Bloggfærslur mánaðarins, desember 2006
Sunnudagur, 31. desember 2006
Hvaðan skildi Sturla fá upplýsingar?
Er það ekki staðreynd að Sturla fær sínar upplýsingar frá Flugmálastjórn sem aftur er að verða að Flugstoðum ohf. Hvernig getur hann svarað svona þegar það eru flugstjórar sem eru að vara við ástandinu? Þeir væntanlega vita þetta betur.
Frétt af mbl.is
Samgönguráðherra segir að fyllsta flugöryggis verði gætt
Innlent | mbl.is | 31.12.2006 | 16:24
Sturla Böðvarsson samgönguráðherra hefur svarað bréfi frá öryggisnefnd Félags íslenskra atvinnuflugmanna sem honum barst að kvöldi 30. desember en þar lýsir nefndin áhyggjum vegna ,,þeirrar stöðu sem fyrirsjáanleg er í flugumferðarstjórn í íslenska flugstjórnarsvæðinu nú um áramót, eins og segir í bréfinu. Í svari samgönguráðherra segir að fyllsta flugöryggis sé gætt þrátt fyrir að þjónusta verði takmörkuð í byrjun.
Samgönguráðherra segir að fyllsta flugöryggis verði gætt | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Sunnudagur, 31. desember 2006
Nú væri kannski gott að eiga eitthvað af orkunni sem við erum búin að binda í álverum
Ég geri ráðfyrir að orka verði sífellt verðmætari og að það komi að því að hægt væri að flytja rafmagn á hagkvæman hátt eftir sæstrengjum. Því væri nú gott að eiga þessa orku sem við erum búinn að binda í álverunm. Sú orka gæti nýst sem vermæt söluvara til landa sem sífellt þurfa meiri orku en hafa takmarkaðar orkuöflunarleiðir.
Held að eitt álver noti orku ávið venjulega stórborg.
Frétt af mbl.is
Bresku kjarnorkuverum lokað í dag
Erlent | AP | 31.12.2006 | 13:02
Byrjað var í dag að slökkva á ofnum kjarnorkuveranna í Dungeness í Kent og Sizewell í Suffolk en þetta eru tvö elstu kjarnorkuver á Bretlandseyjum. Verin hafa verið í notkun í 40 ár en ríkisfyrirtækið, sem rekur þau, segir að nú verði slökkt á kjarnaofnunum í samræmi við áætlun um að leggja niður öll núverandi kjarnorkuver landsins nema eitt á næstu 16 árum.
Bresku kjarnorkuverum lokað í dag | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Sunnudagur, 31. desember 2006
Hrósa verður þeim sem eiga hrós skilið
Sá viðtal við Geir Haarde fyrir fundinn. Þar var rætt við hann um aftöku Saddams. Hann sagð að Íslendingar væru á móti dauðarefsingurm og hann persónulega. Því harmaði hann aftökuna.
Þetta er viðhorf sem ég sætti mig við. Hann sagði að aftökur væru leyfða í lögum Íraka og því ekkert við þessu að segja. EN hann harmaði aftökuna samt sem áður
Ríkisráðsfundur á Bessastöðum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Sunnudagur, 31. desember 2006
Skritið blogg frá Birni Bjarnasyni um þetta sama mál.
Á síðunni sinn fjallar hann Björn Bjarnason aðeins um þetta mál og segir þar m.a.
Saddam Hussein einræðisherra í Írak var hengdur í nótt, eftir að hafa verið dæmdur til dauða bæði af undirrétti og áfrýjunarrétti. Samkvæmt mannréttindasáttmála Evrópu er dauðarefsing óheimil og ber Íslandi og öðrum aðildarríkjum sáttmálans að virða það ákvæði. Saddam hefði því aldrei hlotið þessi málagjöld í Evrópu - í Írak eins og mörgum öðrum löndum er unnt að refsa mönnum með aftöku.
Hvað á hann við með síðustu línunni sem ég feitletra? Vildi hann hafa þetta hér ef hann réði?
Stjórnvöld virða niðurstöðu íraskra dómstóla | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Sunnudagur, 31. desember 2006
Til hamingju Ómar!
Þú áttir þetta svo sannarlega skilið. Ert búinn að snúið umræðu og viðhorfi margra í þjóðfélaginu. Þannig að nú segir meira að segja Geir að tími svona stórra virkjana sé liðinn.
Frétt af mbl.is
Ómar Ragnarsson maður ársins að mati fréttastofu Stöðvar 2
Veröld/Fólk | mbl.is | 30.12.2006 | 18:47
Ómar Ragnarsson, fréttamaður, er að mati fréttastofu Stöðvar 2 maður ársins 2006 og verður hann sérstakur gestur fréttastofunnar í þættinum Kryddsíld á morgun. Þetta kom fram í fréttum Stöðvar 2 í kvöld.
Ómar Ragnarsson maður ársins að mati fréttastofu Stöðvar 2 | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 01:15 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Sunnudagur, 31. desember 2006
Bara að benda á góða grein á Silfri Egils
Á vefsvæði sínu í dag skrifa Egill Helgason m.a. um aftöku Saddams. Mér finnst það góðir punktar sem hann kemur þar með En hann segir m.a.
Vísir, 30. des. 2006 21:24Vísir, 30. des. 2006 21:24
Jónas Kristjánsson vitnaði um daginn í bókina The March of Folly eftir Barböru Tuchman. Mér hefur líka oft verið hugsað til þessarar bókar undanfarna mánuði og ekki síst í dag eftir aftöku Saddams Husseins. Tuchman skrifaði um hvernig heimska leiddi til glötunar í mörgum frægum styrjöldum fortíðarinnar, allt frá Trjóju til Víetnam. Heimskan ríður heldur ekki við einteyming í Írak. Öllu siðmenntuðu fólki býður við aftökunni og myndum af henni sem eru sýndar aftur og aftur í sjónvörpum heimsins - þessu litla herbergi, úlpuklæddum mönnum með lambúshettur sem hengja einræðisherrann gamla. Þetta var ömurlegt sjónarspil.Þeir hreykja sér kannski hátt yfir þessu í Washington. Samkvæmt kokkabók Bush eru dauðarefsingar allra meina bót. Þar hefur líka verið eindregin tilhneiging til að persónugera stríðið með sífelldu tali um Saddam. Það var reynt að kenna honum um 11/9 og honum var jafnvel líkt við Hitler. Samt var hann sérstakur vinur Bandaríkjanna fram til 1990 - á tímanum þegar hann framdi sína verstu glæpi. Kannski vildu Bandaríkjamenn ekki að hann fengi að lifa til að segja alla sólarsöguna.
Skiptar skoðanir um aftöku Saddams Hussein | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 17:44 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Sunnudagur, 31. desember 2006
Er Geir að segja okkur satt?
Þetta er nú loðin yfirlýsing hjá Geir. Að virkjun á borð við Kárahnjúka verði varla reyst aftur hér. En síðan segir hann:
Þrátt fyrir litlar líkur á að önnur stórvirkjun á borð við Kárahnjúkavirkjun rísi telur Geir að það væri glapræði að segja þar með skilið við þá stefnu að nýta orkulindir þjóðarinnar til að bæta lífskjörin í landinu.
Eins segir hann í greininni um framkvæmdirnar.
Þær hafi einnig ýtt undir hagvöxt í landinu. Útflutningur frá álverinu muni skjótt vega upp á móti þeim neikvæðu áhrifum á viðskiptajöfnuð sem innflutningur vegna framkvæmdanna hefur haft síðustu ár.
Er svona að velta þessu fyrir mér. Hvernig og hvort hún sé að bæta lífskjör. Við erum að borga hæstu vexti á byggðu bóli. Við erum en með yfir 7% verðbólgu og á næsta ári er reiknað með að hagvöxtur verði lítil sem enginn. Síðan eru framkvæmdir í pípunum sem auka á neikvæðan viðskiptajöfnuð áður en Reyðarál fer að flytja eitthvað að ráði út. Sbr. 3 virkjanir í Þjórsá og stækkun í Straumsvík.
Ekki líkur á að önnur stórvirkjun rísi segir forsætisráðherra | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Laugardagur, 30. desember 2006
Um hversu óhæf stjón Bush er í utanríkismálum
Var að lesa www.jonas.is í dag þar sem hann er eins og oft að fjalla um Bush sem honum er ekki par vel við sem og samstarfsmenn hans. Hann Jónas er ekki einn um það. Birti hér kaflan þar sem hann fjallar um vanhæfi þessa "gengis" en hvet fólk til að lesa greinina sem hann vitnar til. Hún er áhugaverð. Þar kemur t.d. fram að þegar að Ísrael réðst á Líbanon þá talaði Condoliizze um að þar væri hafið framfara skeið í átt að friði í MIð Austurlöndum.
30.12.2006
Óhæfa gengið
Óhæfa gengið George W. Bush er gersamlega óhæfur forseti með gersamlega óhæfa ráðgjafa kringum sig. Þótt Donald Rumsfeld sé farinn, er Dick Cheney eftir og Condoleezza Rice, sem eru ekki síður óhæf til starfa. H.D.S. Greenway lýsir þessu ástandi í grein í Boston Globe. Bush mun ekki taka mark á þjóðarsáttarnefnd Jim Baker um að vinda ofan af stríðinu gegn Írak. Þvert á móti hyggst hann magna ófriðinn, senda fleiri hermenn, ýfast við Íran og Sýrland. Hann er líka kominn á bólakaf í stríð við Sómalíu. Greenway á raunar ekki orð yfir hroka og heimsku ráðamanna Bandaríkjanna.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 13:01 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Laugardagur, 30. desember 2006
Einar Guðfinns sagð að Bandaríkjamarkaður væri vonlaus og skipti ekki máli
Þetta sýnir hvað maðurinn er þröngsýnn og illa upplýstur. Ömurlegt fyrir hann ef þetta verður arfleið hans í embætti að hafa með gjörsamlega vanhugsuðu leyfi til vinna sinna sem eru áhugamenn um hvalveiðar, eyðilagt framtíðamarkað fyrir landbúnað og þar með möguleika á að landbúnaður gæti orðið sjálfbjarga án ríkisstyrkja.
Frétt af mbl.is
Spáir íslenskum matvælum vinsældum í Bandaríkjunum á næsta ári
Innlent | mbl.is | 30.12.2006 | 11:15
Dana Cowin, aðalritstjóri bandaríska tímaritsins Food & Wine, spáir því í samtali við bandaríska dagblaðið USA Today, að matvæli frá Íslandi verði vinsæl þar í landi á næsta ári. Hún nefnir sérstaklega íslenskt vatn, skyr og lambakjöt.
Spáir íslenskum matvælum vinsældum í Bandaríkjunum á næsta ári | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Laugardagur, 30. desember 2006
Ég hélt að Bush væri trúaður maður
Svo fagnar hann þessu.
Af www.visir.is
Bush Bandaríkjaforseti sagði í yfirlýsingu í nótt að aftaka Saddams væri mikilvægur áfangi á leið Íraks til lýðræðis en aftakan myndi ekki binda enda á ofbeldið í Írak. Margar erfiðar fórnir væru framundan.
Becket, utanríkisráðherra Bretlands, sagðist í yfirlýsingu fagna því að Saddam hefði verið dreginn til ábyrgðar fyrir hluta af mörgum og skelfilegum glæpum sínum.
Í tilkynningu Páfagarðs segir að líflátið sé hörmulegur atburður, eins og aftökur séu alltaf. Hætta á hefndum vofi yfir og kunni að verða kveikja að nýju ofbeldi í Írak.
Hvernig getur aftaka manns verið mikilvægur áfangi í átt að lýðræði?
Hverjur breytir það fyrir Íraka hvort að Saddam er dauður eða ekki? Maðurinn hefði þjónað betur ef hann hefði verið látinn rotna í fangelsi örðum til viðvörunar. Verst er hann var ekki látinn njóta þeirra mannréttinda sem hann var sakaður um að svipa aðra. Réttarhöldin voru skrípaleikur og verjendur fengu ekki tækifæri á að verja hann almennilega. Það að maðurinn var glæpamaður og lét fremja ógurleg verk afsakar ekki að fara ekki lögum. Og hvar endar þetta? Nú drap Saddam fáa eigin hendi heldur voru það hermenn og millistjórnendur. Einn maður getur ekki kúgað heila þjóð og fengið fólk til að framkvæma hluti. Það er ljóst að það var flokkur manna sem stjórnaði og hundruðþúsunda sem framkvæmdu skipanir þeirra. Á að taka þau öll af lífi?
Eru þá Bush og Blair að býða eftir að verða dregnir til ábyrgðar fyrir óhæfu verk sem hermenn þeirra hafa verið staðnir að í Írak verða þeir kannski dæmdir til dauða? Þegar að reynt var að gera uppreisn í Írak fyrir hva 15 árum þá var búið að lofa andspyrnumönnum aðstoð frá Vesturlöndum en síðan ekkert staðið við það með hörmulegum afleiðingum fyrir andspyrnuhreyfingunna. Á að dæma okkur fyrir þau sem þar dóu?
Þetta er nefnilega ekki alveg þannig að eftir höfðinu dansi limirnir. Því ef við brennum okkur eða rekum okkur á þá hopum við frá alveg sama hvaða skipanir heilinn gaf okkur. Saddam var voðalegur maður en hann stjórnaði í umboði Súníta. Á þá að taka alla Súníta af lífi?
Þetta er þessvegna sem ég er á móti svona dauðadómum.
Bush fagnar aftöku Saddams | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 09:01 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Nýjustu færslur
- 22.10.2017 Nokkrar staðreyndir um skattaþróun í tíð hægristjórna
- 29.11.2016 Auðvita er leiðiinlegt að fyrirtækið skuli vera lent í þessu!...
- 7.11.2016 Á meðan að almenningur almennt á ekki kost á svona fyrirkomul...
- 6.11.2016 Garðabær er nú ekki til fyrirmyndar í málefnum þeirra sem þur...
- 1.11.2016 Halló er ekki allt í lagi á Mogganum?
- 30.10.2016 En jafnaðarmennskan hverfur ekkert!
- 29.10.2016 Hönd flokksins
- 29.10.2016 Þetta á erindi við kjósendur
Eldri færslur
- Október 2017
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
- Desember 2006
- Nóvember 2006
- Október 2006
- September 2006
- Júlí 2006
- Júní 2006
- Maí 2006
- Apríl 2006
- Mars 2006
- Febrúar 2006
Tenglar
ESB
Samfylkingin
Maggi B er flokksbundinn samfylkingarmaður í Samfylkingarfélaginu í Kópavogi
Teljari
Tenging við twitter
Um bloggið
Vettvangur Magga
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 3
- Sl. sólarhring: 6
- Sl. viku: 53
- Frá upphafi: 969573
Annað
- Innlit í dag: 3
- Innlit sl. viku: 51
- Gestir í dag: 3
- IP-tölur í dag: 3
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
RSS-straumar
RSS
Hvað er nýtt
RUV
- Augnablik - sæki gögn...
DV
- Augnablik - sæki gögn...
Visir.is
- Augnablik - sæki gögn...
Pressan
- Augnablik - sæki gögn...
Pressan Kaffistofa
- Augnablik - sæki gögn...
Af Eyjunni fréttir
- Augnablik - sæki gögn...
Bloggvinir
- Ingibjörg Hinriksdóttir
- Guðni Már Henningsson
- Kristbjörg Þórisdóttir
- Kristbjörg Þórisdóttir
- Samfylkingin Norðvesturkjördæmi
- Gísli Tryggvason
- Guðríður Arnardóttir
- Guðmundur Magnússon
- Hlynur Hallsson
- Kristján Pétursson
- Vefritid
- Bjarni Harðarson
- Davíð
- Ólöf Ýrr Atladóttir
- Björn Benedikt Guðnason
- Sigurlín Margrét Sigurðardóttir
- Egill Rúnar Sigurðsson
- Hlynur Halldórsson
- Tómas Þóroddsson
- Adda bloggar
- Killer Joe
- Tíðarandinn.is
- Þórður Steinn Guðmunds
- Kolbrún Jónsdóttir
- íd
- Haukur Nikulásson
- Hrannar Björn Arnarsson
- Sigfús Þ. Sigmundsson
- Bleika Eldingin
- Sigurður Sigurðsson
- Inga Lára Helgadóttir
- Björn Emil Traustason
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Björn Heiðdal
- krossgata
- Þröstur Friðþjófsson.
- S. Lúther Gestsson
- Sigurjón Sigurðsson
- Guðrún Helgadóttir
- Jón Ragnar Björnsson
- gudni.is
- Jakob Falur Kristinsson
- Sæþór Helgi Jensson
- Bergþóra Árnadóttir - RIP 15.2.48 - 8.3.07
- Félag Ungra Frjálslyndra
- Alfreð Símonarson
- Hlekkur
- Þorsteinn Briem
- Jonni
- Torfusamtökin
- Gulli litli
- Sigurður Sigurðsson
- Helena Sigurbergsdóttir
- Elías Stefáns.
- viddi
- Oddrún
- Jón Gunnar Bjarkan
- Heimir Eyvindarson
- Himmalingur
- Eygló
- Hólmfríður Bjarnadóttir
- Axel Jóhann Hallgrímsson
- Ólafur Ingólfsson
- Rúnar Þór Þórarinsson
- Styrmir Reynisson
- Helga Kristjánsdóttir
- Sæmundur Bjarnason
- Ingimundur Bergmann
- Loftslag.is
- Kjartan Jónsson
- Brattur
- Gunnar Helgi Eysteinsson
- Högni Snær Hauksson
- Jack Daniel's
- Kama Sutra
- Magnús Ragnar (Maggi Raggi).
- Ómar Bjarki Smárason
- Stefán Júlíusson