Leita í fréttum mbl.is

Þegar ég sé myndir af ráðherrabílunum þá dettur mér þetta í hug!

Nú fyrir nokkrum dögum var birt svar við fyrirspurn á Alþingi varðandi bílakaup vegna ráðherra. Þá kom í ljós að keyptir höfðu verið 3 bílar Bens Landcruiser og Landrover fyrir samtals um 36 milljónir! Þessi upphæð hefði dugað í að borga 50 þúsund króna hækkun fyrir um 60 hjúkrunafræðinga í eitt ár.


mbl.is Lög verði sett á verkföllin
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Um leið og ríkisstjórnin vélar um lög á verkfall BHM og hjúkrunarfræðingar er vert að velta fyrir eftirfarandi!

Er ekki kominn timi til að þjóðin fari að velta fyrir sér mati á störfum hér:

Hér má sjá launaseðil hjúkrunarfræðings. Halda menn að sjúrahús væri almennilega rekin án þeirra eða vildi fólk leggjast inn á sjúkra hús þar sem þeir væru ekki til staðar. Halda menn að fólk álmennt leggi á sig 4 til 5 ára hjúkrunarnám fyrir mánaðarlaun upp á 342 þúsund eins og þarna kemur fram. Sér í lagi þar sem verið var að semja um að lágmarkslaun í landinu yrðu 300 þúsund eftir hvað 3 ár.

 

Geislafræðingar og lifefnafræðingar eru með enn lægri mánaðrlaun. Vildu menn vera á sjúkrahúsum þar þeir væru ekki til staðar eða sætta sig við að engar rannsóknir færu fram á sýnum úr blóði þeirra ef þeir yrðu veikir.  Halda menn að fólk komi til með að þyrpast í nám sem borgar undir 300 þúsund í grunnlaun?

Eins er rétt að spurja með allar aðrar stéttir sem nú er verið að taka verkfallsréttinn af. Eins er hægt að segja að ríkið hefur verið í samningaviðræðum við margar stéttir BHM lengur en aðilar almenna markaðsins og fram á síðustu vikur var ríið að bjóða hæst 3,5% hækkun. Og ekkert reynt til að ná samkomulagi. Á meðan hefur ríkið kerfisbundið eytt peningum í annað, lækkað skatta og afsalað sér tekjum og segist nú ekki hafa neitt svigrúm til að ganga til samninga.  Er þetta gáfulegt!

Ég spái því að hjúkrunarfræðingar fari að segja upp í hópum enda bjóðast þeim mánaðarlaun sín með því að vinna í 10 daga í Noregi + ferðir + fæði og uppihald. Um 20 til 30 geislafræðingar eru búnir að segja upp og held að aðrir hópar geri það líka.

Held stundum þegar fólk talar um afætunar sem séu opinberir starfmenn þá viti þeir ekki um hverja þeir eru að tala.  Rakst á þetta á facebook:

Opinberir starfsmenn taka á móti okkur í heiminn, skrá nafnið okkar, fylgjast með heilsufarinu og gæta okkar í hvívetna. Þeir passa okkur, kenna okkur, annast okkur í veikindum eða þegar erfiðleikar steðja að, fylgjast með veðrinu, hafa gætur á náttúrunni og varðveita sameiginlegan arf okkar á hverju því formi sem tjáir að nefna. Þeir hafa svæft okkur, vakið okkur, gegnumlýst, rannsakað, þjálfað, nært, staðið vörð um lög og rétt. Kennt okkur að lesa ljóð, spila á hljóðfæri, fara eftir umferðarreglum, sýnt okkur leikrit, spilað tónlist. Passað upp á gögn, haldið skikk á tölum, talið fiskana í sjónum og grösin á heiðum, reiknað laun,innheimt skatta, borgað laun. Þeir stuðla að því að við séum öll virkir þjóðfélagsþegnar,eflum andlegt og líkamlegt atgervi og fótum okkur í lífsins ólgusjó. Þeir styðja okkur frá vöggu til grafar. Hvað er hægt að biðja um meira? Mér dettur eitt í hug. Það er hægt að biðja um að framlag þeirra sé metið að verðleikum. Menntun þeirra sé viðurkennd og metin til launa.Tryggja þarf mönnun opinberrar þjónustu til framtíðar! ‪


mbl.is Hjúkrunarfræðingar íhuga að fara
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Auðvita hljóta allir að fagna þessu!

Sýnist að í höfuðatriðum sé farið að þeirri línu sem Már hefur kynnt síðustu ár sem skynsamlega leið! Þannig að farið sé eftir línu sem lögð var 2011, Nú hljóta allir að vinna saman að því að klára þessi lög og fara yfir hugsanlega vankannta og koma...

Launakjör á Íslandi - Hugmynd fyrir blaðamenn!

Nú erum við sífellt meira og meira að bera okkur saman við önnur nágranalönd eðlilega. Hvernig væri að blaðamenn eyddu nokkrum tímum í að kanna eftir farandi: Hvaða laun eru hinar ólíku stéttir með á Íslandi í samanburði t.d. við öll hin Norðurlönd? Nú...

Er þetta ekki bara lygasaga úr ógeðslegu ESB landi?

Egill Helgason hlýtur að vera að ljúga að fóllki. Svona getur staðan í Danmörku verið! Þeir hafa jú verið í ESB í marga áratugi! Miðvikudagur 27.05.2015 - 15:14 - Allt í kalda koli? Ég dvaldi mikið í Kaupmannahöfn þegar ég var unglingur. Þá var eins og...

Með þessa stuðningsmenn ríkisstjórnarinnar þarf stjórnaranstaðan ekki að hafa áhyggur!

Held að ég hafi bara ekki lesið meiri vitleysu en þetta blogg sem finna má hjá Páli Vilhjálmssyni. Og ekki skánar það þegar bloggið er að mestu tilvitnun í Vigdísi Hauksdóttur Þriðjudagur, 26. maí 2015 Vigdís hafnar ríkissósíalisma Eyglóar Tilraunir...

Vigdís segir að þetta séu allt aðgerðir Samfylkingar!

Vigdís Hauksdóttir hefur nú ítrekað komi á Stöð 2 og á Bylgjuna er búin að finna eftirfarandi út: Öll stéttarfélög eru í aðgerðurm af því að Samfylkingin sagði þeim að gera það. Flestir fjölmiðlar eru málgögn Samfylkingar Á síðasta kjörtímabili þá sagði...

Það logar allt i verkföllum og stjórnvöld og almenningur bara gera ekki neitt

Það er eins og fólk geri sér ekki gren fyrir stöðunni hér á landi! Það logar allt í verkföllum og allir bara sultuslakir! Fólki bara sama á meðan það getur keypt sér mat og þarf ekki að nýta sér heilbrigðisþjónustu! Hef aldrei áður séð svona mikil...

Svona eins og ég man stofnun nýju bankana þá skil ég þetta ekki!

Ef ég man rétt þá voru nýju bankarnir stofnaðir m.a. með eignum gömlubankana! M.e. til að verja innistæður sem annars hefðu lent í þrotabúunum. Þannig að ef við heðfum ætlað að stofna nýja banka óháð kröfuhöfum og þrotabúum þá hefðum við væntanlega þurft...

Gott á Framsókn og Sjálfstæðismenn!

Á meðan að þeir hafa verið uppteknir nú í 6 ár að ráðast á Samfylkingu og reyndar Vg líka þá kom bara annar flokkur á meðan og tætir til sín fylgi. Margt sem maður getur stutt hjá Pírötum þannig að maður bara fagnar þessu! Þannig að bloggarar góðir...

Svona gjörning á þjóðinn ekki að láta bjóða sér!

Það gengur ekki að fáum útvöldum sem gefinn bara heill fiskistofn til afnota fyrir slikk! Skrifa undir takk fyrir! http://www.thjodareign.is/

Hin vinnandi stétt

(Margmiðlunarefni)

Veit ekki alveg hvaða herferð er í gangi nú. En held að sjálfstæðismenn séu að eyða peningum í vitleysu!

Nú síðustu vikurnar streyma út bækur sem skrifaðar eru af sjálfstæðismönnum eða gefnar út af stjálfstæðismönnum nema hvoru tveggja sér. Þetta eru bækur eins og Bylting - og hvað svo og núna bókin hans Eggerts And­er­senskjöl­in, rann­sókn­ir eða...

Smá fróðleikur um launakröfur og kjaradeilur!

Samtök atvinnulífsins og Ríkisstjórnin hamra á að 300 þúsundkrónu laun eftir 3 ár setji hér allt á hausinn. Fyrir það fyrsta man ég ekki eftir þeim kjaradeilum sem ekki hafa endað á að enginn fekk allt sem hann fór fram á. Það er yfirleitt samið sem...

Óhamingju ríkisstjórnarinnar verður allt að vopni

Þessi fyrirsögn hér að ofan er fengin að láni frá bloggara hér á blog.is. Hann heitir J ón Baldur Lorange og hefur verið öflugur á blogginu og klárlega mikill stuðningsmaður stjórnarinnar eins og hann segir á bloggi sínu. Rakst á þessa færslu eftir hann...

« Fyrri síða | Næsta síða »

Höfundur

Magnús Helgi Björgvinsson
Magnús Helgi Björgvinsson

Skoðanir Magga um menn og málefni í fréttunum. maggihb@gmail.com Athuga að þetta eru mínar skoðanir og þið megið bara hafa ykkar hentisemi, því ég er að nota mína.

Eldri færslur

Apríl 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30      

Twitter

Teljari

joomla visitor

Twitter

Tenging við twitter

Um bloggið

Vettvangur Magga

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband