Leita í fréttum mbl.is

Bloggfærslur mánaðarins, febrúar 2014

Ok skítt með ESB! En hver er þá framtíðarsýn núverandi stjórnar

Svona eins og þeir hafa eytt fyrsta árinu þá hefur maður ekki séð neina framtíðarsýn í gerðum þeirra eða orðum.  Svona nærri því að þeir vilji ekkert sjá sig nema um það sem þeir ætla að gera mesta lagi hálft ár fram í tímann.

  • Hvað á að gera með krónuna sem rýrnar stöðugt?
  • Hvað á að gera meða vextina?
  • Hvernig á að tryggja lága verðbólgu varanlega? Með örumynnt þá vitum við að ein t.d. stóriðjuframkvæmd með virkun þýðir um 2 til 3% aukning á verðbólgu i 2 til 3 ár í þessu örhagkerfi.
  • Hvað á að gera með gjaldeyrirhöft. Þurfum við að taka aftur upp vöruskipti eins og fyrir EFTA þegar við þurftum að kaupa bíla af Rússum svo þeir væru tilbúnir að skipta við okkur með olíu fyrir fisk.
  • Hvernig verður hugsanlegaum krónueignum eins og bönkunum ráðstafað ef að þeir falla í okkar hendur verða þeir færðir einhverjum útvöldum?

Sorry treysti þessum silfurskeiðungum ekki fyrir horn. Og þessi skyndákvörðun um að slíta viðræðum við ESB er ekki bara af því að þeir raunverulega haldi að hagsmunum okkar sé betur borgið utan þess. Til þess hafa þeir of miklar upplýsingar. það er eitthvað sem býr að baki þessu vitið til .


Af hverju ég vildi að við sæktum um ESB og gengu þar inn!

Jæja þá virðist vera út séð um að við fáum nokkurntíma að sjá samning við ESB og kjósa um hann. Í því tilefni er rétt að benda á m.a. af hverju ég var á því að við ættum að ganga þarna inn. Það verður víst ekki af því næstu áratugi því ESB kemur ekkert tll með að sætta sig við að hefja þetta aftur eftir að viðræðum verður slitið. Og svo mikið af forpokuðu liði sem hér býr að aldrei yrði samstaða um það aftur sem réttlætti að hefja þessar viðræður aftur.

Nú fyrir það fyrsta þá horfði ég til frændþjóða okkar Svía og Finna. Þegar hrunið varð hjá þeim þá var það eitt það fyrsta sem þeir ákváðu að ganga inn í ESB m.a. til að örva viðskipalífið og fjárfestingar.  Fann þessa töflu í frétt af rannsókn sem Þorvaldur Gylfason gerði varðandi kaupmátt launa sem hluta af landsframleiðslu.

throun_kaupmattar.jpg

Þarna sést þróun kaupmáttar landsframleiðslu hjá frændþjóðum okkar. Finnar og Svíar gengu í ESB 1995. Norðmenn feldu samninginn hvað 51% á móti 49 en fundu síðan endalausa olíu og hafa því orðið ríkasta þjóð í heimi. Danir voru í ESB. Og eins og sjá má hefur kaupmáttur landsframleiðslu aukist frá 1996 jafnt og þétt á meðan að okkar staða hefur nærri setið í stað. Við vorum jú á nærri sama stað og þessar þjóðir 1990. Svo maður spyr hvað hefur breyst. Við höfum jú verið að hrósa okkur af fjölgun Stóriðju, sjálfbærum fiskveiðum og allta það en samt eykst hér kaupmáttur landsframleiðslu á hverja vinnustund varla nokkuð ef við miðum okkur við aðra þjóðir. 

Þetta held ég að sé m.a. draumur fyrir menn sem hafa hér tekjur í erlendum gjaldmiðli eins og útgerðir. Þær m.a. borga hér um 3x lægri laun fyrir fiskvinnslu en nágranaþjóðir okkar og með lágum launum þá kemur líka að fólk vinnu hér miklu meira til að komast af sbr þessa mynd úr sömu frétt.

vinnustundir.jpg

Á þessari mynd sést að við vinnu miklu meira en aðrar nágranaþjóðir en samt hefur stöðugt nú sigið á ógæfu hliðina. 

Auk þessa þá höfum við síðstu 50 ár tekið stærstu framfaraskref í lifkjörum og hagsæld þegar við höfum gengið til samstarfs við aðra en nákvæmlega sömu úrtölu raddir hafa dunið á þjóðinni þá. Bæði þegar við gerðumst aðilar að EFTA og eins varðandi EES. En ekkert af því sem menn sögðu að myndi gerast neikvætt gerðist. Heldur tóku við framfara tímar hér og engir vildu að við hefðum ekki gengið til samstarfs við aðrar þjóðir þá. Nú er staðan sú að all flestar Evrópu þjóðir kjósa að vera í þessu samstarfi og allar í kring um okkur nema Noregur. Og já ekkert bull um Grænland og Færeyjar. Þær eru báðar að töluverðuleiti á framfæri Danmörku sem er jú í ESB. 

En sem sagt nú opnaði sá flokkur [sem ég hélt að yrði skynsamur og frysti þessa viðræður við ESB út kjörtímabilið] á að slíta viðræðum. Þar með verða gjaldeyrishöft, veikur gjaldmiðill og stöðugleiki á þeirra ábyrgð næstu áratugnina því að viðræður við ESB verða ekki mögulegar næstu áratugi eftir að við slítum þeim. 


mbl.is Umsóknin verði dregin til baka
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Geri orð Vilhjáms Bjarnasonar að mínum!

Í ræðu á Alþingi í dag sagði hann í lok ræðunar:

:

„Mig hins vegar óar við þeirri framtíð, sem við mér blasti í 10 fréttunum í gærkvöldi, þegar ég hugsaði til Þjóðbrókar mikillar – það var þáttur hér í útvarpi sem var kölluð Þjðoðbrók – þ.e.a.s. þegar herferð Heimssýnar þ.e.a.s. samtaka gegn hugsanlegri ESB-aðild, herferðin hófst á Sauðarkróki. Mig óaði við þeirri framtíð og ég óska að svo verði ekki. Og það fyrsta sem mér datt í hug þegar ég horfði á fréttirnar voru orð Þorgeirs [Hávarssonar] í Fóstbræðrasögu eða Gerplu: ‘Ek em íslenskur maður og mig fýsir lítt að fara að siðum annarra manna.’

Kannski erum við Íslendingar ekki hæfir í samfélagi þjóðanna og að getur vel verið að það verði niðurstaða manna.

Ég veit að ég tala hér þvert á afstöðu flestra sjálfstæðismanna – eða þingmanna sjálfstæðisflokksins, – og ég leyfi mér það. En hins vegar þá vil ég vekja athygli á því að það eru margir sjálfstæðismenn, sérstaklega í stétt atvinnurekenda og þeirra sem bera ábyrgð á lífskjörum fólks í þessu landi, sem eru annarrar skoðunar en meginhluti þingflokks sjálfstæðisflokksins.

Og ég stend með íslensku atvinnulífi og vinnandi fólki og vil hag þess sem bestan, ég vil að þeir Íslendingar, sem munu búa hér í landinu eftir minn dag, muni búa í góðu landi og þess vegna óska ég eftir því að þessum aðildarviðræðum verði lokið með því að það verði samið ellegar að samningar takist ekki, þá nær það ekki lengra, og þá verðum við bara að lappa upp á þennan samning sem er kallaður samningurinn um Evrópska efnahagssvæðið, sem er náttúrlega bráðabirgðagjörð. En guð forði mér frá því sem var að gerast á Sauðárkróki í gær.

Enda fékk ég grænar bólur þegar ég sá fréttirnar í gærkvöldi. Annar eins molbúarskapur og þjóðernisrembu bull hef ég ekki séð. 


Vantar að nefna dæmi um þjóðir með svona mikla sérstöðu sem ekki hafi fengið undanþágur varanlegar

Finnst að það sé mikið í lagt að geta fullyrt svona nema að nefna dæmi! Nú ef það eru möguleikar á að varanlegar undanþágur fáist þá eigum við náttúrulega að klára að opna alla kafla og kanna málið. Nú ef ekki fæst viðunandi lausn þá verður ekki skrifað undir. Og ef  það er skrifað undir og lausnir fyrir okkur eru ekki nógu góðar verður samningurinn feldur í þjóðarakvæði!

Og eins mætti vera skýrar í þessari skýrslu hver staða okkar væri þarna inni án undanþága en væntanlega með öll þau réttindin sem t.d. þjóðir eru nú þegar með í ESB eins og landbúnað á harðbýlum svæðum. Og eins réttindin til að aðrir veiði ekki ekki í staðbundum stofnum sem ekki hafa þar nýlega veiðireynslu.  Önnur ríki virðast plumma sig í þessu hér í kring um okkur sem búa við svipuð skilyrði. 

En miðað við að í EES samningum var sífellt sagt að við fengjum engar sérlausnir tókst nú samt að fá m.a. undanþágur frá innflutningi á kjöti og mörgu öðru .

Svo nú er bara að byrja í rólegheitunum að klára það sem vantaði upp á. Nú við fáum ekki viðunandi samninga þá það, þá getur ESB átt sig. En ef við fáum viðundani samninga þá er hvert ár sem við drögum þetta slæmt því að fyrr sem við semjum því fyrr losnum við við krónuna, tolla á innfluttar matvöruru og ekki síst á unnan matvörur eins og fisk, mjölkurvörur, kjöt og fleira sem við gætum selt erlendis en getum ekki í dag nema með tollum. 


mbl.is Óraunsætt að undanþágur fáist
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Undanþágur og sérúrræði eru varanleg í ESB samningum! Þingmenn og fleiri skulda okkur afsökunarbeiðni!

Úr frétt á ruv.is

Staðreyndin sé sú að fengju Íslendingar inn undanþáguákvæði í aðildarsamning sinn á sviði landbúnaðar eða sjávarútvegs, geti Evrópusambandið ekki afnumið þær undanþágur einhliða, Íslendingar yrðu að vera samþykkir því afnámi, annars gildi undanþágan áfram. „Ef það er þannig frágengið í aðildarsamningnum að það sé tryggt að þetta séu í raun og veru hluti af aðildarsamningnum, ekki hluti af afleiddum rétti, þá er það rétt.“

Og enn frekar segir 

Gunnar Þór Pétursson, dósent við lagadeild Háskólans í Reykjavík og sérfræðingur í Evrópurétti, segir að aðildarsamningur njóti sömu stöðu og stofnsáttmálar ESB, þetta séu þjóðréttarsamningar sem séu settir á fundum aðildarríkja þar sem hvert ríki hefur eitt atkvæði. Undanþágum í slíkum aðildarsamningi geti Evrópusambandið ekki breytt einhliða.

Sem sagt ef samið yrði um undanþágur eða sérákvæði þá verður því ekki breytt nema að við óskum þess.

Væri ekki rétt að þessir þingmenn og Heimssýnarpakkið bæði þjóðina afsökunar á að ljúga að henni blákalt


mbl.is „Við hvað eru menn hræddir?“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Þau gerast varla dýpri og skýrari svör en frá þessum framsóknarmönnum.

Vigdís í Kastljósi í gær:

"Fyrst þarf ég aðeins að bregðast við því að ég vil nú helst tala um fortíðina og horfa til framtíðar og standa hér í nútíðinni en heldur að vera að líta til baka..."."

Gunnar Bragi á Alþingi í dag:

ESB er í raun ekki í stakk búið til að taka á móti velmegandi ríki eins og Ísland og eiga samninga um aðild á jafnræðisgrundvelli.

Væri reyndar hægt a skrifa löng blogg um viðtalið við Vigdísi og það sem hún lét þar út úr sér eins og:

svo eru alþingiskosningar bindandi þjóðaratkvæðagreiðsla ef svo má á orði komast. Það urðu hér kosningaúrslit í vor…,“

Og gáfulegheit frá Gunnari um stöðuna í Úkraínu nú og í Evrópu fyrir 20 til 30 árum

En ég nenni því ekki að sinni enda þið sem kusuð þetta fólk eruð  sennilega mjög ánægð með þau og árangur þeirra hingað til. Enda við öll orðin aðilar að "velmegunar ríki" skv. Gunnari Braga. 


Nokkur dæmi um undanþágur og sérlausnir

Eftirfarandi er úr pistli eftir Jón Sigurðsson fyrrverandi formanns Framsóknar á pressunni:

    349. grein Lissabonsáttmálans kveður á um algera sérstöðu í landbúnaði og fiskveiðum á Azoreyjum, Kanaríeyjum, Madeira og fleiri eyjum innan ESB. Megintakmörkunin á algeru sjálfræði og sérstöðu er að eyjarskeggjar mega þá ekki nota þessa aðstöðu og styrki ESB til að flytja afurðir inn á markað ESB á niðursettu verði.

*    Í lokagrein Lissabonsáttmálans er ákvæði sem meinar öðrum en dönskum ríkisborgunum og þeim sem fasta búsetu hafa í landinu að kaupa sér íbúðarhúsnæði, svo sem tómstundahús, í Danmörku.

* Samkvæmt reglum ESB um stöðug hlutföll og nálægðarreglu verða Íslandsmið, ef til aðildar Íslands kæmi, sérstakt fiskveiðistjórnunarsvæði með sérstöku regluverki og engir aðrir en Íslendingar hafa þar veiðirétt. Þá yrði sérstakt svæðisráð skipað hér (RAC).

* Í samningum þeim sem gerðir hafa verið um gjaldmiðlamál er ýmis sérákvæði að finna, sérstaklega varðandi Breta, önnur varðandi Dani, og enn önnur fyrir Svía.

* Í aðildarsamningi Finna eru ákvæði sem heimila þeim miklu meiri aðstoð við innlendan landbúnað en ella tíðkast innan ESB.

* Í aðildarsamningum Svía, Finna og Austurríkismanna eru ákvæði um landbúnað á harðbýlum norðurslóðum og í afskekktum Alpasveitum.

*    Í 2. bókun með aðildarsamningi Finnlands er ákvæði um sérréttindi heimamanna, ,,hembygdsrätt" íbúa á Álandseyjum. Mega útlendingar ekki kaupa þar fasteignir, jarðeignir eða fyrirtæki nema hafa þar fasta búsetu. Þessi ákvæði ganga miklu lengra en reglur okkar um eignarhald í íslenskum sjávarútvegi.

* Sérstök ákvæði gilda um fiskveiðar á miðum umhverfis Hjaltland. Ýmsar takmarkanir gilda þar um aðkomuskip. Hjaltlandsmið eru sérstakt fiskveiðistjórnarsvæði, einnig Írlandsmið, Norðursjór, Eystrasalt, Azoreyjamið, Kanarí- og Madeiramið, og Miðjarðarhaf.

* Í aðildarsamningi Möltu og fylgiskjölum eru ákvæði um sérréttindi heimamanna að því er lýtur að fasteignum, íbúðarhúsnæði og atvinnurekstri. Þar eru einnig ákvæði um sérstaka landhelgi sem nær yfir talsverðan hluta hafsvæðisins í átt til Sikileyjar. Fróðlegt er að skoða viðbæti III.8 og 6. bókun með aðildarsamningi Maltverja.

* Í frumvarpi að aðildarsamningi sem Norðmenn felldu eru ákvæði um að fiskimið suður og suðvestur af Noregi fylgi sameiginlegu fiskveiðistjórnunarsvæði þar, en annað sérstakt norskt fiskveiðistjórnunarsvæði verði norður með Noregsströndum.

* Í fylgiskjali III.A.12 með aðildarsamningi sem Norðmenn felldu eru ákvæði um eignarhald á fiskiskipum.

* Ítalir hafa samþykki ESB fyrir margvíslegum sérreglum um skattamál á tilteknum svæðum á landsbyggðinni. Svipuð dæmi mætti nefna úr fleiri aðildarlöndum.

* Í sérhverjum aðildarsamningi ríkis við ESB eru margvísleg varanleg sérákvæði auk tímabundinna undanþágna. Ákvæði um þjóðtungur og þjóðmenningu eru fróðleg. Áhugaverð lesning er t.d. sérreglur til að tryggja hagsmuni tóbaksframleiðenda í Grikklandi. Þá er mjög fróðlegt að kynna sér reglur um áhrif ,,cofradías" á Spáni en það eru staðarsamtök smábátamanna.

* Nokkrum sinnum hafa orðið árekstrar innan ESB vegna kaupa á mikilvægum fyrirtækjum, svo sem orkuöflunar- og orkudreifingarfyrirtækjum. Spánverjar og Frakkar hafa með árangri bægt þýskum fjárfestum frá slíkum ,,þjóðnauðsynlegum" fyrirtækjum.

*   Loks skal nefna mestu sérlausnina: Í 50. gr. Lissabonsáttmálans hefur hvert aðildarríki fortakslausan einhliða rétt til úrgöngu úr ESB. Tekur úrsögn gildi að tveimur árum liðnum ef ekki næst samkomulag.

Og eins er hér pistill eftir Friðrik Jónsson af eyjunni en hann starfar við Alþjóðabankann

Ég ætla mér að lesa hana alla og viðaukana við tækifæri. Búin að glefsa hér og þar og lesa enska útdráttinn. Fínt stöff (þó mig hafi aðeins klæjað í fingurna að laga sumt af málfarinu í enska textanum).

En það er þetta með að semja eða ekki semja við Evrópusambandið sem ég vildi rétt tæpa á. Aðildarviðræður við ESB eru vissulega aðlögunarviðræður, en þær eru líka samningaviðræður. Um sumt vitum við nokk vel hvað felst í aðild en það eru núansar og smáatriði sem er ekki bara hægt að semja um, heldur verður að semja um.

Því núverandi löggjöf Evrópusambandsins, þessir frægu aquis, eru ekki eins negldir í stein og stundum er gefið í skyn. Innan þeirra eru víddir og breiddir til þess að hjálpa til við að láta Evrópuklæðin passa hverju aðildarríki betur. Svona eins og sama peysan úr H&M getur komið bæði í barnastærðum og fullorðinsstærðum og ýmsum stærðum innan þeirra…!

Og um þetta þarf að semja.

Sumt getur verið á yfirborðinu nokkuð ósveigjanlegt. T.d það að ESB notar metrakerfið. Það skapar ekki sérstakt vandamál fyrir Ísland, enda notum við metrakerfið, en fyrir aðildarríkin Bretland og Írland var það vesen þ.a. samið var um sérlausn.

Aðildarviðræður snúast því þannig m.a. um að máta umsóknarríkið að þeirri löggjöf sem fyrir er. Flest er tekið upp óbreytt, um margt þarf að semja um hvernig hið væntanlega nýja aðildarríki fellur inn í þann sveigjanleika sem núverandi rammi býður upp á, um sumt er beinlínis samið um sérlausnir sem hægt er að hártoga hvort séu tímabundnar eða varanlegar (þær eru líkast bæði – tímabundnar þar til aðildarríkið sem sérlausnin á við ákveður eitthvað annað – semsagt varanlegar ef ekki er áhugi á breytingum…!). Og í undantekningartilfellum er samið beinlínis um undanþágur.

Við aðild þá lýkur ekki þessum samningaviðræðum við ESB. Þær halda áfram og eru „brauð og smér“ sambandsins og aðildarríkja þess –  því lífið innan ESB er ekki saltfiskur, heldur endalausar samningaviðræður.

Samningaviðræður um bæði nýtt og gamalt sem fram fer á vettvangi þeirrar Evrópusamvinnu sem felst í aðild að ESB. Einn gallinn við EES er einmitt að megnið að þeirri eilífu samningavinnu og  -viðræðu um málefni sem tengjast rekstri og viðhaldi EES-samningsins fer einmitt fram á vettvangi ESB. Það fer síðan áfram til EES sem nokkurs konar fait accompli.

Meira að segja í umdeildustu málaflokkunum á Íslandi tengdum hugsanlegri aðild að ESB yrðu samningar í aðildarviðræðum ekki nein endastöð. T.d hvað varðar samninga við þriðju lönd um flökkustofna eins og makríl, yrði eftir aðild Íslands að ESB (að því gefnu að ekki fengist nein sérlausn eða undanþága varðandi samninga við þriðju ríki) fyrst samið innan ESB um annars vegar samningsafstöðu og hins vegar hugsanlega innbyrðisskiptingu, áður en sest yrði að samningaborði með þriðju löndunum, í tilfelli makrílsins Færeyjum og Noregi.

Þ.a. lífið í ESB snýst um endalausa samninga – um smátt og stórt. Þeir stærstu tengjast svo ríkjaráðstefnum eins og þeim sem gengu frá Maastricht og Lissabon sáttmálunum.

ESB er EndalausaSamningaBandalagið.

Sem betur fer, því heimurinn er jú alltaf að breytast og mennirnir með…

 

 


mbl.is Engin afstaða í fjórum köflum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Sigmundur Davíð að verða Marteinn Mosdal?

Eftir viðtal við Gísla Martein áðan þar sem Sigmundur Davíð hafði auðsjáanlega þá skoðun að allir sem hefðu aðra skoðun en hann væru óæskilegir.  Það var sama hvort það voru Seðlabankastjóri, háskólamenn nú eða fréttamenn og fjölmiðlar, þá datt mér í hug Marteinn Mosdal! Er það ekki fyndið að Marteinn Mosdal sem boðað eina ríkisskoðun skuli vera fyrsti sem manni dettur í hug þegar maður hlustar á svona viðtöl sem var þarna hjá Gísla.

 


 

 


Helmingaskipta stjórnin?

Skv! Fréttum á eyjan.is stendur til að fjölga seðlabankastjórum aftur í 3. Og hugsanlega verður Már ráðinn aftur sem einn af 3 seðlabankastjórum. Einhvern vegin rýmar þetta illa við þá stefnu sem stjórnarflokkarnir hafa boðað um ráðdeild í öllum opinberum rekstri.

En hér áður var þetta þannig að Framsókn átti einn Seðlabankastjóra, Sjálfstæðisflokkur annan og svo hinir einn sem þeir skiptu á milli sín! Finnst allt í einu líklegt að það sé að koma upp aftur! Að vildarvinir eða duglegir flokksmenn fái þarna inni bæði sem verðlaun og sem aðhald stjórnvalda við bankann að hann sé ekki að hafa sjálfstæðar skoðanir á málum heldur geri það sem ríkisstjórnin vill. 

Eins fór ég að hugsa í framhaldi af þessu um viðskiptabankana stóru. Nú þegar að stjórnvöld virðast vera að breyta öllu til fyrri tíma þá er ég farinn að velta fyrir mér hvort að nú sé verið að vinna bak við  tjöldin að því að færa útvöldum t.d. bankana! Það er talað um að hugsanlegir samningar við kröfuhafa gangi út á að þeir skilji eftir eignarhluti sína í bönkunum sem eru jú hluti af krónueignum og fái þess í stað að leysa út erlendar eignir þrotabúana sem eru jú um 2000 milljarðar. Og svo á ríkið jú Landsbankann og er farið að heyrast að það eigi að selja hluta hans.  Getur verið að það sé verið að plotta aftur eins og um síðustu Aldarmót að vildarvinir fái þetta allt á silfurfati? Gæti það virkilega verið? Manni finnst einhvern veginn að smátt og smátt sé verið að koma upp þannig stöðu. Báðir flokkarnir séu að vinna að því að koma landinu aftur í eigu vildarvina sinna. Sem eru ekki endilega þeir sem voru mest áberandi síðast enda hafa mestu valdamennirnir yfirleitt passað að þeir séu ekki sérstaklega áberandi. 

Það er eitthvað gruggugt í loftinu


« Fyrri síða | Næsta síða »

Höfundur

Magnús Helgi Björgvinsson
Magnús Helgi Björgvinsson

Skoðanir Magga um menn og málefni í fréttunum. maggihb@gmail.com Athuga að þetta eru mínar skoðanir og þið megið bara hafa ykkar hentisemi, því ég er að nota mína.

Eldri færslur

Des. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Twitter

Teljari

joomla visitor

Twitter

Tenging við twitter

Um bloggið

Vettvangur Magga

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband