Leita í fréttum mbl.is

Fullveldi - Icesave -ESB

Hef í tilefni dagsins verið að velta fyrir mér horfum okkar hér á landi næstu árin út frá fullveldinu.

Skv. því sem ég hef kynnt mér er fullveldi falið í eftirfarandi þáttum

 

  • þær valdheimildir sem stjórnarskráin felur handhöfum ríkisvaldsins (heimildin til að setja lög, dæma o.s.frv.)
  • valdið til að gera samninga við önnur ríki og
  • valdið til að ákvarða vald ríkisins (t.d. takmarka það með stjórnarskrárákvæðum) og ákvarða hvaða reglur gildi og í hvaða forgangsröð.

En auðvita er fullveldi okkar líka falið í að vera fjárhagslega sjálfstæð, sem og að önnur ríki viðurkenni fullveldi okkar og vilji gera við okkur samninga. Og eins að við séum meðtekin í heiminum sem fullvalda ríki og virkur þátttakandi í ákvörðunum um mál er snerta okkar hagsmuni.

Nú er staðan hjá okkur sú að við erum með allt niður um okkur í fjármálum

  • Við erum ekki lengur afl sem er hlustað á t.d. hjá Nató, í Evrópu eða á heimsvísu. Og erum smá saman að einangrast meir og meir.
  • Norðurlandasamstarfið er farið að mótast meir og meir af ákvörðunum sem teknar eru í ESB eða með hliðsjón af ESB og helmingur aðildarríkja Norðurlandaráðs leggja mun meiri áherslu á veru sína í ESB og þá hagsmuni
  • Við höfum ekki lengur skjól af USA eins og var áður
  • Við erum með handónýta mynt sem gengur hér ekki mikið lengur.

Fólk gleymir oft að við erum þegar búin að afsala okkur hluta fullveldis hvað varðar lagasetningar er snerta viðskipti, fjármálamarkað  og miklu fleira til ESB og höfum ekkert með það að segja. Okkur er bara gert að taka þessar tilskipanir inn í lög.

Icesave málið er búið að skemma traust og virðingu annarra þjóða gagnvart okkur. Og í raun má segja að það geti leitt til þess að þjóðir vilji síður gera við okkur samninga í framtíðinni sem eins og ofan greinir er einmitt hluti af því að vera fullvalda. Og auðvita horfa útlendingar á þegar að við neitum að klára samninga sem við erum búin að skrifa undir.

ESB ríki hafa vissulega framselt meira af fullveldi sínu varðandi lagasetningu til ESB en við með EES. En þó aðeins á þeim sviðum sem falla undir sameignlega þætti ESB. Og það er gert til að jafna stöðu á mörkuðum og þessháttar. En samt sem áður er engin þeirra sem við mundum segja að væri ekki fullvalda, eða ekki sjálfstæð.

En um leið fá þær stuðning á móti frá ESB, þær eru hluti af einu öflugast ríkjasamstarfi í heimi. ESB er að verða eitt þeim samtökum sem mest áhrif hafa í heiminum.

En við erum sífellt að verða meir og meir sker á Norðurhjara, verstöð. Og í framhaldi af þessari stöðu sem við erum í gæti það gerst að fyrir utan að kaupa af okkur óunninn fisk og ál þá verði lítið annað í boði. Og þar með fer menntað fólk að fara til landa þar sem menntun þeirra nýtist.  

Og eftir nokkur ár ef við höfnum aðildarsamning við ESB þá getum við lent í þeirri stöðu að við verðum ekki lengur fjárhagslega, menntun og menningarlega sjálfbær og verðum að segja okkur til sveitar og gráta í ESB að taka við okkur á afar kjörum eða jafnvel að afsala okkur sjálfstæði til einhvers lands.

 


mbl.is Stenst Icesave stjórnarskrá?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Æ greyin mín! Þegið þið nú smá stund!

Það er búið að ákveða þetta ferli á Alþingi! Eitt litið ómerkilegt félag ræður ekki hvernig hlutirnir fara fram. Það verður ákveðið eftir að samningum er lokið hvort að þjóðinni líkar sá samningur sem þá liggur fyrir.

Og það er mjög heimskulegt fyrir andstæðinga ESB aðildar að gefa upp sem ástæðu þess að draga umsókn til baka sé samningsstaða okkar. Því að þetta mundu þeir segja óháð því hvernig staða okkar er. Bendi þeim á að þær nágrana þjóðir okkar sem hafa sótt um aðild að ESB voru allar að ganga í gegnum niðursveiflu þegar þær sóttu um. Þ.e. Norðmenn,Svíar og Finnar. Þó að Norðmenn hafi síðan fellt samninginn í þjóðaratkvæðagreiðslu eftir að rekinn hafði verið af NEI samtökunum í Noregi linnulaus áróður um að Norðmenn mundu missa fiskimiðin sín. Þó voru það Norðmenn sem tóku að sér að semja um Sjávarútvegsmál fyrir hönd Svía og FInna held ég. Þannig að þeir sömdum um þann kafla fyrir hin löndin. Svíar og Finnar gegnum í ESB og hafa ekki séð eftir því.


mbl.is Vilja að ESB-umsókn verði dregin til baka
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Auðvita verður að klára Icesave! Þó ekki væri nema vegna þess:

Að stjórnarandstaðan hætti að láta eins og biluð plata og hagi sér eins og vitleysingar. Með sömu ræðuna hver eftir öðrum og endurnýta ræðurnar síðan í sumar. Nokkuð ljóst að Steingrímur er að vitna í að Norðurlöndin er ekki að afgreiða lánin sín með...

Hverju eru þeir að hóta?

Legg til að þessar stéttir athugi hvað þær eru að segja! Hverju eru þær að hóta? Ætla þeir að sigla í land. Þá legg ég til að kvótinn verði tekinn eignarnámi og úthlutað til þeirra sem vilja veiða hann án þess að krefjast skattaafsláttar fyrir að veiða...

Bara verð að láta þett fylgja þessari frétt.

Friðrik Þór Guðmundsson bloggar um þetta mál á síðu sinn i. Maður skellt uppúr þegar maður las eftirfarandi: “ Ragnheiður Elín sagði að málið væri það stórt að menn ættu að útskýra afstöðu sína, þó ekki væri nema fyrir barnabörnin sín. ”Amma...

Króatar tilbúnir að leggja mikið á sig til að ganga í ESB?

Af hverju fara fjölmiðlar ekki til Króatíu og spyrja þá af hverju þeir eru tilbúnir að kosta svona miklu til við að komast í samfélag Evrópuþjóða. Sér í lagi þar sem menn segja að ríki hafi ekkert þangað að sækaj sbr Heimssýn Minni fólk á að Króatía var...

Er þetta ekki afstætt?

" Bæði visir.is og mbl.is segja frá þessum útifundi: Visir.is segir: "Fjölmenni á útifundi Boðaður útifundur Hagsmunasamtaka heimilanna hófst klukkan þrjú á Austurvelli. Vel á þriðja hundrað manns tóku þátt í fundinum." mbl.is segir Vel mætt á útifund...

Bara svona vangaveltur! Hver borgar fyrir þessa sendinefnd?

Ég ætla að vona að LÍÚ og fleiri samtök séu ekki að styrkja þessa ferð. Því að þarna fara þingmenn þjóðarinnar nokkrir. Og þeir mega ekki stöðu sinnar vegna fara á slíkan fund ef það er í boði hagsmunaaðila. En skv. www.heimsyn.is er þetta: Ásmundur...

Svona til að byrja með! Ágæta Ragnheiður!

Ég hélt að ekki væri hægt að tala um fundargerðir nema að allir aðilar væru samþykkir þeim skrifum og samþykktu þau. Og ég held að svo sé yfirleitt ekki á svona fundum. Hinsvegar er líklegt að það séu skrifaðir minnispunktar af flestum sem taka þátt í...

Já ekkert mál Friðrik J Arngrímsson hækkum sjómannaafsláttinn!

Við skulum tímbundið hækka sjómannaafláttinn Friðrik. En á móti fáum við 5% af kvötanum ykkar á hverju ári. Þar til að hann er að fullu kominn í hendur þjóðarinnar. Meiri djöfuls frekja í ykkur alltaf P.s. fann þetta www.pressan.is úr þætti Spaugstofunar...

Kominn tími til!

Nú þegar útgerðir eru að borga hásetahlut á stóru skipunum upp á 15 til 30 milljónir þá er óþarfi að við séum að niðurgreiða laun hjá þeim. Og rök fyrir sjómannaafslætti sem eru að þetta sé skattaafláttur vegna aðstæðna þ.e. á ekki við lengur. Af hverju...

Með afbrigðum dónalegur maður Skúli!

Þessi góði maður er skv. þessu að segja að nauðsyn brjóti lög. Og það sé öllu fórnandi fyrir SV línu! Jafn vel þó það yrði varanlegur skaði sem fylgdi þessari línu. VIð vitum að það þarf að leggja þessa línu en það væri með öllu ómurlegt ef þessi lína...

Ekki beint hægt að segja að Þór Saari sé bjartsýnn maður

Hann sem hagfræðingur hlýtur náttúrulega að gera sér grein fyrir að vaxtagreiðslur hljóta að ráðast af upphæð höfuðstóls. Það er heimilt allan tíman að greiða inn á höfuðstólinn. Og við það lækka vextir Gengi krónunnar verður vonandi orðið allt annað...

Og hvað ætla menn að gera með málið í nefnd?

Held að allir viti að þessu máli verður ekki breytt! Er farinn að halda að stjórnarandstaðan vilji bara ekki að við komumst út úr þessu. Þetta mál hefur nú verið rætt í 6 mánuði á þing. Maður hefði haldið að þessi álita mál væru nú svo mikið á hreinu að...

Kaupmáttur ekki lækkað nema um 7,1%

Það vekur furðu og í senn ánægju mína að miðað við hvað hér hefur gegnið á skuli kaupmáttur launa ekki lækkað nema um 7,1%. Náttúrulega ekki gaman þegar kaupmáttur lækkar en miðað við allt og allt þá er þetta minna en menn gátu reiknað með. Svona miðað...

« Fyrri síða | Næsta síða »

Höfundur

Magnús Helgi Björgvinsson
Magnús Helgi Björgvinsson

Skoðanir Magga um menn og málefni í fréttunum. maggihb@gmail.com Athuga að þetta eru mínar skoðanir og þið megið bara hafa ykkar hentisemi, því ég er að nota mína.

Eldri færslur

Apríl 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30      

Twitter

Teljari

joomla visitor

Twitter

Tenging við twitter

Um bloggið

Vettvangur Magga

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband