer 5. Nú er Gunnar Bragi orðinn persónulega ábyrgur fyrir því ef að ESB og Noregur fara í kjölfarið að beita sér af öllu afli í Makríldeilunni. Og eins þá er líklegt að ESB haldi ekkert aftur af t.d. Hollandi og Bretlandi í uppgjöri Landsbankans.
Númer 6. Nú er Gunnar og co orðnir ábyrgir fyrir því að það er sennilega ekki hægt að leysa snjóhengjuna næstu árin þar sem við eigum ekki möguleika á að taka upp evru og leysa þar með hluta vandans.
Númer 7. Nú eru Gunnar og co ábyrgir fyrir því að skaffa peninga til að nútímavæða hér ýmis kerfi sem ipa styrkir hafa verið notaðir í.

Þetta eru hlutir sem fólk á að vera vakandi fyrir. Framsóknarflokkurinn er ábyrgur fyrir því ef að staða okkar á allan hátt batnar ekki næstu árin. Og ábyrgir fyrir því að loka einni af fáum leiðum okkar til framtíðar að auka hér hagvöxt með því að opna fyrir okkur tolllausa markaði á vörum frá okkur til Evrópu. Því vegna innflutningshafta hér þá bera allar fullunnar vörur okkar fulla tolla í ESB löndum.

mbl.is Vonsvikinn með ákvörðun Íslands
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Þeir geta ekki látið eins og þeir hafi ekki vitað að staða ríkissjóðs var viðkvæm!

Nú þegar að Bjarni litli og Simmi fluttu okkur „ömurlega stöðu ríkisins" í Þjóðmenningarhúsinu áðan fannst mér þeir gleyma einni lausn. Af hverju ekki bara að stofna sjóð kalla hann kannski leiðréttingarsjóð. Setja í hann kannski 300 milljarða eða 350 jafnvel. Nota svo megnið af honum til að lækka skuldir heimilana. Nota svo restina til að lækka fjárlagahallann og afgangin til að bjarga vanda íbúðalánasjóðs.  Láta svo sjóðinn brenna upp í verðbólgubálinu sem kveiknar væntanlega í kjölfar allra fjárfestinganna sem eru á leiðinni hjá þeim. Nú eða láta vaxtamun boga það næstu 50 árin. Nú eða hafa afborgunina kúlu sem barnabörn okkar borga þegar við erum á elliheimilinu.  Eða láta kröfuhafa borga þetta.
Svo væri ágætt að menn skoðuðu umræðunna fyrir kosnignar þar sem bæði Vg og Samfylkingin sögðu að staðan væri viðkvæm og ekki mikið svigrúm.  Hætta svo að kenna örðum að þeir koma ekki til með að geta gert allt fyrir alla.
Og svo væri rétt að minna þá á að þeir ætla strax skv. loforði að afnema allar skerðingar, þeir ætla að bæta og auka þjónustu í heilbrigðis og velferðarkerfinu, menntakerfinu. Lækka skatta á alla og afnema gjöld af fyrirtækjum.   Þeir sögðu að allar tillögur þeirra væru útfærðar og byggðar á mikilli vinnu og athugunum.

Í því sambandi er furðulegt að .þeir  segi núna:

Hvorki Sigmundur né Bjarni vildu gefa út í hverju sá niðurskurður sem nauðsynlegur verði til að ná endum saman í rekstri ríkissjóðs sé, en lögðu áherslu á að aukinn hagvöxtur væri leiðin út úr þeim vanda sem er til staðar, en ekki eingöngu niðurskurður.

Væri t.d. ágætt að minna á ummæli þeirra um að gera vel við heilbrigðisstarfsfólk. 

Held að þeir séu nú að undirbúa fólk í að takasta á við lækkun tekna ríkisins vegna afnáms veiðigjalda, auðlegðarskatta, ýmisa fjármagnstekjuskatta og fleira. Og um leið og almenningur verðu að sætta sig við engar lækkanir og minni lækkanir lána.  Held að þetta sé stór leiksýning sem á að selja fólki nú næstu misseri sem endar í að úrvalsfólkið fær bankana og fyrirtækins sem þeir eiga á hrakvirði. 


mbl.is Staða ríkissjóðs verri en talið var
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Varðandi þessar njósnir!

Ég er með teljara á þessari bloggsíðu minni. Gerði mér það að leik einhverntíma, finn það ekki núna að skrifa nafn eins og Al-Qaeda Afganistan og Osama bin Laden minnir mig og viti menn að á teljaranum sá ég 2x fljótlega á eftir að á síðuna höfðu einhverjir komið sem voru á netinu í gegnum netaðgang frá Bandaríksa hernum. Veit ekki hvort þetta var tilviljun. Menn náttúrulega detta t.d. í gegnum google oft inn á furðulegustu síður. En síðan hef ég velt fyrir mér einhverju sem ég las að til væru ofurtölvur m.a. í Bandaríkjunum sem stöðugt greindur það sem verið er verið að dæla á netið og leituðu upp svona orð og greindu um hvað væri verið að fjalla á þeim síðum.  Nú ætla ég að fylgjast með hér á eftir. 

 

Smá viðbót.

Nú í morgun sést vel að þessi orð kalla fram heimsóknir úr öllum heimsálfum. Vill ekki birta nánari upplýsingar en eru á þessu korti Þetta er síðustu heimsóknir inn á síðunna.:

 

kort_heimasi_a.jpg

 


mbl.is Uppljóstrari stígur fram
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Icesave ekki næstum lokið

Athyglisverður pistill Þorsteins Pálssonar í Fréttablaðinu í dag. Þar segir hann m.a.

Fyrst er að líta til þess að í kröfuhafahópi gamla bankans sitja á fleti fyrir ríkisstjórnir Bretlands og Hollands vegna Icesave-skuldarinnar. Með öðrum orðum: Það mál er afturgengið. Steingrímur J. Sigfússon staðhæfði á Sprengisandi í byrjun vikunnar að Icesave-málið væri nú að leysast af sjálfu sér. Ósk Landsbankans um samninga sýnir að það er rangt. Nú þarf enn einu sinni að semja fyrir hönd skattgreiðenda við ríkisstjórnir þessara landa.

Í þessu sambandi er líka eðlilegt að spurt sé: Lofuðu ekki forseti Íslands og núverandi forsætisráðherra að Icesave væri úr sögunni með þjóðaratkvæðinu? Lofuðu þeir ekki aftur að það væri úr sögunni með EFTA-dómnum? Svarið er: Jú, þeir gerðu það; en sögðu ósatt.

Og síðar:

Eins og sakir standa er líklegt að ekki reyni á hótunina. En það breytir ekki hinu að hótun ber að setja fram í styrkleika en ekki veikleika. Viðsemjendunum þarf með öðrum orðum að vera ljóst að Íslendingar séu fúsir og sáttir að búa við þær aðstæður sem framkvæmd hennar myndi kalla yfir þá.

Þegar að er gáð er ekki víst að svo sé. Varanleg viðskiptahöft munu koma með meiri þunga niður á Íslendingum sjálfum en kröfuhöfunum. Hvert ár í höftum er dýrt fyrir þjóðarbúskapinn. Þetta vita kröfuhafarnir og ríkisstjórnir Bretlands og Hollands. Samt sem áður má ætla að þeir sem hlut eiga að máli líti svo á að allir hafi hag af lausn málsins.

Ef gjaldeyrishöftin eru varanlegur veruleiki á að viðurkenna þann veikleika en ekki halda hinu fram að þau séu hástig fullveldisréttarins í átökum við illa innrætta útlendinga. Fyrstu stóru utanríkispólitísku mistök Íslands voru að hóta Bandaríkjunum með uppsögn varnarsamningsins. Þeir fóru og við stóðum ekki við hótunina, enda hefði það verið andstætt þjóðarhagsmunum.

Þriðja pólitíska hliðin sem vert er að líta á í þessu samhengi er að samningar við kröfuhafa duga ekki til að afnema höftin. Þar þarf miklu meira til. Yfirlýsing ríkisstjórnarinnar um að neita að horfa á og ræða aðra kosti í gjaldmiðilsmálum en krónuna þrengir stöðu Íslands og gerir landið þar af leiðandi of háð velvild kröfuhafanna. Við svo búið er hæpið að staðhæfa að fullveldisréttinum sé beitt til hins ýtrasta til að verja íslenska almannahagsmuni.


Nokkur stórfurðuleg atriði úr fréttum í byrjun nýrrar stjónrar Framsóknar og Sjálfstæðismanna

  1. Sigurður Ingi í Bændablaðinu
    „ Ertu þá að segja að í framtíðinni verði umhverfisráðuneytið óþarft, vegna þess að málaflokkurinn hafi verið tekinn inn í öll önnur ráðuneyti?

    Sigurður Ingi: „Já, það má í raun segja að það gæti verið ein niðurstaðan. Það er nú þó þannig að það er alltaf einhver stjórnsýsla í kringum leyfisveitingar og annað slíkt sem ekki hverfur og henni þarf að finna stað.“
    Já var það ekki! Hvað voru menn þá að æsa sig þegar að umhverfissamtök sögðu að leggja ætti umhverfisráðuneytið niður. Það er það sem Sigurður er að boð.

  2. Sigmundur Davíð í dag:

    En þetta mál er hins vegar hvorki hefðbundið utanríkispólitískt eða innanríkispólitískt mál, heldur fullveldismál. Og það heyrir í raun undir forsetann,“"

    Já er það ekki! Er forsetinn þá orðinn Konungur hér. Verður hann þá að gera alla samninga okkar við alþjóðleg samtök og aðrar þjóðir. Eins og ESB, EFTA, NATÓ, SÞ en allir þessir samninga og fleiri fela í sér að framsal fullveldis er þar að einhverju leiti.

  3. ESB embættismenn höfðu samband við Utanríkisráðuneytið eftir ræðu Forseta til að fá að vita hver hér á landi færi með eiginlega mað  utanríkismál okkar.

Þetta er að verða furðulegt land hér. Stefnir í að Forseti verði hér eins konar kongur. Við setjum mann sem m.a. umhverfisráðherra sem ætlar að leggja það niður. Nú þegar allar þjóðir eru að auka á umhverfisvernd og stækka þau ráðuneyti hjá sér. 


Framkvæmdastjórn ESB tekur ekki undir orð forsetans: Íslandi standa allar dyr opnar

Hvernig væri að Bjarni Ben, Ólafur Ragnar og Sigmundur Davíð mundu biðjast afsökunar að hafa reynt að ljúga að þjóðinni í fréttum í kvöld og á Alþingi í gær.

Auðvita vita ESB menn að viðræðurnar eru á leið í frost eða slit en það er óþarfi fyrir þessa æðstu menn Íslands að ljúga að okkur að það sé ESB að kenna. Segja bara eins og er -  Simmi, Bjarni og Ólafur vilja ekki í ESB og eiga þá bara að taka ábyrgðina á því en ekki kenna öðurm um. 

„Sú ákvörðun að hefja aðildarviðræður við Ísland var einróma samþykkt af öllum aðildarríkjum sambandsins. Sú ákvörðun er enn í gildi,“ segir Peter Stano, talsmaður stækkunarstjóra Evrópusambandsins, þegar hann var inntur eftir viðbrögðum við þeirri fullyrðingu forseta Íslands að innan ESB sé ekki lengur áhugi á að ljúka aðildarviðræðunum.

[...]

 

Stano segir við Eyjuna að Evrópusambandið sé tilbúið til áframhaldandi viðræðna við Ísland, þrátt fyrir ummæli forsetans í gær.

"Við berum fulla virðingu fyrir afstöðu ríkisstjórnarinnar og vilja íslensku þjóðarinnar, en framkvæmdastjórnin er þess fullviss að ESB verði tilbúið með afstöðu í samningaviðræðunum sem tekur mið af sérstöðu Íslands um leið og staðið verður vörð um regluverk sambandins og gerir íslensku þjóðinni kleift að taka upplýsta ákvörðun, þegar þar að kemur. Skuldbinding Evrópusambandins þess efnis, sé það vilji íslensku ríkisstjórnarinnar, er óbreytt." eyjan.is

 


« Fyrri síða | Næsta síða »

Höfundur

Magnús Helgi Björgvinsson
Magnús Helgi Björgvinsson

Skoðanir Magga um menn og málefni í fréttunum. maggihb@gmail.com Athuga að þetta eru mínar skoðanir og þið megið bara hafa ykkar hentisemi, því ég er að nota mína.

Eldri færslur

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Twitter

Teljari

joomla visitor

Twitter

Tenging við twitter

Um bloggið

Vettvangur Magga

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband