Þriðjudagur, 3. maí 2011
Alltaf bjartsýn og uppbyggileg - hún Lilja!
Hún gleymir alveg að segja okkur hvernig ríkið á að geta greitt af sínum skuldum? Nei alveg rétt hún vill að við hættum bara að greiða þær, hendum út AGS, skattleggjum séreignarsparnaðinn (sem er nú óvart stöðugt minnkandi). Næst verður það að fyrirframskattleggja lífeyrisgreiðslur fólks sennilega. Jú og svo vill hún að við drögum úr niðurskurði og dreifa honum á lengri tíma. Þá vill hún að við tökum upp nýja minnt og notum hana til að hirða sem mest af erlendum mönnum sem eiga inneignir hér.
Og ef allt fer eins og hún leggur til þá verða kjör okkar eins og í Argentínu sem skv. henni er fyrirmyndarlandið.
Hvernig væri í staðinn að hvetja fólk til að spara t.d. í bensín kostnað með að samnýta ökutæki, nota almenningssamgöngur. Lækka hjá sér greiðslur með því að semja um endurfjármögnun lána sinna eða lengingu ofan á það sem þegar er búið að lækka þau með þeim leiðum sem eru í boði.
Held að til framtíðar sé það einmitt notkun okkar á olíu sem þarf að dragast saman!
Smá viðbót eftirfarandi rýmar ekki alveg við sönginn í Lilju og Hagsmunasamtökunum sem halda því fram að þúsundir ef ekki tug þúsundir einstakinga sé nú þegar orðnir gjaldþrota!
Þrengra í búi hjá þúsundum heimila | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 14:36 | Facebook
Nýjustu færslur
- 22.10.2017 Nokkrar staðreyndir um skattaþróun í tíð hægristjórna
- 29.11.2016 Auðvita er leiðiinlegt að fyrirtækið skuli vera lent í þessu!...
- 7.11.2016 Á meðan að almenningur almennt á ekki kost á svona fyrirkomul...
- 6.11.2016 Garðabær er nú ekki til fyrirmyndar í málefnum þeirra sem þur...
- 1.11.2016 Halló er ekki allt í lagi á Mogganum?
- 30.10.2016 En jafnaðarmennskan hverfur ekkert!
- 29.10.2016 Hönd flokksins
- 29.10.2016 Þetta á erindi við kjósendur
Eldri færslur
- Október 2017
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
- Desember 2006
- Nóvember 2006
- Október 2006
- September 2006
- Júlí 2006
- Júní 2006
- Maí 2006
- Apríl 2006
- Mars 2006
- Febrúar 2006
Tenglar
ESB
Samfylkingin
Maggi B er flokksbundinn samfylkingarmaður í Samfylkingarfélaginu í Kópavogi
Teljari
Tenging við twitter
Um bloggið
Vettvangur Magga
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 3
- Sl. sólarhring: 6
- Sl. viku: 53
- Frá upphafi: 969573
Annað
- Innlit í dag: 3
- Innlit sl. viku: 51
- Gestir í dag: 3
- IP-tölur í dag: 3
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
RSS-straumar
RSS
Hvað er nýtt
RUV
- Augnablik - sæki gögn...
DV
- Augnablik - sæki gögn...
Visir.is
- Augnablik - sæki gögn...
Pressan
- Augnablik - sæki gögn...
Pressan Kaffistofa
- Augnablik - sæki gögn...
Af Eyjunni fréttir
- Augnablik - sæki gögn...
Bloggvinir
- Ingibjörg Hinriksdóttir
- Guðni Már Henningsson
- Kristbjörg Þórisdóttir
- Kristbjörg Þórisdóttir
- Samfylkingin Norðvesturkjördæmi
- Gísli Tryggvason
- Guðríður Arnardóttir
- Guðmundur Magnússon
- Hlynur Hallsson
- Kristján Pétursson
- Vefritid
- Bjarni Harðarson
- Davíð
- Ólöf Ýrr Atladóttir
- Björn Benedikt Guðnason
- Sigurlín Margrét Sigurðardóttir
- Egill Rúnar Sigurðsson
- Hlynur Halldórsson
- Tómas Þóroddsson
- Adda bloggar
- Killer Joe
- Tíðarandinn.is
- Þórður Steinn Guðmunds
- Kolbrún Jónsdóttir
- íd
- Haukur Nikulásson
- Hrannar Björn Arnarsson
- Sigfús Þ. Sigmundsson
- Bleika Eldingin
- Sigurður Sigurðsson
- Inga Lára Helgadóttir
- Björn Emil Traustason
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Björn Heiðdal
- krossgata
- Þröstur Friðþjófsson.
- S. Lúther Gestsson
- Sigurjón Sigurðsson
- Guðrún Helgadóttir
- Jón Ragnar Björnsson
- gudni.is
- Jakob Falur Kristinsson
- Sæþór Helgi Jensson
- Bergþóra Árnadóttir - RIP 15.2.48 - 8.3.07
- Félag Ungra Frjálslyndra
- Alfreð Símonarson
- Hlekkur
- Þorsteinn Briem
- Jonni
- Torfusamtökin
- Gulli litli
- Sigurður Sigurðsson
- Helena Sigurbergsdóttir
- Elías Stefáns.
- viddi
- Oddrún
- Jón Gunnar Bjarkan
- Heimir Eyvindarson
- Himmalingur
- Eygló
- Hólmfríður Bjarnadóttir
- Axel Jóhann Hallgrímsson
- Ólafur Ingólfsson
- Rúnar Þór Þórarinsson
- Styrmir Reynisson
- Helga Kristjánsdóttir
- Sæmundur Bjarnason
- Ingimundur Bergmann
- Loftslag.is
- Kjartan Jónsson
- Brattur
- Gunnar Helgi Eysteinsson
- Högni Snær Hauksson
- Jack Daniel's
- Kama Sutra
- Magnús Ragnar (Maggi Raggi).
- Ómar Bjarki Smárason
- Stefán Júlíusson
Athugasemdir
Þú ert einfaldur Magnús minn.
Hvers vegna heldur þú að séreignasparnaðurinn fari minnkandi? Það er auðvitað vegna þess að fólk gengur á þann sparnað sinn til að seðja óseðjandi skattafíkn Steingríms!
Og dettur þér virkilega í hug að fólk sé ekki búið nú þegar að draga saman sinn akstur, farið að samnýta farartæki, nota almenningsfarartæki í meira mæli og gera tilraunir til að semja við sinn banka um lægri greiðslubyrgði? Vissulega hefur fólk gert þetta eftir mætti.
Það vill bara svo til að sumt fólk hefur ekki aðgengi að almenningssamgöngum, sumt fólk verður að hafa bíl til að geta stundað vinnu, sækja sér nauðsynjar og læknishjálp. Ísland er nefnilega stærra en bara Reykjavík! Þetta fólk hefur þó dregið saman eftir mætti sinn akstur, einungis er farið það sem bráð nausynlega þarf.
Það vill einnig svo einkennilega til að bankar og lánastofnanir eru ekkert allt of viljugar til að hjálpa fólki í neyð þess, enda kannski ekki í þeirra verkahring. Meðan lántaki getur staðið í skilum við sinn banka og meðan bankinn sér að eignir viðkomandi eru meiri en lánin, er enga hjálp að fá frá þeim. Þökk sé "aðgerðarpakka" Jóhönnu!
Sú ríkisstjórn sem nú er við völd hefur algerlega brugðist fólkinu í landinu. Það er staðreynd sem ekki verður hrakin, því miður. Margir gerðu sér miklar vonir þegar þessi stjórn tók við en þær vonir urðu fljótlega að engu, allt vegna eins og sama málsins, ESB aðlögunarferlisins!
Það mál klauf annan stjórnarflokkinn strax í upphafi stjórnarsamstarfsins og þar með stjórnina. Síðan hefur hún verið óstarfhæf!
Sú ákvörðun Jóhönnu að gera þetta að úrslitamáli fyrir stofnun hreinnar vinstristjórnar, eyðilagði þann möguleika að þessi stjórn gæti unnið eftir þeim gildum sem hún lofaði og að hér gæti nokkurntíman orðið slík stjórn aftur. Það ber ekki mikið vitni um góða innsýn á íslenskt stjórnmálaumhverfi hjá blessaðri manneskjunni!!
Gunnar Heiðarsson, 3.5.2011 kl. 14:47
Varðandi viðbót þína er rétt að benda þér á að fólk getur orðið eignalaust og í raun gjaldþrota án þess að lenda á nauðungaruppboði.
Bankar og lánastofnanir stunda þann ljóta leik að gera árangurslaust fjárnám og láta þar við sitja. Ekki er farið fram á nauðungaruppboð.
Ástæðan er einföld, þá er hægt að halda kröfum til streytu og koma þannig í veg fyrir að einstaklingurinn getu nokkurn tímann eignast nokkuð, ekki einu sinni nóg til að óska sjálfur eftir gjaldþroti.
Þegar bankinn fer fram á gjaldþrot falla þær skuldir sem eignir finnast ekki fyrir, niður og einstaklingurinn getur byrjað nýtt líf eftir ákveðinn tíma. Þetta þóknast bönkum ekki og því fara þeir fram á árangurslaust fjárnám og leggja þar með framtíð einstaklingsins í algera auðn.
Því er tafla um fjölda gjaldþrota algerlega marklaus í þessari umræðu!
Gunnar Heiðarsson, 3.5.2011 kl. 14:58
Nákvæmlega Gunnar fólk getur orðið eignalaust án þess að fara í gjaldþrot. Ég lenti í því 1994 eða svo. Eftir að hafa lent í 80% verðbólgu. Náði að selja áður og semja um skuldir. Það voru margir á þessum tíma í sömu sporum og ég. Ég hins vegar í samvinnu við bankan minn var ekki nema svona 7 ár að koma mér upp í betri stöðu en ég var fyrir íbúðakaupin. Tók reyndar meðvitaða ákvörðun að kaupa mér búseturétt hjá Búseta í stað þess að taka verðtryggð lán.
Eins tók ég meðvitaða ákvörðun um að halda mig við minn viðskiptabanka í stað þess að hlaupa eftir gylliboðum annarra. Og eins að tala alltaf við bankan þegar ég sé fram á vandamál. Fá ráðleggingar og gera samninga í samráði við þá um að bestu lausninna. Ég hef það í dag 16 árum seinna mjög gott. Skulda líðið og er í öruggu húsnæði án þess að skulda persónulega mikið. Læt búseta um lánin.
Ekki það að fólk hafi ekki verið að ýta við mér fyrir hrun að fara nú að taka erlend lán því að þau væru í raun þannig að maður eignaðist íbúð á nokkrum árum. Og allskonar svona bull. Oft sama fólkið sem talaði um að ég ætti að fjárfesta í hlutabréfum í decode. Síðar í hlutbréfum í bönkunum því þau möluðu gull og myndu bara alltaf hækka. Eins að setja fé í skuldabréfasjóði sem lánuðu fyrirtækjum því þar væri ég að fá svo háa vexti jafnvel 20 til 30% á ári. Allir voru að gerast verktakar og kaupa allar vélar á erlendum lánum. Fólk var að rífa nýjar innréttingar úr húsum til að kaupa eins og það sá í INNLIT/ÚTLIT. Fólk var farið að keyra búslóðir sínar í Góða Hirðinn því það vildi allt nýtt í nýju íbúðinna.
Ég var frekar svona farinn að ímynda mér að ég væri svona ferleg raggeit. Því ég trúði ekki á að fólk gæti bara orðið ríkt á að taka lán. En þetta var fólk að gera? Og sorry ég reyndist hafa rétt fyrir mér.
Fólk hlýtur að lýsa sig gjaldþrota ferkar en að hafa innheimtumenn á eftir sér endalaust. Eins getur fólk gert sig eignalaust. Ef það bregst við áður enn allt er komið til andskotans.
Magnús Helgi Björgvinsson, 3.5.2011 kl. 17:04
Það eru miklu fleiri gjaldþrota í reynd en að lögum.
Alveg eins og það eru miklu fleiri öryrkjar en þiggja bætur.
Og fleiri iðjulausir en eru á atvinnuleysisskrá.
Valkvæm blindni á þessar staðreyndir lífsins er svosem þér lík Maggi.
Guðmundur Ásgeirsson, 4.5.2011 kl. 17:22
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.