Leita í fréttum mbl.is

Það var kominn tími til að einhver segði Vigdísi, það sem margir hafa hugsað

Þingmennska hennar hefur verið með afbrigðum.

  • Í mörgum umræðum fer hún í andsvör við alla með sömu spurningarnar. Kannski 10 til 30 sinnum. Alveg sama þó það sé samflokksmenn hennar eða andstæðingar.
  • Hún notar fullyrðingar og upplýsingar af blogginu held ég eins og það séu staðreyndir.
  • Hún sakar hina og þessa um landráð án þess að geta rökstutt það
  • Hún grípur hvert hálmstrá eins og þegar hún eyddi heilum degi að koma í andsvör og tala um eitthvað kaupmannahafnarviðmið í tenglum við að við gætum ekki sótt um aðild að ESB. En kaupmannahafnarviðmiðið fjallar um: "Aðild tilskilur að umsóknarríki búi við stöðugar stofnanir sem tryggja lýðræði, lögfestu, mannréttindi og virðingu fyrir minnihlutahópum og vernd þeirra, markaðshagkerfi, sem og getu til að standast samkeppnisþrýsting og markaðsöfl innan sambandsins. " Eitt af því fáa sem við getum þó sagt að við ættum að uppfylla.
  • Og nú á Þráinn að vera flugumaður Össurar í Vg.

Held að Vigdís sjái Alþingi sem leikvöll þar sem sá sem talar mest án þess endilega að vita um hvað hann er að tala sigri.  En held að hún sé jafnt og þétt án þess að vita af því, búin ásamt nokkrum öðrum að grafa undan virðingu og trú manna á Alþingi.

Mér fannst Össur lýsa vel framkomu hennar og fasi. Þegar hann sagði.

Frú forseti. Þessi ræða og sú sem hana flutti er talandi dæmi, talandi skýring á því hvers vegna Framsóknarflokkurinn hefur tapað þriðjungi af fylgi sínu frá því sem það var í skoðanakönnunum á síðasta ári. Hvað veldur því að þingmenn flokksins halda ræður sem eru fullar af slíku endemisbulli, líkt og sú sem hv. þingmaður flutti hér áðan? Hvað veldur því að hv. þingmaður leyfir sér að spinna upp sögur og blekkingar og vitleysu? Er það vegna þess að hún er vísvitandi að fara með ósannindi eða er þingmaðurinn ekki nógu vinnufús til að vinna heima?

Hún virðist leita markvisst á netinu að einhverju til að ræða um. Og ef hún finnur eitthvað sem gæti komið sér illa fyrir stjórnina ríkur hún af stað án þess að kanna málin. Hún hefur eytt tugum ef ekki hundruðum klukkustundum af tíma Alþingis í bull. Og eftir þessu er tekið allstaðar þar sem fólk ræðir um Alþingi þá kemur hún til tals.

Svo takk Össur fyrir andsvörin á þingi. Þetta og þetta


mbl.is Þráinn hvíslari Össurar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Lilja og Ásmundur ekki alltaf auðskiljanleg

Hélt að Lilja væri nú hagfræðingur. Hún hlýtur að gera sér grein fyrir því að það hugnast ekki mörgum að eiga viðskipti við land þar sem svo stór mál eru óuppgerð og því staðan næstu ár óviss. Eins hlýtur hún að átta sig á því að hér er ekki hægt að gera nænar áætlanir sem standast þegar þessi óvissa er til staðar. Eins hafa öll lánshæfisfyrirtæki lýst því yfir að við verðum í og við rusl flokk þar til þetta er frágengið.

Um Ásmund Einar er það að segja að eftir að hafa heyrt hann tala sem formann Heimsýnar þá er ljóst að hann hefur ekki nokkra innsýn í það sem hann er að tala um. Enda bara strákgrey.

Enda ef þau hafa kynnt sér málið þá ættu þau að hafa þessi atrið Össurar í huga:

Össur sagðist telja, að ef málið færi gegnum Eftirlitsstofnun Evrópu og síðan dómstóla yrði gerð atlaga að neyðarlögunum. Þau myndu væntanlega halda en meiri óvissa væri um hvort forgangsákvæði Icesave-samninganna myndi halda. Það gæti leitt til þess að aðrir kröfuhafar fengju meira í sinn hlut úr þrotabúi Landsbankans.

Ef allt færi á versta veg þá værum við komin í verri stöðu en í október 2008 þegar allt hrundi.


mbl.is Liggur ekkert á að semja um Icesave
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Æ ég bara er ekki viss um að þetta sé rétt!

Svona miðað við hvernig Ögmundur hefur látið þá má hann nú taka stakkaskiptum ef þessi breyting á að leiða til einhvers góðs. Og ef hann og Jón Bjarnason ætla að láta eins og þeir hafa látið verður væntanlega lítið úr verki hjá þessari stjórn. Er í...

Hvaða auðlindir? Spyr Illugi Jökulsson

Ágæt spurning hjá Illuga á blogginu hans í dag: Á blogginu er fólk sífellt að þusa um að hið illa ESB ásælist auðlindir okkar. Eins og hinir 500 milljón íbúar ESB muni aldeilis komast í feitt þegar þeir fá að koma höndum yfir allt ríkidæmið hér. Hvaða...

Frestun, frestun, frestun.......! Er ekki kominn tími fyrir Samfylkingu að standa í lappirnar

Nú var þetta að því mig minnir ákveðið í stjórnarsáttmála að fækka hér ráðuneytum. Ef þetta er rétt að Vg sé að setja fæturnar fyrir þetta mál, finnst mér að nú sé að koma að því rétt sé að hætta þessari tilraun Samfylkingar að halda Vg í stjórn. Þetta...

Furðulega frétt!

Skv. þessu tölum í frétt um kostnað við kosningabaráttu í Árborg þá munaði alveg heilum 23 þúsundum á milli Sjálfstæðisflokks og Samfylkingar. Og kallar það virkilega á fyrirsögn upp á " Dýrasta kosningabaráttan hjá Samfylkingunni" Munurinn á kostnaði...

Byrjar þetta einu sinni enn!

Getur Atli ekki spurt einhvern í Noregi t.d. hvort að Noregur hafi orðið fyrir óbætanlegum skaða þegar þeir sömdu við ESB 2x en gengu ekki inn? Og er Atli ekki á því að hér þurfi að taka stjórnsýsluna í gegn eftir hrun? Og er þá ekki yfirleitt horft til...

Ánægjuleg tíðindi af Icesave

Var allt í einu að velta fyrir mér hvernig staðan á Icesave væri nú miðað við hækkandi gegni krónunar. Fór inn á Iceslave.is en skuldaklukkan þar hefur ekki verið uppfærði síðan 17 mars 2010. En ég tók að svona upp á grín gengið þá og stöðu á höfuðstól...

Og hvað er að þessu?

Bíddu hvað er að því að stjórnvöld stuðli að upplýstri umræðu!? Held að það sé full þörf á henni. Og er ekki ljóst að við þurfum hér að innleiða nýtt stjórnkerfi og reglur á flestum sviðum? Og er ekki staðreynd að við leytum til Evrópu eftir fyrirmyndum?...

Nú fer að verða gaman! Davíð fengið nokkur góð högg í dag!

Mér er alveg sama hvað fólki finnst! Mér finnst að Björgólfur geri rétt í að halda á lofti sinni hlið á þessum málum. Veit að Mogginn verður næstu daga að reyna að draga úr vægi þess sem Björólfur segir en í dag hefur Davíð fengið mörg högg:...

Þetta gengur ekki!

Það er alveg sama hverning litið er á þetta mál við á þessu stóra landi verðum að hafa hér meira en eina þyrlu í gangi í einu. Manni skilst að það sé nauðsynlegt að þær séu 4 til að alltaf séu a.m.k. 2 til taks. Það verður bara að spara eitthvað annað í...

Mannorðsmorð!

Þetta sýnir vel að vefmiðlar sem kalla sig fréttamiðla verða að fara að hugsa sinn gang. Nú síðustu misseri hafa þessir miðlar kynnt undir allskonar kjaftasögum og óstaðfestum sögusögnum! Menn hafa auðveldlega getað stofnað og kynnt undir aðförum að...

Þór Saari þessu er lokið!

Bendi aftur á samtekt um þessi mál hér . Það kemur fram að í öllum minnisblöðum er talað um að þessi mál þurfi að fara fyrir dóm til að úrskurða um þetta mál. Álit LEX er unnið vegna "Krónubréfa" og vinnu Seðlabanka um þau. Þ.e. um lán tekin í krónum og...

Upphlaup af litlu tilefni.

Bendi á frábæra samantekt um gang þessa máls hér. http://tbs.blog.is/blog/tbs/entry/1084904/ Ef fólk kynnir sér gang málsins þá sér fólk að ekkert nýtt er að koma fram núna. Eina sem hugsanlega er nýtt er lögfræðiálit LEX sem eins og ég hef áðursagt er...

Hvaða lönd er þetta sem Björk er að tala um?

Er ekki að ná þessu: „Ég sagði að það hefði oft gerst að Magma komi til landa sem hafi þurft á hjálp AGS að halda. Löndin væru þá á barmi gjaldþrots og Magma keypti aðgang að auðlindum á mjög lágu verði.“ Nú skv. því sem ég hafði lesið á...

« Fyrri síða | Næsta síða »

Höfundur

Magnús Helgi Björgvinsson
Magnús Helgi Björgvinsson

Skoðanir Magga um menn og málefni í fréttunum. maggihb@gmail.com Athuga að þetta eru mínar skoðanir og þið megið bara hafa ykkar hentisemi, því ég er að nota mína.

Eldri færslur

Sept. 2025
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Twitter

Teljari

joomla visitor

Twitter

Tenging við twitter

Um bloggið

Vettvangur Magga

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband