Leita í fréttum mbl.is

Ég lýsi formenn stjórnarandstöðunar persónulega ábyrga ef að við klúðrum þessum samningum nú!

Ég er ekki sáttur við að stjórnarandstaðan sé farin að stoppa sérfræðingana sem þeir þó samþykktu að færu fyrir þessum viðræðum. Nú var samninganefndin tilbúin með tilboð sem hún ætlaði að leggja fyrir Breta og Hollendinga en stjórnarandstaðan stoppaði það. Ef að ekki takast samningar og þetta mál dregst áfram lýsi ég stjórnarandstöðuna ábyrga fyrir því áframhaldandi kreppuástandi sem verður hér. Og þeim afleiðingum sem þetta mál er búið a hafa fyrir okkur frá því síðasta sumar. Ég geri ráð fyrir að til lengri tíma litið séu þessar tafir búnar að kosta okkur mörg hundruð milljarða vegna seinkunar á öllum áætlunum og endurreisn.

Get fyllilega tekið undir með Guðmundi Gunnarssyni þar sem hann segir:

Það blasir við að þessir pótintátar í þingliðinu eru búnir að koma um 2000 manns á atvinnuleysiskrá með athöfnun sínum undanfarna 10 mánuði og koma allnokkrum fyrirtækjum fram af brúninni. Fyrir liggur að athafnir þessara lýðskrumara eru búnar seinka uppbyggingu efnahagslífsins um a.m.k. eitt ár og koma okkur mun neðar í táradalinn, þannig að uppgangan verður mun erfiðari en hún þurfti að vera.



Það liggur ekkert fyrir um að það náist betri samningur svo neinu sérstöku nemi. Vaxtaálag landsins ásamt viðskiptavild er það mikið óhagstæðari, að skaðinn af því einu þurrkar út þann ábata sem nú liggur á borðinu og vel það. Þar til viðbótar kemur svo skaði atvinnulífs og heimilanna.

Vek sérstaka athygli á þessum hluta hér fyrir neðan


Einnig blasir við að öll þau gífuryrði um kostnað vegna Icesave eru della. Það kemur úr búi Landsbankans nær fullnaðarkostnaður og það sem kemur úr tryggingarsjóði og þær tekjur sem hann mun hafa næstu árin stendur fyllilega undir öllum kostnaðinum.

Þegar þetta allt er skoða liggur fyrir að tilgangur sjálfstæðismanna var sá einn að komast hjá því að ræða Hrunið og aðdraganda þess. Enda er helmingur þingliðs flokksins og forysta hans uppvís að vera beinir þátttakendur af ósómanum, sem er að lenda á skattgreiðendum þessa lands og lífeyrissjóðunum.


mbl.is Svör Breta mikil vonbrigði
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Furðuleg stjórnarandstaða

Ég var að lesa á www.visir.isfrétt sem ég set hér fyrir neðan. Skv. henni virðist stjórnarandstaðan hafa hafnað 2 tilboðum sem stóð til að leggja fyrir Breta og Hollendinga! Finnst þetta allt hið furðulegasta mál. Geri ráð fyrir að samninganefndin með þessum fræga Lee Bucheit sem formanni hefur væntanlega samið þessi tilboð! Get ekki skilið af hverju stjórnarandstaðan bregst svona við. Nema að hún vilji tryggja að málið leysist ekki strax fyrir þjóðaratkvæðagreiðslu? Eða hún vilji sjálf leggja til atriði í nýtt tilboð þannig að þeir geti svo baunað á ríkisstjórnina að allt gott sé komið frá stjórnarandstöðu? Eða að þau vilji biða með lausnina þar til að stjórnin sé fallin?

Furðuleg frétt:

Vísir, 02. mar. 2010 22:08

Stjórnarandstaðan kom í veg fyrir nýtt Icesave-tilboð í kvöld

Tilboðið sem átti að leggja fyrir hollensku og bresku samninganefndirnar í kvöld var ekki lagt fram vegna þess að stjórnarandstaðan lagðist gegn því. Þeim þótti tilboðið bæði lélegt og vanhugsað.

Meðal skilyrða í samningaviðræðunum er samstaða stjórnar og stjórnarandstöðunnar hér á landi. Stjórnarandstaðan var ekki sátt við tilboðið sem varð til þess að það var ekki lagt fyrir erlendu samninganefndirnar.

Samkvæmt heimildum Vísis þá stóð til að gera annað tilboð um helgina en stjórnarandstaðan fékk klukkustund til þess að fara yfir það áður en það átti að leggja það fyrir samninganefndir Hollendinga og Breta. Stjórnarandstaðan sætti sig ekki við það og því var fallið frá að senda tilboðið.

Halda átti símafund á milli íslensku sendinefndarinnar og formanna þingflokkanna í kvöld en því var aflýst. Vonir standa til að sá fundur geti orðið í fyrramálið.

Ekki er ljóst hver staðan er í samningaviðræðunum en Bretar og Hollendingar eru fúsir til viðræðna í ljósi þjóðaratkvæðagreiðslunnar sem á að fara fram að óbreyttu á laugardaginn.

 


mbl.is Bretar vilja ræða málin áfram
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ætlar fólk að láta Sigmund Davíð spila með okkur endalaust!

Sigmundur Davíð virðist ganga út á að snúa öllu upp í eitthvað leynispil! Honum virðist vera umhugað um að halda þessum deilum áfram þannig að allt annað standi kyrrt. Hann finnur jú að honum er að takast að laska ríkisstjórninni. Þannig að þegar gegnið...

Er nú ekki viss um að Eiríkur hafi rétt fyrir sér, þó þetta hljómi flott.

Bara ef við hugsum þetta út frá öllum hótunum fólks og mótmælum um skuldir þeirra, atvinnuleysi og svo að fari ástandið ekki að batna þá flytji það burt. Þá held ég að Íslenska þjóðin hafi breyst töluvert frá því við slitum okkur frá Danmörku eða stóðum...

Bíddu er þetta fólk ekki að nálgast það að vera hættulegt þjóðinni

Það virðist alveg hafa farið framhjá þessu fólki að við þurfum á næstu árum að borga himinháar upphæðir af erlendum skuldum okkar. Eins að þau lán sem okkur þó standa til boða sem m.a. verða nýttar til að endurfjármagna lán okkar eru frá AGS og...

6. mars 2010

Hef verið á því frá upphafi að tap okkar vegna frestunar sé meira heldur en að við þurfum hugsanlega að borga af Icesave. Enda treysti ég á að við fáum aukalega þau kjör sem verið er að semja um núna.

Mér líka illar við svona form á könnunum og það má lesa mismunandi úr þeim

Þegar skoðað er með svona möguleikum Þá má lesa úr þessari könnun að 9% eru alfarið hlynt aðild að ESB 7% mjög hlynt aðild að ESB 14% frekar hlynt aðild að ESB 10% er sama um aðild að ESB 14% eru freka andvígir 11% eru mjög andvígir 28% er alfarið á móti...

Ekki vilja framsóknarmenn breyta neitt um stefnu í Kópavogi

Nú í þessu prófkjöri höfðu Framsóknarmenn öll tækifæri á að breyta eitthvað til. EN nei það á að keyra á Ómari áfram. Fólk er varla búið að gleyma að Ómar hefur verið bæjarfulltrúi síðastliðin tvö kjörtímabil og er formaður bæjarráðs á yfirstandandi...

Hvernig væri nú að þetta fólk segði frekar hvað það vildi gera?

Fólk mætir þarna á Austurvöll og barmar sér og talar um vonlaus stjórnvöld sem gera ekkert. Fólk ýkir og segir að það sé verið að bera fólk út úr íbúðum í tuga eða hundruða, jafnvel þúsunda tilfella. En svo við sem fylgjumst aðeins með vitum að það er...

Þorsteinn gefur Sjálfstæðismönnum og Framsókn á kjaftinn!

Þorsteinn Pálsson gefur Framsókn og Sjálfstæðismönnu hressilega á kjaftinn í pisli í Fréttablaðinu í dag. Þar segir hann m.a. Einhverjir í bandaríska stjórnkerfinu sáu ástæðu til að leka minnisblaði sem sendifulltrúi þess hér hafði skrifað eftir samtöl...

Icesave í höndum stjórnaranstöðunar er að kosta okkur hundruð milljarða

Það er nokkuð ljóst að sú kyrrstaða sem icesave deilurnar hafa orsakað hafa kostað okkur gríðarlegar upphæðir. Menn hafa áætlað að endurreisn efnahagslífsins hafi tafist um allt að 6 mánuði. Hagfræðingur hefur átætlað að kostnaður okkar fyrir hvern mánuð...

Og allir saman nú: "Húrra húrra húrra!"

Þetta er nú nýr áfangi í baráttu okkar fyrir því að verða almennt í ruslflokki eins víða og við getum. Til hamingju Indefence og vinir ykkar í framsókn. Bendi á fyrri færslur mína síðan í í dag m.a. um herkostnað stjórnarandstöðu og indefence. Þar sem ég...

Eins gott að Indefence er á leiðinni til Hollands :)

Þessir strákar í áhugamannafélaginu Indefence eru búnir að telja þjóðinni trú um að það sé ekkert mál að redda þessu. þeir segja m.a. á síðunni sinni: Íslendingar standa ekki einir Núverandi Icesave samningur með viðaukasamningnum sem samþykktur var af...

ASÍ sammála mér um áhrif þess að leysa ekki Icesave!

Í frétt á www.visir.is segir m.a. Óvissan um lyktir Icesave málsins hefur þannig seinkað efnahagsbatanum að minnsta kosti um hálft ár. Atvinnuleysi mun einnig aukast um tvö prósentustig og ná hámarki á næsta ári. „En á bak við þessi tvö...

Og enn fagna menn!

Veit ekki alveg hverju menn eru að fagna við það að samninganefnd okkar gengur út. Finnst eins og menn hér álíti að atkvæðagreiðslan 6 mars skipti einhverju máli og við verðum fræg um allan heim. En hverju skilar hún okkur? Bretar og Hollendingar eru...

« Fyrri síða | Næsta síða »

Höfundur

Magnús Helgi Björgvinsson
Magnús Helgi Björgvinsson

Skoðanir Magga um menn og málefni í fréttunum. maggihb@gmail.com Athuga að þetta eru mínar skoðanir og þið megið bara hafa ykkar hentisemi, því ég er að nota mína.

Eldri færslur

Apríl 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30      

Twitter

Teljari

joomla visitor

Twitter

Tenging við twitter

Um bloggið

Vettvangur Magga

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband