Bloggfærslur mánaðarins, apríl 2008
Fimmtudagur, 10. apríl 2008
Ég segi bara Amen
Á síðu neytendasamtakana má sjá samantekt úr skýrslunni og síðan skýrsluna alla. Á síðunni kemur fram m.a.
Helstu niðurstöður eru:
- Með aðild að ESB yrði Ísland um leið aðili að tollabandalagi ESB. Því myndu þeir tollar sem enn eru milli Íslands og ESB landanna falla niður og munar þar mestu um landbúnaðarvörur. Þetta myndi skila sér í lægra verði á þessum vörum. Tollar gagnvart ríkjum utan ESB gætu í sumum tilvikum hækkað.
- Með aðild að tollabandalaginu myndu netviðskipti við fyrirtæki innan ESB verða ódýrari og einfaldari. Slíkt myndi auka samkeppni gagnvart ýmsum innlendum fyrirtækjum.
- Ljóst er að samhliða aðild þyrfti að endurskipuleggja íslenskan landbúnað á sama hátt og Svíar og Finnar gerðu áður en þessi lönd gengu í ESB. Draga þyrfti úr stuðningi við íslenskan landbúnað en nú er sá stuðningur með því hæsta sem gerist. Það er hins vegar ljóst að við eigum góða möguleika að ná samningum varðandi stuðning við innlendan landbúnað miðað við þá samninga sem Finnar náðu fram, þar sem allt Ísland fellur undir skilgreiningu um landbúnað á harðbýlu svæði eða heimsskautalandbúnað. Vegna þessa eru möguleikar á að fá meiri styrki til íslensks landbúnaðar frá ESB en lönd sunnar í álfunni fá. Einnig er mögulegt að íslensk stjórnvöld fengju heimild til að styrkja landbúnað sinn meira en gildir um önnur lönd innan ESB.
- Talið er að matvælaverð geti lækkað um allt að 25% með inngöngu Íslands í ESB.
- Með aðild að myntbandalagi ESB má gera ráð fyrir að vextir á íbúðarlánum myndu lækka töluvert. Erfitt er hins vegar að segja til um hve mikil sú lækkun yrði. Minnt er á að hvert prósentustig hefur mikla þýðingu fyrir heimilin.
- Með aðild að ESB og myntbandalaginu myndi viðskiptakostnaður lækka og ætti slíkt að leiða til lægra vöruverðs.
- Ætla má að með aðild myndu viðskipti og fjárfestingar erlendra aðila aukast hér á landi og þar með yrði samkeppnin meiri.
- Með aðild að ESB myndu Íslendingar geta sótt í ýmsa sjóði sem ekki er mögulegt í dag. Þar má nefna styrki til landbúnaðar og til byggðamála. Einnig yrði samstarf við lönd ESB öflugra á ýmsum sviðum eins og í mennta- og menningarmálum, rannsóknum og félagsmálum.
Nú er ekki eftir neinu að bíða. Það eru öll rök fyrir þessu sem og vilji meirihluta þjóðarinnar.
![]() |
Telja líklegt að kjör almennings myndu batna með ESB-aðild |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 16:40 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Þriðjudagur, 8. apríl 2008
Mér finnst þetta furðuleg fræði.
OR er þjónustufyrirtæki við Reykvíkinga auk þess sem við búum í kring um Reykjavík kaupum af þeim heitt vatn og rafmagn. Nú talar Kjartan um að OR þurfi ekki leggja neitt út í þessum verkefnum sem REI er að fara erlendis vegna þess að enn sé afgangur af þeim 2,6 milljörðum sem lagið voru í REI í fyrra.
En það sem ég er að velta fyrir mér eru þessi 2,6 milljarðar! Af hverju voru gjöld OR ekki lækkuð fyrst að þeir áttu 2,6 milljarða afgangs í áhættufjárfestingar. Held að 2,6 milljarðar gætu lækkað gjaldskrár um minnst 30% í eitt ár eða 10% í 3 ár. En í stað þess er þessu eitt í einhver verkefni í Afríku eða á fleiri stöðum í von um að geta grætt þar. Sé ekki alveg hvernig fátæk ríki gætu borgað það mikið að verulegur arður gæti verið af því.
![]() |
REI lágmarkar áhættuna án þess að glata tækifærum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Þriðjudagur, 8. apríl 2008
Klaldbakur að kaupa sig inn í veldi Baugs
Vara að lesa frétt um að Kaldbakur væri að kaupa sig inn í fjárfestingarfélög Baugs með einhverju dótturfélögum Baugs og nú er Kaldbakur að kaupa rúmlega 1/3 af hlut Baugs í FL Group. Miðað við þetta gæti maður haldið að Kaldbakur sé að taka við sem risi á markaðnum af Baugi.
![]() |
Kaldbakur eignast 12,5% í FL Group á genginu 7,28 |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Mánudagur, 7. apríl 2008
Ég sýndi nú fyrri ferðinni til Búkarest skilning en nú eru menn farnir að ögra þjóðinni
Held að nú þegar að ríkisstjórn er að hvetja fólk til að spara og skera niður ásamt því að baráttan við verðbólgu og þenslu stendur yfir, verð ég að segja að nú er Geir Haarde farinn að ögra okkur. Bendi á að en er ósamið við okkur ríkisstarfsmenn og ef að svo mikið er af peningum til í kerfinu þá hlýtur að vera lag að leiðrétta laun okkar í samræmi við laun á almenna markaðnum. Hjá okkur í BHM er skv. skoðunarkönnun talið að það sé um 28% hækkun á launum sem þurfi.
Geir með leiguvél til Svíþjóðar
Geir H. Haarde forsætisráðherra heldur til bæjarins Riksgränsen í Svíþjóð seinni partinn á morgun í leiguvél frá flugfélaginu Erni. Tilgangurinn er að sækja fund norrænu forsætisráðherranna og er kostnaður 800 til 900 þúsund krónum meiri en ef um áætlunarflug væri að ræða eftir því sem fram kemur í tilkynningu á vef Forsætisráðuneytisins.
Bendi líka á að þingmenn sem eru að býsnast yfir kostnaði við þotuna sem Geir og co tóku til Búkarest eru nú í óðaönn að ráða sér aðstoðarfólk sem kostar nú á ári svipað og þotan góða. Það má gera ráð fyrir að hver aðstoðarmaður í 30% starfi kosti með launatengdum gjöldum minnst um 1,5 milljónir.
Síðan er ekki enn búið að endurskoða eftirlaunafrumvarpið. Það þýðir ekki að ætla að draga það að breyta því þar til að Davíð er hættur í Seðlabankanum. Þetta þarf að gera strax. Ef að nást á sátt í þjoðfélagið verða allir að taka á sig þungan af samdrættinum.
![]() |
Forsætisráherra á ferð og flugi |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 08:48 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Sunnudagur, 6. apríl 2008
Þetta hlýtur að gleðja þá sem fara hér hamförum gegn múslimum
Þessi atburður er eimitt ávöxtur af haturs umræðu sem nú má greina hér á blogginu á Íslandi. Þar er alið á hatri gagnvart fólki sem á það eitt sameiginlegt að trúa á Kóraninn. Fólk sem er eins fjölbreytt og við hér á Vesturlöndum en eins og hjá öðrum þá er þar innan um öfgamenn eins og hjá okkur.
Af mbl.is
Erlent | mbl.is | 6.4.2008 | 15:35Grafir múslíma svívirtar
148 grafir múslíma í stærsta grafreit úr fyrri heimsstyrjöldinni í Frakklandi. Var svínshaus hengdur á einn legstein og niðrandi ummæli um dómsmálaráðherra Frakklands, sem er múslími, krotuð á aðra.
Það er næsta ljóst að þeir sem skrifa eins maður les hér á blogginu eru að vonast til þess að hér á landi vakni hópar fólks sem sameinist um hatur sitt gegn múslimum og svona birtist það.
Halda menn að þessi skrif æsi ekki upp óvild sem síðan leiðir til ofbeldis hjá fólki sem sem er illa upplýst og heldur að lausn vanamála sé að beita kúgun og ofbeldi. Þetta ætti t.d. maðurinn sem heldur úti http://hrydjuverk.blog.is að athuga.
Svona varð líka til þess að íslamskir öfgamenn fengur byr í seglin. Þeir þrífast á umræðu innan síns samfélags um hvað Vesturlönd séu á móti þeim og aðrræni. Og staða í málum Ísrael og Palesínu er olían sem kyndir bálið.
Kristið fólk eða fólk sem kallar sig kristið er líka að fremja óhæfuverk. Öfgasöfnuðir í USA gifta börn. börn innan þeirra eru að eignast börn og konur eru barðar til undigefni.
Af mbl.is
Talið er að um 150 manns búi á búgarði söfnuðarins skammt frá Eldorado í Texas. Alls eru um 10.000 manns í söfnuðinum, búsettir í Arizona og Utah, auk Texas.
Söfnuðurinn klofnaði frá Mormónakirkjunni fyrir rúmri öld. Meginkenningarnar sem söfnuðurinn fylgir hljóða upp á að karlar verði að taka sér að minnsta kosti þrjár konur til að komast til himna, og að konur eigi að vera eiginmönnum sínum undirgefnar.
Við látum börn í öðrum heimsálfum þræla í verksmiðjum til að framleiða vörur fyrir okkur. Við ráðumst á heila þjóð vegna meintra öryggis hagsmuna og allir óbreytti borgarar sem látast við þær aðgerðir eru bara nauðsynleg fórn.
Held að fólk ætti að varast að halda að Vesturlönd séu svo fullkomin og heilög og hvað þá þeir kristnumenn sem hér fara hamförum við að ala á hatri og ranghugmyndum. Væri kannski rétt að skoða það að þessi trúarbrögð haf að mestu getað lifað saman án átaka í heiminum í árhundruð með nokkrum undantekningum.
![]() |
Grafir múslíma svívirtar |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 17:34 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (13)
Laugardagur, 5. apríl 2008
Svona fullyrðingar eru út í hött.
Flokkur sem vill láta taka sig alvarlega segir ekki svona: "Stóriðjustefnan er á fullri siglingu, drifin áfram meðal annars af ráðherrum Samfylkingarinnar"
Ef að fólk hefur hlutstað á ráðherra Samfylkingar síðustu dag þá hefur m.a. Ingibjörg, Þórunn og fleiri talað um að það sé ekki heppilegt að fara í stóriðju núna. Þórunn hefur talað um að hún því miður hafi ekki lögheimildir til að taka þessa kæru Landverndar um heildarmat umhverfisáhrifa en bent á að rafmagnslínur og virkjanir eigi eftir að fara í gegnum mat. Hún síðan talað um að breyta lögum svo umhverfisráðherra hafi meir um þetta að segja.
Held líka að menn ættu kannski að koma fram með einhverjar fullmótaðar tillögur sem eru raunhæfar og fullmótaðar um aðrar lausnir fyrir t.d. Húsvíkinga, áður en þeir gagnrýna aðra.
Vg hendir alltaf fram einhverjum hugmyndum hér og þar en engar útfærslur eða útreikninga á þeim.
![]() |
Stóriðjustefna drifin áfram af ráðherrum Samfylkingar |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Laugardagur, 5. apríl 2008
Voru ekki einhverjir að tala um að við ættum að binda gengi krónunar við danska krónu?
Voru ekki einhverjir að tala um að við ættum að binda gengi krónunar við danska krónu? Þetta sýnir nú hvað alllar þessar patent lausnir sem nefndar hafa verið hér síðustu misserin af misvitrum snillingum eru vanhugsaðar. Því í fréttinni kemur fram að á þessu kjörtímabili verður sennilega þjóðaratkvæðagreiðsla í Danmörku um hvort að danir gangi inni í Efnahags- og myntbandalag Evrópu.
![]() |
Meirihluti Dana vill evru |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Föstudagur, 4. apríl 2008
Finnst þetta nú ekki alveg sanngjarnt hjá Árna Finns
Las lauslega yfir ýtarlegan úrskurð Umhverfisráðherra. Og þó þetta sé texti sem nærri því er ólæsilegur meðal manni vegna lagatilvitnana og á lögfræði málýsku þá les maður að framkvæmdar aðilar hafi í einu og öllu farið að lögum og eftir leiðbeiningum varðandi umhverfismat og því hafi hún sökum meðahófsreglur ekki neinn kost á því að fella úrskurð Skipulagsstofnunar úr gildi. Það er ekki nægjanlega skýrt í lögum að meta eigi svona framkvæmdir sem heild þ.e. með raflínum, orkuöflun og öðru sem fylgir.
Þórunn talar síðan um það að þessum lögum þurfi að breyta til að svona framkvæmdir í framtíðinni verði að að fara í heilstætt umhverfismat. En ekki eins og í dag þar sem stóriðjan er eitt, raflínur annað og svo framvegis.
Held að Þórunn sé nú dyggur vörður náttúrunnar en þarf að standa föst á því að laga þau lög og reglur sem binda hendur hennar nú.
![]() |
Umhverfisráðherra brást hlutverki sínu |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Miðvikudagur, 2. apríl 2008
Eru samskipti ekki einmitt lykillinn að bættum mannréttindum í Kína?
Hef verið að hugsa um þá bylgju sem gengur um heiminn núna að sniðganga Ólympíuleikana vegna mannréttindabrota Kína í Tíbet og almennt í Kína. En mér er til efs að það gagnist baráttunni fyrir auknum mannréttindum í Kína. Manni finnst það minnsta kosti að síðustu ár með einmitt auknum samskiptum og viðskiptum við kína séu mannréttindi og almenn réttindi borgara í Kína sífellt að aukast. Minni á að þegar að Kína var lokað gátu þeir farið sínu fram án þess að við vissum nokkuð af því . Minni á atburðina á Torgi hins himneska friðar forðum. Eftir það finnst mér að bæði alþjóðasamfélagið sem og Kínastjórn séu sífellt að auka samskipti og staðan í dag er að t.d. stórhluti af húsgögnum hér á landi eru framleidd þar. Og um leið og þessi samskipti jukust þá höfum við fengið mun meir upplýsingar frá Kína og þar á meðal Tíbet.
Held að þessi opnun sem hefur fylgt samskiptum við Kína hafi skilað fólki þar umtalsverðu og eigi eftir að auka lýðréttindi þar. Það tekur væntanlega tíma en minni á alla áratugina þar sem samskipti voru lítil og þjóðir strækuðu á samskipti við Kína þá gerðist ekkert þar í þessum málum.
![]() |
Hvetja ráðamenn til að sniðganga Ólympíuleika |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Miðvikudagur, 2. apríl 2008
Hannes Hólmsteinn fremsti sérfræðingur í íslenskum efnahagsmálum ?
Það er náttúrulega virðingar vert að Hannes skuli tala máli Íslands erlendis, en ég er að pæla í því að fólk erlendis gæti nú farið að rifja upp þegar Hannes skrifaði í blöð erlendis og fór um allann heim til að kynna hvað íslenska fiskveiðkerfið væri gott. Eins þegar henn hefur kynnt íslenska efnahags undrið þegar ástandið er eins og það er nú.
Þá vekur það furðu mína að skoða hverjir sitja í bankaráði Seðlabankans.
Aðalmenn
Halldór Blöndal, formaður
Jón Sigurðsson, varaformaður
Erna Gísladóttir
Ragnar Arnalds
Hannes Hólmsteinn Gissurarson
Jónas Hallgrímsson
Sigríður Ingibjörg Ingadóttir ( kosin 3. október 2007 í stað Jóns Þórs Sturlusonar)
Í bankaráði Seðalbankans hefði maður nú haldið að sætu aðilar sem hefðu reynslu, þekkingu eða nám sem snerti hagfræði eða fjármál.
![]() |
Segir Ísland ekki vera að bráðna |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Nýjustu færslur
- 22.10.2017 Nokkrar staðreyndir um skattaþróun í tíð hægristjórna
- 29.11.2016 Auðvita er leiðiinlegt að fyrirtækið skuli vera lent í þessu!...
- 7.11.2016 Á meðan að almenningur almennt á ekki kost á svona fyrirkomul...
- 6.11.2016 Garðabær er nú ekki til fyrirmyndar í málefnum þeirra sem þur...
- 1.11.2016 Halló er ekki allt í lagi á Mogganum?
- 30.10.2016 En jafnaðarmennskan hverfur ekkert!
- 29.10.2016 Hönd flokksins
- 29.10.2016 Þetta á erindi við kjósendur
Eldri færslur
- Október 2017
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
- Desember 2006
- Nóvember 2006
- Október 2006
- September 2006
- Júlí 2006
- Júní 2006
- Maí 2006
- Apríl 2006
- Mars 2006
- Febrúar 2006
Tenglar
ESB
Samfylkingin
Maggi B er flokksbundinn samfylkingarmaður í Samfylkingarfélaginu í Kópavogi
Teljari
Tenging við twitter
Um bloggið
Vettvangur Magga
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (2.4.): 1
- Sl. sólarhring: 3
- Sl. viku: 14
- Frá upphafi: 969736
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 12
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
RSS-straumar
RSS
Hvað er nýtt
RUV
Augnablik - sæki gögn...
DV
Augnablik - sæki gögn...
Visir.is
Augnablik - sæki gögn...
Pressan
Augnablik - sæki gögn...
Pressan Kaffistofa
Augnablik - sæki gögn...
Af Eyjunni fréttir
Augnablik - sæki gögn...
Bloggvinir
- Ingibjörg Hinriksdóttir
- Guðni Már Henningsson
- Kristbjörg Þórisdóttir
- Kristbjörg Þórisdóttir
- Samfylkingin Norðvesturkjördæmi
- Gísli Tryggvason
- Guðríður Arnardóttir
- Guðmundur Magnússon
- Hlynur Hallsson
- Kristján Pétursson
- Vefritid
- Bjarni Harðarson
- Davíð
- Ólöf Ýrr Atladóttir
- Björn Benedikt Guðnason
- Sigurlín Margrét Sigurðardóttir
- Egill Rúnar Sigurðsson
- Hlynur Halldórsson
- Tómas Þóroddsson
- Adda bloggar
- Killer Joe
- Tíðarandinn.is
- Þórður Steinn Guðmunds
- Kolbrún Jónsdóttir
- íd
- Haukur Nikulásson
- Hrannar Björn Arnarsson
- Sigfús Þ. Sigmundsson
- Bleika Eldingin
- Sigurður Sigurðsson
- Inga Lára Helgadóttir
- Björn Emil Traustason
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Björn Heiðdal
- krossgata
- Þröstur Friðþjófsson.
- S. Lúther Gestsson
- Sigurjón Sigurðsson
- Guðrún Helgadóttir
- Jón Ragnar Björnsson
- gudni.is
- Jakob Falur Kristinsson
- Sæþór Helgi Jensson
- Bergþóra Árnadóttir - RIP 15.2.48 - 8.3.07
- Félag Ungra Frjálslyndra
- Alfreð Símonarson
- Hlekkur
- Þorsteinn Briem
- Jonni
- Torfusamtökin
- Gulli litli
- Sigurður Sigurðsson
- Helena Sigurbergsdóttir
- Elías Stefáns.
- viddi
- Oddrún
- Jón Gunnar Bjarkan
- Heimir Eyvindarson
- Himmalingur
- Eygló
- Hólmfríður Bjarnadóttir
- Axel Jóhann Hallgrímsson
- Ólafur Ingólfsson
- Rúnar Þór Þórarinsson
- Styrmir Reynisson
- Helga Kristjánsdóttir
- Sæmundur Bjarnason
- Ingimundur Bergmann
- Loftslag.is
- Kjartan Jónsson
- Brattur
- Gunnar Helgi Eysteinsson
- Högni Snær Hauksson
- Jack Daniel's
- Kama Sutra
- Magnús Ragnar (Maggi Raggi).
- Ómar Bjarki Smárason
- Stefán Júlíusson