Leita í fréttum mbl.is

Bloggfærslur mánaðarins, september 2016

Menn hafa verið að spyrja af hverju ég hef verið að skjóta á Þjóðfylkinguna og þeirra líka.

Aðallega af því að þeir hafa rangt við í baráttu sinni fyrir útlendingalausu Íslandi.

  • Þeir láta eins og ríkisstjórnir annarra landa séu haldnar einhverju masókokisma og viðurkenni ekki opinberlega gríðarlegan vanda af innflytjendum sem séu að nauðga og myrða frumbyggja þannig að fólk þori þar ekki út úr húsum.
  • Ekki næstum allir hælisleitendur eru múslímar hvorki hér né í öðrum löndum.
  • Þó hér um stundir séu nokkur hundruð hælisleitendum þá vita hugsandi menn alveg fyrir víst að 75% af þeim verður vísað burt á næstu mánuðum. Þannig er það og hefur alltaf verið. Bæði ef þeir eru frá svæðum þar sem þeim er ekki talin bráð hætta búin eða þeir hafa þegar fengið stöðu hælisleitenda í öðrum löndum þá er þeim vísað burtu.
  • Þegar menn láta eins og nú vegna húsnæðiseklu þá séu þessir einstaklingar lifandi hér í lúxus á hótelum er ekki rétt. Það eru hús hér um alla bæi sem hafa heitið hótel en þessu fólki biðst bara herbergi og aðgangur að klósettum þar eins og í öðru húsnæði.
  • Fólk lætur eins og hælisleitendur fá gríðar dagpeninga á meðan þeir eru í ferlinu. En ef fólk kynnir sér málin þá fá þeir um 8 þúsund til matarkaupa á viku og 2,5 þúsund til að kaupa sér strætóferðir eða annað.
  • Vissulega taka mál þessara einstaklinga nokkuð langan tíma hér en þau gera það um alla Evrópu.
  • Við höfum ekki leyfi skv. samningum að vísa fólki sem sækir um hæli beint í burtu enda getum við það ekki fyrr en við vitum hvaðan þeir komu og í hvaða landi á að vinna að þeirra málum. Og það þarf að rannsaka.
  • Síða gera menn í því að rugla fólk með flóttamönnum og hælisleitendum. Þ.e. láta eins og allir sem komi hingað fái dvalarleifi hér sem flóttamenn. En það er ekki rétt. Flóttamenn sem hingað koma í boði stjórnvalda lenda t.d. ekki inn á Fitjum eða Arnarholti heldur fara til þeirra sveitarfélaga sem hafa ákveðið að taka á móti þeim. Þar er baðið að tryggja þeim húsnæði og þessháttar og það er þar sem fólkið sem bauð sig fram í "Elsku Eygló" vinnur og þjónustar þau.
  • Hælisleitendur mega ekki búa inn á heimilum hjá fólki eða og almenningur má t.d. ekki einu sinni heimsækja þá svo það er ljótur leikur að klína því á fólk sem bauð fram aðstoð sína að þau séu ekki að standa við sitt.
  • Svona gæti ég haldið áfram.
  • Ég ætla ekki að sinni að fara út í umræðu um lönd eins og Írak þar sem kristið fólk hefur lifað í ár þúsund og kristna söfnuði í flestum Arabaríkum sem hafa fengið að starfa þar um aldir en menn hér láta eins og það hafi alltaf verið eitthvað markmið múslima að útrýma þeim. Það getur átt við einhver lönd en menn hér alhæfa og setja alla undir sama hatt.

Málflutingur Þjóðfylkingarinnar stenst ekki skoðun.

Heill flokkur byggður á misskilningi eða hreinlega lygum? Sjá hér

Bosse Hedberg sendiherra Svíþjóðar á Íslandi segir ekkert hæft í fullyrðingum Helga Helgason formanns Íslensku þjóðfylkingarinnar um að sænska lögreglan veigri sér að fara inn í hverfi innflytjenda þar í landi.

Í stuttu máli þá fagna ég framtaki Kjarnans. Það eru engin svæði í Svíþjóð sem lögreglan hikar við að fara á þegar til hennar er leitað og það er alveg klárt mál að sænsk lög eru í gildi alls staðar í Svíþjóð. Sænsk hegningarlög eru reyndar líka í gildi utan Svíþjóðar ef út í það er farið,

sagði Hedberg við Pressuna. Hedberg tekur þó fram að Svíþjóð finni fyrir vandanum sem fylgi því að taka á móti stórum hópum af hælisleitendum frá stríðshrjáðum löndum, það sé eitthvað sem Svíar hafi lengi tekist á við:

En það er skýr stefna minnar ríkisstjórnar að aðlaga þá sem hafa rétt á því að vera í landinu og eru það fólk velkomið að taka þátt í samfélaginu okkar. Til að ná árangri í þeim efnum er þó mjög áríðandi að blanda ekki saman staðreyndum við orðróma. Í því samhengi er gagnslaust að stimpla fólk með einhvern  tiltekinn bakgrunn, eða aðhyllast tiltekin trúarbrögð sem einhverja uppsprettu óróa.

Hedberg segir að fjölmenningarsamfélag þar sem enginn er jaðarsettur sé besta leiðin til að koma á virðingu fyrir lögum og mannréttindum, bæði innan Svíþjóðar sem og víðar:

Að lokum vil ég koma því á framfæri að mér finnst það ósanngjarnt að stimpla Svíþjóð sem land sem er ekki öruggt að heimsækja. Þvert á móti eru stöðugt fleiri ferðamenn að heimsækja okkur hvaðan æfa að úr heiminum.

 


Áríðandi upplýsingar til hlustenda og sérstaklega innhringiliðsins þar

Nú aftur og aftur hef ég heyrt í símatímum Útavarps Sögu talað eitthvað á þessa leið:

"Af hverju tekur þetta "Góða fólkið" þetta fólk ekki inn til sín" Nú það skrifaði undir Elsku Eygló"  Það er nokkur atrið sem fólk þarna ruglar saman.

Þegar fólk var að bjóða fram aðstoð og húsnæði fyrir flóttafólk, þá var það að tala um flóttamenn sem hingað væri boðið. Það eru svo kallaðir kvótaflóttamenn.

 

Hælisleitendur er fólk sem hingað flýgur og óskar við landtöku eftir hælisvist. Það fólk á rétt á skv. þeim skuldbindingum sem við höfum undirritað rétt á að um ósk þeirra sé fjallað.Megnið af þeim fara aftur til baka til annarra landa þegar búið er að fjalla um þeirra mál.

Það er svo vanfjármögnuð útlendingarstofnun sem veldur þvi að þessu fólki er ekki hægt að vísa beint í burtu aftur ef að ósk þeirra stenst ekki. Þegar talað er að leigð séu hótel fyrir þau nú af því að þau séu búin að sprengja af sér húsnæði þá skildi fólk vita að hótel þau sem leigð samsvara væntnlega því húsnæði sem hafa verið notuð þ.e. herbergi með rúmi og aðgang að klótessti svona svipað og fangaklefi. Hvorki betra né verra en t.d. upp á Fitjum og hefur verið notað í áratugi. Og upp á Arnarholti. Það stóð jú til að Arnarholt yrði að hóteli og sendur held ég enn.

Finnst bara umræðan fara hér út í algjöra vitleysu.


Jæja ætli þessi hafi verið í Þjóðfylkingunni?

Nei kannski ekki! En hefði ekki komið mér á óvart.

Í frétt­inni kem­ur fram að fórn­ar­lambið sem nafn­greind­ur er í þýsk­um miðlum, Al­ex­and­er B., hafi setið í ró­leg­heit­un­um í lest­inni þegar sessu­naut­ur hans hafi upp úr þurru verið kallaður Bin Laden af Íslend­ingn­um. Íslend­ing­ur­inn hafi haldið áfram að hrópa að sessu­naut Al­ex­and­ers, ung­um manni frá Mið-Aust­ur­lönd­un­um, að hann ætti að kalla „Alla­hu Ak­b­ar“ og setja sprengj­una í gang.

Á vef BZ er Íslend­ing­ur­inn sagður hafa verið drukk­inn í lest­inni og að hann hafi reynt að espa farþega lest­ar­inn­ar upp á móti unga mann­in­um. Al­ex­and­er B. reyndi þá að stíga inn í, greina þýsku miðlarn­ir frá, en þá hafi Íslend­ing­ur­inn ráðist á hann.

Virt­ist sem að átök­un­um væri lokið þegar Íslend­ing­ur­inn beit þriðjung úr eyra Al­ex­and­ers og hrópaði að hon­um á ensku: „Ég drep þig!“ 

Svona ruglukollar er best geymdir í gæsluvarðhaldi eins og þessi er víst í Þýskalandi í dag.


mbl.is Íslendingur beit bút úr eyra manns
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Var að lesa facebooksíður Íslensku Þjóðafylkingarinnar og fleiri

Og komst að því að hér á Íslandi eru furðulegir hópar fólks í gangi. M.a. á opinni facebook síður Þjóðafylkingarinnar og svo einhverjum vef sem heitir stjórnmálaumræða.

Þarna m.a. er að hægt að lesa lýsingar af hörmungum Svía þar sem múslimar eiga að hafa lagt undir sig særsta hluta borga í Svíþjóð. En Svíar þegja víst yfir þessu. Eftir svona lestur veltir maður fyrir sér af hverju Íslendingar í Svíþjóða sem skipta þúsundum eru ekki að koma heim í hópum til að forðast þessa miklu hættu. Jafnvel skv. þessu skilur maður ekki af hverju Íslenska ríkið er ekki búið að senda þangað flugvélar og björgunarlið til að bjarga Íslendingum hingað heim frá bráðum dauða sem blasir við þeim í Svíþjóð. Eins gildir um önnur Norðulönd.

Svo þegar maður lítur á heimildir sem þeir hafa fyrir þessu þá eru það aðallega Bandaríksar heimasíður sem sjóða saman þessar fréttir og setja á netið og Youtube. Og ef maður kynnir sér aðeins þessar síður þá eru þetta öfgahægrimenn sem standa að þessu og fréttirnar aðallega ætlaðar Bandaríkjamönnum sem ekki nenna að kynna sér raunveruleikan. Og um leið og þessar veitur gleypa sama tilbúninginn upp hver eftir annarri þá græða þær á auglýsingujm og styrkjum frá einstaklingum sem lesa þær. Oft líka sömu síður sem lofa Ísrael og telja að það sé réttmætt að hrekja Palestínumenn alfarið á braut með ofbeldi og óhæfuverkum. Og lofa landnám þeirra.

Sem sagt þetta eru helstu heimildir þessara mann sem flestir hafa sennilega aldrei komið til Svíþjóðar eða annarra landa síðustu árin. Annað væri skrítið því það eru svo hættuleg lönd.


Sýnist skv. þessu að Vigdís sá að átta sig á að hún var aldrei í Framsokn :)

Það kæmi manni ekki á óvart að henni hafi verið haldið fyrir utan svona viðkvæmt mál:

„Þegar hún kem­ur fram hjá Sig­urði Inga á þing­flokks­fund­in­um á föstu­dag­inn, þessi lýs­ing sem þú ert að lýsa frá því í apríl 2016, þá kom það mér al­gjör­lega í opna skjöldu því mér hef­ur greini­lega verið haldið fyr­ir utan þessa at­b­urðarás og þetta plott. Því ég eig­in­lega vissi aldrei hvað var um að vera á þess­um þing­flokks­fundi í apríl 2016 og mig vant­ar enn mörg púslu­spil til að átta mig á því hvað gerðist þenn­an dag,“ seg­ir Vig­dís.

Vig­dís seg­ir aug­ljóst að þenn­an ör­laga­ríka dag í apríl hafi eitt­hvað átt sér stað á bakvið tjöld­in, en neit­ar því að þing­flokk­ur­inn hafi verið bú­inn að koma sér sam­an um fram­haldið.

„Nei, þing­flokk­ur­inn var ekki bú­inn að ákveða neitt,“ seg­ir hún við full­yrðing­um Sig­urðar Inga. „Þetta voru ein­hverj­ir aðilar í kring­um hann sem voru bún­ir að ákveða að at­b­urðarás­in yrði svona.“


mbl.is Brigsl, svik og óheiðarleiki
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Furðuleg atburðaðarrás í Framsókn.

Þetta er náttúrulega orðið efni í farsa. Öruggt að þeir sem gera áramótaskaupið geta nýtt sér þetta efni.

Ef við bara horfum á síðustu daga. Það er haldinn auka þingflokksfundur. Hann stendur lengi. Út af honum koma allir svo sáttir og lýsa stuðningi við núverandi formann. Og Sigmundur bara hoppandi kátur með það.

Síðan 2 tímum seinna birtist varaformaður og forsætisráðherra í beinni að norðan og tilkynnir að hann ætli að bjóða sig fram gegn Sigmundi og m.a. vegna þess að hann sé búinn að missa tiltrú innan og utan Framsóknar.

Síðan hafa komið margir þingmenn og lýst yfir stuðningi við Sigurð Inga. Skv. því hefur þeim snúist hugur á nokkrum klukkustundum. Eins talað um að þetta hafi verið viðvarandi síðan í vor.

Held að þingmenn og fleiri séu löngu búnir að átta sig á því að það eru engir sem vilja vinna með Sigmundi Davíð. Bjarni sé búinn að gefast upp á því og aðrir flokkar orðnir langþreyttir á vinnu með honum. M.a. skort á samvinnu, samstarfi og almennum leiðindum. Sigurður Ingi hefur sýnt það að honum gegnur betur að ná samningum við aðra og vinna með öðrum.

En það sem truflar mann er að það er bara alls ekki verið að segja okkur satt um hvað gengur á og fólk jafnvel lýgur um stöðuna því útkoman síðustu dag er engu samræmi við það sem haldið hefur verið að okkur og Framsókn er held ég klofinn flokkur og valdabarátta þar í botni þessa dagana.


mbl.is Enginn maður er stærri en flokkurinn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hér getið þið séð afleiðingar stefnu framsóknar og sjálfstæðismanna á matarkostnað ykkar.

Þegar að framsókn og sjálfstæðismenn keppast við að segja ykkur að lífsskilyrði ykkar séu sambærileg við önnur norðurlönd eru þeir í vesta falli að færa í stíllinn eða hreinlega að ljúga og treysta á að það er ekki erfitt þegar hér búa svo margir auðtrúa.

Hér á eftir er grein eftir Íslending sem dvaldi í Kaupmanahöfn fyrir nokkrum dögum. Og hann ber hér saman verð sem hann sá á matvörum þar og svo hér og munurinn er sláandi. Hann finnur út að danskur rafvirki væri um 10 tíma að vinna fyrir þessum pakka á meðan að rafvirki á Íslandi væri um 39 tíma að vinna fyrir sama pakka.  Þetta er afleiðingar af verndartollum, innflutingishöftum , skorti á samkeppni í framleiðslu og smásölu, krónunni og háum vöxtum og og fleiru sem þessir flokkar virðast berjast við að halda við hér á landi.  Þessi grein er tekin héðan

eigði mér íbúð í Kaupmannahöfn eina viku í byrjum september. Þegar ég kom þangað var póstkassinn fullur af allskonar bæklingum, m.a. frá nokkrum helstu dagvöruverslunum. Þetta varð til þess að ég skrifaði hjá mér nokkur verð tekin úr  Nettó, Aldi og Irma á algengum dagvöruvarningi. Þegar heim kom hef ég borið saman verðin á kassakvittunum  þegar ég hef verið að versla undanfarið í mínum helstu dagvöruverslunum þ.e. Krónunni og Bónus

 

danmork_1292537.jpg

Þessir útreikningar miðast við gengi dönsku krónunnar í september eða 17.233. Meðal dagvinnutímalaun rafvirkja  Dönsk laun 225Dkr = 3.877 Íkr.  Daninn er 10,06 klst að vinna fyrir pakkanum . Íslensk  daglaun eru 2.300 kr. Ísl rafvirkinn er því 39,32 klst að vinna fyrir pakkanum.

Það tekur semsagt íslenska rafvirkjann u.þ.b. fjórfalt lengri tíma að vinna fyrir dagvörunni.

Danska verðið er 45% af hinu íslenska. Ef við sleppum áfenginu og bjórnum er danska verðið 56% af hinu íslenska.  Þessi munur myndast vitanlega á stórum samkeppnismarkaði innan ESB á meðan einokunarfyrirtækin á fákeppnismarkaðnum Ísland hirða geta keyrt um álagningu og verðlag.

Svo var verið að renna í gegn nýjum búvörusamning sem mun kosta íslensk heimili tugi milljarða sem að mestu renna til þessara fákeppnisfyrirtækja, en væru mun betur komnir í vösum bænda og launamanna. Og íslenskir stjórnmálamenn setja upp furðusvip þegar almenningur fordæmir þingheim sem samþykkir svona lagað með hjásetu og fjarveru.

Við höfum undanfarið hlustað á talsmenn ríkisstjórnarinnar í spjallþáttum og fréttum þar sem þeir grípa til hástemmdra lýsingarorða um hvernig þeir eru búnir kippa upp kaupmættinum hér á landi. Í því sambandi er ástæða að halda því til haga að þegar stjórnmálamenn og aðdáendur þeirra geipa um laun og semja samanburð fyrir ræður sínar þá taka þeir aldrei inn þá staðreynd að íslendingar eru að skila að meðaltali um 10 klst. lengri vinnuviku en nágrannar okkar gera á hinum Norðurlöndunum. Þeas þeir bera gjarnan 39 klst. danska vinnuviku saman við 40 klst.dag.v.+ 9 klst. yfirvinnu. Meðalheildarlaun ísl. rafvirkja verða í þannig gjafapappír einungis um 10% lægri en meðaldaglaun Dana

Þessu til viðbótar eigum við eftir að tala um vaxtamuninn. Nú ef við höldum áfram að horfa á ESB landið Danmörk þá eru vextir á langtímalánum að jafnaði um helmingi lægri en hér á landi. Þú greiðir upp eitt hús í Danmörk á 20 árum. En Íslandi greiðir þú upp húsnæðislánin þín á 40 árum og þá ertu búinn að borga fyrir tvö og hálft hús úi samanburði við Danina. Semsagt eitt og hálft hús renna út um glugga vaxtamunarins sem skapast af örgjaldmiðlunum sem stjórnarflokkarnir og bakhjarlar þeirra verja með kjafti og klóm.

Þessu til viðbótar getum við svo rætt um lífeyriskerfið, örorkubótakerfið, heilbrigðiskerfið, leikskólakerfið, grunnskólakerfið, framhaldsskólakerfið og háskólana. Í ESB landinu Danmörk þekkjast nefnilega ekki hinir ofboðslegu jaðarskattar sem íslenskir stjórnmálamenn hafa með ísmeygilegum leyndarhætti hætti komið smá saman yfir íslenska launamenn,

Ofantalið samsvarar um 25% aukaskatti á íslenskar fjölskyldur umfram þær dönsku.

 


Söngur Framsóknarmanna

Heyrði eftirfarandi haft eftir einu af stórskáldinu:

Við skulum þegja þæg og góð

Það má ekki styggja

Spillingu  þolum sumra hljóð

Sigmund má ekki hryggja.


FRAMSÓKN = Hagsmunafélag fólks sem kýs að geyma auðæfi sín erlendis

Alveg makalaus þau þarna í framsókn. Margir talsmenn þeirra fóru hamförum í að gagnrýna gjaldkera Samfylkingar fyrir að vera með peninga geymda á aflandssvæðum. Og hann sagði jú strax af sér. En þegar kemur að Sigmumdi Davíð þá er það allt annað mál og allir eiga bara að fyrirgefa honum.

P.S. hvarða aflandspenginaeigandi skili hafa lánað framsókn 50 milljónir en vill ekki að nafn hans komi fram?

http://www.frettatiminn.is/hus-framsoknar-vedsett-fyrir-lani-fra-othekktum-adila/


mbl.is „Meira en ég get sætt mig við“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Næsta síða »

Höfundur

Magnús Helgi Björgvinsson
Magnús Helgi Björgvinsson

Skoðanir Magga um menn og málefni í fréttunum. maggihb@gmail.com Athuga að þetta eru mínar skoðanir og þið megið bara hafa ykkar hentisemi, því ég er að nota mína.

Eldri færslur

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Twitter

Teljari

joomla visitor

Twitter

Tenging við twitter

Um bloggið

Vettvangur Magga

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband