Bloggfærslur mánaðarins, mars 2016
Fimmtudagur, 31. mars 2016
Steingrímur Joð fagnar afléttingu leyndar og vill vinna með framsókn að því!
Af visir.is:
Steingrímur J. Sigfússon, fyrrverandi fjármálaráðherra og þingmaður Vinstri grænna, fagnar frumvarpi Framsóknarflokksins sem miðar að því að afnema svokallaða 110 ára reglu reglu en ákvæðið er í upplýsingalögum og felur í sér að 110 ára leynd er yfir skjölum sem hafa að geyma upplýsingar um einkamálefni einstaklings sem enn er á lífi eða ef skjölin varða almannahagsmuni.
Meðal gagna sem falla undir ákvæðið eru gögn sem snúa að endurreisn bankanna eftir hrunið og liggja nú í sérstöku herbergi á Alþingi. Þingmenn geta skoðað efni gagnanna einn í einu en óheimilt er að afrita þau með nokkrum hætti eða tjá sig um þau við aðra. Þetta hafa ýmsir gagnrýnt, þar á meðal formaður fjárlaganefndar, Vigdís Hauksdóttir.
Steingrímur segist ekkert óttast það að leynd verði aflétt af gögnunum en hann ræddi málið í útvarpsþættinum Harmageddon í morgun. Hann sagði engin sérstök lög eða ákvæði hafa verið sett um meðferð gagna sem tengjast bönkunum eða endurreisn þeirra.
Ég er mjög hrifinn af því að við reynum að gera allt opinberlegt sem mögulega er hægt og skal ekki standa á mér að vera með Framsókn í því. Ég er bara spenntur að sjá frumvarpið sem þeir ætla að ná þessu fram með vegna þess að ekki hef ég beðið um eða staðið fyrir neinni leynd á þessu. Þvert á móti þá skilaði ég nú til Alþingis ítarlegri skýrslu 2011 um endurreisn bankakerfisins og samninga við gömlu bankana sem þingið fékk um þau mál en ef að menn vilja komast í öll gögn þá er það fínt, sagði Steingrímur og bætti við að hann gerði þá ráð fyrir að menn væru að tala um öll gögn sem tengjast bönkunum allt frá einkavæðingu til samninga við kröfuhafa.
Þá sagðist hann sérstaklega spenntur að sjá einn nýlegan samning, Icesave-samning sem gerður var í tíð núverandi ríkisstjórnar.
Einn nýlegur samningur sem ég væri mjög spenntur að sjá það er sá Icesave samningur sem gerður var í tíð þessarar ríkisstjórnar og er algjörlega leynilegur og enginn hefur fengið að sjá. það er samningur tryggingasjóðsins við Breta og Hollendinga frá því í september um að borga þeim yfir 20 milljarða í viðbót við höfuðstólinn. Þarna er samningur gerður sem ég er ekkert að setja út á, það var verið að klára það mál og losna við málaferli en TIF (Trygggingasjóður innistæðueigenda) semur þarna við bresk og hollensk stjórnvöld. Ég hafði áhuga á að sjá þennan samning og spurðist fyrir um það en mér var sagt nei hann er leynilegur það var samkomulag á milli aðila um að halda honum leyndu, sagði Steingrímur.
Þarna vísar hann í lok Icesave-málsins en samningar um lokauppgjör þeirra náðist í september í fyrra og var í samræmi við tilskipun um innistæðutryggingar. Í tilkynningu frá Tryggingasjóðnum að fjárhæðin var greidd með hluta þeirra fjármuna sem voru þá þegar til staðar í B-deild sjóðsins en þar eru vistaðir fjármunir sem að mestu leyti var safnað fyrir bankahrunið í október 2008.
Viðtalið við Steingrím má hlusta á í heild sinni í spilaranum hér að neðan.
Miðvikudagur, 30. mars 2016
Vilhjámur Þorsteinsson segir af sér sem gjaldkeri Samfylkingar
Hann skýrir ákvörðun sína á heimsíðu sinni mjög vel og hefur ekkert skv. því að fela:
Ég stofnaði hugbúnaðarfyrirtæki árið 1983, þá 17 ára gamall, ásamt félaga mínum. Félagið var svo selt á 10. áratug síðustu aldar til erlends hugbúnaðarfyrirtækis fyrir ágætis upphæð í sterlingspundum. Síðan þá hef ég verið vel settur fjárhagslega. Eignir mínar hafa að mestu leyti verið ávaxtaðar innan félags sem ég á í Lúxemborg eins og er fullkomlega heimilt skv. fjórfrelsi evrópska efnahagssvæðisins.
Félagið hefur vitaskuld alltaf verið gefið upp á skattskýrslum og íslensk skattyfirvöld hafa getað farið fram á að sjá ársreikning þess, sem þau hafa a.m.k. einu sinni gert til að sannreyna arðgreiðslu.
Félagið er venjulegt fullskattlagt hlutafélag og greiðir 21,84% tekjuskatt í Lúxemborg. Íslensk hlutafélög greiða 20%. En mikilvægt er að benda á að söluhagnaður af hlutabréfum, t.d. ef fjárfesting reynist góð og er seld með hagnaði sem er meginuppistaðan í ávöxtun félags míns frá upphafi er ekki tekjuskattskyldur hjá íslenskum hlutafélögum. Það er þannig m.a. til að komast hjá margsköttun. (Slíkur hagnaður er skattskyldur í nokkrum tilvikum, en ekki öllum, í Lúxemborg.)
Félagið í Lúxemborg á dótturfélag á Íslandi sem heldur utan um flestar fjárfestingar mínar hér. Það á jafnframt dótturfélag á Kýpur utan um tilteknar hlutabréfaeignir. (Það fyrirkomulag kemur til vegna reglna um skattlagningu söluhagnaðar hlutabréfa í Lúxemborg, og er í samræmi við bindandi álit sem leitað var eftir hjá skattyfirvöldum í Lúxemborg og þau samþykktu.)
Hvernig borga ég þá skatta?
Ég borga auðvitað alla skatta og skyldur sem mér ber og hef alltaf gert; í gegn um tíðina töluverðar upphæðir í sjóði íslenska ríkisins, sem ég tel ekki eftir mér.
Ég greiði að sjálfsögðu tekjuskatt af launum sem ég fæ; ég borgaði auðlegðarskatt (sem reiknast af öllu eigin fé félagsins í Lúxemborg) meðan hann var og hét (og sem ég er almennt fylgjandi); og ég borga fjármagnstekjuskatt af öllum arði sem tekinn er út úr félaginu.
Síðastnefndi liðurinn er grundvallaratriði því hann þýðir að 20% af eignum félagsins og ávöxtun þeirra (m.v. núverandi skattprósentu) munu með tíð og tíma renna til íslenska ríkisins, eftir því sem þeim er komið í verð og þær greiddar út í arð að því gefnu að ég sé íslenskur skattþegn, sem ég er og hyggst vera. Sú staðreynd er algerlega óháð því að félagið er í Lúxemborg.
Félagið er ekki í Lúxemborg vegna skattahagræðis, heldur fyrst og fremst vegna krónunnar, gjaldeyrishafta og óstöðugleika íslensks efnahags- og stjórnmálaumhverfis. Ef við værum í ESB og með evru væri engin ástæða að hafa svona félag annars staðar en á Íslandi. Á hinn bóginn hefði það verið félaginu mjög erfitt, og nánast ómögulegt, að starfa eins og það gerir ef það hefði verið íslenskt félag undir íslenskum gjaldeyrishöftum. Nógu erfið hafa höftin verið samt.
Félagið átti ekki kröfur á íslensku bankana og það notfærði sér ekki fjárfestingarleið Seðlabankans.
Sem sagt: Persónulegar skattgreiðslur mínar eru nákvæmlega þær sömu og ef eignarhaldsfélagið hefði verið íslenskt. Félagið sjálft greiðir hærri tekjuskatt í Lúxemborg en það hefði gert á Íslandi, sérstaklega þegar það er haft í huga að söluhagnaður hlutabréfa er ekki skattskyldur í íslenskum félögum. Félagið er ekki í Lúxemborg vegna skattahagræðis.
Ég er svo heppinn að vera vel stæður, og tilheyri eflaust hinu fræga 1%. En ég er líka jafnaðarmaður að lífsskoðun, styð öflugt velferðarkerfi og samhjálp og að þeir sem mest eiga greiði sanngjarnan, og þá meina ég ríflegan, skerf til samfélagsins.
En þrátt fyrir allt sem að ofan er sagt, má augljóst vera að svona flókið eignarhalds- og fjárfestingadæmi hjá gjaldkera Samfylkingarinnar jafnaðarmannaflokks Íslands er lítt til þess fallið að fókusera umræðuna sem nú stendur yfir um aflandsfélög og skattaskjól á það sem máli skiptir: ríkisstjórnina og stjórnarmeirihlutann í landinu.
Ég hef því ákveðið að segja af mér embætti gjaldkera Samfylkingarinnar, og styð stjórnarandstöðuna eindregið í því að kalla fram ábyrgð ríkisstjórnarflokkanna á sínu fólki.
Og síðan tilkynnir að hann sé hættur sem gjaldkeri flokksins. Hvað gera nú aðrir sem nefndir verða í Kastljósi Sunnudagins.
Telur að stjórnin standist tillöguna | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Miðvikudagur, 30. mars 2016
Smá viðbót við 110 ára leyndina!
Hef heimilidr fyrir því að þessi gögn sem Framsókn eru að tala um eru gögn sem Stjórnskipunar og eftirlisnefnd Alþingis fékk send frá Fjármálaráðuneytinu. Þetta eru gögnin sem Víglundur hefur verið að vísa til og hefur fengið mikið af sjálfur. Held að skv. því sem ég hef heyrt að Sjórnskipunar og eftirlitsnefnd hefur heimildir til að aflétta þessari leynd. Sem er nú ekki meiri leynd en svo að Alþingismönnum gefst tækifæri á að skoða þau núna. Vigdís Hauksdóttir hefur nú komið með reglulegar gusur um að þar séu ekki öll göng og sakað fólk um skjalafalls sem allt hefur þó reynst úr lausu lofti gripið.
Mér skilst a megin markmið Framsóknar sé smjörklípa núna til að sýna fram á að þó Sigmundur Davíð haf jú ekki talað um eigur sínar í skattaskjóli sem þo var borgaður skattur af þá séu aðrir sem hafi ýmsu að leyna.
110 ára regla er eitthvað sem viðgengst á skjalasöfnum landsins varðandi viðkvæmar persónulegar upphlýsingar ef menn telja svo vera. Fann þetta á facebook.
Svona er þetta samkvæmt lögunum: Almenna reglan er sú að allir eigi að hafa aðgang að opinberum gögnum. Undantekning er svo á því ef gögnin innihalda upplýsingar sem krefjast aðgangstakmarkana skv. lögum. Helstu lögin um aðgang að opinberum upplýsingum eru upplýsingalög (gilda fyrir skjöl sem eru yngri en 30 ára) og lög um opinber skjalasöfn (gilda fyrir skjöl sem eru eldri en 30 ára). Almennt eru aðgangstakmarkanir að skjölum sem innihalda viðkvæmar persónuupplýsingar í 80 ár. Forstöðumaður opinbers skjalasafns hefur heimild til að framlengja þá lokun upp í 110 ár þegar sérstakar ástæður mæla með því, t.d. að viðkvæmar persónuupplýsingar verði ekki opinberar á meðan einstaklingur lifir. Þá er jafnframt óheimilt að veita aðgang að skjölum sem geyma upplýsingar um virka og mikilvæga hagsmuni einstaklings eða fyrirtækis um atvinnu-, framleiðslu- eða viðskiptaleyndarmál.
Held að ef slíkar upplýsingar sem varðar þessi ákvæði í upplýsingalögum eru ekki til staðar þá hljóti allir flokkar að fagna því að þetta sé gert opinbert. Hugsa að þá komi gusa frá Vigdísi en það verði fljótlega slegið af sem bull.
Miðvikudagur, 30. mars 2016
Auðvita á að aflétta svona langri leit.
Það er náttúrulega engin tilviljun að Framsókn komi með þessa tillögu akkúrat í dag. En auðvita á að aflétta þessari leynd. En Vigdís Hauks sem hefur legið í þessu máli er nú fræg fyrir að misskilja það sem hún les og mistúlka. Eins væri gaman að einhver skýrði út af hverju þessi 110 ára leynd var sett á. Minnir að þarna hafi komið fram viðkvæmar upplýsingar um einstaklinga og bankaupplýsingar og þetta hafi verið krafa m.a. AGS. En ef Framsókn heldur að hún geti notað þetta gegn Steingrími þá er rétt að minna á að hann er væntanlega ekki að huga frekari stjórnmálum í framtíðinni. Hef á tilfinningunni að Framsókn haldi að hún geti notað þetta í kosningabaráttu sinni en sýnir okkur hversu miklir bullkollar þetta eru því það verða þá væntanlega Píratar sem njóta þessi
Vilja aflétta leyndinni | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Þriðjudagur, 29. mars 2016
Ef þú værir sterk efnaður og kæmist í ríkisstjórn. Hvað mundir þú gera?
Gæti verið að þú mundir einbeita þér að:
- Lækka skatta á há laun?
- Lækka eignarskatta?
- Lækka kostnað við fjárfestingar?
- Koma á leiðum fyrir fjárfesta til að koma fjármagni í skjól m.a. fyrir sköttum?
- Velta sköttum yfir á launþega sem hafa ekki aðrar tekjumöguleika en lág laun
- Lækka skatta á fyrirtæki sem þú (og þínir) hafa fjárfest í.
Held að öllum sé það innbyggt að horfa á heiminn að einhverju leit út frá eigin skinni. Og nú höfum við ráðamenn sem báðir eru sterkefnaðir og frá sterkefnuðum fjölskyldum. Halda menn að það hafi engin áhrif? Það er kannski hennt einhverjum brauðmolum í fólk til að kaupa velvilja og kæruleysi en umfram allt er hugað að þeim sem deila kjörum mað ráðamönnum
Þriðjudagur, 29. mars 2016
Þrír ráðherrar tengdir skattaskjólum
Það verður stuð á næstunni:
Á næstu dögum verður í sérstökum Kastljós-þætti greint frá áður óbirtum upplýsingum um eignarhald íslenskra stjórnmálamanna á fyrirtækjum í skattaskjólum.
Þátturinn er unninn í samstarfi við fjölmiðlafyrirtækið Reykjavík Media, ICIJ Alþjóðasamtök rannsóknarblaðamanna og þýska blaðið Süddeutsche Zeitung. Þar verða birtar upplýsingar um umfangsmiklar eignir Íslendinga í félögum í skattaskjólum. Meðal annars ráðherra í ríkisstjórn Íslands og fjallað um þáttöku annars áhrifafólks í íslenskum stjórnmálum í starfsemi aflandsfélaganna, sem til þessa hefur farið leynt.
Upplýsingarnar og gögn um starfsemi aflandsfélaganna spanna 25 ára tímabil. Nýjustu dæmin sýna að einstaklingar í þessum hópi stofnuðu slík félög á árinu 2014. Upplýsingar um félög eins og þau sem um ræðir hefur verið nær ómögulegt að finna til þessa. Mikil leynd er yfir stofnun og starfsemi þeirra og til undantekninga heyrir að hægt sé að finna út hverjir eru raunverulegir eigendur þessara fyrirtækja. ruv.is
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 20:02 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Mánudagur, 28. mars 2016
Kannski rétt að benda (þeim á sem kenna stjórnaranstöðu um lætin núna) að hún kom ekkert að þessu
Rétt fyrir fólk að muna að það var ekki stjórnarandstaðan sem kom þessum látum sem verið hafa um peninga hjónana Sigmundar og Önnu á Tortóla.
Það var Anna sjálf sem gerði þetta opinbert eftir að fréttamaður eða fréttamenn hófu að spyrja þau út í þessi mál í kjölfar þess að viðkomandi fréttamaður hefur undir höndum gögn um Íslendinga sem eiga fjármuni í skattaskjólum á aflandseyjum. Og er að vinna frétt um málið.
Það var ekki stjórnarandstaðan sem stofnaði félag á Tortóla til að geyma peninga sína.
Það var ekki stjórnarandstaðan sem skapaði fordæmi um að stjórnmálamenn geta bara flutt eignir sínar yfir á konuna og telja sig þá ekkert þurfa að geta um þá hagsmuni. Þetta verður þá kannski í framtíðinni að menn flytja bara eignir yfir á makan og eru síðan stikkfrí. Og þurfa ekkert að láta okkur kjósendur vita. Venjulega þegar maður heyrir af eignaflutningi svona þá eru það menn sem eru bjarga eigum frá gjaldþroti eða fela þær!
Að lokum bendi ég á þessa lesningu hér um hugsanlegt framhald á þessu aflandsfélagamáli.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 22:00 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Mánudagur, 28. mars 2016
Smjörklípuaðferðin
Datt í hug þegar ég las fréttir á eyjan.is í dag að fletta upp "Smjörklípuaðferðinni"
Smjörklípa er hugtak sem Davíð Oddsson kom í umferð og er notað yfir þá aðferð í opinberri umræðu að beina athyglinni frá eigin vandamálum eða athöfnum með því að benda á eitthvað annað bitastæðara.
Hugtakið er rakið til Kastljósþáttar sem var þann 3. september 2006, en þar var Davíð Oddsson, þáverandi Seðlabankastjóri, spurður um aðferðir sem hefðu gagnast honum í pólitík. Hann sagði þá sögu af frænku sinni fyrir vestan sem hafði þann sið að klína smá smjörklípu á heimilsköttinn þegar þörf var á að halda honum uppteknum um smá tíma. wikipedia.is
Auðséð að Framsókn hefur farið á námskeið hjá meistaranum. Það t.d. gleymist alveg í frétt dagsins á Eyjunni að við erum að tala um Forsætisráðherra Íslands þannig að dæmi um einhverja hugsanlega ráðgjafa eða aðra eru bara ekki það sama.
Ekkert breyst í málinu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Sunnudagur, 27. mars 2016
Sigmundur Davíð toppar sig!
Sigmundur Davíð var í þættinum Á Sprengisandi!! Þar sagði hann að mér skildis að nær allir stjórnmálamenn nema hann hafa verið að verja eigin hag og fjölskyldna þeirra! NEMA hann! Hann! hafi fórnað eignum og hagsmunum konu sinnar fyrir þjóðina!
Kvíðir ekki vantrauststillögu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Laugardagur, 26. mars 2016
Merkilegt viðtal við Þórunni Egilsdóttur í hádegisfréttum RUV
Þórunn Egilsdóttir þingkona sagði eitthvað á þá leið að framsókn hefði ekkert fundað út af málefnum Sigmundur Davíðs og Tortóla. Hún sagði enga þörf á því enda væri Sigmundur Davíð svo frábær!
Svo fór hún eitthvað að rugla um Icesave! Eins og það sé sambærilegt! Rétt að minna konuna á að það var ekki Sigmundur Davíð er ríkisstjórn hans sem vann það mál! Sigmundur Davíð sat hjá þegar að þrotabú bankana voru sett undir neyðarlögin og það lagði grunnin að því að hægt var að skera niður krónueignir þeirra nú.
Það var einhver sem benti á að meira að segja öryrkjar og aldraðir þurfa að búa við það að gefa upp eignir og tekjur maka síns.
En nei skv. þessu viðtali er það frekja og í raun ósiðlegt að kalla eftir upplýsingum um hugsanlega hagsmuni og eignir maka þingmanna og ráðherra.
Verði framsókn að góðu! Held að flestir séu ekki sammála þessu mati Þórunnar.
Nýjustu færslur
- 22.10.2017 Nokkrar staðreyndir um skattaþróun í tíð hægristjórna
- 29.11.2016 Auðvita er leiðiinlegt að fyrirtækið skuli vera lent í þessu!...
- 7.11.2016 Á meðan að almenningur almennt á ekki kost á svona fyrirkomul...
- 6.11.2016 Garðabær er nú ekki til fyrirmyndar í málefnum þeirra sem þur...
- 1.11.2016 Halló er ekki allt í lagi á Mogganum?
- 30.10.2016 En jafnaðarmennskan hverfur ekkert!
- 29.10.2016 Hönd flokksins
- 29.10.2016 Þetta á erindi við kjósendur
Eldri færslur
- Október 2017
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
- Desember 2006
- Nóvember 2006
- Október 2006
- September 2006
- Júlí 2006
- Júní 2006
- Maí 2006
- Apríl 2006
- Mars 2006
- Febrúar 2006
Tenglar
ESB
Samfylkingin
Maggi B er flokksbundinn samfylkingarmaður í Samfylkingarfélaginu í Kópavogi
Af mbl.is
Innlent
- KEF Spa: Eitthvað sem þú hefur ekki séð áður
- Forseti Ísraels skorar á leiðtoga að ná samningum
- Flogið frá Keflavík á ný
- Biskup: Guðleysi er ekki hlutleysi
- Þetta er ekta eldingaveður
- Hjálpuðu að festa þak á hlöðu
- Nokkrum messum aflýst
- Spá 13-18 stiga frosti í borginni
- Var að slitna frá bryggju sökum hvassviðris
- Ranarnir óvirkir í rokinu á Keflavíkurflugvelli
Erlent
- Myndskeið: Jólakveðja 400 kílómetrum ofar jörðu
- Geta ekki staðfest að flaugin hafi rofið lofthelgi
- Rússar réðust á orkuinnviði á jóladag
- 39 létust í flugslysi
- Aukning varnarútgjalda kaldhæðni örlaganna
- Segja Norður-Kóreumenn hafa haft lítil áhrif
- Clinton kominn heim af sjúkrahúsi
- Skíðafólki bjargað með þyrlu
- Aldrei verið flogið nær sólu
- Komum þeim öllum heim
Teljari
Tenging við twitter
Um bloggið
Vettvangur Magga
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (25.12.): 7
- Sl. sólarhring: 8
- Sl. viku: 50
- Frá upphafi: 969482
Annað
- Innlit í dag: 7
- Innlit sl. viku: 49
- Gestir í dag: 7
- IP-tölur í dag: 6
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
RSS-straumar
RSS
Hvað er nýtt
RUV
- Augnablik - sæki gögn...
DV
- Augnablik - sæki gögn...
Visir.is
- Augnablik - sæki gögn...
Pressan
- Augnablik - sæki gögn...
Pressan Kaffistofa
- Augnablik - sæki gögn...
Af Eyjunni fréttir
- Augnablik - sæki gögn...
Bloggvinir
- Ingibjörg Hinriksdóttir
- Guðni Már Henningsson
- Kristbjörg Þórisdóttir
- Kristbjörg Þórisdóttir
- Samfylkingin Norðvesturkjördæmi
- Gísli Tryggvason
- Guðríður Arnardóttir
- Guðmundur Magnússon
- Hlynur Hallsson
- Kristján Pétursson
- Vefritid
- Bjarni Harðarson
- Davíð
- Ólöf Ýrr Atladóttir
- Björn Benedikt Guðnason
- Sigurlín Margrét Sigurðardóttir
- Egill Rúnar Sigurðsson
- Hlynur Halldórsson
- Tómas Þóroddsson
- Adda bloggar
- Killer Joe
- Tíðarandinn.is
- Þórður Steinn Guðmunds
- Kolbrún Jónsdóttir
- íd
- Haukur Nikulásson
- Hrannar Björn Arnarsson
- Sigfús Þ. Sigmundsson
- Bleika Eldingin
- Sigurður Sigurðsson
- Inga Lára Helgadóttir
- Björn Emil Traustason
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Björn Heiðdal
- krossgata
- Þröstur Friðþjófsson.
- S. Lúther Gestsson
- Sigurjón Sigurðsson
- Guðrún Helgadóttir
- Jón Ragnar Björnsson
- gudni.is
- Jakob Falur Kristinsson
- Sæþór Helgi Jensson
- Bergþóra Árnadóttir - RIP 15.2.48 - 8.3.07
- Félag Ungra Frjálslyndra
- Alfreð Símonarson
- Hlekkur
- Þorsteinn Briem
- Jonni
- Torfusamtökin
- Gulli litli
- Sigurður Sigurðsson
- Helena Sigurbergsdóttir
- Elías Stefáns.
- viddi
- Oddrún
- Jón Gunnar Bjarkan
- Heimir Eyvindarson
- Himmalingur
- Eygló
- Hólmfríður Bjarnadóttir
- Axel Jóhann Hallgrímsson
- Ólafur Ingólfsson
- Rúnar Þór Þórarinsson
- Styrmir Reynisson
- Helga Kristjánsdóttir
- Sæmundur Bjarnason
- Ingimundur Bergmann
- Loftslag.is
- Kjartan Jónsson
- Brattur
- Gunnar Helgi Eysteinsson
- Högni Snær Hauksson
- Jack Daniel's
- Kama Sutra
- Magnús Ragnar (Maggi Raggi).
- Ómar Bjarki Smárason
- Stefán Júlíusson