Leita í fréttum mbl.is

Dramb er falli næst (er þetta ekki máltæki?)

Ekki er ég viss um að allir séu sammála því sem Sigríður Á. Andersen  segir hér að neðan. Hún er nú ekki það sem hin almenni kjósandi kýs. Að mínu mati nærri öfgamaður til hægri.

Af vísir.is

Fréttablaðið, 29. Október 2006 01:00
Öruggt þingsæti

Ég er mjög ánægð með þennan árangur, að sjálfstæðismenn skuli treysta mér, ungri konu í framboði, fyrir þessu sæti sem við lítum á sem öruggt þingsæti í vor.

Sigríður segist ánægð með að vera þriðji nýliðinn inn af öllum þeim nýju frambjóðendum sem tóku þátt. Árangur Guðfinnu er glæsilegur og sýnir að menn hafa miklar væntingar til hennar.

 





Björn í 3. sæti breytir það einhverju?

Ég hef verið að velta þessu fyrir mér kvöld. Jú flokkurinn hans er að segja honum að kannski hafi hann ekki fullkomlega staðið undir væntingum. Hann tapaði jú slagnum um borgina. EN hann er samt í 3 sæti sem þýðir að hann verður í 2 sæti á lista í öðru kjördæminu í Reykjavík. Og því verður hann sennilega áfram ráðherraefni ef Sjálfstæðisflokkur kemst í ríkisstjórn aftur eftir kosningar.

Þannig að enn eigum við á hættu að aðferðir og áherslur frá Bandaríkjunum verði teknar hér upp. Þá á ég við hluti eins og:

  • Að reyna að koma í veg fyrir ofbeldi með því að beyta fólk og þjóðir ofbeldi.
  • Eins að þrengja að réttindum og einkalífi fólks með leyniþjónustu og njósnum.
  • AÐ gera Íslendinga virka í hernaðraðgerðum hér og þar um heimin á stöðum sem við höfum engin tengsl við  og hafa ekkert gert á okkar hlut.
  • Að láta Bandaríkjamenn segja okkur hvað beri að gera og fylgja þeim í blindni. Sbr. að trúa þeim varðandi gerðeyðingavopn í Írak o.s.frv.

Þannig að eitt sæti niður hefur lítil áhrif held ég.


Blix: Sadam var skömminni skárri

Þetta er umhugsunarvert: Af ruv.is: Erlendar fréttir | 28.10.2006 07:14 Fyrst birt: 28.10.2006 07:12 Blix: Sadam var skömminni skárri Hans Blix, fyrrverandi yfirmaður vopnaeftirlits Sameinuðu þjóðanna í Írak, segir hernám landsins gjörsamlega misheppnað,...

Er þetta rétt orðað hjá manninum

Ég veit ekki hvort Afgana telja þetta gilda réttlætingu. Þetta er svona svipað og segja til að losna við Talíbana þá verðum við að drepa alla Afgana: Frétt af mbl.is   Yfirmaður NATO í Afganistan segir mannfall meðal óbreyttra borgara harmleik Erlent |...

Rússneska mafían að þvo peninga hér?

Spennandi sunnudagur í vændum: » www.ruv.is Fyrst birt: 27.10.2006 18:27 Síðast uppfært: 27.10.2006 20:09 Íslenskir fjárfestar sagðir bófar Íslenska krónan féll um 2% í dag vegna orðróms um að danska Extra bladet birti afar neikvæða frétt um íslenskt...

Gott framtak hjá Pétri Blöndal!

  Það eru ekki allir svona skilvirkir að vera búnir að áætla kostnað strax og baráttunni er lokið. Birtir upplýsingar um kostnað vegna þátttöku í prófkjöri Innlent | mbl.is | 27.10.2006 | 15:38 Péturs H. Blöndal hefur birt upplýsingar um kostnað vegna...

Í þessu erum við virkir þátttakendur

Þar sem við erum í Nató og meira að segja fólk frá okkur á staðnum þá erum við beinir þátttakendur í þessu: .ruv.is » Fréttir » Frétt Fyrst birt: 27.10.2006 08:12 Síðast uppfært: 27.10.2006 08:15 Afganistan: NATO felldi konur og börn Formælandi...

Nú hefði verið frábært að vera smokkaframleiðandi!

Frétt af mbl.is   Kjarnorkutilraunir N-Kóreu auka smokkasölu í S-Kóreu Veröld/Fólk | mbl.is | 26.10.2006 | 21:57 Sala á smokkum hefur rokið upp í Suður-Kóreu ........eftir að nágrannarnir í norðri sprengdu kjarnorkusprengju í tilraunaskyni. Þetta er...

Var að kíkja á þessi gögn varðandi hleranir.

Af ruv.is    Þjóðskjalasafn birtir öll gögn Þjóðskjalasafnið hefur birt öll gögn sem þar eru um símhleranir stjórnvalda á heimasíðu sinni . Strikað hefur verið yfir nöfn og símanúmer þeirra sem voru hleraðir. Ragnar Aðalsteinsson hæstaréttarlögmaður...

Nokkrir frá Hafnarfirði (Brandarar)

  Frændfólk Hafnfirðingur tók sér far með leigubíl frá Reykjavík til Hafnarfjarðar. Leigubílstjórinn reyndi að koma á vitrænum samræðum og spurði: ,,Veistu hver er ekki bróðir minn, ekki systir mín en samt barn foreldra minna?" Hafnfirðingurinn hugsaði...

Nokkrir gullmolar úr læknaskýrslum:

  Að höfðu samræði við lækni féllst hann á að koma sjálfviljugur inn. Á öðrum degi var hnéð betra og á þriðja degi var það alveg horfið. Daginn fyrir innlögn borðaði hún kvöldmat á eðlilegan hátt með kjötbollum. Eðlileg augnskoðun fyrir utan sérkennilegt...

Það er fullþörf fyrir sterkan Íbúðarlánasjóð

Frétt af mbl.is   Íbúðalánasjóður mun áfram gegna þýðingarmiklu hlutverki Innlent | mbl.is | 26.10.2006 | 20:00 Íbúðalánasjóður hefur gegnt og mun, að áliti félagsmálaráðherra, Magnúsar Stefánssonar, áfram gegna þýðingarmiklu hlutverki við framkvæmd...

Við þessi tæknivædda þjóð gerum svo byrjendamistök.

Boðkerfi símafyrirtækjanna hrundi þegar björgunarsveitir voru kallaður út í dag vegna öryggislendingar vélar Continental flugfélagsins. Fyrir mistök kom fyrst fram í boðum Neyðarlínunnar að flugvélin myndi lenda á Reykjavíkurflugvelli. Sjónvarpið sagði...

Fín grein hjá Agli í dag!

Langar að benda á fína grein eftir Egil Helgason sem inn á Silfri Egils. Þar er hann að tala um hvað pólitíkin ætti að snúasta þennan vetur þar segir hann m.a. Það er til dæmis hægt að tala um ójöfnuðinn hér, það sjá allir að hann hefur aukist mikið á...

Ósköp skil ég þetta fólk. vel

  Frétt af mbl.is   Mikill fjöldi Kaupmannahafnarbúa vill ekki fá fríblöð í sín hús Erlent | mbl.is | 25.10.2006 | 21:09 Kaupmannahafnarbúar eru margir hverjir orðnir svo þreyttir á því pappírsflóði sem fylgir ókeypis dagblöðum að þeir hleypa ekki...

« Fyrri síða | Næsta síða »

Höfundur

Magnús Helgi Björgvinsson
Magnús Helgi Björgvinsson

Skoðanir Magga um menn og málefni í fréttunum. maggihb@gmail.com Athuga að þetta eru mínar skoðanir og þið megið bara hafa ykkar hentisemi, því ég er að nota mína.

Eldri færslur

Okt. 2006
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Twitter

Teljari

joomla visitor

Twitter

Tenging við twitter

Um bloggið

Vettvangur Magga

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband