Leita í fréttum mbl.is

Bíddu var þetta ekki Árna Pál að kenna?

Menn hafa nú síðustu viku ráðist á Árna Pál og sakað hann um að vera valdur að því að verið er að semja um framgang stjórnarskrárfrumvarpsins í áföngum. Hef ekki skilð af hverju málið er persónugert árásum á Árna Pál einan þegar að formenn Vg og BF flytja þetta með honum. þ.e. formenn 3 flokka af 6 á Alþingi. Og gæti nú verið að hér sé skýringin:

„Þingmenn Bjartrar framtíðar settu sem skilyrði fyrir því að verja ríkisstjórnina falli að setja inn ónothæfa leið sem Guðmundur Steingríms hefur talað fyrir. Það er sorglegt að Björt framtíð byrji feril sinn á þingi með slíkum hrossakaupum,“ segir Birgitta Jónsdóttir, þingmaður Hreyfingarinnar, á Facebook-síðu sinni í dag.

 


mbl.is Sakar Bjarta framtíð um hrossakaup
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Er boðlegt að þessi blaðamaður skrifi fréttir um ESB?

 (fyrirsögn löguð skv. ábendingu. Hún var ekki vel sett upp  og rétt að hún var með óþörfum aukaorðum. Enda skrifuð um leið ég var að lesa fréttina sem þessi færsla er tengd við)

Hjörtur J. Guðmundsson er skv. bloggi sínu svarinn andstæðingur ESB. Hann skrifar hér að því virðist lærða grein um hvað sé hægt í samningum við ESB eða ekki. Þetta eru nú langt frá því að vera svo. T.d. nú þegar hann skrifar um undanþágur eins og þær þekkist ekki er náttúrulega barnalegt. Bretlanda hefur t.d. undanþágur frá megin tilskipunum ESB á mörgum sviðum og svo má nefna:
  • Þegar Grikkir gengu inn í Evrópusambandið var sérákvæði um bómullarframleiðslu sett inn í aðildarsamning þeirra, en bómullarrækt var mjög mikilvæg fyrir grískt efnahagslíf. Þótti ljóst að landbúnaðarstefnan gæti að óbreyttu stefnt þessum mikilvæga atvinnuvegi í hættu og tókst Grikkjum því að fá sérstöðu bómullarræktunar viðurkennda í aðildarsamningum sínum. Hið sama gerðist þegar Spánverjar og Portúgalar gengu í ESB og þessi ákvæði hafa nú almennt gildi innan landbúnaðarstefnunnar.
  • Malta og Lettland sömdu einnig um tilteknar sérlausnir í sjávarútvegi í aðildarsamningum sínum, sem fela í sér sérstakt stjórnunarsvæði fiskveiða á tilteknum svæðum, en þær lausnir byggja á verndunarsjónarmiðum og fela ekki í sér undanþágu frá reglunni um jafnan aðgang.
  • Eitt þekktasta dæmið um sérlausn er að finna í aðildarsamningi Danmerkur árið 1973, en samkvæmt henni mega Danir viðhalda löggjöf sinni um kaup á sumarhúsum í Danmörku. Í þeirri löggjöf felst m.a. að aðeins þeir sem búsettir hafa verið í Danmörku í a.m.k. fimm ár mega kaupa sumarhús í Danmörku, en þó er hægt að sækja um undanþágu frá því skilyrði til dómsmálaráðherra Danmerkur.
  • Malta samdi um svipaða sérlausn í aðildarsamningi sínum, en samkvæmt bókun við aðildarsamninginn má Malta viðhalda löggjöf sinni um kaup á húseignum á Möltu og takmarka heimildir þeirra sem ekki hafa búið á Möltu í a.m.k. fimm ár til að eignast fleiri en eina húseign á eyjunni. Rökin fyrir þessari bókun eru m.a. að takmarkaður fjöldi húseigna, sem og takmarkað landrými fyrir nýbyggingar, sé til staðar á Möltu og því sé nauðsynlegt að tryggja að nægilegt landrými sé til staðar fyrir búsetuþróun núverandi íbúa.
  • Í aðildarsamningi Finnlands og Svíþjóðar 1994 var fundin sérlausn sem felst í því að samið var um að Finnum og Svíum yrði heimilt að veita sérstaka styrki vegna landbúnaðar á norðurslóðum, þ.e. norðan við 62. breiddargráðu. Sú lausn felur í sér að þeir mega sjálfir styrkja landbúnað sinn sem nemur 35% umfram önnur aðildarlönd. Í aðildarsamningi Finnlands er einnig ákvæði um að styrkja megi svæði sem eiga í alvarlegum erfiðleikum með aðlögun að hinni sameiginlegu landbúnaðarstefnu ESB og Finnar hafa nýtt það ákvæði til að semja við ESB um sérstuðning fyrir Suður-Finnland.
  • Stuðningur við harðbýl svæði (Less Favoured Area, LFA) varð til við inngöngu Bretlands og Írlands í ESB, en þessi ríki höfðu áhyggjur af hálandalandbúnaði sínum og því var samið um sérstakan harðbýlisstuðning til að tryggja að landbúnaðurinn gæti staðið af sér samkeppni við frjósamari svæði Evrópu. Finnland, Svíþjóð og Austurríki sömdu einnig sérstaklega um þannig stuðning í aðildarsamningi sínumog sem dæmi má nefna að 85% Finnlands var skilgreint sem harðbýlt svæði.  Í aðildarsamningi Möltu er ákvæði um að Malta verði skilgreint sem harðbýlt svæði, auk þess sem í sérstakri yfirlýsingu er fjallað um eyjuna Gozo og m.a. tiltekið að hún verði flokkuð sérstaklega með tilliti til styrkja vegna sérstakra aðstæðna á eyjunni.

Mörg fleiri dæmi eru tekin í skýrslunni en punkturinn með færslunni hefur komið fram.  Vilji þeir félagar, eða aðrir, lesa sér betur til geta þeir smellt hér og haldið lestrinum áfram. Tekið hér

 
 

 


mbl.is Fást varanlegar undanþágur?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Meira ruglið í Ásbirni alltaf hreint.

Hann man ekki einu sinni eftir því að hér voru greiddar auka vaxtabætur fyrir um 30% af vaxtagjöldum heimilia. Það var skorið af lánum hjá Íbúðalánasjóð og fullt af öðrum aðgerðum. Svo gleymir hann alveg að hér varð hrun 2008 og og það varð ekki "meint...

Furðulegur flokkur Framsókn

Í dag lögðu þau fram tillögu að sátt! Sem gekk út á að breyta auðlindarkaflanaum þanni m.a. að afnotarétt að þjóðarauðlind mætti túlka á þá leið að sá sem hafi réttinn á nýtingu geti túlkað hann sem eignarrétt og því væntanlega veðsett hann. Og eins...

Kannski rétt að benda formanni Bændasamtakana og varaþingmanni Framsóknar á þetta:

Frétt af www.ruv.is Mörg sóknarfæri gæfust fyrir dreifbýlið á Íslandi ef við gengjum í Evrópusambandið. Það segir Halldór Halldórsson, formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga. Ráðgjafanefnd Íslands og Svæðanefndar Evrópusambandsins héldu sinn fyrsta...

Kannski er Bjarni Ben bara í hreinum minnihluta skv. þessu:

Úr viðtali við Össur á eyjan.is áðan Framsókn hefur mjög skýra landsfundarsamþykkt um að ljúka endurskoðun stjórnarskrárinnar á komandi kjörtímabili og hlýtur þá að vera til í að flytja málið þangað. Framsókn, ekki síst formaðurinn og ýmsir þingmenn,...

Þetta skaltu skoða áður en þú trúir aðferðum Sjálfstæðismanna

Ef að fólk les Hannes Hólmstein, Birgir Þór og Skafta sem og les landsfundarsamþykktir Sjálfstæðismanna þá vita mennað þeirra drauma staða er módel sem líkist Bandaríkjunum sem byggja jú að mestu á hugmyndum kapitalista. Hér í þessu videói geta menn séð...

Fyrst komu þeir........

Fannst þetta flott og í stíl við málflutning sumra sjálfstæðismanna. Tekið af síðu Agnars Kristján Þorsteinssonar Fyrst komu þeir…. Fyrst komu þeir og fjarlægðu fræðimennina Og ég sagði ekki neitt. Þar sem ég var ekki fræðimaður. Svo komu þeir og...

Fyrst að verið er að tala um Silfur Egils. Smá um orð Friðriks Jónssonar.

Friðrík Jónsson gleymdi í Silfri Egils áðan að koma inn þetta sem hann skrifaði fyrir nokkum vikum . En þetta gengur út á að fólk verði í kjölfar afnáms verðtryggingar að taka á sig skell. Lækkandi húsnæðisverð, lækkaðan kaupmátt, lækkun á...

Ég er alveg ösku reiður!

Hér talar Bjarni Ben sem hefur kvartað hástöfum um að öll vinna Alþingis hafi verið klúður vegna skorts á samráði. Nú er honum boðið til samráðs um að koma á móts við vilja þjóðarinnar skv. þjóðaratkvæðagreiðslur 20 október. Og viti menn þá slær hann það...

Látum helvítin hafna þessu breytingum á næsta þingi!

Hef verið sammála því að semja um breytingarnar á Stjórmarskráinni þannig að hluti þeirra yrði á næsta kjörtímabili. En eftir að hafa hlustað á útvarpsfréttir nú klukkan 18 skipti ég alveg um skoðun. Því þar er haft eftir Bjarna Ben: Hann segir hins...

Nokkur smá vandamál á þessari tillögu!

Nú boða Framsóknarmenn að slíta eigi viðræðum við ESB. Og um leið eru landbúnaður hér rekin á undanþágum miðað við alla viðskiptasamninga okkar erlendis. Ljóst að það yrði aldrei samþykkt að hér væru háir tolla á innflutning á landabúnaðarvörum og um...

Mín skoðun

Hef verið á því í nokkra mánuði í ljósi þess að stjónarandstaðan getur tafið út í það óendanlega að afgreiða stjórnarskrár málið og fellt það eftir kosningar þar sem að það þarf að samþykkja á 2 þingum að skynsamlegast sé að semja um að afgreiða nú það...

Smá vangavelta varðandi verðtryggð krónulán vs. óverðtryggð krónulán.

Smá dæmi: Ef við segjum að verðtryggð lán hefðu öll verið afnumin nú um áramót og þeim öllum hefði verið breytt í óverðtryggð lán með breytilegum vöxtum. Fyrir nokkrum dögum fréttum við að verðbólga væri rokin upp. Seðlabanka væri ætlaða að stöðva það og...

« Fyrri síða | Næsta síða »

Höfundur

Magnús Helgi Björgvinsson
Magnús Helgi Björgvinsson

Skoðanir Magga um menn og málefni í fréttunum. maggihb@gmail.com Athuga að þetta eru mínar skoðanir og þið megið bara hafa ykkar hentisemi, því ég er að nota mína.

Eldri færslur

Apríl 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30      

Twitter

Teljari

joomla visitor

Twitter

Tenging við twitter

Um bloggið

Vettvangur Magga

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband