Bloggfærslur mánaðarins, nóvember 2006
Fimmtudagur, 23. nóvember 2006
Afhverju hætta þeir þá ekki að tryggja?
Miðað við orð þeirra hér að ofan þá skil ég ekki afhverju þeir snúa sér ekki alfarið að fjárfestingum. Og leyfa erlendum tryggingarfélögum eða innlendum sem geta boðið okkur ódýrar tryggingar.
NFS, 23. nóv. 2006 18:43
Iðgjöld trygginga hækka um áramót
Íslandstrygging hækkaði iðgjöld sín í október um 6-8% og nú hafa Tryggingamiðstöðin og VÍS tilkynnt hækkun um áramótin. Hjá VÍS er hækkunin mest á bílrúðutryggingu, 20%, en annars frá 5-9%. Að meðaltali þýðir það um 10 þúsunda króna hækkun á ári á meðalbifreið. Hjá Tryggingamiðstöðinni er hækkun bifreiðatrygginga rúmlega 4%.
Ásgeir Baldursson framkvæmdastjóri VÍS segir að ástæðuna fyrir hækkuninni nú vera aukningu tjóna og gjöld vegna þeirra. Hann segir vátryggingareksturinn ekki standa undir sér og þótt hagnaður hafi verið af fjármálatekjum geti þær ekki endalaust greitt tap af vátryggingum.
Runólfur Ólafsson framkvæmdastjór Félags íslenskra bifreiðaeigenda segir fjárfestingartekjurnar myndaðar á grunni svokallaðs bótasjóðs en í honum er fé fyrir hugsanlegum kostnaði af tjónum. Í bótasjóði bílatrygginga liggi yfir tuttugu og sex milljarðar. Hagnaður af fjármamálastarfsemi vátryggingarfélaga árið tvö þúsund og fimm var rúmlega tuttugu og fjórir milljarðar.
Runólfur segir fjármálastarfsemi óaðskiljanlegan þátt í starfsemi vátryggingarfélags og viðbótarhækkanirnar nú langt yfir því sem eðlilegt getur talist.
Stjórnmál og samfélag | Breytt 24.11.2006 kl. 08:35 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Fimmtudagur, 23. nóvember 2006
Þetta verður að laga hið fyrsta! Viðbótarlífeyrir fer nær allur til ríkisins.
Nú um árabil hefur ríkið hvatt fólk til að spara með svokölluðum viðbótarlífeyrissparnaði. Nú í dag er ástandið þannig að ef fólk býður með að taka hann út þar til það verður 67 ára þá koma umtalsverðar skerðingar á hann + að tekinn er fullur skattu af honum. Á námskeiðum fyrir fólk sem er að nálgast ellilífeyrisaldur er þeim ráðlagt að fara strax og taka þennan pening út því annars þá verði hann að engu. Þetta dæmi hér fyrir neðan er af ruv.is
Fyrst birt: 22.11.2006 17:57Síðast uppfært: 22.11.2006 20:32Lífeyrir: 400.000 verða 9.000
9.000 standa eftir af 400.000 króna lífeyrissparnaði konu sem hugðist nýta peningana eftir að hún varð öryrki. Afganginn tekur skatturinn og svo skerðir Tryggingastofnun lífeyrissgreiðslur, bæði konunnar og eiginmanns hennar.
Bára Pálmarsdóttir var greind öryrki fyrir ári síðan eftir að hún veiktist af krabbameini. Þegar hún og maðurinn hennar, sem er ellilífeyrisþegi, þurftu að ráðast í umfangsmiklar viðgerðir á húsinu sínu hugðust þau nýta sér viðbótarlífeyrissparnaðinn í stað þess að taka lán. Bára tók út tæpar 400.000 krónur. Skatturinn tók tæplega 147.000 af þeirri upphæð og síðan kom í ljós að Tryggingastofnun skerti bætur hennar og eiginmanns hennar, þannig að eftir stóðu 9.000 krónur
Miðvikudagur, 22. nóvember 2006
Nú er alveg augljóst að það eru að koma kosningavor!!!!
Ef maður skoðar eftirfarandi frétt sem tekin er af visir.is er augljóst að það er hafin kosningabarátta. Nú er öllu lofað sem hægt er. Byrjað er á því að fresta framkvæmdum í Reykjavík (Sundabraut)þar sem fylgi Sjálfstæðismanna er nokkuð tryggt. En framkvæmdum lofað um allt vestur og norðurland + smá á suðurland til að vega upp á móti Árna Johnsen:
NFS, 22. nóv. 2006 19:07
Ráðherra segir stórátak hafið í vegamálum
Stórátak er hafið í vegamálum og það mun sjást rækilega á næstu árum, segir samgönguráðherra. Hann boðar tvöföldun hringvegarins út frá Reykjavík, bæði norður til Akureyrar og austur að Markarfljóti, og næstu jarðgöng verði milli Arnarfjarðar og Dýrafjarðar og í Oddsskarði. Samtök verslunar og þjónustu kölluðu eftir stórfelldri uppbyggingu vegakerfisins á fundi í morgun þar sem ráðherrann var ræðumaður. Hann svaraði því í hádegisviðtalinu á Stöð 2 að stórátak væri þegar hafið með símapeningum. Það myndi sjást rækilega á næstu árum og nefndi sem dæmi að eftir tvö ár yrði unnt að aka milli Ísafjarðar og Reykjavíkur á bundnu slitlagi. Hann boðaði einnig tvöföldun þjóðvegarins frá Reykjavík norður til Akureyrar og austur að Markarfljóti og taldi unnt að ná stórum áföngum á næstu átta árum. Og þegar spurt var um næstu jarðgöng á eftir Héðinsfjarðargöngum nefndi ráðherrann göng milli Arnarfjarðar og Dýrafjarðar og ný göng undir Oddsskarð.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 23:27 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Miðvikudagur, 22. nóvember 2006
Skrítið hvaða fólk velst sem aðstoðarmenn ráðherra
Maður hefði einhvernveginn haldið að ráðherra réðu sér menn sem væru með einhverja þekkingu á þeim málaflokkur sem þeir hafa á sinni könnu:
af mbl.is
Kristrún Lind Birgisdóttir, aðstoðarskólastjóri Lindaskóla í Kópavogi, hefur verið ráðin aðstoðarmaður Sturlu Böðvarssonar samgönguráðherra. Kristrún hefur störf í ráðuneytinu eftir næstu helgi.
Kristrún lauk kennaraprófi frá Kennaraháskóla Íslands árið 1998 og framhaldsnámi frá KHÍ 2004. Hún hefur starfað sem kennari og skólastjóri, meðal annars við Grunnskóla Önundarfjarðar og víðar, við ráðgjöf og kennslu hjá Fræðslumiðstöð Vestfjarða og sem verkefnisstjóri hjá menntamálaráðuneytinu.
Samgönguráðherra ræður sér nýjan aðstoðarmann | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Miðvikudagur, 22. nóvember 2006
Kópavogur sífellt að fá á sig dóma eða aðfinnslur fyrir lóðaúthlutanir
Það er varla sú lóðaúthlutun í Kópavogi sem að annað hvort er úrskurðuð ólögmæt af félagsmálaráuðneyti eða hjá dómstólum. Það að úthluta lóðum á ekki að fara eftir flokksskirteinum eða vinskap og greiðasemi.
Frétt af mbl.is
Úthlutun á lóðum í Kópavogi dæmd ólögmæt
Innlent | mbl.is | 22.11.2006 | 11:27
Héraðsdómur Reykjaness hefur komist að þeirri niðurstöðu, að úthlutun bæjarstjórnar Kópavogs á byggingarrétti á tveimur lóðum við Kópavogsbakka í desember á síðasta ári hafi verið ólögmæt og ekki í samræmi við góða og gagnsæja stjórnsýsluhætti
Úthlutun á lóðum í Kópavogi dæmd ólögmæt | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Kópavogur | Breytt s.d. kl. 22:05 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Miðvikudagur, 22. nóvember 2006
Hversvegna er einkavæðingin og samkeppnin ekki að skila okkur betra verði.
Var ekki söngurinn þegar Síminn var seldur að það mundi skila sér til okkar í lægra verði og betri þjónustu?
- Á Alþingi í dag kom fram að þjónusta Símans út á landi hefur dregist mikið saman og er sumstaðar komin á það stig að það jaðrar við að vera undir öryggismörkum
- GSM símgjöld hér eru mun hærri en annarsstaðar
- Einu gjöldin sem hafa staðið í stað eru heimasímar sem eru jú á undanhaldi og lítið notaðir
Gæti þetta verið vegna þess að samkeppnisyfirvöld og pósta og fjarskiptastofnun voru vanbúin til að takasta á við þetta?
Gæti þetta verið vegna þess að við Íslendingar erum svo ömurlegir neytendur sem láta bjóða sér hvað sem er og leyta ekki nóg þangað sem lægstu verðin eru?
Gæti þarna verið að símafyrirtækin séu með samkomulag (Þegjandi) milli sín um að reyna ekki að ná til sín nýjum viðskiptavinum með því að bjóða mun hagstæðari kjör?
Eini markaðurinn sem virkilega sýnir merki samkeppni eru internetveitur. Og þá eru það fyrirtæki eins og hive og btnet sem eru virkilega að bjóða magn og gæði fyrir mun lægra verð en stóru fyrirtækin. Reyndar held ég að btnet sé undirfyrirtæki Vodafone þannig að það er skrýtið að það geti boðið betur en stóra fyrirtækið.
Deilt um hvernig einkavæðing fjarskiptaþjónustu hafi tekist | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Þriðjudagur, 21. nóvember 2006
Heldur Gísli að 100 milljónir dugi til að hanna Sundabraut
Þetta er bara kjaftæði. Það kostar mun meira en 100 milljónir að undirbúa þessar framkvæmdir. Ég vona að fólk sé ekki að trúa þessu. Það sem er verið er að gera er að fresta framkvæmdum um 1 ár. Það var jú sagt að veita ætti 1,5 milljörðum af Símapeningunum árið 2007 en með þessu er verið er að seinka framkvæmdum í það minnsta 1 ár. Þannig að það verður ekki keyrt eftir Sundabraut fyrr en 2010 eða 2011. Þetta er m.a. af því að það er byrjað á Héðinsfjarðagöngum og allar hinar framkvæmdirnar eru bara í forgangi. Við hér á Höfuðborgarsvæðinu getum bara étið það sem úti frýs.
Sjá fyrri færslu um þetta mál Hér og hér
Frétt af mbl.is
Sundabraut á áætlun og fé til þeirra nýtt árið 2008
Innlent | mbl.is | 21.11.2006 | 22:03
Gísli Marteinn Baldursson, formaður umhverfis- og samgöngunefndar Reykjavíkurborgar segir Sundabraut á áætlun. Geir H. Haarde forsætisráðherra hafi eingöngu rætt tilflutning á peningum sem fara eiga í framkvæmdirnar, það sé í samræmi við stefnu borgarinnar að fara ekki í framkvæmdir á næsta ári.
Voru þessi sömu menn ekki að tala um seinagang hjá Reykjavíkurlistanum og þetta væri ekkert mál að leysa þetta með legu brautarinar.
Sundabraut á áætlun og fé til þeirra nýtt árið 2008 | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 22:53 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Þriðjudagur, 21. nóvember 2006
Er Villa bara alveg sama? Eða er það flokkshollustan sem er að koma í ljós?
Þetta hlýtur að styrkja Reykvíkinga í að vilja skipta um Ríkisstjórn. Það gengur ekki að sömu flokkar stjórni bæði ríki og borg. Því þar skapast augljóslega hagsmunaárekstrar þar sem Borgin verður að líða og bíða.
Frétt af mbl.is
Frestun Sundabrautar ekki rædd á borgarstjórnarfundi
Innlent | mbl.is | 21.11.2006 | 21:21
Frestun Sundabrautar var ekki tekin á dagskrá á fundi borgarstjórnar í dag, en borgarfulltrúar Samfylkingarinnar lögðu til að borgarstjórn brygðist við frumvarpi forsætisráðherra um að fresta fjármögnun Sundabrautar
Frestun Sundabrautar ekki rædd á borgarstjórnarfundi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Þriðjudagur, 21. nóvember 2006
Hvurslags er þetta þarf að spyrja USA Navy hvort einhver fái að sjá hlerunar gögn
Þetta var alveg makalaus frétt á visir.is
NFS, 21. nóv. 2006 19:37
Bandaríski flotinn tekur ákvarðanir
Utanríkisráðuneytið þarf að spyrja bandaríska flotann áður en svar er gefið um það hvort heimila megi aðgang að gögnum um hleranir íslenskra stjórnvalda á tímum kalda stríðsins. Þetta kemur fram í gögnum frá úrskurðarnefnd um upplýsingamál.
Blaðamaður NFS bað um aðgang að ÖLLUM þeim gögnum sem flutt voru úr dómsmálaráðuneyti í Þjóðskjalasafn og fjölluðu um hleranir á tímum kalda stríðsins. Aðgangi var neitað og leitaði blaðamaður liðsinnis úrskurðarnefndarinnar. Hún þarf lögum samkvæmt að leita upplýsinga um alla þætti sem kunna að rökstyðja neitun um aðgang að opinberum gögnum. Koma til dæmis til álita þagnarskylduákvæði vegna öryggishagsmuna íslenska ríkisins. Þegar dómsmálaráðuneytið var spurt um þetta atriði vék það sér undan því og kastaði boltanum til utanríkisráðuneytisisns. Það ráðuneytið var þá krafið svara og fékk frest til 30. október. Fresturinn leið án þess að svar bærist. Þegar nefndin ítrekaði erindið kom skýring á töfinni þess efnis að vegna erindisins hefði þurft að leitað eftir upplýsingum frá Bandaríska flotanum. Þau svör hefðu enn ekki borist - en þeirra væri að vænta. Það skal endurtekið að utanríkisráðuneytið var spurt um núverandi öryggishagsmuni íslenska ríkisins - vegna hlerana á íslenskum þegnum fyrir áratugum. Bandaríski flotinn ætlar að svara undir lok þessarar viku.
Ætli þeir þurfi að spyrja okkur ef einhver Bandarísku blaðamaður vildi sjá gögn hjá þeim?
Þriðjudagur, 21. nóvember 2006
Ísraelsmenn hafa vondan málstað að verja!!!
visir.is
Fréttir »
NFS, 21. nóv. 2006 12:45
40% landnemabyggða Ísraela á einkalandi Palestínumanna Rúmlega 40% landnámsbyggða gyðinga í Palestínu eru á einkalandi Palestínumanna, sem oft hefur verið lýst ríkisland með vafasömum aðferðum. Þetta eru aðalatriðin í skýrslu mannréttindasamtakanna Peace now sem byggir á rannsókn þeirra á eignarhaldi landnemabyggðanna. Vesturbakki Jórdanar hefur aldrei verið innlimaður í Ísraelsríki heldur hefur verið flokkaður sem herfang. Samkvæmt alþjóðalögum ber Ísraelsríki í því tilviki að gæta þess að ekki sé gengið á eigur eða rétt þeirra sem búa á svæðinu, nefnilega Palestínumanna. Gögn frá Ísraelsstjórn sýna hins vegar að síðan árið 1967 hafa nokkrar ríkisstjórnir í röð stofnað nýjar landnemabyggðir eða heimilað að þær landnemabyggðir Ísraela sem fyrir voru stækki við sig, á landi sem er í einkaeigu palestínskra fjölskyldna eða annarra einkaaðila.
Skýrsluna má lesa í heild á síðu samtakanna Peace now.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 14:00 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Nýjustu færslur
- 22.10.2017 Nokkrar staðreyndir um skattaþróun í tíð hægristjórna
- 29.11.2016 Auðvita er leiðiinlegt að fyrirtækið skuli vera lent í þessu!...
- 7.11.2016 Á meðan að almenningur almennt á ekki kost á svona fyrirkomul...
- 6.11.2016 Garðabær er nú ekki til fyrirmyndar í málefnum þeirra sem þur...
- 1.11.2016 Halló er ekki allt í lagi á Mogganum?
- 30.10.2016 En jafnaðarmennskan hverfur ekkert!
- 29.10.2016 Hönd flokksins
- 29.10.2016 Þetta á erindi við kjósendur
Eldri færslur
- Október 2017
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
- Desember 2006
- Nóvember 2006
- Október 2006
- September 2006
- Júlí 2006
- Júní 2006
- Maí 2006
- Apríl 2006
- Mars 2006
- Febrúar 2006
Tenglar
ESB
Samfylkingin
Maggi B er flokksbundinn samfylkingarmaður í Samfylkingarfélaginu í Kópavogi
Af mbl.is
Innlent
- Verkföllum lækna aflýst
- 77 ár á milli þess elsta og yngsta
- Myndir: Innrauðar rásir sýna hreyfingu hraunsins
- Áttar sig ekki á ummælum Sigurðar Inga
- Vantar leiðbeiningar um rafgeyma
- Nýtt rafmagnsmastur reist
- Var kettinum Diegó rænt?
- Sá vegur er bæði háll og myrkur
- Við höldum áfram þangað til við erum búin
- Meta tjón á tækjum í Mývatnssveit
Erlent
- Seljið þið bíla?
- Skutu 250 eldflaugum á Ísrael
- Rússar ráða jemenska skæruliða til sín
- Munu elta skipið ef það siglir af stað
- Sex drepnir í skotárás á bar
- Dæmdur fyrir að koma sér hjá herskyldu með ofáti
- Fundu 41 lík sem notuð voru til hugleiðslu
- Ása Ellerup flutt út og ætlar að selja húsið
- Hulda saksóknari: Tökum þetta ekki til greina
- Óþekktir drónar sáust yfir breskum herflugvöllum
Fólk
- Sóli seldi upp á 37 sýningar
- Úr trymbli í Trump
- Stjórnendur kvikmyndahátíða funda í Hveragerði
- Íbúar Basel samþykkja fjármögnun Eurovision
- Skiptir aftur um kyn
- Fyrsta stiklan úr Vigdísi
- Gert á kostnað brostinna hjarta
- Harry alltaf einn á ferð
- Diddy óskar eftir að losna í þriðja sinn
- Lítil spenna fyrir nýjustu þáttum Harry og Meghan
Viðskipti
- Blackbox Pizzeria lokað
- Fréttaskýring: Kanada verði land tækifæranna
- Þarf fólk að kaupa sér hraðbanka?
- Ellert nýr fjármálastjóri Merkjaklappar
- Adani ákærður fyrir mútur og svik
- Félagsbústaðir tapa án matsbreytinga
- Dana tekur yfir markaðsmál Lauf Cycles
- Kerecis-hjón fjárfesta í leiguflugi
- Vextir lækki um 175-200 punkta
- Dr. Bjarni Pálsson til Vinds og jarðvarma
Teljari
Tenging við twitter
Um bloggið
Vettvangur Magga
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (25.11.): 0
- Sl. sólarhring: 3
- Sl. viku: 11
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 10
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
RSS-straumar
RSS
Hvað er nýtt
RUV
- Augnablik - sæki gögn...
DV
- Augnablik - sæki gögn...
Visir.is
- Augnablik - sæki gögn...
Pressan
- Augnablik - sæki gögn...
Pressan Kaffistofa
- Augnablik - sæki gögn...
Af Eyjunni fréttir
- Augnablik - sæki gögn...
Bloggvinir
- Ingibjörg Hinriksdóttir
- Guðni Már Henningsson
- Kristbjörg Þórisdóttir
- Kristbjörg Þórisdóttir
- Samfylkingin Norðvesturkjördæmi
- Gísli Tryggvason
- Guðríður Arnardóttir
- Guðmundur Magnússon
- Hlynur Hallsson
- Kristján Pétursson
- Vefritid
- Bjarni Harðarson
- Davíð
- Ólöf Ýrr Atladóttir
- Björn Benedikt Guðnason
- Sigurlín Margrét Sigurðardóttir
- Egill Rúnar Sigurðsson
- Hlynur Halldórsson
- Tómas Þóroddsson
- Adda bloggar
- Killer Joe
- Tíðarandinn.is
- Þórður Steinn Guðmunds
- Kolbrún Jónsdóttir
- íd
- Haukur Nikulásson
- Hrannar Björn Arnarsson
- Sigfús Þ. Sigmundsson
- Bleika Eldingin
- Sigurður Sigurðsson
- Inga Lára Helgadóttir
- Björn Emil Traustason
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Björn Heiðdal
- krossgata
- Þröstur Friðþjófsson.
- S. Lúther Gestsson
- Sigurjón Sigurðsson
- Guðrún Helgadóttir
- Jón Ragnar Björnsson
- gudni.is
- Jakob Falur Kristinsson
- Sæþór Helgi Jensson
- Bergþóra Árnadóttir - RIP 15.2.48 - 8.3.07
- Félag Ungra Frjálslyndra
- Alfreð Símonarson
- Hlekkur
- Þorsteinn Briem
- Jonni
- Torfusamtökin
- Gulli litli
- Sigurður Sigurðsson
- Helena Sigurbergsdóttir
- Elías Stefáns.
- viddi
- Oddrún
- Jón Gunnar Bjarkan
- Heimir Eyvindarson
- Himmalingur
- Eygló
- Hólmfríður Bjarnadóttir
- Axel Jóhann Hallgrímsson
- Ólafur Ingólfsson
- Rúnar Þór Þórarinsson
- Styrmir Reynisson
- Helga Kristjánsdóttir
- Sæmundur Bjarnason
- Ingimundur Bergmann
- Loftslag.is
- Kjartan Jónsson
- Brattur
- Gunnar Helgi Eysteinsson
- Högni Snær Hauksson
- Jack Daniel's
- Kama Sutra
- Magnús Ragnar (Maggi Raggi).
- Ómar Bjarki Smárason
- Stefán Júlíusson