Leita í fréttum mbl.is

Er stjórnlagaþing það sem bjargar hér öllu?

Hef síðustu daga verið að velta fyrir mér ummælum allra þeirra snillinga sem kallaðir eru líka álitsgjafar á góðum stundum. Í síðustu viku voru allir að tala um leyndarhyggju. Nú eru allir að tala um stjórnlagaþing. Og fólk lætur mata sig á því að slíkt þing reddi bara öllu. En ég spyr hvernig á þetta þing að leysa vandamálin sem við stöndum frami fyrir í dag.

Ég veit að þessi stjórnarskrá okkar er meingölluð:

  • Í henni er viðhaldið mismunun varðandi kosningar þar sem að atkvæði hafa mismunandi vægi eftir því hvaða landshluta er um að ræða.
  • Ég veit að það þarf að endurskoða kafla um forsetan
  • Það þarf að setja inn ákvæði um eign þjóðarinnar á auðlindum.

En ég sé ekki hvaða ákvæði í henni koma til með að stuðla að friði hér milli hópa. Ég sé ekki hvaða ákvæði í nýrri stjórnarskrá leysir úr skuldavanda heimila, lækkar þjóðarskuldir eða þessháttar.

Auðvita vantar líka í stjórnarskrá skýrari ákvæði um ábyrgð fólks (t.d. ráðherra) og sitthvað en ég sé ekki hvaða brýna vanda ný stjórnarskrá leysir.

Eins sé ég ekki hvernig á að velja á þetta stjórnlagaþing? T.d. handahófsval úr þjóðskrá myndi þýða að þar veldust kannski fólk þar sem meirihlutinn hefur ekkert velt þessu fyrir sér. Og reynsla mín af hópstarfi er að þeir sem hafa áhuga móta allar tillögur sem svo þeir í hópnum sem ekki  hafa áhuga samþykkja. Er það besta leiðin.

 

Eins er að angra mig umræða um styrki og dauðalista Hreyfingarinnar sem m.a. varaþingmaður þeirra leiðir vinnu við að hrinda í framkvæmd sbr þetta hér.

Á lista þeirra eru þingmenn sem hafa þegið styrki yfir ákveðinni upphæð árið 2006. En af hverju eru allir þingmenn sem þegið hafa styrki í prófkjör frá fyrirtækjum tilgreindir. Er einhver sem getur dæmt um hvort að 500 þúsund kr. hafi haft áhrif á störf þingmanns frekar enn annars sem fékk 2 milljónir? Fer það ekki eftir því hverju fólk eyddi í prófkjörið og hvernig fjárhagsstaða þeirra er hugsanlega? 

Í framhaldi af því að allir þingmenn sem hafa fengið styrki til prófkjara myndu segja af sér hvaða þingmenn yrðu eftir? Og myndum við treysta þeim til að leysa þau brýnu vandamál sem þarf að vinna næstu mánuði?  Og ef við bætum við þeim sem hafa hlotið dóma fyrir að taka sér opinbert fé, stórskuldugum útgerðamönnum, þingmönnum sem verið hafa ráðherrar síðustu 6 árin og svo framvegis. Þá verður því miður ekki mjög gáfulegt líð eftir að mínu mati. Og það myndi skipta um nærri helming þingmanna. Og flestir þeirra þyrftu að læra inn á þingstörfin og ekkert myndi gerast næstu mánuði. Og hvaða fólk er að koma í staðinn? T.d. Sigurður Kári, Óli Björn eru það skárri kostur?

Væri ekki betra að einbeita sér að því að koma á þessu stjórnlagaþingi og semja nýja Stjórnarskrá, taka á brýnustu málunum næstu misseri og boða svo til kosninga eftir t.d. ár. Jú sennilega þarf hvort eð er að kjósa eftir 2 ár vegna ESB samninga.

Eða ætla menn að einbeita sér að því að því að finna einhverja patent lausn eins og Stjórnlagaþing, afsagnir, brotrekstur embættismanna, að allir á Alþingi verði vinir, afnám leyndiarhyggju og svo framvegis leysi málin? Þetta eru allt góð mál en leysa ekki vandamálin núna eða á næstunni.


Leyndarhyggja!

Alveg makalaust hvað umræðan hér á Íslandi er makalaus. Nú keppast menn hver um annan þveran að tala um "Leyndarhyggju" Og flestir taka undir þetta. Tala um að leyndarhyggja sé nú komin í hæstu hæðir eins og Sigmundur Davíð orðar það í dag.

En um hvað eru menn að tala?

Væntanlega er Sigmundur Davíð að tala um Icesave! Eða hvað annað gæti hann verið að tala um. Kannski upplýsingar frá bönkunum?

Síðan eru menn af fabúlera um að samráð eigi að vera um alla hluti og ná samkomulagi um þessi mál. HALLÓ! Af hverju heldur Sigmundur að það séu ólíkir flokkar hér á landi? Það er vegna þess að fólk aðhyllist mismunandi sýn á það hvernig hagsmunum þjóðarinnar sé best fyrir komið. Og hann ætti sem best að vita það að hann og hans flokkur er á móti því sem réttbær stjórnvöld vilja gera. Hann og hans flokkur með aðstoð Sjálfstæðismanna hafa gert í því að hamla á móti öllum stærri málum sem ríkisstjórnin vill koma til framkvæmda. Og því minnka líkurnar á því að stjórnarmeirihluti vilji hafa samvinnu við minnihlutann.

Leyndarhyggja er bara tískuorð um ekki neitt. Það er gjörsamlega vonlaust að ætla að ná árangri í samningum við nokkurn ef að allar hugmyndir þurfa að fara hér í almenna umræðu í marga mánuði eða misseri. Auk þess sem að allar ákvarðanir verða þá útþynntar og jafnvel orðnar verri en ef ekkert hefði verið gert. Það er auðvita fullt af atriðum sem allir flokkar geta unnið saman að, en ég hef ekki heyrt af neinu lýðræði þar sem meirihluti ræður ekki ákvörðunum að lokum. Og hér á landi höfum við fulltrúalýðræði. Og hér höfum við stjórn sem hefur meirihluta þingmanna á bak við sig. En stjórnin þarf að bera stærri mál undir þingið og jafnvel þjóðina.

Draumur Ögmundar og fleiri um að Alþingi geti rætt sig saman um niðurstöður þar sem allir eru sammála um stærstu mál sé draumsýn. Því að á meðan að einn flokkur talar fyrir sem mestu frelsi einstaklingsins og minnis samneyslu eru aðrir sem ræða um jöfnuð með sköttum og tryggja öllum jafna þjónustu. Þessar lífsskoðanir fara bara ekki saman.

Eins hefur Sigmundur Davíð  og síðar Sjálfstæðismenn talað fyrir lausnum í Icesave sem ekki hafa reynst framkvæmanlegar. Ríkisstjórnin hefur talið að við eigum ekki annarra kosta en að semja. Ríkisstjórnin byggir það á áliti stjórnkerfisins og sérfræðinga erlendis. Sem og stöðu okkar. Þessar skoðanir eru ekki sambærilegar og mér sýnist að hugmyndir Sigumundar um samráð sé að ríkisstjórnin gefi bara eftir og hann fái að ráða þessu.


mbl.is Framsóknarflokkur biðst afsökunar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ef að fólk fer inn á vef Ríkisendurskoðunar þá sjá menn að ýmsir eru að sleppa vel í umræðunni.

T.d má sjá þetta úr uppgjöri þingmanna vegna prófkjara og kosninga 2007 Frambjóðandi: Guðlaugur Þór Þórðarson Sjálfstæðisflokkur Reykjavík Framlög Skýr. 2007 Framlag frá lögaðilum

Er ekki hægt að smúla þessu í burtu?

Hef verið að hugsa! Mér var að detta það í hug hvort ekki sé möguleiki á að gera lífvænlegra þarna á þeim bæjum sem verst urðu úti með því að beina þangað tækjum frá slökkviliðum og haugsugum og fleiri og hreinlega byrja að múla öskunni frá bæjarstæðunum...

Á ég að trúa því að Ólafur skilji þetta ekki?

Ólafur Ragnar hlýtur að sjá að það er nauðsynlegt að upplýsingar um stöðu mála séu samræmdar sem héðan koma. Hann er ekki eins og hver annar álistgjafi. Og ekki er hann hér einvaldur. Hann hlýtur að sjá að hann verður að ráðfæra sig við stjórnvöld áður...

Bara að benda á eftirfarandi frétt um Óla Björn

Las eftirfarandi á www.dv.is Óli Björn Kárason er varamaður Þorgerðar Katrínar Gunnarsdóttur sem hefur ákveðið að láta af þingmennsku tímabundið. Hann skuldaði, síðla árs 2005, 478 milljónir króna en á þeim tíma var hann eigandi útgáfustjóri...

Áskorun til þingmanna Hreyfingarinnar

Það á náttúrulega ekki að þurfa að benda þessu fólki í Hreyfingunni að þau þurfa kannski að skoða stöðu sína líka fyrst að þau eru að hnýta í aðra. Fyrir það fyrst þá kaus enginn kjósandi í síðustu kosningum Hreyfinguna Því má segja að þessi flokkur...

Björgvin kemst í sögubækurnar!

Hann vildi segja af sér í október 2008 en var talinn á að sitja fram í janúar 2009 þegar hann axlaði ábyrgð með því að segja af sér ráðherraembætti sem og að telja Jón Sigurðsson og Jónas Fr. á að segja af sér í FME. Hann sagði af sér...

Hollráð til samfylkingarinnar og þjóðarinnar!

Hvernig væri nú að við létum atvinnumenn um fortíðina. Þeir virðast vera að ná tökum á þessu. Held að almenningur, stjórnmálaöfl og í raun þjóðin ætti að láta nú að láta: Sérstakan saksóknara Skattrannsóknar stjóra Efnahagsbrotadeild Lögreglunar Nefnd...

Davíð er dálítið eins og rauði þráðurinn í þessu öllu!

Hann lagið niður þjóðhagstofnun Hann stóð ásamt öðrum sjálfstæðismönnum að fjársvelta allar eftirlitsstofnanir Hann og Halldór fóru fyrir einkavæðingunni og ákváðu hverjir mættu kaupa bankana Hann og Halldór sömdu um áframhaldandi stjórn 2003 með því...

Sigmundur og furðulega ræða

Hann byrjaði einmitt á því að segja: Sigmundur sagði hættu á því að ef þjóðin festist í innbyrðis deilum og skaðinn af því geti verið meiri en af hruninu sjálfu. Þá sé ákveðin hætta á að við sveiflumst úr einum öfgum yfir í aðrar Síðan kom hann með kafla...

Nú hef ég ekki hundsvit á golfi ennnnn................!

Þar sem ég starfa höfum við útsýni yfir nokkrar brautir í Grafarholti. Nú er verið að segja að GR sé alveg búinn að spengja af sér núverandi aðstöðu. Það vekur furðu mína miðað við það sem við horfum á hér út um gluggann hjá okkur. Það er vissulega mikið...

Kópavogur: Ekki ástæða til að örvænta út af svona könnun!

Ef ég heyrði rétt á stöð 2 áðan þá voru 800 manns spurðir og aðeins um 55% tóku afstöðu! Og þar sem að Sjálfstæðismenn hafa alltaf sitt fasta fylgi þá á það eftir að lækka í kosningum þegar fleiri taka afstöðu. Líka hjá framsókn. Annað væri nú furðulegt...

Æi greyin látið ekki eins og þetta komi ykkur á óvart!

Það er ekkert sem á að koma þarna á óvart! Hollendingar og Bretar eru á móti því að gengið verði frá endurskoðun á áætlun AGS og okkar. Þar sem að þau vita að það setur þrýsting á okkur að ganga frá Icesave. Norðurlönd og Eystrasaltsríkin eru á móti...

Jú víst þetta er vondu útlendingunum að kenna!

Það er nokkuð ljóst eftir lestur á sumum blogganna við þessa frétt að þó nokkur hluti bloggara hér er enn á þeirri línu að: Það séu vondu útlendingarnir sem eru aðal gerendurnir í okkar ógæfu. Erlendu bankarnir sem lánuðu okkar bönkum allt of mikið Sem...

« Fyrri síða | Næsta síða »

Höfundur

Magnús Helgi Björgvinsson
Magnús Helgi Björgvinsson

Skoðanir Magga um menn og málefni í fréttunum. maggihb@gmail.com Athuga að þetta eru mínar skoðanir og þið megið bara hafa ykkar hentisemi, því ég er að nota mína.

Eldri færslur

Maí 2025
S M Þ M F F L
        1 2 3
4 5 6 7 8 9 10
11 12 13 14 15 16 17
18 19 20 21 22 23 24
25 26 27 28 29 30 31

Twitter

Teljari

joomla visitor

Twitter

Tenging við twitter

Um bloggið

Vettvangur Magga

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband