Bloggfærslur mánaðarins, ágúst 2016
Miðvikudagur, 31. ágúst 2016
Varðandi flugvöllinn (ætlar þessu aldrei að ljúka)
- Fyrir það fyrsta er ekki mikill meiri hluti þingmanna sem nú leggja til þjóðaratkvæði um flugvöllinn, sama fólkið og hafði þjóaðratkæðagreiðsluna um stjórnarskrána að engu og fór ekki eftir því sem þar var samþykkt?
- Ætli Reykjavíkurflugvöllur sé ekki eini flugvöllurinn þar sem aðflug og flugtak af braut liggur nærri beint yfir þingishúsi og stjórnarráð þjóðar?
- Hafa menn á ákveðnum tímum reynt að spjalla saman í miðbænum þegar flugumferðinn er sem mest?
- Ef að íbúar annarra sveitarfélaga eiga að ráða skipulagsmálum í Reykjavík og nágreni þar sem búa jú um 2/3 íbúa landisins. Eiga þá ekki íbúar höfuðborgarsvæðisins ekki sama rétt að skipta sér að skipulagsmálum annara sveitarfélaga. T.d. að heimta að það verði lögð við hlið Sjúkarhúsins á Akureyri og fleiri stöðum til að vera neyðarbraut.
- Var að rifja það upp að það er sennilega um 15 ár síðan ég flaug síðast innanlands og þar áður var fyrir 25 árum. Og frá fólki í kring um mig heyri ég ekki oft af einhverjum sem nota flugið. Fólki finnst það dýrt og svo þegar það flýgur er það háð greiðum til að fara milli staða nema það þurfi að leigja bíl líka og þá er verið að tala um mun hærri kostnað en viku ferð til Kaupmannahafnar.
- Er ekki full takmarkandi að spyrja hvort að völlurinn eigi að vera þarna eða ekki næstu áratugi. Hvað verður þá ef t.d. sjúkrhúsið verður flutt kannski til Hafnafjarðar eða upp í Mosfellsbæ? Nú það er hópur manna að berjast fyrir að það verði byggt á öðrum stað?
- Nú ef að flugvöllurinn verður áfram í Vatnsmýri er ekki eðlilegt að banna einkaflug og kennsluflug þar til að koma á móts við fólk sem ekki er hrifið af hávaðanum í þessum rellum?
Miðvikudagur, 31. ágúst 2016
Ekki er ég hrifinn af þessum bónusgreiðslum. En held að fólk sé aðeins að rugla
Fólk er eðlilega fúlt yfir því að þessa dagana er tilkynna bónusgreiðslur sem geta orðið gríðar háar á okkar mælikvarða. En fólk hleypur kannski aðeins á sig og Alþingismenn hjálpa þar til.
Það sem fólk ruglar með er eftirfarandi:
- Þetta eru ekki starfsmenn banka sem eru að fá þessi kjör. Þetta eru starfsmenn þrotabúa gömlu bankana. Þ.e. starfsmenn kröfuhafa.
- Við eigum ekki gömlu þrotabú bankana. Við eigum í dag Landsbankann nýja gamli heitir í dag LBI minnir mig honum eigum við ekkert í við eigum Íslandsbanka en Glitnir sem er þrotabú eigum við ekkert í! Kröfuhafar eiga í dag megnið af Arionabanka (þ.e. Kaupþing á hann)
- Ef að bónusgreiðslurnar hefðu ekki komið til þá hefðu þessir peningar bara runnið til kröfuhafa þegar innlendar og erlendar eignir verða seldar.
- Því er varla hægt að segja eins og ýmsir að það sé verið að ræna okkur og bankana okkar.
Ef við ætlum að skattleggja bónusgreiðslur þá verður það að vera gert þannig að það verði þá bara almenn skattalög og gilda fyrir alla. Ef það er hægt þá er ég bara fyljgandi því að þau lög verði sett. Og skilst að margar þjóðir skoði það því svona árangurstengdir bónusar í viðskiptalífinu kalla á ýmislegt miður fallegt eins og við kynntumst fyrir hrun.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 00:26 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
Þriðjudagur, 30. ágúst 2016
Viðreisn, Framsókn og Sjálfstæðisflokkur= Næsta ríkisstjórn?
Sýnist að það fari að verða raunverulegur möguleiki að með því að bæta Viðreisn við geti núverandi stjórnmálaflokkar haldið veldi. Og þá er útséð um nokkar verulegar umbætur hér í velferðamálum, landbúanaðarmálum og skattamálum á næstu árum. Eins þá eykst hættann á að einkavinavæðing, einkavæðing í grunnþjónustu og kostanaðarþáttöku almennings aukist.
Vona að fólk átti sig á þessu áður en það kýs einhvern þessara flokka
Fylgi Pírata dregst saman | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 15:28 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
Laugardagur, 27. ágúst 2016
Mogginn kom óumbeðin og ókeypis inn um bréfalúuna í gærkvöld. Nú skil ég það!
Finnst þessi baráttuaðferð reynar full stórkallaleg.
Í ítarlegu viðtali við Önnu Sigurlaugu í Morgunblaðinu í dag ræðir hún um upplifun sína af þeim atburðum sem leiddu til þess að Sigmundur Davíð vék úr embætti forsætisráðherra. Hún segir að umfjöllunin um fjárhagsmálefni þeirra hjóna hafi öll miðað að því eina marki að koma höggi á eiginmann hennar og Framsóknarflokkinn.
Þau hafa komið því nú skilmerkilega til skila að allir fjölmiðlamenn aðrir en Mogginn voru í samsæri um að fella Sigmund Davíð með hjálp erlendra aðila og nánast um alheimssamsaæri að ræða. Því hann hafi verið svo vondur við kröfuhafa sem reyndar kom fram í síðustu viku að hann kom ekki að því að tala við heldur var bara upplýstur um það sem stóð til.
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, fyrrverandi forsætisráðherra, kom ekki að stjórnsýsluákvörðunum í tengslum við nauðasamninga slitabúa föllnu bankanna. Þær voru teknar af Seðlabanka Íslands og fólust í veitingu undanþágu frá fjármagnshöftum. Aðkoma Sigmundar Davíðs að málinu fólst í því að hann fékk upplýsingar um stöðu mála og valkosti á fundum ráðherranefndar um efnahagsmál og sat kynningarfundi með sérfræðingum úr framkvæmdahópi um losun fjármagnshafta og fulltrúum í stýrinefnd um losun hafta.
Þetta kemur fram í svari Bjarna Benediktssonar, fjármála- og efnahagsráðherra, við fyrirspurn Árna Páls Árnasonar, þingmanns Samfylkingarinnar, um aðkomu að samningum við kröfuhafa og meðferð slitabúa föllnu bankanna. Svarið var birt í dag en fyrirspurnin var lögð fram 4. apríl, daginn áður en að Sigmundur Davíð tilkynnti um afsögn sína sem forsætisráðherra.(kjarninn.is)
Tóku ekkert tillit til upplýsinga | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 10:02 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Fimmtudagur, 25. ágúst 2016
Furðuleg vinnubrögð ríkisstjórnar og Alþingis
Nú var það tilkynnt þegar ríkisstjórn Sigurðar Inga tók við síðasta vor að kjörtímabilið yrði stytt um einn vegur eða þing. Og um leið lagður fram listi yfir mál sem þeir vildu klára.
En svo tekur við furðulegur tími. Það er gefið frí á Alþingi frá byrjun júní fram í miðjan ágúst og lítið sem ekkert virðist hafa verið unnið í þeim málum sem lögð var áhersla á að klára í haust. Bara ekki neitt. Og nú sitja þingmenn og gera ekki neitt meira að segja var ekki fundað í nefndum. Og nú er farið að tala um að breyta starfsáætlun og lengja þingiið fram eftir september. Manni er fyrirmunað að skija af hverju ekki var starfað í sumar svona fyrir það fyrsta og af hverju er ekki fundað nú frá morgni fram á kvöld bæði í nefndum og á þingfundum að klára mál sem þó liggja ljós fyrir.
Einhverjir segja að rifist séu um mál eins og búvörusamninga, aðrir segja að þeir ætli að koma með mál nær kosningum til að nota svo í kosningabaráttunni.
En mér er sama. Ef þetta er stór mál hefði verið betra að leggja þau fyrr fram til að þau hefðu fengið næga yfirferð þannig að útkoman hefði verið sem best fyrir okkur almenning.
Stjórnmál og samfélag | Breytt 28.8.2016 kl. 22:38 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Miðvikudagur, 24. ágúst 2016
Jæja! Á meðan að fylgjendur stjórnarflokkana hafa verið önnum kafnir að berja á Samfylkingunni!
Á þeim tíma hefur ýmislegt gerst og m.a. stofnaður nýr hægri flokkur sem á held ég eftir að laska bæði Sjálfstæðisflokkinn, Framsókn og fleiri flokka. Það er Viðreisn. En þar er kominn flokkur með nútímalegri áherslur og ekki eins forpokaður og hinir hundraðára gömlu afturhaldsflokkar. En menn bæði hér á blogginu og almennt í umræðunni hafa bara verið fókuseraðir á hatur sitt á Samfylkinunni. Jafnvel látið Vg nær alveg í friði þó hann mælist helminigi stærri en Samfylkingin. Og á meðan hefur þetta gerst:
Af eyjan.is
Með því að öflugir, hægrisinnaðir liðsmenn hafi gengið til liðs við Viðreisn aukast líkurnar á því að flokkurinn taki til sín kjósendur sem hingað til hafa lýst yfir stuðningi við Pírata. Gagnrýnt hefur verið síðustu vikur að framboðslistar Pírata, sem hafa verið að birtast kjósendum, séu skipaðir fremur vinstrisinnuðu fólki og fæli þar með frá sér kjósendur af hægri vængnum.
Þessi umræða hefur meðal annars sést frá Ernu Ýr Öldudóttur, fyrrum formanni framkvæmdaráðs Pírata. Erna Ýr tók þátt í prófkjöri Pírata í Reykjavík en hafði ekki erindi sem erfiði og hvarf við svo búið á braut úr flokknum. Hún hefur þó ekki legið á skoðunum sínum og bent á að mikil vinstrisvipur sé á framboðslistum flokksins.
Í gær bárust þau tíðindi úr herbúðum Viðreisnar að þeir Pawel Bartoszek stærðfræðingur og Þorsteinn Víglundsson framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins hefðu gengið til liðs við Viðreisn. Egill Helgason segir í pistli hér á Eyjunni að þeir Pawel og Þorsteinn séu báðir afburðaklárir hægri menn. Koma þeirra til liðs við Viðreisn muni styrkja flokkinn, bæði gegn Pírötu en einnig gegn Sjálfstæðisflokkunum. Þeir Pawel og Þorsteinn séu markaðssinnaðir og alþjóðasinnaðir.
Það er í þessum tveimur atriðum sem skilur helst milli þeirra og Sjálfstæðisflokksins eins og hann er nú um stundir. Það hefur verið talað um Viðreisn sem einhvers konar miðjuflokk, en þarna hallast hann til hægri. Með þessa menn í forystu er hann skeinuhættari Sjálfstæðisflokknum en manni hefur virst, en ólíklegri til að skaða Samfylkinguna. En hún á náttúrlega nóg með að verjast ógninni frá Pírötum.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 11:19 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (9)
Mánudagur, 22. ágúst 2016
Þið litla hrædda fólk! Ég vorkenni ykkur!
Svona eftir lestur blogga, facebook t.d. hjá þjóðfylkingunni og ýmsar síður þá sé ég að það er hópur fólks hér á landi sem á verulega bágt!
Það hlýtur að vera erfitt að lifa við það að vera skít hrædd við allt og alla. Fólk er hrætt við múslima af því að það eru einhverjir öfgamenn þar sem hafa framið hryllileg morð. En fólk er ekkert hrætt við Bandaríkjamenn þar sem fjöldi manna er drepinn á hverjum degi í árásum.
Fólk er hrætt við að útlendingar taki af þeim störfin. Þó er vitað að hér gæti ekkert fyrirtæki stækkað við sig þar sem hér er ekkert atvinnuleysi og því er okkur nauðsyn að fá fólk hingað til að vinna.
Það er hrætt við múslima og vill banna þeim að koma hingað. En svona þeim til upplýsingar þá búa örugglega einhverjar milljónr múslima i Evrópu og njóta því þeirra réttinda að þau geta komið hingað ef þau svo kjósa.
Þá er líka ljóst að hér hafa múslimar búið um áratugi án nokkurra vandamála.
Þetta sama fólk dreifir bulli um að krakkar á leikskólum sé svikið um að borða svínakjöt af því að þar séu múslimar sem er bull. Alveg eins og krakkar með hnetuofnæmi er séð fyrir annarri fæðu þá fá múslimar bara val um annað.
Þetta sama fólk lét svona þegar hingað fluttu Víetnamar, Ungverjar, frá fyrrum Júgóslaviu, Palestínu og svo framvegis. Þá átti bara allt að fara hér til fjandans í hvert skipti. En úps það hefur ekki skeð. hér væru varla byggði öll þessi hús ef hingað kæmi ekki vinnuafl til að byggja þau. Það væru hér engir að þrífa og hreinsa í kring um okkur m.a. á sjúkrahúsum ef að við gætum ekki náð í vinnuafl erlendis bæði innan og utan EES.
En alltaf þarf þessi sami hópur að standa á kassa og boða enda Íslands. Hvernig væri nú að hætta að búa til vandamál fyrirfram.
Held að fólki hljóti að líða illa að byrja hvern dag í að leita á netinu að einhverju sem rökstyður þessa órökstyðjanlegu hræðslu fólks. Og reyna svo að trorða hræðslunni yfir á aðra á netinu.
Sunnudagur, 21. ágúst 2016
En hvað með kristna Filippseyinga? Ætla menn að beita sér gegn þeim.
Nú eru frægar krossfestingar fólks í Fillipseyjum. Þar sem fólk lætur krossfesta sig til að sanna trú sína. Nú haf verið síðustu ár að berast fréttir þar af hriðjuverkamönnum eins af gríðarlegum manndrápum stjórnvala. Alveg spurning hvort að Íslenska þjóðfylingin ætli að fara að banna þeim að flyjta hingað Og hverjir eiga þá að vinna störfin sem þeir vinna hér.
Rodrigo Duterte, nýkjörinn forseti Filippseyja, hótar því að ríkið yfirgefi Sameinuðu þjóðirnar hætti þær ekki að skipta sér af málefnum Filippseyja. Duterte segir að ef SÞ haldi gagnrýni sinni áfram muni Filippseyjar ræða við Kína og fleiri ríki um stofnun nýrra alþjóðlegra samtaka í stað SÞ.
Samtökin hafa gagnrýnt aðferðir Dutertes í stríði hans gegn fíkniefnum harðlega. Forsetinn hefur veitt lögreglu og öryggissveitum að drepa fíkniefnasala án þess að leiða þá fyrir dómstóla fyrst. Um 900 grunaðir fíkniefnasalar hafa verið drepnir eftir að hann tók við völdum 9. maí. Duterte þvertók fyrir það á blaðamannafundi í nótt að dauði fíkniefnasalanna væri lögreglunni að kenna og bauð sérfræðingum SÞ að rannsaka það. Hann sagðist geta sannað að þeir væru verulega vitlausir sérfræðingar. Þá gagnrýndi hann SÞ fyrir að vera að hafa áhyggjur af því að lík glæpamanna hrönnuðust upp í stað þess að fylgja eigin tilskipunum.
Sunnudagur, 21. ágúst 2016
Bíddu eigum við að banna fólki að flytja hingað sem eru kristnir mexíkóar?
Held að morð, fjöldamorð og gælpir í Mexikó séu örugglega meiri en í flestum múslimaríkjum. Hef ekki heyrt að hér á landi séu uppi hópar og einstaklingar að banna Mexikóum að flytja hingað eða iðka sína trú. En í þessari frétt segir
Lík átta manns sem var rænt í mexíkóska bænum Alto Lucero í Veracruz-ríki í gær fundust í dag. Frá þessu greindu yfirvöld. Saksóknarar segja morðingjana enn ganga lausum hala en af fórnarlömbunum voru sjö þeirra karlar og ein kona.
Og skv. fréttum er þetta nærri daglegt brauð þarna Sem og mansal, þrælahald og svo framvegis.
Rændu átta manns og myrtu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Föstudagur, 12. ágúst 2016
Ert þú rasisti?
Margir hér á blogginu og samfélagsmiðlum móðgast rosalega þegar orð þeirra eru sögð vera rasísk.
Svona t.d. "Mér er ekki illa við útlendinga þ.e. ef þeir eru eins og ég haga sér eins og ég og tala Íslensku. Annars geta þeir bara verið heima hjá sér." Svona létum við um miðja síðustu öld gagnvart þeim sem voru með annan húðlit en við. Við komum svona fram við fatlað fólk. Þ.e. komum þeim fyrir utan þéttbýlis þar sem fólk þurfti ekki að horfa á þau. Þannig komum við fram við t.d. þá hermenn sem voru dökkir á hörund upp á Keflavíkurflugvelli. Og þannig koma og tala margir um múslima í dag. Þó það sé ljóst að allir þeir múslimar sem hér búa hafa verið hið besta fólk og bara unnið hér og starfað ef það hefur fengið tækifæri til þess.
En svo er hópur fólks sem reynir að tengja þetta fólk við hryðjuverkamenn og geðsjúklinga í útlöndum.
En fyrir fólk sem lætur sovna um leið og það segist ekki vera rasistar þá er er rétt að benda t.d. á þessa skilgreiningu:
"
Kynþáttahatur er að finna til andúðar á tilteknum hópi fólks sem skilgreindur er út frá kynþætti. Kynþáttahatur liggur oft þjóðernisátökum til grundvallar.
kynþáttahatur er sú hugmynd að kynþættir mannkyns séu eðlisólíkir og eru þá sumir kynþættir taldir öðrum æðri. Vísindaleg kynþáttahyggja er söguleg undirrót rasisma en hann birtist oftast sem kynþáttahatur eða kynþáttafordómar og getur leitt til mismununar á grundvelli kynþáttar. Greinarmunur er gerður á kynþáttahatri og útlendingaótta þótt hvort tveggja geti farið saman en útlendingaótti er andúð eða styggð gagnvart útlendingum eða framandi menningu, án kerfislegrar hugmyndafræði. Í daglegu tali er orðið rasismi notað um hverskyns mismunun gagnvart útlendingum, byggða á arfbundnum, útlitslegum, menningarlegum .[1] Þá hefur orðið hversdagsrasismi einnig verið kynnt til sögunnar til að sýna fram á hvernig kerfisbundinn rasismi endurnýjast að miklu leyti í gegnum rútínu eða hversdagslega hegðun, sem tekin er sem sjálfsögð í daglegu lífi.[2]"
Nýjustu færslur
- 22.10.2017 Nokkrar staðreyndir um skattaþróun í tíð hægristjórna
- 29.11.2016 Auðvita er leiðiinlegt að fyrirtækið skuli vera lent í þessu!...
- 7.11.2016 Á meðan að almenningur almennt á ekki kost á svona fyrirkomul...
- 6.11.2016 Garðabær er nú ekki til fyrirmyndar í málefnum þeirra sem þur...
- 1.11.2016 Halló er ekki allt í lagi á Mogganum?
- 30.10.2016 En jafnaðarmennskan hverfur ekkert!
- 29.10.2016 Hönd flokksins
- 29.10.2016 Þetta á erindi við kjósendur
Eldri færslur
- Október 2017
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
- Desember 2006
- Nóvember 2006
- Október 2006
- September 2006
- Júlí 2006
- Júní 2006
- Maí 2006
- Apríl 2006
- Mars 2006
- Febrúar 2006
Tenglar
ESB
Samfylkingin
Maggi B er flokksbundinn samfylkingarmaður í Samfylkingarfélaginu í Kópavogi
Teljari
Tenging við twitter
Um bloggið
Vettvangur Magga
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 0
- Sl. sólarhring: 3
- Sl. viku: 50
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 48
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
RSS-straumar
RSS
Hvað er nýtt
RUV
- Augnablik - sæki gögn...
DV
- Augnablik - sæki gögn...
Visir.is
- Augnablik - sæki gögn...
Pressan
- Augnablik - sæki gögn...
Pressan Kaffistofa
- Augnablik - sæki gögn...
Af Eyjunni fréttir
- Augnablik - sæki gögn...
Bloggvinir
- Ingibjörg Hinriksdóttir
- Guðni Már Henningsson
- Kristbjörg Þórisdóttir
- Kristbjörg Þórisdóttir
- Samfylkingin Norðvesturkjördæmi
- Gísli Tryggvason
- Guðríður Arnardóttir
- Guðmundur Magnússon
- Hlynur Hallsson
- Kristján Pétursson
- Vefritid
- Bjarni Harðarson
- Davíð
- Ólöf Ýrr Atladóttir
- Björn Benedikt Guðnason
- Sigurlín Margrét Sigurðardóttir
- Egill Rúnar Sigurðsson
- Hlynur Halldórsson
- Tómas Þóroddsson
- Adda bloggar
- Killer Joe
- Tíðarandinn.is
- Þórður Steinn Guðmunds
- Kolbrún Jónsdóttir
- íd
- Haukur Nikulásson
- Hrannar Björn Arnarsson
- Sigfús Þ. Sigmundsson
- Bleika Eldingin
- Sigurður Sigurðsson
- Inga Lára Helgadóttir
- Björn Emil Traustason
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Björn Heiðdal
- krossgata
- Þröstur Friðþjófsson.
- S. Lúther Gestsson
- Sigurjón Sigurðsson
- Guðrún Helgadóttir
- Jón Ragnar Björnsson
- gudni.is
- Jakob Falur Kristinsson
- Sæþór Helgi Jensson
- Bergþóra Árnadóttir - RIP 15.2.48 - 8.3.07
- Félag Ungra Frjálslyndra
- Alfreð Símonarson
- Hlekkur
- Þorsteinn Briem
- Jonni
- Torfusamtökin
- Gulli litli
- Sigurður Sigurðsson
- Helena Sigurbergsdóttir
- Elías Stefáns.
- viddi
- Oddrún
- Jón Gunnar Bjarkan
- Heimir Eyvindarson
- Himmalingur
- Eygló
- Hólmfríður Bjarnadóttir
- Axel Jóhann Hallgrímsson
- Ólafur Ingólfsson
- Rúnar Þór Þórarinsson
- Styrmir Reynisson
- Helga Kristjánsdóttir
- Sæmundur Bjarnason
- Ingimundur Bergmann
- Loftslag.is
- Kjartan Jónsson
- Brattur
- Gunnar Helgi Eysteinsson
- Högni Snær Hauksson
- Jack Daniel's
- Kama Sutra
- Magnús Ragnar (Maggi Raggi).
- Ómar Bjarki Smárason
- Stefán Júlíusson