Bloggfærslur mánaðarins, apríl 2016
Fimmtudagur, 28. apríl 2016
Af hverju stofna menn félög á Tortóla?
Sko eins og sumir láta í fjölmiðlum og á netinu þá tala þeir eins og það sé bara ósköp eðlilegt að stofna félög á Tortóla. Svona svipað og stofna bankareikning í banka. Það getur náttúrulega ekki verið.
- Ef svo væri þá mundu menn einmitt gera það stofna reikninga eða kaupa skuldabréf hér á lendi enda eru þau með miklu hærri vöxtum en almennt gerist í heiminum.
- Menn stofna náttúrulega til félaga á Tortóla til að græða á.
- Þeir stofna félag en flytja þangað enga peninga heldur fjárfesta þeim annarstaðar m.a. á Íslandi. Sbr fyrir hrun þegar þeir "lánuðu bönkunum peninga í gegnum þessi félög.
- Staðreyndin er að menn stofna fyrirtæki í Tortóla yfirleitt til að fela peninga. Eða til að græða á óstöðugleika krónunnar, eða hvorutveggja. Og þegar menn segjast borga hér skatta af þessu þá er það brandari. Ef menn væru ekki að fela þar arðinn sinn og upphæðir þá mundu þeir bara stofna reikninga í Noregi eða Bretlandi. Það er auðséð að menn eru að stofna þessi fyrirtæki í löndum þar sem reglur eru litlar sem engar og eftirlit lítið sem ekkert.
Svo nær allir sem hafa komið að stofnun fyrirtækja á Tortóla er að því til að þurfa ekki að borga skatta af þeim á Íslandi. Og bankarnir héldu þessu að fólki. Hér áður faldi fólk svona peninga í Sviss og færðu þá úr landi með því sem var kallað "hækkun í hafi".
Ég er ekki að segja að það þurfi að upplýsa um alla þessa aðila sem við vitum þó að eru einhver þúsund (bara 600 í þessum leka frá einni lögfræðiskrifstofu í Panama), en það á að tryggja að svona geti ekki gerst aftur? Það er hægt að setja lög og reglur sem taka á því að menn komist ekki upp með þetta.
Svo er rétt að benda á að margir þessara aðila eru ekki einu sinni með lögheimili á Íslandi og borga því engan tekjuskatt og útsvar hér sjálfir. En búa samt hér og þyggja hér þjónustu sveitarfélaga. Held að allir stærstu fjárfestar svei mér þá hafi lögheimili utan landsins. Þannig að menn þurfa ekki að taka Dorrit sérstaklega fyrir (samt óheppilegt)
P.s. smá viðbót:
Aflandsvæðingin hefur tvímælalaust haft mjög slæm áhrif. Það en nánast sama hvar drepið er niður fæti þá koma í ljós slæm áhrif. Auðvitað hafa menn fyrst og fremst horft á skattahliðina og þá staðreynd að svona félög eru í mjög mörgum tilfellum notuð til að komast hjá skattgreiðslum. Stundum beinlínis ólöglega en stundum með einhverjum flækjum sem standast nú ítrustu próf lögfræðinna þótt þau séu ekki siðleg. Það þýðir þá auðvitað bara að þeir sem eru með breiðustu bökin þeir eru þá ekki að borga sinn skerf við að halda samfélaginu uppi. Það er auðvitað afleitt. Þeir sem lenda í því að þurfa að borga, venjulegt launafólk sem getur ekki komið sínum tekjum undan skatti með svona trikkum finna auðvitað fyrir því. Sjá hér eða hlusta http://ruv.is/frett/aflandsvaeding-og-helsjukt-samfelag
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 11:00 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
Miðvikudagur, 27. apríl 2016
Svona vinnubrögð ganga ekki og verður að stoppa!
Samkvæmt frétt RÚV verður félagið stofnað á næstu dögum, en þetta er gert á grundvelli laga um breytingu á lögum um Seðlabanka Íslands sem Alþingi samþykkti þann 17. mars síðastliðinn.
Samkvæmt því lagafrumvarpi sem upphaflega var lagt fram átti Seðlabankinn að stofna félagið og skipa stjórn þess. Jafnframt var kveðið á um að stjórnsýslulög giltu ekki um ákvarðanir sem teknar væru af hálfu félagsins. Frumvarpið tók hins vegar breytingum í efnahags- og viðskiptanefnd. Í áliti nefndarmeirihlutans frá 29. febrúar kemur fram að í samráði við fjármála- og efnahagsráðuneytið hafi komið fram veigamikil rök fyrir því að félagið verði ekki á forræði Seðlabanka Íslands heldur heyri beint undir fjármála- og efnahagsráðuneytið sem fer með eignir ríkissjóðs. Var Seðlabankinn sammála þessu. Þá var klausa um að félagið væri undanþegið stjórnsýslulögum fjarlægð úr frumvarpinu.
Ekki er að sjá að nefndarmenn hafi gert ráð fyrir að ráðherra yrði sjálfur stjórnarformaður félagsins. Í álitinu er raunar tekið fram að verkefni félagsins verði leyst í hæfilegri fjarlægð frá ráðuneytinu en ráðherra skipi hins vegar í stjórn félagsins. Þessi skilningur kom einnig fram þegar málið var rætt á þingfundi 2. mars síðastliðinn. Eins og ég segi tel ég þetta þó miklu betri leið, það er að stofnað sé sérstakt félag sem ráðherra skipi stjórn, hann hafi ekki aðkomu að einstökum ákvörðunum en beri ábyrgð á að stofna félagið og skipa stjórnina, sagði Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna.
RÚV greindi hins vegar frá því í gær að félagið taki til starfa á allra næstu dögum og fjármálaráðherra verði sjálfur stjórnarformaður þess. Birgittu Jónsdóttur, þingkonu Pírata, virðist brugðið. Þetta líst mér engan vegin á og ljóst er að þær ónotatilfinningar sem ég hef haft og ekki getað alveg skilið hvaðan koma varðandi uppgjör og afnám hafta hafi formgerst og ljóst að þetta fyrirkomulag getur ekki gengið upp og má ekki gerast, skrifaði hún á Facebook í morgun. ( stundin.is )
Miðvikudagur, 27. apríl 2016
Til þingmanna allra flokkar: Þetta er einfallt!
Nú þegar kjörtímavili ykkar er að ljúka er krafa fólks að þið komið í veg fyrir að Íslendingar séu að:
- Geyma fé í skattaskjólum. Herðið lög og reglur og aukið gegnsæi.
- Að menn séu að gera það sem var tíðkað hér áður og hét "hækkanir í hafi" og síðan flutt mismuninn á reikninga erlendis.
- Gangi í það að aðskilja eins mikið og hægt er viðskiptabanka og fjárfestingabanka.
Við erum allt of lítið land til að þola svona ójöfnuð til lengdar þar sem jafnvel Íslenskir fjárglæframenn fá að geyma sína peninga í annarri mynnt og græða svo á stöðu krónunar sem við hin situm uppi með.
Smá viðbót fann þetta á facebook og svona þarf að stoppa
1. Þú stofnar "eignarhaldsfélag" og tekur milljarð að láni hjá kunningja þínum í bankanum eftir að hafa borgað "bónus" til hans með "þóknun skv. gjaldskrá".
2. Þú stofnar "aflandsfélag" í Panama eða Tortóla með aðstoð kunningja þíns í bankanum og millifærir það sem eftir er af milljarðinum þangað.
3. Þú sérð enga leið til að eignarhaldsfélagið geti borgað afborganir og vexti og það fer í þrot. Bankinn afskrifar lánið þegjandi og hljóðalaust þrátt fyrir að hafa allar upplýsingar um hvað varð um peningana og hvert þeir fóru. Þú borgaðir svo góðan "bónus" að þeir fara ekki að vera með nein leiðindi.
4. Til öryggis stofnarðu fleiri aflandsfélög með aðstoð erlends banka og millifærir áfram nokkrum sinnum í þeirri von að það "snjói í sporin". Allt kostar þetta og þú þarft nú sjálfur að lifa eins og aðrir, svo nú "áttu" bara 900 millur.
5. Þú bíður í nokkur ár en svo sérðu tilboð Seðlabankans um að taka þátt í gjaldeyrisútboði. Þú tekur því og færð þriðjungs ábót á "vinninginn" og átt allt í einu 1.200 milljónir. Seðlabankinn tryggir þèr nafnleynd svo ekki sé unnt að lesa saman nöfn þáttakenda við afskriftalistana.
6. Þú kaupir þér teinótt jakkaföt og gerist "fjárfestir". Ásamt félögum þínum kaupir þú banka af ríkinu, sem gleðst yfir vel heppnaðri einkavæðingu og lýsir yfir sigri og fagnar að samkeppni virðist komin í bankaþjónustu.
7. Þú ert kosinn formaður bankaráðs og lætur bankann sinna ýmsum menningar- og velferðarmálum og flytur ávörp af því tilefni.
8. Þú ert sæmdur Riddarakrossi hinnar íslensku Fálkaorðu í boði hjá Forseta Íslands.
9. Þú gerir samkomulag við kollega þína í hinum bönkunum um að bankarnir láni ykkur í kross, svo þið þurfið ekki að skulda í eigin banka. Það er ekkert óeðlilegt við það, þú ert jú "fjàrfestir".
10. Þú tekur 10 milljarða að láni og ... sjá liði 1-8, nema nú er það Stórriddarakross auðvitað.
Tjáir sig ekki um huldufélagið | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 09:20 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Laugardagur, 23. apríl 2016
Varðandi auðlegðarskatt og bullið sem vellur út úr fólki sem gagnrýnir hann núna.
Miðar við fréttir virðist konan hafa átt 1.7 milljarð í skuldlausa eignir miðað við það að hún hafi þurft að borga 21,3 milljónir í auðlegðarskatt sem var 1.25%. Konan var 90 ára þegar skatturinn var lagður á. Það er furðulegt og sennilega einhver skattatrix að konan hafi ekki haft tekjur umfram skattinn. Það þarf engin að segja mér að ef menn ættu 1.7 milljarð skuldlausan með frekar lélagri ávöxtun jafnvel á hrun árum að þeir gætu ekki ávaxtað svona eignir meira en svo að tekjur þeirra væru ekki meira en 21 milljón.
Skatturinn hærri en tekjurnar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 19:11 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (26)
Fimmtudagur, 21. apríl 2016
Eitt sem allir eru búnir að gleyma varðandi Ólaf Ragnar og Icesave
Það gleymist gjarnan að forseti undirritaði fyrsta Icesave-samninginn sem samþykktur var á Alþingi með fyrirvörum, og það varð happ hans og um leið þjóðarinnar, að Bretar og Hollendingar sættu sig ekki við þá fyrirvara sem þingið setti. Hefðu þeir gert það, sem var alveg mögulegt, hefði Ólafur Ragnar líklega horfið úr embætti þegar kjörtímabili hans lauk árið 2012.
Þetta kemur m.a. fram í viðtali við Guðna Th. sjá hér
Miðvikudagur, 20. apríl 2016
Þetta gengur náttúrulega ekki lengur!
Heyrði þessa sögu um daginn frá manni sem heimsótti vinsælan ferðamannastað fyrir Norðan.
Gestur: Rosalega er mikið af ferðamönnum hér. Þið hljótið að vera mjög ánægð!
Heimamaður: Uss nei við vildum helst ekki sjá þetta. Það er vissulega fullt af ferðamönnum en við höfum nær ekkert nema ama af þeim. Að minnstakosti erum við fæst að fá nokkara tekjur og sveitarfélagið hefur nær bara útgjödl af þessari fjölgun.
Gestur: Nú en hér eru fullt hótelum og gistingu og það þarf jú að þjónusta fólkið þannig að hér hljóta að verða til miklir peningar.
Heimamaður: Vissulega verða hér til peningar en við sjáum bara minnst af þeim.
- Hingað koma fullt af rútum með ferðamenn vissulega, en það eru fyrirtæki að sunnan sem eiga þær og þangað fer hagnaðurinn af þeim.
- Það eru vissulega bílstjórar og leiðsögumenn en þeir eru jú flestir eða nær allir að sunnan og því eru heimamenn ekkki að fá neinar tekjur af þessu.
- Þá er það gistingin. Vissulega eru hér nokkur hótel og gististaðir. En þeir eru í eigu félaga sem eru staðsett fyrir sunnan og því skaffa þau minnst af tekjum fyrir sveitarfélagið. Þá eru starfsmenn felstir tímbundið ráðnir útlendingar og fæstir Íslendidngar. Enda flest störfin láglaunastörf.
- Hér eru allir vegir að hrynja undan rútunum og ríkið hefur ekki sýnt minnsta lit að bæta vegakefið.
- Þú ættir að upplifa það að hafa þúsndir manna daglega í þínu bæjar eða sveitarfélagai sem stæði við garðinn þinn og starði á þig. Jafnvel gerði þarfir sínar í garðinn þinn.
Heimamaður: Ef að þetta væri að skapa okkur tækifæri og tekjur fyrir sveitarfélagið sem og að að fyrirtækjunum gert að skila hér einhverju í líkingu við útsvar til okkar þá væri þetta allt annað mál. Ef að ríkið kæmi verulega inn með uppbyggingu ferðamannastaða og tryggði að heimamenn fengju tekjur af ferðamönnum þá væri fólk jákvæðara. En þangað til fari þessir túristar til andskotans.
Gestur: Það er bara svona. Ekki hafði ég hugsað út í þetta.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 11:28 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Þriðjudagur, 19. apríl 2016
Engu landi er það gott að höfðingi þess telji sig ómissandi
Ólafur Ragnar er náttúrulega í fullum rétti að bjóða sig fram aftur. Enda er stjórnarskrá okkar sem býður upp á það. En honum sem mjög fróðum manni ætti það að vera full ljóst að það er vís leið til stöðnunar ef einhverjir telja sig ómissandi og sitt hlutverk sé að koma í veg fyrir breytingar.
Það er nú ekki allt sem Ólafur Ragnar hefur talað fyrir sem hefur staðist:
- Hann fór um heiminn og talaði um snilli Íslenskra útrásarvíkinga sem gerðu allt að gulli. En síðan kom hrunið.
- Hann hefur undarfarin ár talið að framtíð okkar lægi í Norðurslóðum og talað um að við séum bara eftir nokkur ár að verða gríðarlega rík.
- Ég man eftir fyrir svona 20 árum þegar hann fór fremststur í að tala um að við ættum að taka hér upp Asíst módel og það yrði framtíð Íslands. Svo kom hrun þar.
En Ólafur Ragnar misskilur herfilega ef að hann heldur að hann geti komið í veg fyrir að við fáum nýja stjórnarskrá. Það er jú ósk fólks sem er að mæta á Austurvöll. Við þurfum nýja stjórnarskrá sem tryggir aukið lýðræði, aukið gagnsæki og skýr ákvæði um auðlindir þjóðarinnar.
Annars er náttúrulega starf forseta aðallega að vera móttökustjóri á Bessastöðum, dvelja í útlöndum og skrifa undir lög. Í raun er 99% af starfinu eitthvað sem allir sem tala ensku geta sinnt.
Ólafur hefur ný lítið verið að berjast fyrir þeim sem lakast standa í þjóðfélaginu. Svona opinberlega. Hann hefur lagt áherslu á málefni Norðurslóða og svona alþjóðlegar samkomur þar sem hann er í öndvegi.
En honum er frjálst að bjóða sig fram. Og þeir sem vilja breytingar verða þá að hópa sig saman um annan frambjóðands.
Fer fram í sjötta sinn | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Sunnudagur, 17. apríl 2016
Var greiningardeild í forsætisráðuneytinu?
Í þætti Sigurjóns M Egilssonar "Sprengisandi" kom fram í inngangi eða leiðara hans. Þar sagði hann frá því að hann hefði verið kallaður á teppið í ráðuneytinu og sagði síðan eftirfarandi:
Ráðherrann fyrrverandi hafði greiningardeild í sínu ráðuneyti. Sú greiningardeild vann ekki við það að greina afleiðingar þess að fólk eins og hann léki ekki með, ekki af fullri alvöru, í baráttu Íslendinga til endurreisnar eftir afleiðingar af starfi ömurlegra stjórnmálamanna á árunum fyrir hrun. Nei, sú greiningardeild dundaði sér við að flokka niður það sem ég sagði og skrifaði sem og ýmsir aðrir. Þetta veit ég frá fyrstu hendi. Ég var kallaður á teppið, sagði Sigurjón í leiðaranum.
Honum hafi svo verið tilkynnt að niðurstaðan úr greiningunni væri sú að hann gerði ríkisstjórn Sigmundar Davíðs erfitt fyrir og væri henni til trafala. Þá hafði hann samkvæmt greiningunni oftast verið vondur við Framsóknarflokkinn.(visir.is)
Þennan leiðara má heyra hér http://www.visir.is/section/MEDIA98?fileid=CLP44851
Er fólk svo að efast um að hér hefur um mörg misseri verið herdeild að reyna að stýra umræðunni?
Minnti mig nú á fréttir frá 2009 yfir exelskjal sem herdeild framsóknar hélt og listaði upp helstu óvini Framsóknar m.a. bloggara og álitsgjafa. Sjá hér http://www.dv.is/frettir/2009/4/22/ovinir-framsoknar-i-bloggheimum/
Laugardagur, 16. apríl 2016
Á Tortóla
Ég bara varð að setja þetta hér inn
Föstudagur, 15. apríl 2016
Baráttusöngur uppreisnarklansins á skítadreifurunum
Sýnist að Sjálfstæðisflokkurinn sé búinn að ræsa alla skítadreifara flokksins og þeir fara nú hamförum. Hallur Helgason, Hannes Hólmsetinn veggurinn.is einhver ömurlegur Sveinn á eyjan.is og fleiri og fleiri. Og nú skal fela stöðunna sem Sjálfstæðisflokkurinn er í vegna lekamálsins með því að ráðast í að klína smörklípum á allt og alla óháð því hvort það sé satt eða logið. Það er ekki verið að fjalla um málefnin heldur ráðist beint að fólki. Vantar alveg að þeir skýri hvað þessar ásakanir þeirra sem fæstar standast skoðun (sennilega engin) eiga að hafa með vandamál þeirra flokksmanna að gera. það er jú verið að reyna að milda högginn sem koma við frekari birtingu á lekagögnum á næstunni.
En þeir skildu átta sig á því að fólk er almennt löngu hætt að hlusta á svona pakk
Nýjustu færslur
- 22.10.2017 Nokkrar staðreyndir um skattaþróun í tíð hægristjórna
- 29.11.2016 Auðvita er leiðiinlegt að fyrirtækið skuli vera lent í þessu!...
- 7.11.2016 Á meðan að almenningur almennt á ekki kost á svona fyrirkomul...
- 6.11.2016 Garðabær er nú ekki til fyrirmyndar í málefnum þeirra sem þur...
- 1.11.2016 Halló er ekki allt í lagi á Mogganum?
- 30.10.2016 En jafnaðarmennskan hverfur ekkert!
- 29.10.2016 Hönd flokksins
- 29.10.2016 Þetta á erindi við kjósendur
Eldri færslur
- Október 2017
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
- Desember 2006
- Nóvember 2006
- Október 2006
- September 2006
- Júlí 2006
- Júní 2006
- Maí 2006
- Apríl 2006
- Mars 2006
- Febrúar 2006
Tenglar
ESB
Samfylkingin
Maggi B er flokksbundinn samfylkingarmaður í Samfylkingarfélaginu í Kópavogi
Af mbl.is
Teljari
Tenging við twitter
Um bloggið
Vettvangur Magga
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (27.1.): 1
- Sl. sólarhring: 7
- Sl. viku: 20
- Frá upphafi: 969587
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 19
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
RSS-straumar
RSS
Hvað er nýtt
RUV
- Augnablik - sæki gögn...
DV
- Augnablik - sæki gögn...
Visir.is
- Augnablik - sæki gögn...
Pressan
- Augnablik - sæki gögn...
Pressan Kaffistofa
- Augnablik - sæki gögn...
Af Eyjunni fréttir
- Augnablik - sæki gögn...
Bloggvinir
- Ingibjörg Hinriksdóttir
- Guðni Már Henningsson
- Kristbjörg Þórisdóttir
- Kristbjörg Þórisdóttir
- Samfylkingin Norðvesturkjördæmi
- Gísli Tryggvason
- Guðríður Arnardóttir
- Guðmundur Magnússon
- Hlynur Hallsson
- Kristján Pétursson
- Vefritid
- Bjarni Harðarson
- Davíð
- Ólöf Ýrr Atladóttir
- Björn Benedikt Guðnason
- Sigurlín Margrét Sigurðardóttir
- Egill Rúnar Sigurðsson
- Hlynur Halldórsson
- Tómas Þóroddsson
- Adda bloggar
- Killer Joe
- Tíðarandinn.is
- Þórður Steinn Guðmunds
- Kolbrún Jónsdóttir
- íd
- Haukur Nikulásson
- Hrannar Björn Arnarsson
- Sigfús Þ. Sigmundsson
- Bleika Eldingin
- Sigurður Sigurðsson
- Inga Lára Helgadóttir
- Björn Emil Traustason
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Björn Heiðdal
- krossgata
- Þröstur Friðþjófsson.
- S. Lúther Gestsson
- Sigurjón Sigurðsson
- Guðrún Helgadóttir
- Jón Ragnar Björnsson
- gudni.is
- Jakob Falur Kristinsson
- Sæþór Helgi Jensson
- Bergþóra Árnadóttir - RIP 15.2.48 - 8.3.07
- Félag Ungra Frjálslyndra
- Alfreð Símonarson
- Hlekkur
- Þorsteinn Briem
- Jonni
- Torfusamtökin
- Gulli litli
- Sigurður Sigurðsson
- Helena Sigurbergsdóttir
- Elías Stefáns.
- viddi
- Oddrún
- Jón Gunnar Bjarkan
- Heimir Eyvindarson
- Himmalingur
- Eygló
- Hólmfríður Bjarnadóttir
- Axel Jóhann Hallgrímsson
- Ólafur Ingólfsson
- Rúnar Þór Þórarinsson
- Styrmir Reynisson
- Helga Kristjánsdóttir
- Sæmundur Bjarnason
- Ingimundur Bergmann
- Loftslag.is
- Kjartan Jónsson
- Brattur
- Gunnar Helgi Eysteinsson
- Högni Snær Hauksson
- Jack Daniel's
- Kama Sutra
- Magnús Ragnar (Maggi Raggi).
- Ómar Bjarki Smárason
- Stefán Júlíusson