Leita í fréttum mbl.is

Bloggfærslur mánaðarins, júlí 2015

Bara svona áður en umræðan fer út í vitleysu!

Það hlýtur öllu hugsandi fólki að vera ljóst að þjóðerni mannsins sem grunaður er um að hafa smitaða konur hér á landi af HIV skiptir ekki mál.  Þetta hefði alveg eins getað verið Íslendingur nú eða erlendur starfsmaður frá Evrópu.

Ef að maðurinn var að sofa hjá þessum konum án þess að láta þær vita eða gæta að nauðsynlegum vörnum þá verður hann væntanlega dæmdur ef hann vissi að hann var sýktur. Nú eða ef hann vissi yfirhöfuð hvernig þessi sjúkdómur hagar sér.

Eins fyrir ykkur sem hatist við útlendinga sem hingað vilja flytja er gott að átta sig á eftirfarandi:

  • Nú í dag vantar okkur þegar fólk til starfa. Þetta má m.a. sjá af því að erlendir aðilar eru orðnir í meirihluta í störfum sem við viljum ekki vinna. Eins og ræstingum, fiskvinnslu, fatahreinsun og fleira og fleira. Byggingariðnaður er að flytja aftur inn fólk í stórum stíl því það eru ekki til iðnaðarmenn hér.
  • Og þannig mun þetta verða ef að hagvöxtur og aukin landsframleiðsla á að verða. Íslendingar eru bara 330 þúsund og þar af um 180 þúsund sem eru á vinnualdri. Þeir eru nær allir í vinnu í dag og ef fyrirtæki ætla að opna eða stækka við sig þá eru ekki til fólk til að sinna því og því verður að flytja inn fólk til starfa.

mbl.is Úrskurðaður í gæsluvarðhald
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Náttúrulega er maður öllu vanur frá Vigdísi En.....!

Er nú ekki rétt að einhver bendi Vigdís á að lesa aftur þennan pistil nafnleysingja sem skrifar á fararheill.is. Pistillinn er eins og hann sé skrifaður af fullum fyrrverandi starfsmanni Isavia og uppfullur af órökstuddum dylgjum.

Örugglega margt sem Isavia þarf að laga en Alþingsmenn verða að passa sig á að taka ekki upp bara eitthvað nafnlaust gaspur og nota það sem rök fyrir máli sínu.

T.d. er nú eigandi Fararheill.is búinn að vera í blöðunum t.d. hér þar sem segir.

 

Í gær vöktu Stígamót athygli á grein á Facebook-síðu sinni sem finna má á vefsíðu ferðaþjónustufyrirtækisins Total Iceland þar sem ferðamönnum er boðin milliganga um sölu vændis. Greinin er frá árinu 2013. Þar kemur meðal annars fram að það geti verið tímafrekt að verða sér út um vændi á Íslandi en Total Iceland geti beint ferðamönnum í rétta átt. Þess má geta að umrædd grein birtist í einu efsta sæti á Google sé leitað „Iceland prostitute“.

 

Ekki það að þessi eigandi síðunar er jú reyndur blaðamaður (íþrótta)  en held að hann hafi varla skirfað þetta því þessi grein er svo skrítin. Sem og að skv. google er einvher sem skrifar á þessa síðu líka hressilega á móti Úrval Útsýn og nokkrar greinar um það líka. Sem er furðulegt ef að menn eru að halda úti síðu um ferðamál fyrir almenning.

Hugmundirn að þessari síðu fararheill.is er góð og bara sæmilegt að lesa hana en skemmir svona órökstuttar árásir og dylgjur sem og Alþingismaður skuli bara gleypa þetta upp. Þ.e. með einhverju kjaftæði um að einhverjir séu límdir við stólana séu að hygla sjálfum sér. Hélt að ríkið skipaði þessu félagi stjórn eða ráðherra. Hann verður þá að reka stjórnina og skipa nýja ef hún lætur þetta viðgangast.

 


mbl.is „Sumir eru límdir við stólana“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Nokkuð ljóst að við höfum ekkert inn í ESB að gera akkúrat núna!

Á meðan að evru ríkin og ESB geta ekki leyst málefni Grikklands svo vel fari höfum við ekkert að gera með að ganga inn þetta samstarf. Alveg ótrúlegt að það skuli hafa dregist í um 5 ár að finna lausn og hún sé í raun ekki enn fundin.

Hallast helst að því þessa dagana að okkur væri hollast að fara að undirbúa að taka tímabundið eða til lengri tíma t.d. Kanadadollar eða bara Dollarann sjálfan einhliða. Því að öllum er það ljóst held ég að fyrr en við skiptum um gjaldeyri þá verða hér hærri vextir og jafnvel verðtrygging þar sem að krónan er örmynnt og smá sveiflur hér geta keyrt hana upp og smá sveiflur á markaði geta fellt hana niður eins og spýtu. Ein virkjun getur skapað hér auka verðbólgu eða "verðbólguskot" í kannski 2 til 3 ár.

Vona hinsvegar að ESB sérstaklega nái að vinna sig út úr þessari ógnar krísu því ekki viljum við að Evrópa verði aftur eins og hún var. Þ.e. stöðug átök milli þjóða og stríð.  Held að ESB þjóðirnar og sérstaklega evruþjóðirnar hljóti að átta sig á því að það verður að koma þessu í lag sem fyrst og tryggja að ríki í evrunni fari að þeim lögum og reglum sem gilda um evruna eins og t.d. varðandi þjóðarskuldir.

En nú er líka furðulegt að gerast eins og ég las í frétt hér á mbl.is. Ísland er búið að vera í viðræðum við ESB um m.a. tollaívilnanir á útflutning landbúnaðarvara síðustu misseri og þá væntanlega líka á innflutningi landbúnaðarvara. Og þá með EES samningi erum við komin enn lengra inn í ESB en höfum áfram engin áhrif þar.

Viðræður hafa með hlé­um staðið yfir á milli emb­ætt­is­manna­nefnd­ar land­búnaðar- og ut­an­rík­is­ráðuneyt­ins og samn­inga­nefnd­ar Evr­ópu­sam­bands­ins, und­an­far­in miss­eri og ár, um tollaí­viln­an­ir á ákveðna mat­vöru, eins og skyr, osta, lamba­kjöt, ali­fugla- og svína­kjöt.

Að sögn Sig­urðar Inga Jó­hanns­son­ar land­búnaðarráðherra er stefnt að því að sendi­nefnd ESB komi hingað til lands í sept­em­ber og reynt verður að ljúka samn­ing­um við ESB um gagn­kvæm­ar tollaí­viln­an­ir, tolla­lækk­an­ir og í ein­hverj­um til­fell­um niður­fell­ingu tolla, að því er fram kem­ur í Morg­un­blaðinu í dag.


Jafnaðarmenn verða að hugsa sinn gang!

Nú er ljóst að jafnaðarmenn verða að hugsa vel sinn gang. Það er ljóst að aðrir flokkar hafa tekið yfir mörg af málefnum Samfylkingar til skemmri tíma sem við vitum reyndar að á ekki eftir að uppfylla.

  • Þingflokkurinn hefur ekki áttað sig á að hann er fámennur og fólk gengur þar ekki í takt. Kannski 30% af honum beitir sér aðallega í málum sem þeir persónulega hafa áhuga á þ.e. framkvæmdum á Norðaustur landi og svo hafa menn eins og Össur sofið alveg fram að síðustu áramótum á þessu kjörtímabili.
  • Menn standa ekki fast á stefnumálum flokksins.
  • Menn eru að vinna á fullu í reykfylltum bakherbergjum að einhverjum hallarbyltingum og bakstundum.
  • Menn standa ekki með formanni eða flokki þegar að þeim er vegið. T.d. eins og að Árna sé persónulega að kenna að ekki hafi komið hér ný stjórnarskrá. Þó allir sem til þekkja muna jú málþófið og lætin sem voru hér allt síðasta kjörtímabil.
  • Menn allt of uppteknir af ESB umræðunni þegar að þjóðin er ekkert tilbúin að tala um það þessi misserin. Þ.e. þar til menn vita hvað verður úr ESB.
  • Menn hafa ekki borið gæfu til að hrósa fyrir jafnaðarmál sem núverandi ríkisstjórn hefur með eða án þvingana komið á.
  • En síðast en ekki síst hafa flokksmenn ekki verið duglegir að benda á framtíðarsýn í næstu framtíð og til lengri tíma og leiðir að henni sem fólk skilur.
  • Flokksfélögin lítið nýtt til mótunar vinnu og stefnu og flokksfélagar allt of mikið falið kjörnum fulltrúum völdin án þess að veita þeim aðhald.
  • Og svo nenna almennir jafnaðarmenn ekki að taka þátt í opinberri umræðu á netinu!

Sé ekki betur en að Píratar seú að ná fylgi með því að tilgreina eitt af stefnumálum Samfylkingar um opið lýðræði, þátttöku almennings og opinni stjórnsýslu.  E

En á meðan eru gamlir refir að skipuleggja launárásir á sitjandi forystu. Eða þannig lýtur þetta út.


mbl.is Píratar enn langstærstir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Þetta vissuð þið ekki um lánveitendur Grikkja!

Alveg er það makalaust hvað frétta/blaðamenn eru ónýtir að upplýsa okkur um mál sem eru í fréttunum. Nú er talað um að ESB náttúrulega og þeir séu fantar við Grikki og vilji ekki skera niður lán til þeirra sem og AGS. En úps þeir eru bara langt í frá stærstu lánveitendur þeirra. M.a. þeirra stærstu eru jú Spánn og Ítalía og ég er ekki viss um skattgreiðendur þar séu kátir ef þeir peningar verða afskrifaðir sem t.d. Finnland sem hefur lánað Grkkjum um 4 milljarðar evra.

Það nefnilega þannig að nú er verið að semja um aukin neyðarlán til þeirra en svo vilja þeir fá lánin afskrifuð það lendir þá óhjákvæmilega á þessum löndum hér að neðan. En annað gildir um AGS og Evrópska seðlabankan en þeir eru bara með smá hluta í raun kannski 20& af þessum lánum.

skuldir_grkklands_1264745.jpg


mbl.is Evrópusambandið „virðir niðurstöðuna“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Höfundur

Magnús Helgi Björgvinsson
Magnús Helgi Björgvinsson

Skoðanir Magga um menn og málefni í fréttunum. maggihb@gmail.com Athuga að þetta eru mínar skoðanir og þið megið bara hafa ykkar hentisemi, því ég er að nota mína.

Eldri færslur

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Twitter

Teljari

joomla visitor

Twitter

Tenging við twitter

Um bloggið

Vettvangur Magga

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband