Leita í fréttum mbl.is

Kannski rétt að benda (þeim á sem kenna stjórnaranstöðu um lætin núna) að hún kom ekkert að þessu

Rétt fyrir fólk að muna að það var ekki stjórnarandstaðan sem kom þessum látum sem verið hafa um peninga hjónana Sigmundar og Önnu á Tortóla.

Það var Anna sjálf sem gerði þetta opinbert eftir að fréttamaður eða fréttamenn hófu að spyrja þau út í þessi mál í kjölfar þess að viðkomandi fréttamaður hefur undir höndum gögn um Íslendinga sem eiga fjármuni í skattaskjólum á aflandseyjum. Og er að vinna frétt um málið.

Það var ekki stjórnarandstaðan sem stofnaði félag á Tortóla til að geyma peninga sína.

Það var ekki stjórnarandstaðan sem skapaði fordæmi um að stjórnmálamenn geta bara flutt eignir sínar yfir á konuna og telja sig þá ekkert þurfa að geta um þá hagsmuni. Þetta verður þá kannski í framtíðinni að menn flytja bara eignir yfir á makan og eru síðan stikkfrí. Og þurfa ekkert að láta okkur kjósendur vita. Venjulega þegar maður heyrir af eignaflutningi svona þá eru það menn sem eru bjarga eigum frá gjaldþroti eða fela þær!

Að lokum bendi ég á þessa lesningu hér um hugsanlegt framhald á þessu aflandsfélagamáli.


Smjörklípuaðferðin

Datt í hug þegar ég las fréttir á eyjan.is í dag að fletta upp "Smjörklípuaðferðinni"

Smjörklípa er hugtak sem Davíð Oddsson kom í umferð og er notað yfir þá aðferð í opinberri umræðu að beina athyglinni frá eigin vandamálum eða athöfnum með því að benda á eitthvað annað bitastæðara.

Hugtakið er rakið til Kastljósþáttar sem var þann 3. september 2006, en þar var Davíð Oddsson, þáverandi Seðlabankastjóri, spurður um aðferðir sem hefðu gagnast honum í pólitík. Hann sagði þá sögu af frænku sinni fyrir vestan sem hafði þann sið að klína smá smjörklípu á heimilsköttinn þegar þörf var á að halda honum uppteknum um smá tíma. wikipedia.is

Auðséð að Framsókn hefur farið á námskeið hjá meistaranum. Það t.d. gleymist alveg í frétt dagsins á Eyjunni að við erum að tala um Forsætisráðherra Íslands þannig að dæmi um einhverja hugsanlega ráðgjafa eða aðra eru bara ekki það sama.


mbl.is Ekkert breyst í málinu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Sigmundur Davíð toppar sig!

Sigmundur Davíð var í þættinum Á Sprengisandi!! Þar sagði hann að mér skildis að nær allir stjórnmálamenn nema hann hafa verið að verja eigin hag og fjölskyldna þeirra! NEMA hann! Hann! hafi fórnað eignum og hagsmunum konu sinnar fyrir...

Merkilegt viðtal við Þórunni Egilsdóttur í hádegisfréttum RUV

Þórunn Egilsdóttir þingkona sagði eitthvað á þá leið að framsókn hefði ekkert fundað út af málefnum Sigmundur Davíðs og Tortóla. Hún sagði enga þörf á því enda væri Sigmundur Davíð svo frábær! Svo fór hún eitthvað að rugla um Icesave! Eins og það sé...

Af hverju stofna fjáfestar félög á aflandseyjum?

Í allri umræðunni um að Sigmundur Davíð megi bara gera allt af því hann sé svo frábær og hafi bjargað Íalandi hefur kannski gleymst af hverju fólk stofnar félög á aflandseyjum eins og Tortola. Eins og ég skil þetta er tilgangurinn m.a. Að flytja eftir...

Í framhaldi af þessu er rétt að benda á þetta

Rakkst á þetta á facebook eftir einstakling sem hefur jú góða tengingar í ýmsar heimildir: Í fyrsta lagi má de ila um það hvort samningurinn sé yfirhöfuð sigur og í öðru lagi var þetta niðurstaða sem búið var að landa, að mestu, fyrir kosningar 2013....

Aðeins að setja smá blett á hetjumyndina sem Sigmundur Davíð dregur upp af sér!

Sigmudnur Davíð treysti held ég nokkuð á "gullfiskaminni þjóðarinnar. Þegar hann talar um takmarklausu snilli sína varðandi kröfuhafa þá gleymir hann að það er byggt á viðbót fyrri ríkisstjórnar við neyðarlögin sem hann í raun lagðist gegn og allur...

Sigmundur Davíð á Alþingi fyrir tæpu ári

"forsætisráðherra (Sigmundur Davíð Gunnlaugsson) (F): Virðulegur forseti. Hv. þingmaður rakti ágætlega sögu þess máls er varðar siðareglur Stjórnarráðsins. Það er rétt sem hv. þingmaður sagði, að siðareglur sem samþykktar voru 2011 og birtust í...

Aðeins um væntanlegar breytignar á greiðsluþátttöku í heilbrigðiskerfinu!

Fyrir þá sem heyrðu orð Heilbrigðisráðherra um nýtt fyrirkomulag í greiðsluþátttöku fólks í varðandi heilbrigðisþjónustu er rétt að benda á eftirfarandi. Hann sagði að nýja kerfið dreifði kostnaði á fleir herðar. Það þýðir í raun að ef þú þarft sjaldan...

Hvernig þá þeir þetta út?

Nú ef Sigmundur Davíð hefði tekið þátt í samningum sem hefðu aukið eignir konu sinnar - hvað þá? Hefður þeir þá talið að hann væri líka í fullum rétti? Og svona miðað við að bankarnir voru þrotabú og þar af leiðandi fullt af peningum tapaðir. Hvernig...

Staðreynarvilla í gangi varðandi mál Sigmundar Davíðs!

Svona rétt að benda fólki á að í umræðunni hefur eitthvað skolast til hjá fólki. Það er rétt að fólk átti sig á því að Páll Samúelsson fyrrum eigandi Toyota umboðsins er ekki látinn. Hann skipti upp söluandvirði fyrirtækissíns milli sín og barnana þegar...

Um staðsetningu Landspítalans

Rakst á þetta ágæta innlegg um stöðuna í málefnum Landspítalans

Þá vitum við það! Allir sérfræðingarnir sem hafa fjallað um þetta hingað til eru óhæfir!

Eru menn ekki að segja að allar þessar skýrslur og allir þessi sérfræðingar sem hafa komið að þessu staðarvali hingað til eru þá ekki störfum sínum vaxnir. Væri þá ekki rétt að vara við þeim t.d. þessum erlendu sem hafa skilað okkur skýrslum! En flott...

Væri ekki ágætis inngrip hjá Sigmundi að huga að samgöngubótum og dreifa ferðamönnum

Held að Sigmundur Davíð ætti kannski að huga fyrst að þvi sem hann var kosinn til. Þ.e. að innviðum eins og samgöngm, ferðamannastöðum og leiðum til að gera aðra staði en Reykjavík spennandi fyrir ferðmenn. Þá minnkar kannski þessi ásökn í að byggja...

Eitthvað virðist þýðendur hafa verið illa vakandi.

Skv. öllum erlendu fréttunum sem ég hef lesið þá lenti hann blessaður maðurinn í snjósleða slysi en ekki snjoblásara. Þ.e. snowmobile er ekki snjóblásari

« Fyrri síða | Næsta síða »

Höfundur

Magnús Helgi Björgvinsson
Magnús Helgi Björgvinsson

Skoðanir Magga um menn og málefni í fréttunum. maggihb@gmail.com Athuga að þetta eru mínar skoðanir og þið megið bara hafa ykkar hentisemi, því ég er að nota mína.

Eldri færslur

Apríl 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30      

Twitter

Teljari

joomla visitor

Twitter

Tenging við twitter

Um bloggið

Vettvangur Magga

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband