Leita í fréttum mbl.is

Mér líkar ekki þessi silkihanskameðferð á fyrirtækjum sem stjórnarflokkar boða nú.

Í hverjum þættinum af öðrum boða stjórnmálaleiðtogarnir sér í lagi Framsóknar, Sjálfstæðis og Íslandshreyfingin að það verði að gera vel við fyrirtæki hér svo þau haldi áfram að fjárfesta og viðhaldi hagvexti. Þetta tal líkar mér illa. Það er verið að gera fyrirtæki að einhverju ósnertanlegu og um leið að færa þeim ægi vald yfir þjóðinni.

Nú ef þessir flokkar komast til valda eða halda völdum hafa fyrirtækin stjórnvöld í vasanum og viðkvæðið verður alltaf að ríkið verður að koma til móts við kröfur fyrirtækjana annars fari þau bara úr landi.

Menn gleyma því lika að hagnaður af starfsemi fyrirtækjana erlendis er yfirleitt skattlagður þar og nú er stefnt að því að sala og hagnaður af hlutabréfum verði skattlaus. Þannig að nú með hverju árinu verða það aðalega skuldir vegan kaupa erlendis sem taldar verða fram hér og þar af leiðandi litlir skattar sem þau greiða. Vegna stórsölu til álvera þá er lítill möguleiki fyrir íslensk fyrirtæki að fá hér ódýara orku til að stunda einhverja framleiðslu og því verður tilhneiging hjá þeim að færa framleiðslunna erlendis eða fá hingað verkamenn sem sætta sig við lægri laun en við mundum sætta okkur við.

Og þar sem að stjórnvöld bera svona óttablandna virðingu fyrir fyrirtækjum verða þau innan fárra missera búin að ná öllum völdum hér.

Þetta líkar mér ekki við


"Heimilin skulda hættulega mikið"

Var að lesa frétt í Fréttablaðinu í dag þar sem fjallað er um skuldir íslenskra heimila. Þar kemur fram að: Efnahagsmál Tekjur heimilanna duga ekki fyrir útgjöldum þeirra, skuldirnar hrannast upp og nema nú 240 prósentum af ráðstöfunartekjum. Mikil...

Samfylkingin á leiðinni upp en hvað er að gerast með Sjálfstæðisflokkinn?

Mér finnst með afbrigðum ef að 42% þjóðarinnar er ánægð með þátttökur okkar í Íraksstríðinu, meðferð okkar á Falum Gong fólkinu, áætlaða sölu okkar á Landsvirkjun, pólitíska valdbeitingu í Baugsmálunum og almenna einkavinavæðingu síðustu ára. Finnst...

Þetta með þingmannatölur í kjördæmum er náttúrulega ekki rétt

Mér finnst það athugavert að fjölmiðlar séu að úthluta þingmönnum skv. þessum könnunum sínum. Því að þar er ekkert getið um jöfnunarþingmenn. Eins þá fjölgar um 1 sæti í SV kjördæmi minnir mig nú í þessum kosningum. Þannig að ég held að réttara væri að...

"Biðlistaþjóðin "

Fyrst að ég var að birta grein frá www.jonas.is þá langar mig að birta aðra grein sem hann birti í dag. Alveg frábært hvað hann kemur færslum sínum í fáar meitlaðar setningar sem segja allt sem hann vill segja um málið: 05.05.2007 Biðlistaþjóðin Hundruð...

Kannski það sé eins með fylgið hjá þeim

Samkvæmt könnunum þá er útlit fyrir að Siv, Jón Sigurðsson, Jónína og fleiri komsist ekki inn á þing. Það er ekki eins og framsókn hafi ekki verið vöruð við þessu 2003. Það hefur alltaf verið nokkuð ljóst að Sjálfstæðismenn í kjölfar stærðar sinnar hafa...

Þetta heitir að reyna að redda sér korteri fyrir kosningar

Um áraraðir hefur ekkert gengið í þessum samningum. Fólk hefur sífellt þurft að borgar meira af þessum kostnaði. Nú þegar aðrir flokkar hafa tekið þetta upp á stefnuskrá sína reynir Siv að kaupa sér atkvæði til að bjarga þingsætir sínu nú réttri viku frá...

Skil varla hvernig nokkrum dettur í huga að vilja Framsókn í stjórn eins og formaðurinn lætur

Hef verið að hlusta á umræðuþætti nú að undanförnu þar sem rætt hefur verið við formenn flokkanna. Og ég get bara ekki skilið að fylgi við Framsókn sé að aukast. Og að svo margir vilji hann í ríkisstjórn. Mér finnst að málflutningur Jóns Sigurðssonar sé...

Íslenskir kjósendur furðulegt fyrirbæri.

Það er með ólíkindum hverning fylgið virðist sveiflast til og frá Vg skv. þessu könnunum. Maður sér ekkert sem hefur gerst á þessari viku sem liðin er frá síðustu könnun sem réttlætir þessa sveiflu. Á mánuði hefur fylgið dottið um hva svona 7 til 8%. Og...

Ansi krassandi lýsing á ástandi Framsóknar

Las eftirfarandi á blogginu Bæjarslúðrinu hans Björgvins Vals . Hann er ekki að skafa af því: Hræ posted Thursday, 3 May 2007 Framsóknarflokkurinn er þessa dagana eins og rolla sem orðið hefur úti uppi á fjöllum og liggur rotnandi fyrir hunda og manna...

Þetta lofar góðu. Samfylkingin komin á rétt ról í SV kjördæmi.

Ég verð að segja að þetta voru ánægjulegar vísbendingar um stöðu Samfylkingarinnar í Suðvestur kjördæmi. 4 þingmenn og aðeins um 3% undir því sem hún fékk í síðustu kosningum. Innan skekkjumarka! Ég í bjarsýni minni trúi að þarna sé að endurspeglast...

Æ ég veit það ekki! Ég er löngu búinn að missa trú á honum Guðjóni

Bara svona fyrst að hann er að biðja fjölmiðla um að varast dylgjur og rakalausum fullyrðingar, þa finnst mér við hæfi að setja hér inn þá upplifun sem ég hafði af Guðjóni þegar ég horfði á sjónvarp frá Alþingi nokkuð reglulega í vetur. Ég horfði á hann...

Nú held ég að það sé komið nóg af Jónínu málinu

Nú er ég að vona að RÚV fari að setja punktinn. Ég held að þau séu búin að upplýsa okkur um það að þarna var um einhverja flýtimeðferð að ræða. Þetta verður vonandi til að settar verða upp skýrar verkreglur í Allsherjarnefnd um afgreiðslu  þessara mál....

« Fyrri síða | Næsta síða »

Höfundur

Magnús Helgi Björgvinsson
Magnús Helgi Björgvinsson

Skoðanir Magga um menn og málefni í fréttunum. maggihb@gmail.com Athuga að þetta eru mínar skoðanir og þið megið bara hafa ykkar hentisemi, því ég er að nota mína.

Eldri færslur

Maí 2007
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31    

Twitter

Teljari

joomla visitor

Twitter

Tenging við twitter

Um bloggið

Vettvangur Magga

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband