Bloggfærslur mánaðarins, janúar 2008
Fimmtudagur, 31. janúar 2008
Dágóður hluti hagnaðar Glitnis fer í laun og bónusa til stjórnenda bankans
Það er náttúrulega athuganavert að svona stór banki eins og Glitnir er skuli eyða allt að 3 til 4% af arði sínum í laun og kaupauka fyrir forstjóra og stjórn bankans.
Af ruv.is
Fyrst birt: 31.01.2008 18:10Síðast uppfært: 31.01.2008 20:09Forstjórar Glitnis vel launaðir
Bjarni Ármannsson fékk 100 miljónir króna í starfslokasamning þegar hann hætti sem forstjóri Glitnis á síðasta ári. Arftaki hans, Lárus Welding, fékk 300 milljónir króna fyrir það eitt að ráða sig til bankans.
Bjarni Ármannsson hætti sem forstjóri Glitnis í lok apríl á síðasta ári. Við starfinu tók Lárus Welding. Þrátt fyrir að Bjarni hefði gegn forstjóraembættinu í fjóra mánuði síðasta árs en Lárus átta fékk Bjarni 90 miljónir króna í laun frá Glitni í fyrra en Lárus 76 miljónir.
Við miljónirnar 90 bætast 100 miljónir króna sem Bjarni fékk í starfslokasamning. Þá hagnaðist Bjarni um 381 miljón króna þegar hann nýtti sér forkaupsrétt á hlutabréfum.
Lárus fékk hins vegar 300 milljónir króna fyrir það eitt að ráða sig til Glitnis.
Alls greiddi Glitnir stjórnarmönnum og forstjórum 646 miljónir króna í laun árið 2007 og 357 miljónir króna í bónusgreiðslur eða starfslokasamninga
Þetta hlýtur að vera áhyggjuefni fyrir aðra eigendur bankas því þetta hlýtur að draga úr arðgreiðslum til þeirra. Held að bankinn hefði nú geta fengið hæfa stjórnendur fyrir kannski svona 1/6 af því sem hann spreðar í þá nú.
Forstjóralaun hjá Glitni 266 milljónir | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Fimmtudagur, 31. janúar 2008
Dýr verður Kárhnjúkavirkjun öll
Impregilo krefst 1,2 milljarða í endurgreiðslu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Þriðjudagur, 29. janúar 2008
Tilgangur Landsvirkjunar?
Ef að Landsvirkjun hefur slíkt bolmagna að geta lagt milljarða í fjárfestingar erlendis vekur það spurningar hjá mér um tilgang og grundvöll Landsvirkjunar. Ég hef alltaf haldið að Landsvirkjun væri rekin til að skaffa okkur orku á sem lægstu verði. Og eins fyrirtækjum sem skapa atvinnu og tekjur fyrir okkur. Hef einnig haldið að ef þessar virkjanir væru eins hagkvæmar og af er látið þá ættum við að sjá þess merki í lækkun raforkuverðs.
En því hefur ekki verið að heilsa og allur hagnaður virðist fara áfram í fjárfestingar og nú síðast eru þeir orðnir meðeigendur að mörgum af þessum útrásar fyrirtækjum. Ég get bara ekki sætt mig við að fyrirtæki sem er alfarið í eigu okkar sé farið að haga sér eins og fjárfestingarfyrirtæki og sé að leika sér með fjármuni mína og annarra í fjárfestingum erlendis í svo miklu mæli og nú er að verða. Ég sætti mig heldur ekki við þá skýringu að þetta skili væntanlega miklum arði í hugsanlegri framtíð. Ég tel að við eigum að njóta þess nú ef að hægt væri að lækka verð á orku til okkar og fyrirtækja sem nú starfa.
Það á náttúrulega að vera höfuð skylda þeirra sem eru ráðnir til að stýra þessu fyrirtæki að vinna að því að skaffa okkur orku nú á hagstæðara verði. Ekki að vera að leika sér í áhættufjárfestingum. Látum einkaaðila um það.
Setja allt að 10 milljarða í HydroKraft Invest | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 11:17 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Mánudagur, 28. janúar 2008
Lækkun c.a. um 412 kr á 90 fm íbúð á mánuði.
Held að fólk verði fyrir vonbrigðum með þessa lækkun. Hún er um 412 kr á mánuði á meðal íbúð. Eða um 5.000 kr á ári.
En með hækkun fasteignamats þá eru gjöldin í heild sennilega hærri en í fyrra.
Álagningarseðill fasteignagjalda birtur að nýju | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt 29.1.2008 kl. 10:07 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)
Mánudagur, 28. janúar 2008
Sjálfstæðiflokkurinn kúvendir varðandi Laugaveg 4 og 6
Rakst á eftirfarandi færslu hjá Salvöru Gissurardóttur:
4. september síðastliðinn lögðu borgarfulltrúar F-lista og VG lögðu fram svohljóðandi tillögu:
"Borgarstjórn samþykkir að fela borgarstjóra að leita leiða til þess að borgin festi kaup á húsunum við Laugaveg 4-6 í því skyni að varðveita þau í því sem næst upprunalegri mynd."
Hvernig fór atkvæðagreiðslan?
Hún fór svona:Já sögðu: Árni Þór Sigurðsson, Margrét K. Sverrisdóttir, Oddný Sturludóttir og Svandís Svavarsdóttir.
Nei sögðu: Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson, Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir, Björn Ingi Hrafnsson, Gísli Marteinn Baldursson, Jórunn Frímannsdóttir, Júlíus Vífill Ingvarsson, Kjartan Magnússon og Hanna Birna Kristjánsdóttir.
Sátu hjá: Björk Vilhelmsdóttir, Dagur B. Eggertsson og Sigrún Elsa Smáradóttir.
Takið sérstaklega eftir hverjir voru á móti því að borgin gerði eitthvað í þessu máli. Hver segir svo ekki að Sjálfstæðisfólk hafi ekki keypt sig inn í meirihluta aftur?
Mánudagur, 28. janúar 2008
Eftirfarandi hefði kannski átt á koma líka fram í fréttinni
Í þessu sama samtali kom fram að læknisvottorðið fræga var samkomulag sem Ólafur gerð við Gunnar Eydal skrifstofustjóra Reykjavíkurborgar. En Ólafur hafði reglulega skilað inn læknisvottorðum. Síðan tíðkast að skila inn starfshæfnisvottorði í lok langvarandi veikinda.
Á www.dv.is kemur eftirfarandi fram:
,,Það er af og frá að ég hafi þegið ráð frá einhverjum öðrum, segir Gunnar Eydal, fyrrverandi skrifstofustjóri Reykjavíkurborgar, um vottorð sem Ólafur F. Magnússon, núverandi borgarstjóri, skilaði inn vegna veikinda sinna um mánaðaskeið. Ýjað hefur verið að því að það hafi verið Dagur B. Eggertsson, fyrrverandi borgarstjóri, eða Margrét Sverrisdóttir, varamaður Ólafs, sem staðið hafi að baki kröfunnar um að Ólafur skilaði inn vottorðinu umdeilda. Gunnar segir að þeir Ólafur hafi verið ásattir um það að vottorði var skilað inn og þvertekur fyrir að hafa tekið við skipunum annarra borgarfulltrúa um að krefjast vottorðsins.
Finnst að blað eins og Morgunblaðið þar sem ritstjórinn heldur m.a. fram:
Samfylkingin þolir bersýnilega ekki að missa völdin í borgarstjórn og bregst við með afar ógeðfelldum áróðri gegn Ólafi F. Magnússyni, borgarstjóra. Annars vegar með þeirri hrokafullu afstöðu til hins nýja borgarstjóra, sem lýsir sér í orðum bæði Ingibjargar Sólrúnar Gísladóttur, formanns Samfylkingar, og Dags B. Eggertssonar, fyrrverandi borgarstjóra, og hins vegar með skipulögðu illu umtali um hinn nýja borgarstjóra, sem er svo skammarlegt að furðu gegnir að þetta fólk vilji leggja nafn sitt við.
ætti að birta afsökun eftir viðtöl helgarinnar þar sem Ólafur talar um að Dagur hafi komið mjög heiðarlega fram við sig. Og hann hefði ekkert út á famkomu Dags að setja.
Segir Morgunblaðið hafa gert Ólaf að vígvelli | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 13:00 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Laugardagur, 26. janúar 2008
Húsafriðun og umhverfismál
Þetta er nú ekki gáfuleg byrjun. Þessi kofar keypti á 600 milljónir.
Ég verð bara að benda á þessa mynd sem birtist með þessari frétt. Hún minnir mig frekar á götu í fátækrahverfi einhversstaðar.
Þessi hús hafa aldrei verið glæsileg minna mest á kofa. Rakst á þetta á ljósmyndavef Reykjavíkur
Lýst þá betur á hugmynd Torfusamtakana um breytinga.
Eins þá hefð sama hugmynd og notuð var við hótelbyggingu í Aðalstræti þ.e. ný hús í gömlum stíl verðið ágæt.
En ekki í upprunalega mynd á þessum stað.
Laugavegur 4 frá byrjun síðustu aldar
Þó vissulega eigi að vernda hús eins og hægt er þá verðum við að leyfa þróun því annars værum við enn í torfkofum.
Áhersla á umhverfis- og húsverndarmál | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 21:06 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Föstudagur, 25. janúar 2008
Er þetta meirihlutinn sem ætlaði að hagræða á móti lækkun fasteignagjalda
Samkvæmt visir.is kaupir borgin þessi hús á 580 milljónir. Þessa kofa! Og síðan er áætlað að það kosti a.m.k. um 320 milljónir endurbyggja þau. Og svo á að selja þau.
Og hver kaupir verslunarhús sem voru hönnuð sem íbúðar, verslunar og iðnaðarhús miðað við þarfi fólks um 1900. Ekki viss um að borgin fái mikið inn á móti.
Verð að segja að þessi kaup eru með því mesta sukki sem ég hef heyrt um. Síðan er þetta ávísun á að eigendur fleiri húsa á þessu svæði komi í kjölfarið og fari fram á að fá að rífa sín hús og kanni hvort að Reykjavík kaupi þau ekki líka á okurverði.
Og þessi kostnaður sem að Reykjavík leggur í þessi hús er mun meiri en kostnaður Borgarinnar við lækkun fasteignagjalda!
Síðan á að halda áfram að hafa flugvöllinn í Vatnsmýri sem ég heyrði að kæmi í veg fyrir eða hefði áhrif á um 300 hektara svæði við miðbæinn. Hann hefur áhrif á hæð bygginga frá Seltjarnanesi og til Kópavogs.
Bendi á góða pistila Egils Helgasonar um þetta mál hér og hér
Borgin kaupir Laugaveg 4 og 6 | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 21:09 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Fimmtudagur, 24. janúar 2008
Alveg svakaleg lækkun fasteignaskatta eða hvað?
Lækkun fasteignaskatta um 5% þýðir að fasteignaskattar lækka náttúrulega um það en þetta er nú kannski ekki sú upphæð sem fólk býst við.
Ef við gefum okkur að fasteigna skatta af 90 fm íbúð séu um 100.000 kr. Þá nemur lækkunin um 5000 kr. Og á 12 mánuðum nemur þá lækkunin um 416 kr á mánuði.
Vá!!!!!!
Heimdallur fagnar endurkomu Sjálfstæðisflokksins að stjórn borgarinnar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 18:05 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Fimmtudagur, 24. janúar 2008
Ágæta Unga Framsóknarfólk! Smá skýring
Ég verð að segja að mér finnst þetta furðuleg yfirlýsing frá Ungum framsóknarmönnum á Akureyri. Og þetta lýsir ekki góðu siðferði.
- Einstaklingar og fyrirtæki gefa í kosningasjóði. Þeir eru að styrkja flokk til að koma sínum málefnum og frambjóðendum á framfæri til kjósenda.
- Hingað til hafa menn ekki litið svo á að persónulegur fatnaður eins og sokkar og þessháttar sé beint það sem kosningasjóðir eigi að ganga í. Og aðrir frambjóðendur hafa ekki þennan aðgang að kosningasjóði hvorki hjá Framsókn né öðrum.
- Og það að þessir 3 menn þ.e. Björn, Óskar og kosningastjóri hafi gengið í fé gefnu að góðum hug til að fata sig upp nær að mínu viti ekki nokkurri átt.
- Þetta lyktar illa og bíður upp á að frambjóðendur/flokkar verði kostaðir af ákveðnum fyrirtækjum og skuldbundnir þeim fyrir.
- Og þetta ímyndartal bendir til þess að flokkurinn haf þá ekki miklar hugsjónir eða góð mál til að leggja fyrir kjósendur ef það kostar 5 jakkaföt nokkra tugi skyrtna, sokka, leðurjakka, gallabuxur, boli og fleira og keypt í einni dýrustu búð landsins.
Undrandi á fjölmiðlaumræðu um fatakaup | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 14:53 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
Nýjustu færslur
- 22.10.2017 Nokkrar staðreyndir um skattaþróun í tíð hægristjórna
- 29.11.2016 Auðvita er leiðiinlegt að fyrirtækið skuli vera lent í þessu!...
- 7.11.2016 Á meðan að almenningur almennt á ekki kost á svona fyrirkomul...
- 6.11.2016 Garðabær er nú ekki til fyrirmyndar í málefnum þeirra sem þur...
- 1.11.2016 Halló er ekki allt í lagi á Mogganum?
- 30.10.2016 En jafnaðarmennskan hverfur ekkert!
- 29.10.2016 Hönd flokksins
- 29.10.2016 Þetta á erindi við kjósendur
Eldri færslur
- Október 2017
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
- Desember 2006
- Nóvember 2006
- Október 2006
- September 2006
- Júlí 2006
- Júní 2006
- Maí 2006
- Apríl 2006
- Mars 2006
- Febrúar 2006
Tenglar
ESB
Samfylkingin
Maggi B er flokksbundinn samfylkingarmaður í Samfylkingarfélaginu í Kópavogi
Teljari
Tenging við twitter
Um bloggið
Vettvangur Magga
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 3
- Sl. sólarhring: 6
- Sl. viku: 53
- Frá upphafi: 969573
Annað
- Innlit í dag: 3
- Innlit sl. viku: 51
- Gestir í dag: 3
- IP-tölur í dag: 3
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
RSS-straumar
RSS
Hvað er nýtt
RUV
- Augnablik - sæki gögn...
DV
- Augnablik - sæki gögn...
Visir.is
- Augnablik - sæki gögn...
Pressan
- Augnablik - sæki gögn...
Pressan Kaffistofa
- Augnablik - sæki gögn...
Af Eyjunni fréttir
- Augnablik - sæki gögn...
Bloggvinir
- Ingibjörg Hinriksdóttir
- Guðni Már Henningsson
- Kristbjörg Þórisdóttir
- Kristbjörg Þórisdóttir
- Samfylkingin Norðvesturkjördæmi
- Gísli Tryggvason
- Guðríður Arnardóttir
- Guðmundur Magnússon
- Hlynur Hallsson
- Kristján Pétursson
- Vefritid
- Bjarni Harðarson
- Davíð
- Ólöf Ýrr Atladóttir
- Björn Benedikt Guðnason
- Sigurlín Margrét Sigurðardóttir
- Egill Rúnar Sigurðsson
- Hlynur Halldórsson
- Tómas Þóroddsson
- Adda bloggar
- Killer Joe
- Tíðarandinn.is
- Þórður Steinn Guðmunds
- Kolbrún Jónsdóttir
- íd
- Haukur Nikulásson
- Hrannar Björn Arnarsson
- Sigfús Þ. Sigmundsson
- Bleika Eldingin
- Sigurður Sigurðsson
- Inga Lára Helgadóttir
- Björn Emil Traustason
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Björn Heiðdal
- krossgata
- Þröstur Friðþjófsson.
- S. Lúther Gestsson
- Sigurjón Sigurðsson
- Guðrún Helgadóttir
- Jón Ragnar Björnsson
- gudni.is
- Jakob Falur Kristinsson
- Sæþór Helgi Jensson
- Bergþóra Árnadóttir - RIP 15.2.48 - 8.3.07
- Félag Ungra Frjálslyndra
- Alfreð Símonarson
- Hlekkur
- Þorsteinn Briem
- Jonni
- Torfusamtökin
- Gulli litli
- Sigurður Sigurðsson
- Helena Sigurbergsdóttir
- Elías Stefáns.
- viddi
- Oddrún
- Jón Gunnar Bjarkan
- Heimir Eyvindarson
- Himmalingur
- Eygló
- Hólmfríður Bjarnadóttir
- Axel Jóhann Hallgrímsson
- Ólafur Ingólfsson
- Rúnar Þór Þórarinsson
- Styrmir Reynisson
- Helga Kristjánsdóttir
- Sæmundur Bjarnason
- Ingimundur Bergmann
- Loftslag.is
- Kjartan Jónsson
- Brattur
- Gunnar Helgi Eysteinsson
- Högni Snær Hauksson
- Jack Daniel's
- Kama Sutra
- Magnús Ragnar (Maggi Raggi).
- Ómar Bjarki Smárason
- Stefán Júlíusson