Leita í fréttum mbl.is

Kannski rétt fyrir stjórnarandstöðuna að lesa þetta blað.

Það segir þarna allt sem menn þurfa að vita sem hafa talað fyrir dómstólaleiðinni:

Aðdragandi málsins væri sá að allir á Ecofin fundinum hefðu verið hissa á þeirri lagalegu óvissu sem við hefðum talið málið vera í. Skýra þyrfti hina lagalegu stöðu málsins og því hefði verið valin sú leið sem farin var. Spurninginn sem hópurinn fékkst við hafi verið mjög skýr en núverandi ástand skapaði force majeur. Þeirri spurningu hefði verið beint til hópsins hvort hægt væri að vekja force majeur en hópurinn hefði komist að þeirri niðurstöðu að ekki væri hægt að komast undan skyldum tilskipunarinnar undir slíkum kringumstæðum. Álitið væri skýrt og öll 27 aðildarríki ESB væru ósammála túlkun Íslands.

Mandelson, fulltrúi framkvæmdarstjórnarinnar í lagahópnum sagði að um hefði verið að ræða málsmeðferð sem stæði fyrir utan EESsamninginn. Þess vegna hefði spurningin sem hópurinn fékk til úrlausnar þurft að vera skýr og afmörkuð sem hún hafi verið. Svara hefði þurft tveimur spurningum.

  • Sú fyrsta hefði verið hvort það að hafa tryggingakerfi sem gat ekki staðið skil á lágmarksinnistæðuvernd væri brot á EESsamningnum.

  • Í annan stað að 24. mgr. aðfararorðanna hafi ekki haft það hlutverk að leysa ríki undan skyldum sínum. Túlkun þessara málsgreinar sé mikilvægust í lagaálitinu. Ekki sé rétt að túlka tilskipunina þannig að ríki beri ekki ábyrgð samkvæmt henni

Og einnig segir þarna

Sellal lagði áherslu á að ekki væri hægt að komast með málið lengra nema að ekki leiki minnsti vafi á lagaskyldunni til greiðslu lágmarksverndarinnar. Fyrr væri ekki hægt að ræða málið á pólitískum forsendum. Hægt væri að byggja viðræðurnar á áliti lagasérfræðinganna. Ef að aðilar geti komið saman um það þá sé hægt að ná niðurstöðu fljótt og vel, og ESB og aðildarríkin muni koma hratt til aðstoðar til þess að loka ,,fjárhagspakkanum'' á vettvangi IMF. Nefndi hann bréf Barroso, forseta framkvæmdastjórnar ESB, til Geirs H. Haarde, forsætisráðherra, og Macro Financial Assistance líka í þessu sambandi.

Þá kemur fram síðar að um leið og búið væri að ganga frá þessu máli væru Norðurlandaþjóðirnar og ESB tilbúin að atstoða okkur á allan hátt m.e. varðandi lánasafnið tengt AGS.

Hvet fólk til að lesa þetta minnisblað sem er hægt að finna hér http://file.wikileaks.org/leak/icesave-eu7.pd

Athugið að það byrjar á skýringu frá wikileaks á ensku en síðan kemur minnisblaðið á Íslensku

Held að Sigmundir Davíð og félagar í indefence ásamt fylgifiskum í Sjálfstæðisflokknum ættu að lesa þetta áður en þeir tala um að það hefði engar afleiðingar fyrir okkur að fella ábyrgð á Icesave láninu og halda því fram að það sé auð unnið fyrir dómsstólum


mbl.is Wikileaks birtir minnisblað
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Var reyndar búinn að blogga um þetta en þetta skjal er held ég á netinu!

Og það er búið að vera það síðan í sumar. http://www.island.is/media/frettir/MB_290309.pdf

Össur kannast ekki við skýrslu..

Innlent - þriðjudagur, 7. júlí, 2009 - 18:17

Össur kannast ekki við skýrslu breskra lögmanna um Icesave. Var samin sérstaklega fyrir Össur

ossurskyrsla.jpg

Össur Skarphéðinsson utanríkisráðherra kannast ekki við skýrslu lögfræðistofunnar Mischon de Reya í London um Icesave-málið. Skýrslan, sem dagsett er 29. mars á þessu ári, er merkt sem trúnaðarmál, og fram kemur á forsíðu hennar að hún sé sérstaklega samin fyrir Össur Skarphéðinsson utanríkisráðherra. Skýrslan var birt opinberlega í dag að kröfu alþingismanna eftir að Morgunblaðið sagði frá tilvist hennar.

„Ég hef ekki beðið það um neina vinnu fyrir mig eða utanríkisráðuneytið og kannast ekki við það,” segir Össur.

Þetta kom fram í fréttum RÚV í kvöld.

Haft var eftir Steingrími J. Sigfússyni fjármálaráðherra að  skýrslan  snúist aðallega um eigur Landsbankans í Bretlandi og meðferð þeirra þar. 

Í skýrslunni kemur fram að engin skrifleg staðfesting hafi fengist á því að íslensk yfirvöld hafi formlega undirgengist skuldbindingar vegna tryggingarsjóðs innistæðueigenda. Í skýringu fjármálaráðuneytisins í dag kemur fram að samninganefnd Íslands vegna Icesave reikninganna hafi leitað til fjölmargra aðila, þar á meðal þessarar lögfræðistofu.

Haft var ennfremur eftir fjármálaráðherra að þetta hefðu verið minnispunktar fyrir Össur Skarphéðinsson utanríkisráðherra, fyrir fund hans með David Miliband, utanríkisráðherra Bretlands, um málefni Landsbankans. „Aðalinntakið snýr að eignum Landsbankans og meðferð þeirra í Bretlandi og það var í því máli sem var stuðst við ráðgjöf þessa fyrirtækis en ekki í málinu almennt.”

Össur kannast hinsvegar ekki við þetta plagg og segir fyrirtækið ekkert hafa unnið fyrir sig.

Tekið af www.hvitbok.vg

mbl.is Steingrímur segist trúa Össuri
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ég heimta að eftirfarandi verði upplýst!

Í ljósi látanna á Þingi í kvöld. Þá heimta ég að eftirfarandi verið upplýst í þessu máli. Hversu oft fór Svavar Gestsson á klósett á meðan hann vann að samningum? Hversu margar lögfræðistofur eru í Bretlandi og af hverju var ekki talað við þær allar? Af...

Voru það ekki sjálfstæðismenn sem komu í veg fyrir bindandi þjóðaratkvæðagreiðslur?

Er það ekki rétt munað hjá mér að í voru fyrir kosningar komu Sjálfstæðismenn í veg fyrir breytingar á stjórnarskrá sem gerði skoðanakannanir bindandi? Man ekki betur. Og nú á að fara að nota þetta sem er þá skv. stjórnarskrá ekki bindandi fyrir...

Lýðskrumarar

Þessu fólki hefur tekist að telja fólki trú um að það þurfi ekki að semja. En samt ef þið lesið allar ræður þeirra þá tala þau öll um að vissulega ætlum við að standa við skuldbindingar okkar. Bara ekki þennan samning. Birkir Jón Jónsson (BJJ) Eygló...

Loksins sér fyrir endan á þessu dæmi!

Reiknað með að umræðan taki 2 daga. Og að henni lokinni er nú líklegt að þetta dæmi verði loksins leitt til lykta. Enda er ekkert annað í boði. Allir flokkar á Alþingi hafa viðurkennt að við þurfum að bera ábyrgð á Icesave. Menn deila bara um kjörin á...

Bið fólk að anda með nefinu!

Sé hér á blogginu að verið er að tengja Jón Sigurðsson og ráðningu hans sem formann bankastjórnar við Samfylkinguna. En fólki væri nú holt að átta sig á því að við eigum ekki lengur nema um 5% í þessum banka í dag. Það eru væntanlega inn- og aðallega...

Biði ekki í það ef að snillingarnir í stjórnarandstöðunni hefðu annarst Icesave málið!

Var reyndar búinn að blogga um þetta áður. En bara verð að itreka þessa línu: Fjárlaganefnd ákvað hins vegar, að kröfu stjórnarandstöðunnar , að birta álitið þremur dögum fyrir jól Þetta er snillingarnir Ásbjörn Óttarsson 1, NV, S, Höskuldur Þórhallsson...

Þetta er nú öll stjórnviska stjórnarandstöðunar í Icesave

Nú er að koma í ljós að Mishcon de Reya varaði við að álit sitt væri birt og taldi það veikja stöðu Íslands og styrkja stöðu Breta og Hollendinga. En stjórnarsandstaðan heimtaði að þetta yrði birt Ítarlegt álit bresku lögmannsstofunnar Mishcon de Reya um...

Steingrímur þetta verður að bæta hjá ykkur!

Miðað við hvað eru margir menn ráðnir til ríkisvaldsins sem upplýsingafulltrúar, finnst mér með afbrigðum hvað upplýsingamál stjórnvalda eru út á þekju. Þessir mætu menn sem vinna þarna með stjórnvöldum hljóta að vita að betra er að fá þjóðina með sér í...

Gleðileg Jól!

...

Og Ragnheiður Elín finnst baráttan síðasta árs kraftlaus!

Held að þingmenn ættu nú kannski að muna að ríkisstjórnir Íslands eru búin að fara með þetta mál í gegn um öll þau alþjóðasamtöksem við eigum aðild að. Fyrir öll lönd ESB, Nató, Norðurlandaráð og fleira og fleira. Það er bara þannig að okkar málstaður...

Bara svona smá ábending!

Hvernig væri nú að tala við aðra lögfræðinga en þá sem fyrir löngu eru búnir að segja sitt álit. Manni skilst að hér séu hundruð ef ekki þúsundir lögfræðinga en það er alltaf talað við þessa 4 sem opinberlega hafa lýst afstöðu sinn fyrir...

Hvað eiga þeir við með þessu?

Var IFS greining ekki búin að skila inn bráðabirgðamati? Og svo er maður að velta fyrir sér hvaða fyrirtæki þetta IFS greining er? Það eru skv. heimasíðu þeirra nokkrir starfsmenn. En nú síðustu mánuði hafa þeir komið allt í einu fram á völlinn. Oft með...

Lögfræðiálitin samhljóma um nokkur atriði

tr Bæði álitin segja að hættan við að málið fari fyrir dóm sé að við verðum dæmd til að greiða alla upphæðina í einu. Held að það hafi menn jú horft stíft á við þessa samninga. Þá er það eftirtektarvert að Mishcon de Reya er auðsjáanlega sólgið í að fá...

« Fyrri síða | Næsta síða »

Höfundur

Magnús Helgi Björgvinsson
Magnús Helgi Björgvinsson

Skoðanir Magga um menn og málefni í fréttunum. maggihb@gmail.com Athuga að þetta eru mínar skoðanir og þið megið bara hafa ykkar hentisemi, því ég er að nota mína.

Eldri færslur

Sept. 2025
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Twitter

Teljari

joomla visitor

Twitter

Tenging við twitter

Um bloggið

Vettvangur Magga

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband