Leita í fréttum mbl.is

Bloggfærslur mánaðarins, janúar 2007

Ætli Hannes Hólmsteinn hafi heyrt í vini sínum?

Hvað segir Geir Haarde um stöðunna hér?

Frétt af mbl.is

  Bush gagnrýnir ofurlaun og kaupauka yfirmanna stórfyrirtækja
Erlent | AFP | 31.1.2007 | 16:46
George W. Bush. George W. Bush Bandaríkjaforseti gagnrýndi í dag himinhá laun og kaupauka yfirmanna stórfyrirtækja og sagði að umbuna ætti mönnum í samræmi við árangur þeirra í starfi og hversu miklum arði þeir skiluðu hluthöfum. Bush sagði þetta í ræðu í New York, þar sem hann heimsótti Kauphöllina á Wall Street.


mbl.is Bush gagnrýnir ofurlaun og kaupauka yfirmanna stórfyrirtækja
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Útblástur af gróðurhúsalofttegundum frá einu álveri er meiri en af öllum ökutækjum landsins

Ég heyrði það í dag að útblástur frá einu áveri 400 til 500 þúsnd tonna sé eins og frá öllum ökutækjum Íslands

Frétt af mbl.is

  Skora á íslensk stjórnvöld að taka loftslagsskýrslu alvarlega
Innlent | mbl.is | 31.1.2007 | 15:14
Náttúruverndarsamtök Íslands skora á íslensk stjórnvöld, að taka alvarlega niðurstöðu fjórðu skýrslu milliríkjanefndar Sameinuðu þjóðanna um loftslagsbreytingar, sem kynnt verður í París í vikulokin, en búist er við að niðurstöðurnar séu þær að andrúmsloft jarðar hitni ört vegna sívaxandi magns gróðurhúsalofttegunda.


mbl.is Skora á íslensk stjórnvöld að taka loftslagsskýrslu alvarlega
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Verktakarnir að viðhalda veru Bandaríkjana í Írak

Ætli þetta sé ekki ein ástæðan fyrir því að þetta stríð hófs og hefur varað svona lengi. Það eru ýmis verktakafyrirtæki sem taka þátt í nær öllum athöfnum Bandaríkjamanna þarna í Írak. Þeir eru stórhluti af Bandaríska hernum. Eins þá sinna þeir uppbyggingarstarfinu. Og svona hagnast þeir. Það er vitað að varaforsetinn hefur verið í stjórn eins stærsta verktakafyrirtækisins sem hefur fengið flest verkefnin þarna.

Í skýrslunni eru einnig nefnd dæmi um sóun fjármuna í Írak. M.a. hafi bandaríska utanríkisráðuneytið greitt verktakanum DynCorp International 43,8 milljónir dala, jafnvirði 3 milljarða króna, til að byggja búðir fyrir lögreglunema í Bagdad. Þessar búðir hafi aldrei verið notaðar. Íraska innanríkisráðuneytið hafi krafist ýmiss búnaðar í búðunum án heimildar Bandaríkjastjórnar. Meðal annars hafi verið byggðir 20 íbúðir fyrir tigna gesti og sundlaug í fullri stærð.

Þetta gætu nú stjórnvöld hér á landi lært af. Einkaaðilar eru ekki alltaf bestir til að veita opinbera þjónustu. Því að einkafyrirtæki sem ekki er fylgst nóg með reyna náttúrulega að hámarka gróða sinn. Og Íslendingar hafa nú oft verið brendir með því að þeir fylgjast ekki vel með hvað verður um peninga sem þeir eru að greiða til óskyldra aðila (Byrgið t.d.)


mbl.is Milljónum dala af bandarísku skattfé sóað í Írak
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Athyglisverðar upplýsingar um evru

Eftirfarandi tilvitnun eru úr frétt á www.visir.is um morguverðarfund á vegum Félags viðskiptafræðinga og hagfræðinga . Þar talaði dr. Jón Þór Sturluson, dósent og forstöðumaður meistaranáms Háskólans í Reykjavík. 

Um leið segir Jón Þór rannsóknir sýna viðskiptalegan ávinning landsins af evruaðild. Rannsókn Rose frá árinu 2000 sýni að þátttaka í myntsamstarfi auki almennt utanríkiviðskipt um 100 til 300 prósent. Það sé þó kannski óraunhæf aukning enda hafi allur heimurinn, þar á meðal þróunarlönd, verið undir í rannsókninni. Rannsókn Beedons og Þórarins G. Péturssonar frá 2005 bendi hins vegar til þess að utanríkisviðskipti Íslands gætu vaxið um 60 prósent, værum við aðilar að evru og Evrópusambandi. Þá sagði hann að varanleg aukning landsframleiðslu myndi vera um fjögur prósent. „Sem er náttúrlega mun stærri tala en nokkru sinni hefur verið nefnd sem aðgöngumiðinn að Evrópusambandinu. Og ef svo færi að Bretland, Danmörk og Svíþjóð tækju upp evru, sem ekki er ólíklegt til lengri tíma litið, þá yrðu þessar tölur mun hærri."

„Viðskiptalífið er komið á flug í umræðu um evruna og margir virðast skynja umræðuna þannig að verið sé að benda á einhverjar töfralausnir. Ég held reyndar að leitun sé að þeim manni sem haldið hafi því fram," segir hann og áréttar að með mögulegri evruaðild sé horft til allrar framtíðar og alls ekki sé um að ræða mögulega lausn á skammtíma hagstjórnarvanda. „Þar eru grundvallar-sjónarmið, bæði kostir og gallar sem hafa þarf í huga og við erum ekkert að flýta okkur að taka slíka ákvörðun."

 



mynd
Á morgunverðarfundi

Þó svo að stjórnvöldum hafi tekist óhönduglega að beisla þensluna sem birtist hvoru tveggja í hárri verðbólgu og vöxtum og að síðan verðbólgumarkmið var tekið upp fyrir fimm árum hafi verðbólgan lengst af verið fyrir ofan vikmörk segir Jón Þór aðstæður hafa verið nokkuð sérstakar og væntanlega tímabundnar. Því væri ekki rétt að afgreiða núgildandi kerfi á grundvelli nýfenginnar reynslu eingöngu. „Sterkar vísbendingar um að dregið geti úr hagsveiflu lands eins og Íslands sem býr til tiltölulega sértæka skelli við upptöku evru eru þó athugunar virði.

Að minnsta kosti eru ókostir þess að taka upp evruna, frá sjónarhóli hagstjórnar, engan veginn eins skýrir og áður hefur verið haldið fram. Hið öndverða er jafnvel hugsanlegt, að upptaka evrunnar á Íslandi yrði til þess að draga úr hagsveiflum hér á landi."


Íran: Árás Bandaríkjamanna í vor?

Nú var ég að lesa á www.ruv.is að álitið sé að Bandaríkjamenn íhugi innrás í Íran í vor. Þeir eru farnir að safna á svæðið stórum hluta herafla sínum. Talað er um að þetta gæti hugsanlega orðið í vor. Ég spyr hverju ætla þeir að áorka með innrás? Ætla þeir að eyðileggja kjarnorkuverin? Steypa stjórninni? Hvernig ætla þeir að halda utan um eða breyta einhverju þarna með því að ráðast þangað inn? Halda þeir eins og við innrásina í Íraka að allir hlaupi út á götu og fagni þeim og síðan verði óðara komið á fyrirheitna landið með McDonalds og Coka Cola. Eða eru þeir þarna til að styðja Ísrael þegar Ísraelar ráðast á Íran og kjarnorkuver þeirra með kjarnorkusprengjum? Ég trúi þeim til alls.

www.ruv.is

Íran: Árás Bandaríkjamanna í vor?

Stjórnvöld ýmissa Evrópuríkja óttast að Bandaríkjamenn séu í þann mund að láta til skarar skríða gegn Íran, bæði vegna tregðu Írana til að falla frá kjarnorkuáformum sínum, og fara að samþykktum Öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna, en ekki síður vegna aukinna umsvifa Írana í Írak. Í hálft þriðja ár hafa Bretar, Þjóðverjar og Frakkar þrásinnis lagt ýmsar tillögur fyrir ráðamenn í Teheran, boðið þeim ábatasöm viðskipti og ýmsa tækniþekkingu, og sitthvað fleira, legðu þeir kjarnorkuáætlun sína fyrir róða, hættu að auðga úran. Bandaríkjastjórn studdi þessa viðleitni til skamms tíma. En ekki lengur. Íranar hvika hvergi, þeir virðast staðráðnir í því að kjarnorkuvæðast. Og Bandaríkjamenn bíta í skjaldarrendurnar.

Þeir hafa stefnt 50 herskipum inná Persaflóa, þar á meðal tveimur flugvélamóðurskipum. Þá herma heimildir í Búlgaríu að flugvellir þar, og í Rúmeníu, verði notaðir í loftárásum á Íran í apríl. Ráðamenn í Washington annars vegar, og í Lundúnum, París og Berlín hins vegar, greinir á um þrennt. Hvort nauðsynlegt sé að beita Írana hervaldi, hve nákvæmlega eigi að fylgja eftir ályktun Öryggisráðsins um að beita Írana viðskiptaþvingunum, og öðrum refsingum, vegna kjarnorkuáforma þeirra, og hvernig eigi að bregðast við þeim mótþróa sem Rússar sýna í Öryggisráðinu þegar reynt er að þrýsta á Írana. Þá segir Guardian að Bandaríkjastjórn telji Írana veita andspyrnumönnum í Írak hátæknivopn og annan stuðning, ekki bara sjítum í suðri heldur líka súnnítum í Anbar og víðar. Umsvif Írana í Írak hafi stóraukist í vetur.


Meðalfjölskyldan borgar 21 þúsund krónur á mánuði í efnahagsmistök

Finnst að fólk megi hugleiða þetta. 21.000 krónur á mánuði sem þýða um 250.000 krónur á ári vegna mistaka ríkisstjórn í efnahagsstjórn hér á landi..

Eftirfarandi er tekið af www.samfylking.is

 

30. janúar 2007 16:42
Meðalfjölskyldan borgar 21 þúsund krónur á mánuði í efnahagsmistök

Greiðslu- og vaxtabyrði heimilanna hækkar um 21.7 milljarða kr á árinu 2007 vegna þess að ríkisstjórninni hefur ekki tekist að halda aftur af þenslu. Fyrir meðalfjölskylduna þýðir þetta um 250 þús kr á ári eða 21 þúsund kr á mánuði. Þetta kom fram í máli Ingibjargar Sólrúnar Gísladóttur formanns Samfylkingarinnar í umræðum um efnahagsmál á Alþingi í dag.

 

Í máli Ingibjargar kom fram að frá því þessi ríkisstjórn tók við hafa skuldir heimilanna aukist um 1000 milljarða. Heimilin skulduðu 299 milljarða kr. á öðrum ársfjórðungi 1995 en skulda nú 1300 milljarða. Um 86% af þessum skuldum eða 1100 milljarðar kr. eru verðtryggðar skuldir og 100 milljarðar eru yfirdráttarlán á himinháum vöxtum.

Aukin greiðslubyrði vegna verðbólgu

 

Í árslok 2006 skulduðu heimilin 44 milljarða krónum meira en í ársbyrjun einungis vegna þeirrar verðbólgu sem hér hefur verið umfram 2,5% verðbólgumarkmið Seðlabankans. Þessir 44 milljarðar leggjast á höfuðstól lánanna og hverfa ekki, jafnvel þótt verðbólgan lækki. Að því gefnu að meðallánstími sé 20 ár þýðir þetta því að greiðslubyrði heimilanna hækkar um 2.2 milljarða á ári hverju í heil 20 ár.

 

Aukin greiðslubyrði vegna vaxtahækkana

En lán hafa ekki einungis hækkað vegna verðtryggingar. Vegna þenslunnar hafa vextir einnig hækkað. Varlega áætlað má gera ráð fyrir að heimilin borgi um 1% hærri vexti af verðtryggðum lánum en þau ella hefðu gert. Þetta þýðir að greiðslubyrði þeirra er 11 milljarða krónum hærri en hún ella hefði verið. Þá borga heimilin um 4 milljarða kr meira en áður af yfirdráttarlánum og um 4.5. milljarða kr meira vegna almennrar raunvaxtahækkunar Seðlabankans.

 

Niðurstaðan er því kristaltær: 

2,2 milljarðar + 11 milljarðar + 4 milljarðar + 4,5 milljarðar = 21,7 milljarður.

Greiðslu- og vaxtabyrði heimilanna hækkar um 21.7 milljarða kr á árinu 2007 vegna þess að ríkisstjórninni hefur ekki tekist að halda aftur af þenslu. Fyrir meðalfjölskylduna þýðir þetta um 250 þús kr á ári eða 21 þús kr á mánuði.

 

“Þetta er herkostnaðurinn - reikningurinn sem ríkisstjórnin sendir heimilunum vegna óábyrgrar efnahagsstefnu á þessu kjörtímabili,” sagði Ingibjörg í ræðu sinni.


Ætli þarna sé ekki grundvöllur fyrir hryðjuverkamenn?

Hefur einhver velt því fyrir sér að McDonalds, KFC, Burgerking og hvað þessir staðir heita eru sennilega að drepa fleiri Bandaríkjamenn en hryðjuverkamenn hafa nokkurntíma gert?  Það væri kannski happadrýgra fyrir þá að eyða einhverju fjármagni í að reyna að fara út í stríð gegn "Skyndibitaögninni" eða "skyndibitahriðjuverkamönnum" Kannski að þeir hafi tengsl við hryðjuverkamenn og þetta séu samantekin ráð.

Frétt af mbl.is

  Tíðni sykursýki í New York að faraldursmörkum
Tækni & vísindi | AFP | 30.1.2007 | 20:54
Einn af hverjum átta fullorðnum íbúum í New York er með sykursýki, en margir þeirra vita ekki af því, að því er heilbrigðisyfirvöld borgarinnar greindu frá í dag, og sögðu að ástandið væri komið komið að faraldursmörkum. Hefur tíðni sjúkdómsins í borginni tvöfaldast á undanförnum tíu árum.


mbl.is Tíðni sykursýki í New York að faraldursmörkum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Maggi B ehf.

Er ég eini maðurinn sem hef áhyggjur af ehf væðingu þjóðarinar. Ég heyrði það einhverstaðar í fréttum í dag að það hefði á síðasta ári fjölgað einkahlutafélögum sem aldrei fyrr. Það sem ég hef áhyggjur af er eftirfarandi:

  • Menn eru jafnvel að stofna einkahlutafélag um einsmanns starfssemi. T.d. eru allir læknar með læknastofur orðnir einkahlutafélag, flesti iðnaðarmenn og eins er þetta í fjármálastarfsemi.
  • Síðan skammta þeir sér lámarkslaun þannig að þeir þurfa ekki að greiða tekjuskatt sem einstaklingar
  • Einkahlutafélagið greiðir 18% tekjuskatt en rekur í raun flest sem snertir líf eigenda sinna.
  • Þessir menn greiða þar af leiðandi lítið útsvar til sveitafélaga og lítið sjálfir til ríkisins eða minnstakosti minna en við almennir launþegar.
  • En þeir fá sömu þjónustu sem við sem greiðum fullan tekjuskatt og útsvar eru þá hlutfallslega að greiða niður fyrir þá.
  • Ef þetta heldur áfram og hugsanlega færi að harna á dalnum þá væri það sífellt meira og meira sem þyrfti að taka af hinum almenna launþega til að reka samfélagið.

Mér finnst þá alveg athugandi hvort að ég sem opinber starfsmaður get ekki stofnað eignarhaldsfélag um reksturinn á heimilnu okkar feðgina og vísa þar til jafnræðisreglu stjórnarskrárinnar.Woundering

Maggi B ehf


Nýjan ríkisbanka takk!

Ég er með þá hugmynd að þar til að bankarnir láta af þessum okurkjörum við okkur almenning hér á landi, verði Íbúðarlánasjóð breytt í banka sem stundar almenna bankastarfsemi. Þar sem fólki verði boðið upp á eðlileg vaxtakjör bæði á innlánum og útlánum. Miðað verði við að starfsemnin skili eðlilegu framlagi (hagnaði) og kjör til viðskiptavina miðuð við það.

Þessi starfsemi gæti aðalega verið á netinu og þyrfti því ekki að vera ógurlegur rekstrarkostnaður. Í reglum verði að þegar bankar bæði innlendir og/eða erlendir bjóða sambærileg kjör verði þeim gefnin möguleiki á að kaupa þennan rekstur með skilyrðum

Frétt af mbl.is

  Hagnaður Kaupþings langt yfir spá Greiningar Glitnis
Viðskipti | mbl.is | 30.1.2007 | 12:03
Mynd 418071 Hagnaður Kaupþings til hluthafa á fjórða ársfjórðungi nam 18,1 milljörðum króna en það er langt yfir spá Greiningar Glitnis, sem spáði því að hagnaðurinn næmi 11,9 milljörðum króna, og annarra spáaðila.
iki á að kaupa starfsemi þessa banka með skilyrðum

 


mbl.is Hagnaður Kaupþings langt yfir spá Greiningar Glitnis
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hugmynd fyrir Geir að skoða

Ég var að fá góða hugmynd núna þegar ég heyrði til Geir H Haarde. Það er nú þegar það hefur gefist svona vel að lækka skatta á fyrirtækjunum og þau farin að greiða svona mikið til ríkisins með 10% fjármagnstekjuskatts og 18% tekjuskatts.

Hugmyndin er sú að að lækka skatta á almenning niður í 18% líka. Það ætti þá að leiða til þess að ríkið fengi auknar tekjur þar sem að fólk mundi afla meiri tekna, borga meir virðisaukaskatt og fjármagnstekjuskatt af inneignum í banka sem myndu vaxa. Það hlýtur að vera hægt að prófa þetta eins og með fyrirtæki.

Frétt af mbl.is

  Forsætisráðherra: Íslenskt efnahagskerfi níðsterkt
Innlent | mbl.is | 30.1.2007 | 13:51
Rætt var um efnahagsmál á Alþingi í dag. Geir H. Haarde, forsætisráðherra, sagði á Alþingi í dag, að íslenskt efnahagskerfi væri níðsterkt og ástæðan væri sú að það byggi yfir miklum sveigjanleika, staða ríkissjóðs væri sterk og hefði stórlega batnað á síðustu árum og Íslendingar byggju við gríðarlega traust og efnað lífeyrissjóðakerfi.


mbl.is Forsætisráðherra: Íslenskt efnahagskerfi níðsterkt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Næsta síða »

Höfundur

Magnús Helgi Björgvinsson
Magnús Helgi Björgvinsson

Skoðanir Magga um menn og málefni í fréttunum. maggihb@gmail.com Athuga að þetta eru mínar skoðanir og þið megið bara hafa ykkar hentisemi, því ég er að nota mína.

Eldri færslur

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Twitter

Teljari

joomla visitor

Twitter

Tenging við twitter

Um bloggið

Vettvangur Magga

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband