Leita í fréttum mbl.is

Athyglisvert innlegg í umræðuna

Var að lesta blogg eftir Jón Daníelsson. Sumu er ég sammála og öðru ekki. Sér í lagi varðandi hvað hann hengir sig í fasteignamat þegar hann talar um að skuldir umfram við séu 125 milljarðar og í þeim flokki séu mest fólk sem er að kaupa sér íbúð í fyrsta skipti:

Á vef forsætisráðuneytisins má sjá glærukynningu fjármálaráðherra(PDF, 44 KB) þar sem fram kemur að skuldir þessara heimila nema um 125 milljörðum umfram fasteignamat. Hér er áhugavert að skoða töflu um fjölda skuldara. Út frá henni er auðreiknað að fasteignamat hverrar íbúðar er að meðaltali innan við 20 milljónir. Sú tala er mjög svipuð hvort heldur umframskuldin er 10, 50 eða 100% yfir fasteignamatinu.

Hér er sem sé komið unga fólkið sem var að kaupa sína fyrstu íbúð á árunum fyrir hrun.

Það er alveg ljóst að megnið af þessum 125 milljörðum mun aldrei innheimtast. Þessa peninga þarf að afskrifa sem allra fyrst. það lendir á Íbúðalánasjóði, lífeyrissjóðunum og bönkunum. Bankarnir þola sinn hlut. Lífeyrissjóðirnir neyðast til að skerða lífeyri, en hlutur Íbúðalánasjóðs lendir á ríkinu.

Af þeim 220 milljörðum sem talað hefur verið um að 18% flöt niðurfærsla muni kosta, eru þá 95 milljarðar eftir. En þessa peninga þarf að nota í úrræði á borð við greiðsluaðlögun og sértæka skuldaaðlögun. Þau úrræði kosta nefnilega líka peninga.

Fjöldamargt fólk hefur ekki nýtt sér þessi úrræði og ein veigamesta ástæðan er vafalaust sú að allt of margir eru enn að bíða eftir töfralausninni, þeirri stóru og almennu niðurfellingu skulda, sem nú hefur verið prédikuð samfellt í nærri 3 ár.

Ég velti fyrir mér hvort þeir sem haldið hafa þessari reginfirru á lofti, geri sér grein fyrir hversu miklum skaða þeir hafa valdið, hvort þeir átti sig á því að fólk er nú þegar búið að missa húsnæði sitt, vegna þess að það lagði trúnað á þennan boðskap.

Það er ljótur leikur að vekja fólki óraunhæfar vonir.

Það sem mér finnst athyglisvert eru nokkur atriði. Ef að við reiknum með að lán sem komin eru yfir fasteignamat innheimtist aldrei og þurfi því að afskrifa það sem er yfir fasteignamati þá myndi það gera 125 milljarða. Síðan muni hin ýmsu sértæku úrræði fyrir þá verst settu eins og skuldaaðlögun og fleira kosta mikið. Því er von að hann velti fyrir sér af að um almenna skuldaniðurfærslur verði að ræða hvaðan á þá peningur í afskriftir á lánum sem áfram verða yfir 100% eigi að koma og hvaðan eigi að finna fé í sértækar lausnir fyrir þá verst settu.

Og ég vek sérstaklega athygli á lokaorðum hans um þann skaða sem boðberar risa afskrifta á lánum heimila eru búnir að valda mörgu fólki sem ekkert hefur gert í sínum málum af því þau trúðu á þessa boðbera skuldaaflausna og patentlausna.


mbl.is Ekki raunverulegur samráðsvettvangur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Held að RÚV verði nú að athuga sinn gang

Finnst þetta furðuleg viðbrögð hjá RÚV í dag. Þeir hafa nú ekki verið að stressa sig yfir því að fólk sem er að lýsa ömurlegri stöðu hinna og þessa séu tengdir stjórnmálaflokkum:

Ásta Hafberg sem iðulega var talað við í mótmælum við Alþingi er varaformaður Frjálslindaflokksins. Þeir tóku það ekki sérstaklega fram. En talað var við hana nokkrum sinnum.

Ásgerður Jóna hjá fjölskylduhjálpinni sem er að lýsa ömurlegum aðstæðum fólks var í framboði og varaformaður frjálslindaflokksins.

Og ég fær ekki skilið af hverju að einhver sem er ánægður með aðgerðir verður ómarktækur þó hann hafi starfað með flokkum í ríkisstjórn.

Verða allir sem segja eitthvað jákvætt að vera gjörsamlega ótengdir og óspjallaðir til að Ríkisútvarpið segi frá þeirra skoðun


mbl.is Viðmælandinn tengdist VG
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Þetta sýnir að fullyrðingar bæði hagsmunasamtaka og fréttamanna er gjösamlega út úr korti.

Ef fólk trúir öllu sem sagt er hér í fjölmiðlum þá mætti halda að stærsti hluti heimila sé að leið á uppboð. Og þau skipti þúsundum en svo heyrir maður að í október séu um það bil 140 heimili sem eigi að bjóða upp og nú hafa þau möguleika að fresta því...

Nú við hverju býst þessi ágæti maður!

Hann er að skipuleggja mótmæli fyrir utan Alþingi í byrjun október. Var hann þar ekki m.a. með svefnpoka. Og fór mikinn á facebook við skipulagningu. Lögreglu ber að fylgjast með hugsanlegum hættum og menn sem eru að mótmæla geta ekki sett bara hinar og...

Einn sérfræðingurinn enn sem varar við þessum almennu niðurfærslum

Á www.pressan.is má finna þennan pistil Jóns Steinssonar hagfræðings í Bandaríkjunum: 15. okt. 2010 - 09:35 Jón Steinsson 130 milljarða skattahækkun? Átján prósent niðurfærsla verðtryggðra húsnæðislána myndi kosta Íbúðalánasjóð 130 milljarða króna....

Þetta er nú meira bullið!

Hvernig í ósköpunum ætla þau að fá þetta til að virka: Neyðarstjórn þyrfti að koma öllum málum í gegnum Alþingi Neyðarstjórn getur ekki sent mál í þjóðarákvæði ef það er ágreiningur. Það er bara Alþingi sem getur það. Og hvað á ríkisstjórn að gera skv....

Það eru ekki margir sérfræðingar sem eru hrifnir af þessari almennu niðurfærslu

Þórólfur Matthíasson segir: Það sem er svo galið við að fella niður flatt á alla að þá sitja allir þeir sem eru í vandræðum núna áfram í vandræðum. Það verður hins vegar fullt af miðaldra fólki og eldra sem að munu fá til sín gjöf sem að þau hafa ekkert...

Maður að mínu skapi!

Var að lesa þessa frétt á visir.is. Vísir, 12. okt. 2010 20:05 Bölmóðurinn of mikill á Íslandi Þar segir maður á Árskógsströnd frá. Hann segir m.a. Ég er búinn að fara í gegnum allan þennan pakka," segir Tryggvi. Hann telur að neikvæðnin gagnvart þeim...

Ætli það sé tölvupóstkunnátta Bjarna sem réð úrslitum?

Nei gríinlaust þá er þetta náttúrulega út í hött að ráða sem upplýsingafulltrúa mann sem situr í samtökum sem berjast fyrir því að bregða fæti fyrir vilja Alþingis og ríkisstjórnar vaðandi aðildarsamning við ESB. Því það er jú vilji Alþingis að sækja þar...

Þarna getur Öryrkjabandalagið komið sterkt inn i að leysa málin

Öryrkajabandalagið á nokkuð mikið af húsnæði sem fatlaðir búa í og ríkið borgar þeim leigu. Held að ÖBÍ get nú komið sterkt inn í að leysa vandamál með því að gæta hófs í hvað þeir rukka Ríkið um í leigu. Það eru engar smá upphæðir sem rukkaðar eru í...

Þetta er bara hárrétt hjá Össuri!

Fólk getur ekki nefnt einn flokk á þingi sem ekki hefur sagt þetta. Indefence sagði þetta! Ríksistjónin hefur sagt þetta. Forsetinn sagði þetta líka. Það hafa allir sem að þessu máli hafa komið sagt að Ísland ætlaði að standa við skuldbindingar sínar. En...

Ríkisstjórnin á ekki að láta þvinga sig í óraunhæfar aðgerðir!

Menn tala alltaf eins og hér séu meirihluti húsnæðislána við banka. En það er held ég ekki rétt. Held að um 65% húsnæðislána sé við lífeyrissjóði og Íbúðalánasjóð. Og þar sé Íbúðalánasjóður stærstur. Það ætti að vera auðvelt fyrir bankana að veita þennan...

Ég er að þessu sinni alveg sammála Hreyfingunni!

Hefur alltaf fundist alveg ótrúlegt bruðl í kring um kosningar hér á landi. Og alveg ótrúlegt magn af auglýsingapésum sem fólk hendi ólesnu í rusli. Nú á tímum netsins er kjörið tækifæri á að henda út þessu bruðli sem og að koma í veg fyrir óeðlilega...

Ekki að ná þessu enn hjá þeim í Hagsmunafélaginu

Nú eins og segir í fréttinni er talað um að lækkun höfuðsstóls um 18% og þak á verðbætur kosti um 200 milljarða. Í dag heyrði ég að það væru um 75 milljarðar sem lentu þá á lífeyrissjóðum. Við það lækka eignir lífeyrissjóða um 5%. Sem þýðir þá væntanlega...

Nú hvaðan á að taka þessa peninga?

Hlustaði á Marínó frá Hagsmunasamtökunum áðan í útvarpinu. Hann hélt langa tölu um hvernig að bankarnir hefði leikið sér að því að fella krónuna til að auka eignir sínar í krónum. Og að þetta hafi dregið úr verðgildi eigna líka og þetta allt fannst honum...

« Fyrri síða | Næsta síða »

Höfundur

Magnús Helgi Björgvinsson
Magnús Helgi Björgvinsson

Skoðanir Magga um menn og málefni í fréttunum. maggihb@gmail.com Athuga að þetta eru mínar skoðanir og þið megið bara hafa ykkar hentisemi, því ég er að nota mína.

Eldri færslur

Sept. 2025
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Twitter

Teljari

joomla visitor

Twitter

Tenging við twitter

Um bloggið

Vettvangur Magga

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband