Leita í fréttum mbl.is

Bíddu er Ólafur að gleyma sér í sigurvímunni?

Á nú að koma okkur í deilur við Norðurlöndin núna?

Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, segir í viðtali við norska blaðið Aftenposten, að Norðurlöndin hafi öll með beinum eða óbeinum hætti stutt þann þrýsting, sem Bretar og Hollendingar hafa beitt Íslendinga í Icesave-málinu. „Það er ekki notalegt að segja þetta en það er samt staðreynd," segir Ólafur Ragnar við blaðið. 

Aftenposten segir, að Ólafur Ragnar hafi lýst miklum vonbrigðum með afstöðu Noregs, Svíþjóðar, Danmerkur og Finnlands undanfarið ár. Norðurlöndin hafi ásamt Alþjóðagjaldeyrissjóðnum ekki afgreitt stóran hluta þeirra lána, sem þau hétu Íslendingum og áttu að stuðla að efnahagslegri endurreisn Íslands.

„Þau hafa öll beint eða óbeint stutt þann þrýsting, sem Bretland og Holland hafa beitt Ísland. Það er ekki notalegt að segja þetta en það er samt staðreynd. Þetta er greinilega vandræðalegt mál fyrir þau," hefur Aftenposten eftir Ólafi Ragnari og segir að forsetinn hafi ekki áður gagnrýnt nágrannalönd Íslands með jafn afgerandi hætti. 

Eða er tímabilið byrjað aftur þar sem að ríkisstjornin þarf að að ganga á eftir honum og leiðrétta hann. Og hann kemur svo og segir ekki rétt eftir sér haft.

Af hverju í ósköpunum var ekki hægt að sleppa þessu núna? Það er ekki eins og vinveittum löndum rigni yfir okkur.

Enda bregðast Norðmenn hissa við:

Aftenposten bar ummæli Ólafs Ragnars undir Sigbjørn Johnsen, fjármálaráðherra Noregs, sem segist undrandi á þeim og segir að Norðmenn standi við skuldbindingar sínar gagnvart Íslandi.

„Við höfum alltaf verið í góðu sambandi við íslensku ríkisstjórnina og við sjáum fram á að Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn geti afgreitt málið þannig að við getum greitt út næsta hluta af lánunum. Í því ljósi er ég undrandi á yfirlýsingum forseta Íslands," segir hann.

Gat Ólafur ekki bara notið þess í dag að hann vann pólitískan sigur!


mbl.is Segir Norðurlöndin hafa beitt Ísland þrýstingi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Icesave fórnarkostnaðurinn!

Rakst á þetta á netinu. Hér geta menn séð áætlaðn kostnað okkar vegna tafa á því að ganga frá Icesave.

ICESAVE fórnarkostnaðurinn

Nú klukkan 00:09 7 mars sýnir hún 160 milljarða. Held að fólk ætti að hafa þetta í huga þegar það hlutstar á Sigumund Davíð sem segir að nú eigi bara að láta Icesave deiluna í salt.


mbl.is Úrslitin vekja athygli
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Þetta er nú makalaus speki há Stefaníu!

Og hvaða skilaboð skildi þetta vera. Að þessi samningur Icesave 2 er ekki góður þar sem að Bretar og Hollendingar eru tilbúnir að bjóða betri kjör? Hvaða önnur skilaboð geta þetta verið? Að stjórnin eigi að segja af sér? Nú hefur stjórnarandstaðan tala...

Svona í tilefni þessara verðlauna er rétt að vitna i Jóhann Hauksson

Það má Jóhann eiga að pislar hans á blogginu eru eitt af því sem ég missi aldrei af. Það er ekki alltaf sem ég er sammála honum en oftast. Hann skrifar líka af miklum kraftir og innsýn um menn og málefni í DV. Á bloggi sínu frá því dag segir Jóhann í...

Æji Nýja Ísland þetta er hætt að vera sniðugt!

Það væri nú ágætt að fólk sem tilheyrir þessu fína Nýja Ísland færi nú aðeins að fara yfir aðferðir sínar. T.d. Þau ættu að vita að Björgólfur er sá eini af útrásarvíkingum sem er gjaldþrotameðferð sjálfur. Persónulega Get ekki séð að þetta hjálpi...

O ég held ég sitji heima í dag!!

Enda ekkert spennandi að gera. Því ekki tek ég þátt í þessari þjóðaratkvæðagreiðslu um ekkert

Víst átt þú að taka þetta til þín Sigmundur!

Steingrímur sagði á blaðamannafundinum: Að hann ætlaði að skilja eftir í loftinu hvernig ætti að ná samningum þegar menn í samningaliðinu vilja ekki ná samningum? Þ.e. hann talaði ekk um samninganefnd!

Bara svona nokkrir punktar um þessa frétt:

Hvað á Sigmundur við með: Sigmundur Davíð sagði við Morgunblaðið að ef lögin yrðu felld gætu Íslendingar vonandi byrjað með hreint borð, ef Hollendingar og Bretar hefðu áhuga á frekari viðræðum. „Nú ef ekki, þá er málið ekkert í lausu lofti....

Samningurinn um Icesave getur reynst okkur dýrari en skuldin sjálf.

Vek sérstaka athygli á þessum hluta fréttarinnar. Segir í greininni að verulega hafi dregið úr líkum á snöggri afgreiðslu Icesave-samningsins og er haft eftir Gylfa Magnússyni, efnahags- og viðskiptaráðherra að hætta sé á að kostnaður við samningagerðina...

Ja ekki er ég hissa á ummælum ráðherra!

Jóhanna og Steingrímur eru bara að segja hlutina eins og þeir eru. Hvaða mark er takandi á atkvæðagreiðslu um samning/lög þegar meira að segja viðsemjendur eru búnir að bjóða okkur betri kjör núna og hafa staðið í samningum við okkur um betri kjör....

Finnst nú fyrirsögnin vera röng. Ætti að vera - Allir flokkar nema Sjálfstæðismenn studdu frumvarpið.

Alveg maklaus þessi árátta Sjálfstæðismann geng reglum og lögum. Hefur þessi flokkur ekkert lært. Minni á að 2007 sagði svo í Landsfundarályktun þessa makalausa flokks. Hið opinbera þarf stöðugt að huga að því að lögbundið eftirlitskerfi verði ekki of...

Kannski rétt fyri fólk að átta sig á fjölda bænda

Minnir að ég hafi heyrt að bændur á landinu séu milli 3 og 4 þúsund. Mér skilst að þeir fái um 12 milljarða í styrki sem gerir að meðaltali um 3 til 4 milljónir á hvern bónda. Inni í þessu er líka um 1/2 milljarður sem við greiðum í rekstur...

Nokkur viðbótar atriði sem við ættum að kjósa um á laugardaginn!

Svona í ljósi þess hversu tilgangslaus þessi atkvæðagreiðsla verður á laugardaginn, þá legg ég til að bætt verði við nokkrum atriðum svona til að nota daginn betur. Við gætum t.d. nýtt okkur daginn í kjósa um: Að segja okkur úr Sameiniðuþjóðunum. Því að...

Góð hugleiðing varðandi þjóðaratkvæðagreiðsluna!

Bendi á frábæran pistil l Sigurbjargar Sigurgeirsdóttur um væntanlega þjóðaratkvæðagreiðslu um Icesave. Ég ætla að fá lánuð nokkur brot hjá henni en hvet fólk til að lesa hana í heild. Mjög góð greining Þar segir hún m.a. Hér má spyrja sig þeirrar...

Alþingi götunnar?

Nú sýnist mér þetta bara vera kröfufundur. Og talað um Hagmunasamtökin og önnur grasrótarsamtök. Ég spyr hvaða grasrótarsamtök? Hvað er átt við með Alþingi götunnar? Og hvaða tengsl á mótmælafundur við Alþingi? Var ekki Alþingi götunnar hér áður þegar að...

« Fyrri síða | Næsta síða »

Höfundur

Magnús Helgi Björgvinsson
Magnús Helgi Björgvinsson

Skoðanir Magga um menn og málefni í fréttunum. maggihb@gmail.com Athuga að þetta eru mínar skoðanir og þið megið bara hafa ykkar hentisemi, því ég er að nota mína.

Eldri færslur

Maí 2025
S M Þ M F F L
        1 2 3
4 5 6 7 8 9 10
11 12 13 14 15 16 17
18 19 20 21 22 23 24
25 26 27 28 29 30 31

Twitter

Teljari

joomla visitor

Twitter

Tenging við twitter

Um bloggið

Vettvangur Magga

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband