Leita í fréttum mbl.is

Það veltur allt á Icesave!

Ég veit ekki hvernig hægt er að berja þetta inn í hausinn á fólki. Þessi yfirlýsing er ein af mörgum sem ætti að sýna fólki fram á þetta.

Best að vitna hér aftur í í þessa frétt sem er tengd færslunni, ef að fólk hefur ekki skilið þetta:

Við stefnum að því  að hjálpa Íslandi að koma efnahagslífinu af stað aftur, svo Ísland geti byrjað upp á nýtt,“ er haft eftir Lene Espersen, utanríkisráðherra Danmerkur hjá dönsku Ritzau fréttastofunni eftir fund utanríkisráðherra Norðurlandanna í dag.

Norðurlöndin eru tilbúin til þess að hjálpa Íslandi útúr fjármálakreppunni  en hins vegar er mikilvægt að komist verði að samkomulagi um endurgreiðslu til Breta og Hollendinga  vegna Icesave. Þetta segir danski viðskiptavefurinn Börsen meginniðurstöðu fundar utanríkisráðherra Norðurlandanna í dag.

Þetta er eitthvað sem sagt hefur verið frá upphafi. Og þó að Sigmundur og Bjarni segi eitthvað annað þá sorry hafa þeir ekki hugmynd um hvað þeir eru að segja enda er það ekki þeim í hag.

Það á að vera krafa fólks að Icesave verði frágengið og samþykkt af Alþingi fyrir lok næstu viku eða í síðasta lagi eftir hálfan mánuð. Og þegar því verði lokið verði farið í að halda áfram áætlun AGS og um leið að tilbunar verið þær frekari aðgerðir sem boðaðar hafa verið fyrir skuldug heimili. Þ.e. eftir 3 vikur. Stjórnarmeirihlutinn þarf að vera samstæður og vinna að því að keyra mál áfram. Sýna fólki að nú séu stjórnvöld og Alþingi komnir í gírinn. Bjóða stjórnaandstöðu með í verkinn en visa þeim frá sem ætla að tefja málin. 

„Það er ekki vafi um að samkomulag milli Íslands og Hollands mun greikka leiðina að lánum frá hinum Norðurlöndunum og Alþjóðagjaldeyrissjóðnum," sagði Carl Bildt, utanríkisráðherra Svíþjóðar (www.visir.is )

Sorry ég er ekki að kaupa það að allar þjóðir í Evrópu séu að kúga okkur. Halda menn að þeirra lögfræðingar séu ekki búnir að fara yfir málið. Sér í lagi á Norðurlöndum og kanna hvort að við höfum skyldur til að borga af Icesave. Halda menn að allir lögfræðingar nema Íslenskir skilji ekki málið?


mbl.is Segist vilja hjálpa Íslandi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Parísarklúbburinn!

Fann eftirfarandi um Parísarklúbbinn á vef Jóns Indiafara 

Fyrst þetta:

Klúbburinn setur rammann og útlistar skilyrðin í megindráttum en svo verða einstök aðildarríki að semja og gera tvíhliða samning við sína skuldunauta. Aðildarríkin verða hins vegar að semja innan þeirra skilyrða (ramma) sem ákveðin var á fundi klúbbsins.

Og síðan

Frá stofnun klúbbsins hefur hann gert 409 samninga við 86 skuldsett ríki um frestun á lánum eða fellt niður lán að hluta eða að öllu leyti. Nýlega felldi klúbburinn niður allar skuldir Haítís en sú eyja hefur gengið í gegnum gífurlega erfiðleika undanfarna áratugi, jafnt af völdum náttúrunnar og manna. Skuldastaða Íraks er einnig í athugun en hugsanlega verða skuldir landsins felldar niður með öllu.

Klúbburinn tekur ekki alltaf vel í málaumleitanir ríkja um að endursemja um skuldir. Kúba fékk til dæmis engar tilslakanir árið 1999 en talið er að landið skuldi hátt í 11 milljara Bandaríkjadala. Að sama skapi var Rússum gert að greiða upp í topp og var ekki hlustað á beiðni þeirra um frestun eða skuldaniðurfellingu að einhverju leyti.

Það er því spurning hvað klúbburinn mun segja ef Íslendingar fara þess á leit við hann að fá einhverjar tilslakanir, en a.m.k. tveir þingmenn vinstri grænna hafa ljáð máls á slíku. Hugsanlega næðum við að semja um lengri greiðslutíma á lánum en mjög ólíklegt er að einstakir klúbbsmeðlimir muni afskrifa einhvern hluta skulda okkar, enda er velmegun hérlendis margfalt hærri en í þeim ríkjum sem fengið hafa þess háttar meðferð.

Sé ekki í fljótu bragði hvað við erum betur sett með því að fara til þeirra. Þeir myndu setja okkur stífan ramma til að fara eftir nákvæmlega eins og AGS. Og miklar líkur á vð okkur yrði hafnað.


mbl.is Sérfræðingar segja að ríkið þurfi að leita til Parísarklúbbsins
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Samkeppnisfæran sjávarútveg?

Væri gaman að menn skýrðu þessar klisjur sem menn slett hér um þetta mál. Hvað á hann t.d. við með sagskeppnishæfan? Samkeppnishæfan við hvern? Og hvar annarstaðar í heiminum hefur mönnum verið af hent allur fiskur í sjónum án þess að menn greiði nokkuð...

Man nú ekki eftir að kannanir MMR hafi nokkru sinni verið nálægt öðrum könnunum eða niðurstöðu kosninga!

Held að stjórnarandstaðan ætti að fara varlega í að nota þessa könnun til að túlka eitt né neitt. Veit ekki hvað er þessum hóp sem þau styðjast við í sínum könnunum en þær hafa sjaldnast mælt á sama hátt og hjá öðrum könnunar fyrirtækju eða kosningum. En...

Mér er eiginlega alveg sama hvað stjórnarandstaðan segir!

Ég vill vita hvað samninganefndin segir og formaðurinn Lee Bucheit? Finnst það aukaatriði hvað Sigmundi og Bjarna finnst. Ef að samninganefnd okkar telur að hún geti landað ásættanlegri samning þó hann sé ekki nákvæmlega það sem við stefndum að þá yrði...

Helvítis rugl alltaf í þessari þjóð!

Núj skv. umræðu í Brussel eru líkur á því að innan ESB sé hafin umræða um að hafna viðræðum um inngöngu okkar í ESB! Nú hefur bölvaður áróðurinn, rangfærslur, trúgirni og vitleysisgangu Íslendinga kannski komið í veg fyrir að þjóðinn fái að kanna hvað...

Hvernig væri nú að þingmenn allra flokka funduðu nú utan þingsalar og gerðu eitthvað í málinu

Hvernig væri nú að þingmenn gerðu eitthvað sjálfir í þessu máli? Hittust nú utan þingsalar og fjölmiðla og ynnu eitthvað í þessu máli. Finnst t.d. að þeir ættu að hittast utan ráðherra og flokksformanna og kæmu sér saman um forgangsmál og hvernig ætti að...

Held að ESB þurfi ekki að hafa áhyggjur! Ísland á eftir að skipta um skoðun nokkrum sinnum

Íslendingar eru tækifærissinnar svo af ber. Og ég held að áður en langt um líður þá eigi fylgi við aðildar umsókn eftir að aukast aftur. Minni á að um 60% voru á því að við ættum að ganga í ESB fyrir nokkrum misserum. Og þegar útgerðamenn hafa misst...

Væri nú ágætt að Lilja og hugsanlega Ögmundur yrðu heiðarleg og gengu í framsókn

Var að hlusta á frétt á Bylgjunni þar sem haft var eftir Lilju: Í samtali við fréttastofu sagði Lilja að sumir dyggir stuðningsmenn ríkisstjórnarinnar hefðu sjálfsagt ekkert á móti því að hún þagnaði. En fyrir henni væru stjórnmál tímabundið verkefni....

-"Lítil ummerki um erfiðleika"-

Held að við Íslendingar séum búin að mikla svo fyrir okkur erfiðleikana og kreppuna að það sé fyrir löngu farið að há okkur við að komast upp úr henni. Enda bregður erlendum blaðamönnum í brún eins og segir í fréttinni hér á mbl.is Blaðamaður hollenska...

Samningur sennilega að mestu tilbúinn!

Nýja samninganefndin var stoppuð af í síðustu viku minnir mig m.a. af Sigmundi. Var ekki verið að ræða um að hún væri tilbúin með gagntilboð? Var það bara til að klára þjóðaratkvæðagreiðsluna svo að Sigmundur Davíð og Bjarni gætu haft eitthvað í höndunum...

Nú væri ráð að safna undirskriftum um að nýja fiskveiðstjórnarfrumvarpið fari í þjóðaratkvæðagreiðslu

Ég gerir ráð fyrir að Skötuselsfrumvarpið verði afgreitt á þingi. Og þó að þjóðin sé að meirihluta samþykk því væri rétt að safna undirskrifum um að Forsetinn skrifi ekki undir og þetta fari í þjóðaratkvæðagreiðslu til að sýna útgerðarmönnum (LÍÚ) og...

Jæja ég sagði þetta

Þessi kosning snérist um að koma ríkisstjórninni frá. Þó allir formenn stjórnarandstöðunnar segðu fyrir kosningarna snérust ekkert um það.

Og ekki held ég að orð forsetans í gær hjálpi okkur

Þetta er nefnilega það sem málið snýst um: „Íslendingar hafa í hverjum kosningunum á fætur öðrum frá árinu 1991 kosið stjórnmálastefnu sem hefur leitt til þess að landið er nú í þessari stöðu. Ég viðurkenni, að Íslendingar sáu þetta ekki allir...

Tillaga til ríkisstjórnarinnar!

Væri ekki sterkt núna að fara á Bessastaði og skila umboði ykkar. Og í framhaldi mundi hann fela Bjarna Benedikssyni umboð til stjórnarmyndunar! Því eins og fólk lætur nú í umræðunni er ljóst að það er það sem fólk vill. Bjarni gæti síðan leitað til...

« Fyrri síða | Næsta síða »

Höfundur

Magnús Helgi Björgvinsson
Magnús Helgi Björgvinsson

Skoðanir Magga um menn og málefni í fréttunum. maggihb@gmail.com Athuga að þetta eru mínar skoðanir og þið megið bara hafa ykkar hentisemi, því ég er að nota mína.

Eldri færslur

Maí 2025
S M Þ M F F L
        1 2 3
4 5 6 7 8 9 10
11 12 13 14 15 16 17
18 19 20 21 22 23 24
25 26 27 28 29 30 31

Twitter

Teljari

joomla visitor

Twitter

Tenging við twitter

Um bloggið

Vettvangur Magga

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband