Leita í fréttum mbl.is

Bloggfærslur mánaðarins, nóvember 2006

Ég held að Bandaríkjamenn ættu að drífa sig heim

Ég held að með því að vera í Írak þá virki þeir sem olía á óöldina þarna og auðveldi öfgamönnum að viðhalda hatursbálinu. Svona atvik eru að verða nokkuð mörg og þetta er eins og í Palestínu þar sem svona atvik espar upp og særir fólk. Því að ef við horfum á þetta frá sjónarhorni hins almenna Íraka þá er þetta herinn sem sprengdi Írak um 1991 og svo aftur fyrir 3 árum og hefur síðan hersetið landið.

Vissulega gæti ástandið orðið viðkvæmt og jafnvel mannskætt. En þá held ég að fólk sætti sig betur við afskipti þjóða sem hafa svipaða menningu til að stilla til friðar. Að minnstakosti frekar en USA sem er nærri hinum megin á hnettinum  með sínn einsýna forseta sem heldur að hann sé útsendari Guðs og þetta fólk sé hluti af öxulveldi hins illa.

Svo er þessi maður bara ekki í lagi. Hann talar stundum eins og það vanti í hann blaðsíður:

Af ruv.is

ruv.is

Bush: Bandaríkjaher er ekki að fara frá Írak

Bush Bandaríkjaforseti segir að hryðjuverkamenn al Qaeda etji saman sítum og súnnítum í Írak með þeim afleiðingum að ástandið þar er alvarlegra en nokkru sinni síðan Íraksstríðið hófst. Hann segir að Bandaríkjamenn kalli her sinn ekki heim fyrr en erindinu í Írak sé lokið

Frétt af mbl.is

  Bandaríkjaher varð fimm stúlkum að bana í Ramadi
Erlent | AFP | 28.11.2006 | 19:48
Bandarískir skriðdrekar urðu fimm stúlkum að bana þegar þeir skutu á heimili í Ramadi í Írak í dag er bandarískar hersveitir börðust við uppreisnarmenn í borginni. Þetta kom fram í yfirlýsingu frá Bandaríkjaher.


mbl.is Bandaríkjaher varð fimm stúlkum að bana í Ramadi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Varast ofverdun húsa

Mér finnst að fólk verði nú aðeins að gæta að sér varðandi verdun húsa. Það eru a.m.k nokkur af gömlu húsunum á Laugarvegi sem ég held að séu bæði ónýt sem og að önnur eru svo mikið breytt að þeim verður varla bjargað. Þannig er t.d. með hús þar sem að heilu hliðarnar hafa verið teknar úr fyrir glugga. Öllum innviðum hefur margsinnis verið skipt út. Þannig að það er orðinn spurning hvort að húsið sjálft er ekki bara eftirmynd af því sem var. Mér er hinsvegar mjög að skapi að götumynd Laugarvegs haldi sér og ný hús verði skilyrt þannig að byggingarefni og útlit taki mið af húsunum í kring. Síðan að þau hús sem mest gildi hafa vegna byggarstíls, sögu og þessháttar séu líka gerð þá upp í upprunalega mynd.

Frétt af mbl.is

  Á annað hundrað manns gengu í Torfusamtökin
Innlent | mbl.is | 28.11.2006 | 11:02
Síðastliðin Laugardag stóðu Torfusamtökin fyrir nýliðagleði í Iðnó undir yfirskriftinni 101 brennur. Fullt var út úr dyrum og hvert sæti skipað og skráðu sig í samtökin á annað hundrað nýliða.


mbl.is Á annað hundrað manns gengu í Torfusamtökin
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Er hægt að treysta spám greiningardeilda bankana?

Var að hugsa þegar ég las fréttina sem er hér fyrir neðan að það er kannski rétt að hafa fyrirvara á spám greinngardeilda bankana. Sérstaklega þegar þær eru að spá fyrir um mál eins og fasteignamarkaðinn. Það er jú vitað mál að bankarnir eiga mikilla hagsmunda að gæta þar sem þeir eiga jú megnið af öllum nýbyggingum og óseldum íbúðum á landinu. Það vita jú allir að engin verktaki á sjálfur mikið í þeim framkvæmdum sem eru í gangi. Því eru bankarnir eins og hálfgerðir heildsalar á húsnæði. Þeir geta stjórnað magni sem kemur á markað, verði og svo gætu þeir líka verið að reyna að hafa áhrif á fólk (kaupendur og væntanlega lántakendur) í gegnum greiningardeildir sínar.

 

Af visir.is

Markaðurinn, 27. nóv. 2006 18:27


Bati á fasteignamarkaði

Greiningardeild Landsbankans segir auknar vísbendingar komið fram á síðustu vikum um að fasteignamarkaðurinn sé að taka við sér eftir samdrátt lengst af á þessu ári. Vísbendingarnar eru þó fremur veikar.

Deildin segir í Vegvísi sínum í dag að sé horft á veltu á höfuðborgarsvæðinu megi engu að síður gera því skóna að botninum hafi verið náð og að veltan muni halda áfram að þokast upp á við. Ástæða er þó til að búast við að eitthvert bakslag komi í þessa þróun, því að sveiflur á fasteignamarkaðnum hafa verið miklar á síðustu misserum.

Velta á fasteignamarkaði á höfuðborgarsvæðinu jókst um fjórðung á milli vikna í síðustu viku og um 40% í vikunni á undan. Fjöldi samninga jókst talsvert og eru það ákveðnar vísbendingar um að fasteignamarkaðurinn sé að taka við sér á ný, að mati deildarinnar.

Þá segir greiningardeildin að 12 vikna meðalvelta síðustu vikna, eða frá því um miðjan september, hafi farið vaxandi, sem renni stoðum undir að fasteignamarkaðurinn sé farinn að styrkjast.


Hverskonar menn beita svona aðferðum?

Hef veriða að hugsa um þetta morð. Notað er pólóníum 210 sem er víst mjög erfitt að komast yfir. Mér finnst að svona þróuð leyniþjónusta Rússa sé nú ólíkleg til að nota þvílíkt efni. Því að þeir hljóta að gera sér grein fyrir hvaða afleiðingar mundu fylgja því. En einhverjum sem væri hagur í því að koma sök á Rússa væru líklegri til að nota slíkt.

Frétt af mbl.is

  Þrír fluttir til geislarannsókna í kjölfar andláts Lítvínenkos
Erlent | mbl.is | 27.11.2006 | 12:52
Vegfarendur ganga fram hjá Itsu veitingahúsinu í miðborg... Þrjár manneskjur hafa verið fluttar til geislarannsóknar í kjölfar andláts njósnarans fyrrverandi, Alexanders Lítvínenkos, sem lést af völdum eitrunar á háskólasjúkrahúsi í London á fimmtudag. Fréttavefur Sky greinir frá þessu. Geislavirka efnið pólóníum 210 fannst í líki Lítvínenkos og leifar af efninu hafa einnig fundist á heimili hans og veitingahúsi og hóteli í Lundúnum, sem Lítvínenko heimsótti daginn sem hann veiktist.


mbl.is Þrír fluttir til geislarannsókna í kjölfar andláts Lítvínenkos
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ef að Ekstra Bladet fer með fleypur þá fara þeir í mál. Þeir eiga náttúrulega ekki að þurfa að skoða það!

Mér leiðast alltaf svona fréttir frá fyrirtækjum eða bönkum eða bara einstaklingum. Þ.e. segjast vera að hugleiða að fara í mál. Ég geri nú ráð fyrir að KB banki hafi orðið fyrir tjóni vegna umfjöllunarinnar þannig að ef Ekstra Bladet  var að segja ósannar fréttir þá fer bankinn í mál. Annað finnst mér úr þessu vera yfirlýsing um að blaðið hafi rétt fyrir sér.

Frétt af mbl.is

  Hugsanleg málsókn KB banka í Bretlandi
Viðskipti | mbl.is | 25.11.2006 | 16:53
Lögmenn Kaupþings banka skoða um þessar mundir möguleika á því að lögsækja Ekstra Bladet fyrir breskum dómstólum


mbl.is Hugsanleg málsókn KB banka í Bretlandi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Nei svona komast menn ekki frá ákvörðunum sínum

Mér finnst svona ræðuhöld alveg makalaus. Að halda að við trúum því að Halldór hafi ekki tekið þessar ákvarðanir í nafni Framsóknar. Setja svo bara nýjan formann sem segir þesar ákvarðanir rangar. Þó að Halldór sé hættur þá eru ennþá allir hinir í þingflokknum síðan að þessi spor vour stigin. Er fólk kannski að reyna að  segja: að það sé einveldi í Framsókn og ákvarðanir formanns séu lög? Því að ég gat ekki heyrt annað hjá flestum þingmönnum Framsóknar að þeir stæðu vörð um þessar ákvarðanir  formanns. Á maður þá að trúa því að þingmenn hafi talað þvert á sína sanfæringu. Er það ekki brot á drengskapareið sem þeir vinna við upphaf þingsetu sinnar?
Það er reyndar frægt að þeir sem eru í Framsókn verða að vera "í liðinu" . Aðeins einn þingmaður þeirra sem þorir að standa með skoðunum sínum- Sleggjann.

Og ef þetta voru mistök afhverju gera stjórnvöld ekki eitthvað í því að mótmæla því hvernig við vorum dregin inn í þetta stríð og að taka okkur af þessu lista?

Frétt af mbl.is

  Ákvarðanir stjórnvalda um Írak byggðust á röngum upplýsingum og voru því rangar eða mistök
Innlent | mbl.is | 25.11.2006 | 10:49
Jón Sigurðsson flytur ræðu sína á miðstjórnarfundi... Jón Sigurðsson, formaður Framsóknarflokksins, sagði á miðstjórnarfundi flokksins í dag, að ákvarðanir íslenskra stjórnvalda á sínum tíma um málefni Íraks hefðu byggst á röngum upplýsingum og forsendum og því verið rangar eða mistök.


mbl.is Ákvarðanir stjórnvalda um Írak byggðust á röngum upplýsingum og voru því rangar eða mistök
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Það á auðsjáanlega að ná til baka tekjuskattslækkuninni.

Það er alveg alveg ótrúlegt að það skuli alltaf verið að krukka í þetta áfengisgjald. Nú þegar er rauð og hvítvín alveg hlægilega dýrt á veitingarstöðum og svo þegar virðisaukin lækkar þá er smurt á hækkun á áfengisgjaldi. Þannig verður það eflaust mun fleira sem hækkar fljótlega á næsta ári eða eftir kosningar. Það þarf jú að tryggja að við borgum ekki minni skatt. Þannig að ríkið bætir bara við nýjum sköttum í staðinn. Þetta gjald skilar sér líka sennilega betur til ríkisins því veitingarmenn hafa ekki alltaf verið duglegir að greiða virðisaukan inn.

Frétt af mbl.is

  Ákvörðun ráðherra um hækkun áfengisgjalds gagnrýnd
Innlent | Morgunblaðið | 25.11.2006 | 16:48
„Þetta mun óhjákvæmilega leiða til þess að ódýrara léttvín mun hækka í verði,“ segir Andrés Magnússon, framkvæmdastjóri Félags íslenskra stórkaupmanna, um ákvörðun fjármálaráðherra að hækka áfengisgjald á sama tíma og virðisaukaskattur verður lækkaður í 7% en breytingin er gerð til að samræma álagningu virðisaukaskatts á vörur og þjónustu hjá hótelum og veitingastöðum


mbl.is Ákvörðun ráðherra um hækkun áfengisgjalds gagnrýnd
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hvað verður eiginlega rukkað fyrir Enska boltan

Var að lesa um kaup Sýnar á enska boltanum. Þeir borga skv. fréttum um 400 milljónir á ári fyrir pakkann. Þá vaknar sú spurning hversu mikið fólk þarf að borga fyrir áskrift að þessum pakka. Og um leið hvort að fólk sem kaupir aðra áskriftarpakka hjá 365 þarf að blæða fyrir þennan pakka. Þeir ræða um sterka stuðningsaðila sem gerðu þeim þetta kleyft. Þurfum við kannski sem verslum í Bónus að blæða fyrir þennan pakka í hærra vöruverði. Því einhvers staðar verða þessi peningar að koma frá. 

Fréttablaðið, 25. nóv. 2006 07:15


Enski boltinn aftur á Sýn

365 miðlar hafa tryggt sér sýningarréttin á ensku úrvalsdeildinni en þetta varð ljóst í gær þegar Skjár einn dró sig út úr útboði hjá FAPL sem á sýningarréttinn. Samingurinn er til þriggja ára og hefjast útsendingar frá deildinni haustið 2007.

Ari Edwald, framkvæmdarstjóri 365, segir þetta vera mikið gleðiefni fyrir sjónvarpsstöðina Sýn sem nú hafi tvær af vinsælustu knattspyrnukeppnum innan sinna vébanda en Magnús Ragnarsson, sjónvarpsstjóri Skjás eins, telur verðið yfir öllum velsæmsimörkum.


Þetta er orðið rosalegt!

Milestone ehf. eignarhaldsfélag Karls Wernerssonar og fjölskyldu, verður kjölfestufjárfestir í nýjum fjárfestingarbanka, sem tekur til starfa um næstu áramót

Já en þau fara  fyrir ráðandi hluta í Glitni. Er þau systkyn  þá ekki að fara í samkeppni við sig sjálf? Því að Glitnir er náttúrulega á kafi í fjárfestingum. Er kannski orðinn þvílíkur straumur af peningum hingað að þeir bankar sem fyrir eru ráða ekki við þetta. Verðbréfastofa orðin að banka. MP fjárfestingar urðu að banka og sparisjóðirnir eiga nokkra fjárfestingabanka. Hvað getur 300.000 manna þjóð staðið undir mörgum bönkum?

Og Tryggvi farinn frá Hagfræðistofnun. Er þetta kannski merki um að það eru að verða einhverjar meiri breytingar?


mbl.is Nýr fjárfestingarbanki tekur til starfa um áramót
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Omega talsmenn Bandaríkjastjórnar?

Eins og venjulega leit ég inn á www.jonas.is í dag. Þar er hann eins og venjulega búinn að setja inn dagskammtinn af skotum sínum á hina ýmsu aðila. M.a. er hann að skjóta aðeins á þá sem reglulega sjást á Omega. Þetta með tengsl Omega við ofsatrúarfólk í USA er kannski ekki út í hött. Voru það ekki þeir söfnuðir sem hafa reglulega styrkt Omega á ögurstundum og gert þeim kleyft að halda úti sjónvarpstöð hér og síðan útsendingum út um heiminn. Ég er nú í höfuðatriðum sammála Jónasi og finnst þessi áróður þeirra fyrir því að þetta sé allt Palestínumönnum að kenna og þeir séu því réttdræpir alveg út í hött.

24.11.2006
Talsmenn Ísraelsríkis
Talsmenn frá sjónvarpsstöðinni Omega hafa nokkrir skrifað greinar í Moggann að undanförnu til stuðnings Ísrael. Þeir koma frá sömu ofsatrúarsöfnuðum og þeim, sem mynda fjórðung af kjörfylgi í Bandaríkjunum. Sameiginlegt einkenni þeirra og Omega er, að þeir trúa, að heimsendir sé á næstu grösum. Hann hefjist með atómstríði í miðausturlöndum, þar sem múslimar sæki að Ísrael, gæludýri Omega og ofsatrúarmanna. Í heimsendanum muni guð hífa ofsatrúarmenn upp í himnaríki, en aðrir verða Antí-Kristi að bráð. Þetta er um leið óopinber utanríkisstefna ríkisstjórnar Bandaríkjanna


« Fyrri síða | Næsta síða »

Höfundur

Magnús Helgi Björgvinsson
Magnús Helgi Björgvinsson

Skoðanir Magga um menn og málefni í fréttunum. maggihb@gmail.com Athuga að þetta eru mínar skoðanir og þið megið bara hafa ykkar hentisemi, því ég er að nota mína.

Eldri færslur

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Twitter

Teljari

joomla visitor

Twitter

Tenging við twitter

Um bloggið

Vettvangur Magga

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband