Leita í fréttum mbl.is

Hvaða auðlindir? Spyr Illugi Jökulsson

Ágæt spurning hjá Illuga á blogginu hans í dag:

Á blogginu er fólk sífellt að þusa um að hið illa ESB ásælist auðlindir okkar.

Eins og hinir 500 milljón íbúar ESB muni aldeilis komast í feitt þegar þeir fá að koma höndum yfir allt ríkidæmið hér.

Hvaða ríkidæmi er það?

Hvar eru þessar auðlindir sem ESB á að sækjast svo mjög eftir?

Þær duga okkur ágætlega, við getum flutt út slatta af fiski og svoleiðis.

Við erum að verða búin með orkuna, en hún mun þó duga eitthvað áfram.

En við erum líka bara rúmlega 300 þúsund.

Hvar eru þessar auðlindir sem 500 milljón manns líta svo hýru auga?

Það væri gaman að vita?

Við þetta er nú hægt að bæta.

  • Hvernig ætlar ESB að stela orkunni okkar'
  • Svona miðað við að fiskveiðar skila milli 100 og 200 milljörðum, hvað munar ESB svona mikið um það?
  • Ef fólk nefnir vatnið þá get ég nú ekki séð hvernig ESB ætti að geta nýtt það án þess að við stjórnum því.
  • Og einnig og Illugi bendir á erum við komin langt með að nýta mest af þeirri orku sem við höfum svo það er ekki mikið til skiptana lengur.

Bendi svo á góðan pistil Guðmundar Gunnarssonar um ESB umræðuna http://gudmundur.eyjan.is/2010/08/afvegaleidd-umra.html


mbl.is Vill afgreiða tillögu um ESB-viðræður
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Frestun, frestun, frestun.......! Er ekki kominn tími fyrir Samfylkingu að standa í lappirnar

Nú var þetta að því mig minnir ákveðið í stjórnarsáttmála að fækka hér ráðuneytum. Ef þetta er rétt að Vg sé að setja fæturnar fyrir þetta mál, finnst mér að nú sé að koma að því rétt sé að hætta þessari tilraun Samfylkingar að halda Vg í stjórn.

Þetta fer að verða pirrandi. Það er ýmist hluti Vg eða allur flokkurinn sem gerir athugasemdir og mótmælir öllu sem á að gera. Þannig að flest af stærri málum þessarar ríkisstjórnar eru sífellt að frestast eða hætt við þau.

Þetta er nú ekki til að auka fólki trú á þessa stjórn. Það að Vg sem flokkur og svo órólegadeildin skuli ekki vera tilbúin að taka af skarið með neitt bendir til þess að þingmenn Vg séu svo hræddir við ákvarðanir að þeim finnist best að halda þessu í lausulofti og þar af leiðandi hverfur allt það góða sem stjórnvöld hafa þó verið að gera í skuggan af þessu.

Finnst því rétt að ef Vg greiðir atkvæði með að draga ESB umsókn til baka að Samfylkingin slíti þá strax þessu samstarfi. Og hér verði mynduð stjórn sem hikar ekki við að framkvæma það sem þau haf samið um í stjórnarsáttmála sín á milli


mbl.is Stofnun atvinnuvegaráðuneytis frestað
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Furðulega frétt!

Skv. þessu tölum í frétt um kostnað við kosningabaráttu í Árborg þá munaði alveg heilum 23 þúsundum á milli Sjálfstæðisflokks og Samfylkingar. Og kallar það virkilega á fyrirsögn upp á " Dýrasta kosningabaráttan hjá Samfylkingunni" Munurinn á kostnaði...

Byrjar þetta einu sinni enn!

Getur Atli ekki spurt einhvern í Noregi t.d. hvort að Noregur hafi orðið fyrir óbætanlegum skaða þegar þeir sömdu við ESB 2x en gengu ekki inn? Og er Atli ekki á því að hér þurfi að taka stjórnsýsluna í gegn eftir hrun? Og er þá ekki yfirleitt horft til...

Ánægjuleg tíðindi af Icesave

Var allt í einu að velta fyrir mér hvernig staðan á Icesave væri nú miðað við hækkandi gegni krónunar. Fór inn á Iceslave.is en skuldaklukkan þar hefur ekki verið uppfærði síðan 17 mars 2010. En ég tók að svona upp á grín gengið þá og stöðu á höfuðstól...

Og hvað er að þessu?

Bíddu hvað er að því að stjórnvöld stuðli að upplýstri umræðu!? Held að það sé full þörf á henni. Og er ekki ljóst að við þurfum hér að innleiða nýtt stjórnkerfi og reglur á flestum sviðum? Og er ekki staðreynd að við leytum til Evrópu eftir fyrirmyndum?...

Nú fer að verða gaman! Davíð fengið nokkur góð högg í dag!

Mér er alveg sama hvað fólki finnst! Mér finnst að Björgólfur geri rétt í að halda á lofti sinni hlið á þessum málum. Veit að Mogginn verður næstu daga að reyna að draga úr vægi þess sem Björólfur segir en í dag hefur Davíð fengið mörg högg:...

Þetta gengur ekki!

Það er alveg sama hverning litið er á þetta mál við á þessu stóra landi verðum að hafa hér meira en eina þyrlu í gangi í einu. Manni skilst að það sé nauðsynlegt að þær séu 4 til að alltaf séu a.m.k. 2 til taks. Það verður bara að spara eitthvað annað í...

Mannorðsmorð!

Þetta sýnir vel að vefmiðlar sem kalla sig fréttamiðla verða að fara að hugsa sinn gang. Nú síðustu misseri hafa þessir miðlar kynnt undir allskonar kjaftasögum og óstaðfestum sögusögnum! Menn hafa auðveldlega getað stofnað og kynnt undir aðförum að...

Þór Saari þessu er lokið!

Bendi aftur á samtekt um þessi mál hér . Það kemur fram að í öllum minnisblöðum er talað um að þessi mál þurfi að fara fyrir dóm til að úrskurða um þetta mál. Álit LEX er unnið vegna "Krónubréfa" og vinnu Seðlabanka um þau. Þ.e. um lán tekin í krónum og...

Upphlaup af litlu tilefni.

Bendi á frábæra samantekt um gang þessa máls hér. http://tbs.blog.is/blog/tbs/entry/1084904/ Ef fólk kynnir sér gang málsins þá sér fólk að ekkert nýtt er að koma fram núna. Eina sem hugsanlega er nýtt er lögfræðiálit LEX sem eins og ég hef áðursagt er...

Hvaða lönd er þetta sem Björk er að tala um?

Er ekki að ná þessu: „Ég sagði að það hefði oft gerst að Magma komi til landa sem hafi þurft á hjálp AGS að halda. Löndin væru þá á barmi gjaldþrots og Magma keypti aðgang að auðlindum á mjög lágu verði.“ Nú skv. því sem ég hafði lesið á...

Gísli Tryggvason - Er hann ekki tilvalinn sem Umboðsmaður skuldara?

Gísli Tryggvason talsmaður neytenda nýtur nú um stundir nokkurrar tiltrúar almennings held ég. Hann hefur þó þann stóra galla að vera virkur framsóknarmaður. Hann var áður framkvæmdarstjóri og lögfræðingur BHM og ég veit að hann var að standa sig mjög...

Bíddu verð Alþingismenn ekki að gæta að því sem þeir segja?

Nú er þetta fyrirtæki ekki farið ennþá og eru þetta ekki vanhugsuð ummæli hjá Alþingismanni sem á kannski eftir að fjalla um mál tengd þessu máli. Finnst setningar eins og: Ég segi bara: Farið hefur fé betra,“ Og eins þetta: „Það þyrfti að...

Menn lesa nú misjafnlega út úr þessari grein Uffe Ellemann

Pressan.is segir frá þessari grein og þar stendur m.a. Fyrrverandi utanríkisráðherra Dana segir að innganga Íslands í Evrópusambandið myndi skila Íslendingum miklum ávinningi. Hins vegar hafi Íslendingar mjög sérstök afstöðu gagnvart útlendingum eftir...

« Fyrri síða | Næsta síða »

Höfundur

Magnús Helgi Björgvinsson
Magnús Helgi Björgvinsson

Skoðanir Magga um menn og málefni í fréttunum. maggihb@gmail.com Athuga að þetta eru mínar skoðanir og þið megið bara hafa ykkar hentisemi, því ég er að nota mína.

Eldri færslur

Sept. 2025
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Twitter

Teljari

joomla visitor

Twitter

Tenging við twitter

Um bloggið

Vettvangur Magga

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband