Færsluflokkur: Stjórnmál og samfélag
Miðvikudagur, 5. október 2016
Er þetta myndskeið frá fundi "vonda fólksins", þjóðfylkingunni eða hvað?
Þriðjudagur, 4. október 2016
Raunhæf tillaga til lausnar á vandmálum unga fólksins á húsnæðismarkaði !!!!
Sunnudagur, 2. október 2016
Hvað eiga menn við þegar þeir segja á útlendingar aðlagist ekki okkar menningu?
Maður heyrir þetta í umræðunni víða. En hvað eiga menn við?
- Sumir tala um að fólkið tali ekki Íslensku. En ég man þá tíð þegar ég var lítill fyrir mörgum áratugum að þá voru hér útlendingar sem höfðu komið í kjölfar stríðsins og þeir töluðu mjög óskýra íslensku þannig að maður skildi þau varla. En voru samt hinir bestu borgarar og færðu okkur ýmsa þekkingu og færni sem við höfum nýtt okkur síðan.
- Sumir tala um að í smáatriðum hegði þau sér öðruvísi en dæmigerður Íslendingum. M.a. að sumar erlendar konur séu með slæður. Man þá tíð fyrir ekkert mjög löngu síðan að allar eldri konur og jafnvel yngri voru með slæður hér.
- Sumir tala um að þau borði ekki Svínakjöt. Það eru margir Íslendingar sem borða það ekki heldur. Og sumir borða bara ekkert kjöt.
- Það er talað um að þau hegði sér öðruvísi biðji oft á dag og þurfi að snúa á ákveðna átt. Fyrirgefið en hvað hefur það með menningu okkar að gera. Hér býr fólk sem biður aldrei til Guðs. Hér eru trúleysingjar, ofurtrúaðir og allt þar á milli. Þetta er eins með múslima og okkur sem hér erum fædd.
- Einu sinni ekki fyrir mörgum árum var stefnan hér á landi að loka þroskahamlaða og fatlaða inn á stofnunum, afgirtum til að að við sem erum "eðlileg" þyrftum ekki að horfa á svona frávik eða deila kjörum með þeim. Einu sinni voru blökkumönnum á Keflavíkurflugvelli bannað að fara út fyrir girðingu á meðan hvítir fengu það. Þetta bara bara vegna hræðslu sem átti sér engar rökrænar skýringar.
- Það er verið að tala um glæpi og hryðjuverk sem fylgi múslimum. Held að heimiliserjur og drykkja okkar Evrópubúa valdi 90 eða kannski 99% fleiri dauðföllum á almennum borgurum. Og hér á landi hefur sambúð trúarfélaga gengið bara vel og ég t.d. vissi ekki fyrr en þetta fór að komast í fréttir að múslímar væru búnir að hafa bænaaðstöðu í áratugi hér án þess að það hafi truflað einn né neinn utan söfnuðarins.
- Það hefur alltaf verið hópur sem vill ekki útlendinga hingað. Og sérstaklega ef þeir líta ekki nákvæmleg út eins og við. Þetta átti við um fólk frá Víetnam, Thailandi, Filippseyjum, Austur Evrópu, Fólk frá Afríku og svo framvegis. En hræðsluáróður þessara hræddu Íslendinga hefur sjaldnast verið reistur á staðreyndum eða reynslu. Flestir þessi einstaklingar sem hingað hafa komið hafa reynst okkur drjúgir t.d. að byggja he´r upp, í ferðaþjónustu og bara út um allt.
Ísland hefur á síðustu árum orðið með auknum samskiptum við heiminn fjölmenningarsamfélag þar sem býr fólk af ýmsum uppruna og með ýmsa siði. En um leið er landið með fremstu þjóðum í mannréttindum og lýðræði sem byggir á 1000 ára hefð. Við förum t.d framarlega í mannréttindum samkynhneigðra, kvenna og bara almennt. Þá eru við í þróun við að vinna að réttindum fatlaðra og gera þá virka og sýnilega í samfélaginu. Við eigum að vera framarlega í verkalýðsmálum og svona væri hægt að halda áfram.
Við eru blessunarlega laus undan boðvaldi kirkjurnar sem stjórnaði og tók þátt í kúgun með stjórnvöldum hér um aldir. Og kirkjan hefur þar með breyst fyrir þá kristnu og hefur minna veraldlegt vald.
Við höfum hér lög um réttindi og skyldur borgarana sem allit eiga að fara eftir og því skil ég ekki þessa hræðslu fólks mið fjölmenninguna. Við Íslendingar erum stolt af landinu okkar og við hættum því ekkert þó hingað flytji fólk sem vill setjast hér að. Það kemur flest með eitthvað með sér inni í menninguna sem við græðum á. T.d. fjölbreytnin í matargerð. Þá hafa þau einnig séð til þess að störf sem við viljum ekki vinna séu unnin eins og þrif og annað.
Laugardagur, 1. október 2016
Skv. fréttum af innanbúðamálum Framsóknar þá eru fullt af mönnum að ljúga.
Fólk vísar út og suður þegar það lýsir sama fundi sem fólk var á. Kona sem var í símasambandi veit þetta betur en Ásmundur sem var á fundinum og einhverjir í kring um hann ljúga líka skv. þessari konu, Sigmundi og fleirum. Skv. þeim voru allir í faðmlögum bara og allir vinir.
Æ hlífið okku við þessu bulli.
Tillagan var ekki afgreidd | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Föstudagur, 30. september 2016
Menn hafa verið að spyrja af hverju ég hef verið að skjóta á Þjóðfylkinguna og þeirra líka.
Aðallega af því að þeir hafa rangt við í baráttu sinni fyrir útlendingalausu Íslandi.
- Þeir láta eins og ríkisstjórnir annarra landa séu haldnar einhverju masókokisma og viðurkenni ekki opinberlega gríðarlegan vanda af innflytjendum sem séu að nauðga og myrða frumbyggja þannig að fólk þori þar ekki út úr húsum.
- Ekki næstum allir hælisleitendur eru múslímar hvorki hér né í öðrum löndum.
- Þó hér um stundir séu nokkur hundruð hælisleitendum þá vita hugsandi menn alveg fyrir víst að 75% af þeim verður vísað burt á næstu mánuðum. Þannig er það og hefur alltaf verið. Bæði ef þeir eru frá svæðum þar sem þeim er ekki talin bráð hætta búin eða þeir hafa þegar fengið stöðu hælisleitenda í öðrum löndum þá er þeim vísað burtu.
- Þegar menn láta eins og nú vegna húsnæðiseklu þá séu þessir einstaklingar lifandi hér í lúxus á hótelum er ekki rétt. Það eru hús hér um alla bæi sem hafa heitið hótel en þessu fólki biðst bara herbergi og aðgangur að klósettum þar eins og í öðru húsnæði.
- Fólk lætur eins og hælisleitendur fá gríðar dagpeninga á meðan þeir eru í ferlinu. En ef fólk kynnir sér málin þá fá þeir um 8 þúsund til matarkaupa á viku og 2,5 þúsund til að kaupa sér strætóferðir eða annað.
- Vissulega taka mál þessara einstaklinga nokkuð langan tíma hér en þau gera það um alla Evrópu.
- Við höfum ekki leyfi skv. samningum að vísa fólki sem sækir um hæli beint í burtu enda getum við það ekki fyrr en við vitum hvaðan þeir komu og í hvaða landi á að vinna að þeirra málum. Og það þarf að rannsaka.
- Síða gera menn í því að rugla fólk með flóttamönnum og hælisleitendum. Þ.e. láta eins og allir sem komi hingað fái dvalarleifi hér sem flóttamenn. En það er ekki rétt. Flóttamenn sem hingað koma í boði stjórnvalda lenda t.d. ekki inn á Fitjum eða Arnarholti heldur fara til þeirra sveitarfélaga sem hafa ákveðið að taka á móti þeim. Þar er baðið að tryggja þeim húsnæði og þessháttar og það er þar sem fólkið sem bauð sig fram í "Elsku Eygló" vinnur og þjónustar þau.
- Hælisleitendur mega ekki búa inn á heimilum hjá fólki eða og almenningur má t.d. ekki einu sinni heimsækja þá svo það er ljótur leikur að klína því á fólk sem bauð fram aðstoð sína að þau séu ekki að standa við sitt.
- Svona gæti ég haldið áfram.
- Ég ætla ekki að sinni að fara út í umræðu um lönd eins og Írak þar sem kristið fólk hefur lifað í ár þúsund og kristna söfnuði í flestum Arabaríkum sem hafa fengið að starfa þar um aldir en menn hér láta eins og það hafi alltaf verið eitthvað markmið múslima að útrýma þeim. Það getur átt við einhver lönd en menn hér alhæfa og setja alla undir sama hatt.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 20:17 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (28)
Föstudagur, 30. september 2016
Málflutingur Þjóðfylkingarinnar stenst ekki skoðun.
Heill flokkur byggður á misskilningi eða hreinlega lygum? Sjá hér
Bosse Hedberg sendiherra Svíþjóðar á Íslandi segir ekkert hæft í fullyrðingum Helga Helgason formanns Íslensku þjóðfylkingarinnar um að sænska lögreglan veigri sér að fara inn í hverfi innflytjenda þar í landi.
Í stuttu máli þá fagna ég framtaki Kjarnans. Það eru engin svæði í Svíþjóð sem lögreglan hikar við að fara á þegar til hennar er leitað og það er alveg klárt mál að sænsk lög eru í gildi alls staðar í Svíþjóð. Sænsk hegningarlög eru reyndar líka í gildi utan Svíþjóðar ef út í það er farið,
sagði Hedberg við Pressuna. Hedberg tekur þó fram að Svíþjóð finni fyrir vandanum sem fylgi því að taka á móti stórum hópum af hælisleitendum frá stríðshrjáðum löndum, það sé eitthvað sem Svíar hafi lengi tekist á við:
En það er skýr stefna minnar ríkisstjórnar að aðlaga þá sem hafa rétt á því að vera í landinu og eru það fólk velkomið að taka þátt í samfélaginu okkar. Til að ná árangri í þeim efnum er þó mjög áríðandi að blanda ekki saman staðreyndum við orðróma. Í því samhengi er gagnslaust að stimpla fólk með einhvern tiltekinn bakgrunn, eða aðhyllast tiltekin trúarbrögð sem einhverja uppsprettu óróa.
Hedberg segir að fjölmenningarsamfélag þar sem enginn er jaðarsettur sé besta leiðin til að koma á virðingu fyrir lögum og mannréttindum, bæði innan Svíþjóðar sem og víðar:
Að lokum vil ég koma því á framfæri að mér finnst það ósanngjarnt að stimpla Svíþjóð sem land sem er ekki öruggt að heimsækja. Þvert á móti eru stöðugt fleiri ferðamenn að heimsækja okkur hvaðan æfa að úr heiminum.
Miðvikudagur, 28. september 2016
Áríðandi upplýsingar til hlustenda og sérstaklega innhringiliðsins þar
Nú aftur og aftur hef ég heyrt í símatímum Útavarps Sögu talað eitthvað á þessa leið:
"Af hverju tekur þetta "Góða fólkið" þetta fólk ekki inn til sín" Nú það skrifaði undir Elsku Eygló" Það er nokkur atrið sem fólk þarna ruglar saman.
Þegar fólk var að bjóða fram aðstoð og húsnæði fyrir flóttafólk, þá var það að tala um flóttamenn sem hingað væri boðið. Það eru svo kallaðir kvótaflóttamenn.
Hælisleitendur er fólk sem hingað flýgur og óskar við landtöku eftir hælisvist. Það fólk á rétt á skv. þeim skuldbindingum sem við höfum undirritað rétt á að um ósk þeirra sé fjallað.Megnið af þeim fara aftur til baka til annarra landa þegar búið er að fjalla um þeirra mál.
Það er svo vanfjármögnuð útlendingarstofnun sem veldur þvi að þessu fólki er ekki hægt að vísa beint í burtu aftur ef að ósk þeirra stenst ekki. Þegar talað er að leigð séu hótel fyrir þau nú af því að þau séu búin að sprengja af sér húsnæði þá skildi fólk vita að hótel þau sem leigð samsvara væntnlega því húsnæði sem hafa verið notuð þ.e. herbergi með rúmi og aðgang að klótessti svona svipað og fangaklefi. Hvorki betra né verra en t.d. upp á Fitjum og hefur verið notað í áratugi. Og upp á Arnarholti. Það stóð jú til að Arnarholt yrði að hóteli og sendur held ég enn.
Finnst bara umræðan fara hér út í algjöra vitleysu.
Þriðjudagur, 27. september 2016
Jæja ætli þessi hafi verið í Þjóðfylkingunni?
Nei kannski ekki! En hefði ekki komið mér á óvart.
Í fréttinni kemur fram að fórnarlambið sem nafngreindur er í þýskum miðlum, Alexander B., hafi setið í rólegheitunum í lestinni þegar sessunautur hans hafi upp úr þurru verið kallaður Bin Laden af Íslendingnum. Íslendingurinn hafi haldið áfram að hrópa að sessunaut Alexanders, ungum manni frá Mið-Austurlöndunum, að hann ætti að kalla Allahu Akbar og setja sprengjuna í gang.
Á vef BZ er Íslendingurinn sagður hafa verið drukkinn í lestinni og að hann hafi reynt að espa farþega lestarinnar upp á móti unga manninum. Alexander B. reyndi þá að stíga inn í, greina þýsku miðlarnir frá, en þá hafi Íslendingurinn ráðist á hann.
Virtist sem að átökunum væri lokið þegar Íslendingurinn beit þriðjung úr eyra Alexanders og hrópaði að honum á ensku: Ég drep þig!
Svona ruglukollar er best geymdir í gæsluvarðhaldi eins og þessi er víst í Þýskalandi í dag.
Íslendingur beit bút úr eyra manns | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 22:42 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (15)
Mánudagur, 26. september 2016
Var að lesa facebooksíður Íslensku Þjóðafylkingarinnar og fleiri
Og komst að því að hér á Íslandi eru furðulegir hópar fólks í gangi. M.a. á opinni facebook síður Þjóðafylkingarinnar og svo einhverjum vef sem heitir stjórnmálaumræða.
Þarna m.a. er að hægt að lesa lýsingar af hörmungum Svía þar sem múslimar eiga að hafa lagt undir sig særsta hluta borga í Svíþjóð. En Svíar þegja víst yfir þessu. Eftir svona lestur veltir maður fyrir sér af hverju Íslendingar í Svíþjóða sem skipta þúsundum eru ekki að koma heim í hópum til að forðast þessa miklu hættu. Jafnvel skv. þessu skilur maður ekki af hverju Íslenska ríkið er ekki búið að senda þangað flugvélar og björgunarlið til að bjarga Íslendingum hingað heim frá bráðum dauða sem blasir við þeim í Svíþjóð. Eins gildir um önnur Norðulönd.
Svo þegar maður lítur á heimildir sem þeir hafa fyrir þessu þá eru það aðallega Bandaríksar heimasíður sem sjóða saman þessar fréttir og setja á netið og Youtube. Og ef maður kynnir sér aðeins þessar síður þá eru þetta öfgahægrimenn sem standa að þessu og fréttirnar aðallega ætlaðar Bandaríkjamönnum sem ekki nenna að kynna sér raunveruleikan. Og um leið og þessar veitur gleypa sama tilbúninginn upp hver eftir annarri þá græða þær á auglýsingujm og styrkjum frá einstaklingum sem lesa þær. Oft líka sömu síður sem lofa Ísrael og telja að það sé réttmætt að hrekja Palestínumenn alfarið á braut með ofbeldi og óhæfuverkum. Og lofa landnám þeirra.
Sem sagt þetta eru helstu heimildir þessara mann sem flestir hafa sennilega aldrei komið til Svíþjóðar eða annarra landa síðustu árin. Annað væri skrítið því það eru svo hættuleg lönd.
Sunnudagur, 25. september 2016
Sýnist skv. þessu að Vigdís sá að átta sig á að hún var aldrei í Framsokn :)
Það kæmi manni ekki á óvart að henni hafi verið haldið fyrir utan svona viðkvæmt mál:
Þegar hún kemur fram hjá Sigurði Inga á þingflokksfundinum á föstudaginn, þessi lýsing sem þú ert að lýsa frá því í apríl 2016, þá kom það mér algjörlega í opna skjöldu því mér hefur greinilega verið haldið fyrir utan þessa atburðarás og þetta plott. Því ég eiginlega vissi aldrei hvað var um að vera á þessum þingflokksfundi í apríl 2016 og mig vantar enn mörg púsluspil til að átta mig á því hvað gerðist þennan dag, segir Vigdís.
Vigdís segir augljóst að þennan örlagaríka dag í apríl hafi eitthvað átt sér stað á bakvið tjöldin, en neitar því að þingflokkurinn hafi verið búinn að koma sér saman um framhaldið.
Nei, þingflokkurinn var ekki búinn að ákveða neitt, segir hún við fullyrðingum Sigurðar Inga. Þetta voru einhverjir aðilar í kringum hann sem voru búnir að ákveða að atburðarásin yrði svona.
Brigsl, svik og óheiðarleiki | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Nýjustu færslur
- 22.10.2017 Nokkrar staðreyndir um skattaþróun í tíð hægristjórna
- 29.11.2016 Auðvita er leiðiinlegt að fyrirtækið skuli vera lent í þessu!...
- 7.11.2016 Á meðan að almenningur almennt á ekki kost á svona fyrirkomul...
- 6.11.2016 Garðabær er nú ekki til fyrirmyndar í málefnum þeirra sem þur...
- 1.11.2016 Halló er ekki allt í lagi á Mogganum?
- 30.10.2016 En jafnaðarmennskan hverfur ekkert!
- 29.10.2016 Hönd flokksins
- 29.10.2016 Þetta á erindi við kjósendur
Eldri færslur
- Október 2017
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
- Desember 2006
- Nóvember 2006
- Október 2006
- September 2006
- Júlí 2006
- Júní 2006
- Maí 2006
- Apríl 2006
- Mars 2006
- Febrúar 2006
Tenglar
ESB
Samfylkingin
Maggi B er flokksbundinn samfylkingarmaður í Samfylkingarfélaginu í Kópavogi
Teljari
Tenging við twitter
Um bloggið
Vettvangur Magga
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (25.11.): 0
- Sl. sólarhring: 3
- Sl. viku: 11
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 10
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
RSS-straumar
RSS
Hvað er nýtt
RUV
- Augnablik - sæki gögn...
DV
- Augnablik - sæki gögn...
Visir.is
- Augnablik - sæki gögn...
Pressan
- Augnablik - sæki gögn...
Pressan Kaffistofa
- Augnablik - sæki gögn...
Af Eyjunni fréttir
- Augnablik - sæki gögn...
Bloggvinir
- Ingibjörg Hinriksdóttir
- Guðni Már Henningsson
- Kristbjörg Þórisdóttir
- Kristbjörg Þórisdóttir
- Samfylkingin Norðvesturkjördæmi
- Gísli Tryggvason
- Guðríður Arnardóttir
- Guðmundur Magnússon
- Hlynur Hallsson
- Kristján Pétursson
- Vefritid
- Bjarni Harðarson
- Davíð
- Ólöf Ýrr Atladóttir
- Björn Benedikt Guðnason
- Sigurlín Margrét Sigurðardóttir
- Egill Rúnar Sigurðsson
- Hlynur Halldórsson
- Tómas Þóroddsson
- Adda bloggar
- Killer Joe
- Tíðarandinn.is
- Þórður Steinn Guðmunds
- Kolbrún Jónsdóttir
- íd
- Haukur Nikulásson
- Hrannar Björn Arnarsson
- Sigfús Þ. Sigmundsson
- Bleika Eldingin
- Sigurður Sigurðsson
- Inga Lára Helgadóttir
- Björn Emil Traustason
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Björn Heiðdal
- krossgata
- Þröstur Friðþjófsson.
- S. Lúther Gestsson
- Sigurjón Sigurðsson
- Guðrún Helgadóttir
- Jón Ragnar Björnsson
- gudni.is
- Jakob Falur Kristinsson
- Sæþór Helgi Jensson
- Bergþóra Árnadóttir - RIP 15.2.48 - 8.3.07
- Félag Ungra Frjálslyndra
- Alfreð Símonarson
- Hlekkur
- Þorsteinn Briem
- Jonni
- Torfusamtökin
- Gulli litli
- Sigurður Sigurðsson
- Helena Sigurbergsdóttir
- Elías Stefáns.
- viddi
- Oddrún
- Jón Gunnar Bjarkan
- Heimir Eyvindarson
- Himmalingur
- Eygló
- Hólmfríður Bjarnadóttir
- Axel Jóhann Hallgrímsson
- Ólafur Ingólfsson
- Rúnar Þór Þórarinsson
- Styrmir Reynisson
- Helga Kristjánsdóttir
- Sæmundur Bjarnason
- Ingimundur Bergmann
- Loftslag.is
- Kjartan Jónsson
- Brattur
- Gunnar Helgi Eysteinsson
- Högni Snær Hauksson
- Jack Daniel's
- Kama Sutra
- Magnús Ragnar (Maggi Raggi).
- Ómar Bjarki Smárason
- Stefán Júlíusson