Leita í fréttum mbl.is

Færsluflokkur: Sniðugt

Fjarstýrðir byggingakranar geta ruglað fjarstýringar í bíllyklum

Þetta er alveg furðulegt:

Af www.visir.is 

Byggingakranar geta ruglað fjarstýringar í bíllyklum

Fjarstýrðir byggingakranar geta ruglað fjarstýringar í bíllyklum og orðið til þess að lyklarnir afkóðist. Eitt slíkt mál kom upp nýlega fyrir utan Bílanaust. Eigandinn kom bílnum ekki í gang og þurfti maðurinn að fá nýjan kóða í lykilinn til að geta ekið honum út af bílastæðinu.

Sjá nánar


Neyðarlegt fyrir yfirfangavörðinn

Gæti trúað að hann væri með móral:

Vísir, 06. des. 2006 22:48


Týndi lyklunum sem allir vildu eiga

Rheinbach-fangelsið í Þýskalandi var fært á hæsta öryggisstig í tvo daga eftir að yfirfangavörðurinn týndi masterlyklinum sem gengur að hverri einustu skrá í byggingunni. Verðirnir voru á sólarhringsvöktum og fangarnir lokaðir í klefum sínum þar til lykillinn fannst, - í sófanum inni í búningsherbergi fangavarðanna.

Flestir hefðu kannski fljótlega leitað í sófanum að lyklinum týnda en fangelsisstjórinn vildi ekki kenna yfirfangaverðinum um yfirsjónina: "Þetta var bara óheppni, þetta gæti komið fyrir hvern sem er."


Kampavínið hvarf í göngunum

Bíddu er svo mikill leki í göngunum að heilu flöskurnar af kampavíni hverfa?

 

Vísir, 06. des. 2006 12:30

Kampavínið hvarf í göngunum

Ekkert varð af því að þyrstir gestir gætu vætt kverkar sínar í kampavíni, til að fagna því að síðasta haftið í Kárahnjúkagöngum var rofið í gær, því kampavínið var horfið þegar til átti að taka.

Nokkrir tugir gesta höfðu þá aftur lagt á sig klukkustundar ferð á hörðum bekkjum í hastri jarðlest í raka og hita því þeir þurftu frá að hverfa í fyradag eftir að risaborinn, sem átti að ljúka verkinu þá, bilaði.

Í ljósi þeirrar reynslu var það að vonum að gestirnir biðu þess með enn meiri óþreyju en ella, að teiga kalt kampavínið áður en hossast yrði í lestinni til baka en þá fanst ekki dropi af víninu sem flutt hafði verið inn í göngin í fyrradag. Einu veigarnar sem fundust voru kók og appelsín en gestirnir fundu sig ekki í því að skála fyrir stórviðburði í viðlíka glundri, þannig að svipmót hátíðarhaldanna varð með nokkuð öðrum hætti en til stóð.

Með öllu er óljóst hvað gerðist þarna í iðrum jarðar, 150 metrum undir yfirborði Þrælahálsins, í fyrrinótt en lausasagnir herma að óvenju bjart hafi verið yfir bormönnnunum sem unnu alla nóttina við að rífa borinn sem lokið hafði hlutverki sínu en þeim megin haftsins var kampavínið geymt.


Kannski að Hong Kong búar ættu að fá sér betri Enskar orðabækur

Fann þetta á netinu. Þetta eru víst setningar úr raunverulegum enskum textum á myndum gerðum í Hong Kong

ACTUAL ENGLISH SUBTITLES USED IN FILMS MADE IN HONG KONG



1. I am damn unsatisfied to be killed in this way.

2. Fatty, you with your thick face have hurt my instep.

3. Gun wounds again?

4. Same old rules: no eyes, no groin.

5. A normal person wouldn't steal pituitaries.

6. Damn, I'll burn you into a BBQ chicken!

7. Take my advice, or I'll spank you without pants.

8. Who gave you the nerve to get killed here?

9. Quiet or I'll blow your throat up.

10. You always use violence. I should've ordered glutinous rice chicken.

11. I'll fire aimlessly if you don't come out!

12. You daring lousy guy.

13. Beat him out of recognizable shape!

14. I have been scared shitless too much lately.

15. I got knife scars more than the number of your leg's hair!

16. Beware! Your bones are going to be disconnected.

17. The bullets inside are very hot. Why do I feel so cold?

18. How can you use my intestines as a gift?

19. This will be of fine service for you, you bag of the scum. I am sure you will not mind that I remove your manhoods and leave them out on the dessert flour for your aunts to eat. [sic, of course]

20. Yah-hah, evil spider woman! I have captured you by the short rabbits and can now deliver you violently to your gynecologist for a thorough examination.

21. Greetings, large black person. Let us not forget to form a team up together and go into the country to inflict the pain of our karate feets on some ass of the giant lizard person.


Iðnaðarmenn athugið!

Reyndar væri hægt að beina þessu til unglings stráka líka. Þeir eru með líkt vandamál og iðnaðarmenn þessa dagana:

Frétt af mbl.is

  Rassskoran mest pirrandi í fari iðnaðarmanna
Veröld/Fólk | mbl.is | 5.12.2006 | 14:16
Skoran vill oft gægjast upp úr strengnum þegar menn þurfa... Hin alræmda rassskora iðnaðarmanna fær harða gagnrýni í breskri könnun á því hvað fer mest í taugarnar á fólki í fari iðnaðarmanna. Efst í huga fólks var rassskoran sem oft vill gægjast upp fyrir buxnastrenginn þegar menn þurfa að beygja sig niður við störf sín eða „píparaskora“ eins og hún er stundum kölluð.


mbl.is Rassskoran mest pirrandi í fari iðnaðarmanna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Skrítið að þeir skildu ekki trúa honum

Alveg dáist ég að þessum manni. Hann er sko virkilega að reyna að redda sér út úr vandanum:

ruv.is

  • Sveppaáhugamaður fær skilorðsbundið

    Hálffimmtugur karlmaður hefur í Hæstarétti verið dæmdur í átta mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir fíkniefnabrot. Maðurinn var handtekinn í fyrrahaust.

    Við húsleit heima hjá manninum fundust kannabisefni í ýmsu formi, marijúana, plöntur og fræ, einnig meira en tvö kíló af fíknisveppum. Þetta var undir skáp, úti í glugga, inni í ísskáp, ofan í skúffu og upp á hillu.

    Ekki dugði manninum að tíunda alla þá vinnu sem hann hefði lagt í sveppatínslu sína og rannsóknir. Hann væri nefnilega að skrifa bók um sveppi. Þá tók Hæstiréttur ekki tillit til þess að maðurinn sagðist vera með slæmsku í hné og reykti þess vegna stundum hass.

50 milljón brjálaðar bílskúrshurðir

Þetta er nú bara sniðugt:

mynd
Vísir, 03. des. 2006 10:41

50 milljón brjálaðar bílskúrshurðir

Í Cheyenne fjalli í Kólóradó, í Bandaríkjunum, er stjórnstöð bandaríska flughersins. Þaðan er auðvitað mikið um fjarskipti og meðal annars hefur herinn sérstaka tíðni sem hann notar til þess að láta æðstu embættismenn vita ef eitthvað er í uppsiglingu.

Gallinn er sá að á þessari sömu tíðni eru um 50 milljón bílskúrshurðir. Sem verða alveg brjálaðar þegar flugherinn sendir frá sér einhver skeyti. Opnast og lokast, opnast og lokast, opnast og lokast. Flugherinn er að reyna að finna lausn á vandanum.

Chelsea traktórar

Væri þetta ekki sniðugt kerfi hér. Væri hægt að nota tekjurnar til að lækka gjöld á þá sem nota almenningssamgöngur:

Vísir, 02. des. 2006 20:07


Dýrt að fara í vinnuna á Range Rover

Breska samgönguráðuneytið íhugar að hækka gjöld á þá sem aka bílum sínum í höfuðborg landins. Þeir þurfa þegar að borga fyrir að aka í miðborginni, en það gæti hækkað verulega á næstu árum.

Ráðgjafanefnd hefur skilað skýrslu til ráðuneytisins og þar er lagt til að menn verði skattlagðir fyrir að fara á bílum sínum í vinnuna. Skatturinn verði reiknaður bæði út frá vegalengdum og þeim tegundum bíla sem menn ækju.

Dýrast yrði að vera á því sem bretar kalla Chelsea traktórar. Það eru jeppar eins og Range Rover og Porche, sem auðmenn í uppahverfinu Chelsea halda mikið uppá. Ef tillögur ráðgjafanefndarinnar ná fram að ganga gætu upparnir þurfa að borga um 3.500 krónur á dag, fyrir að fara á bílum sínum í vinnuna.

 

Óþolandi að fá hvergi stæði nálægt  fjármálastofnunum þar sem þau eru einmitt full af þessum kerrrum.

Smokkur sem er spreyjað á

Það er þá eins gott að menn séu ekki að paufast við þetta í myrkinu. Og ég sem er með 10 tumalputta gæti lent í vandræðum. Má varla við fleiri mistökum! Svona "Tæknileg mistök"

Vísir, 01. des. 2006 22:00


Smokkur sem er spreyjað á

Þýskir kynfræðslukennarar áætla að þróa smokk sem verður spreyjað á kynfæri karlmanna og á hann að passa á allar stærðir þeirra. Jan Vinzenz Krause frá þýsku Smokkastofnununni, sem er ráðgefandi aðili um notkun smokka, að varan ætti að hjálpa fólki að lifa einfaldara og öruggara kynlífi.

"Við erum að reyna að þróa hinn fullkomna smokk sem á að passa fullkomnlega á alla karlmenn" sagði hann og tók ennfremur fram "Okkur er full alvara."

Hópur Krause vinnur að því að þróa spreybrúsa sem viðkomandi myndi setja getnaðarlim sinn inn í, þvínæst ýta á hnapp utan á honum og myndi þá smokkurinn spreyjast á.

"Þetta virkar þannig að latexi er spreyjað frá öllum hliðum - við köllum þetta 360° ferlið. Þetta er ekki ósvipað bílaþvotti."


Ekki nóg avókadó í gvakamóleinu

Hvergi annarsstaðar í heiminum mundi fólki detta svona í hug.

Vísir, 30. nóv. 2006 22:29


Ekki nóg avókadó í gvakamóleinu

Bandarísk kona hefur farið í mál við matarframleiðandann Kraft þar sem gvakamóle ídýfan þeirra innihélt ekki nóg avókadó en í hefðbundu gvakamóle er avókadó víst aðalinnihald ídýfunnar frægu. Eftir að konan hafði notað gvakamóleið frá Kraft til þess að búa til þriggja laga ídýfu fyrir veislu sem hún hélt komst hún að því að það var bara ekkert avókadóbragð af henni.

Konan fór því í mál og fer fram á skaðabætur vegna atviksins. Hún fer einnig fram á að matarframleiðandinn breyti umbúðum sínum og merki ídýfuna öðruvísi eða hreinlega setji meira avókadó í hana. Sem stendur eru engar reglugerðir til um það í Bandaríkjunum hversu mikið avókadó þurfi að vera í gvakamóle

Aðspurðir sögðust framleiðendur ídýfunnar það standa utan á henni að aðeins 2% af ídýfunni væri framleitt úr avókadó ávextinum. Sögðust þeir ekki trú því að nokkur maður myndi láta blekkjast af tilburðum konunnar en tóku jafnfram fram að þeir myndu breyta umbúðum og segja að þetta væri ídýfa með avókadóbragði í stað þess að kalla ídýfuna avókadóídýfu.


« Fyrri síða | Næsta síða »

Höfundur

Magnús Helgi Björgvinsson
Magnús Helgi Björgvinsson

Skoðanir Magga um menn og málefni í fréttunum. maggihb@gmail.com Athuga að þetta eru mínar skoðanir og þið megið bara hafa ykkar hentisemi, því ég er að nota mína.

Eldri færslur

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Twitter

Teljari

joomla visitor

Twitter

Tenging við twitter

Um bloggið

Vettvangur Magga

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband