Bloggfærslur mánaðarins, apríl 2008
Þriðjudagur, 15. apríl 2008
Hvað segja andstæðingar ESB núna?
Ein af helstu rökum gegn ESB hefur verið nú upp á síðkastið að við sem trúum því að okkar hag væri betur komið innan ESB værum að kalla yfir Ísland atvinnuleysi. Nú er Fjármálaráðuneytið farið að spá:
Þá er búist við áframhaldandi samdrætti á næsta ári. Ráðuneytið gerir ráð fyrir 1.9% atvinnuleysi á þessu ári en að atvinnuleysi aukist í 3,8% á næsta ári. Fjármálaráðuneytið býst við að verð fasteigna lækki um 4% en þegar tekið er tillit til verðbólgu verði raunlækkun fasteignaverðs 12% á árinu.
Og ekki erum við búin að ganga í ESB og ekki búin að taka upp Evru þannig að þetta erum bara við og krónan sem erum að valda þessu.
![]() |
Spá 15% lækkun fasteignaverðs |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Þriðjudagur, 15. apríl 2008
Einhverstaðar er til lausafé!
![]() |
Kaupir fyrir tæpan milljarð í Glitni |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Þriðjudagur, 15. apríl 2008
Sökkvandi skip?
Bara svona að velta þessu fyrir mér. Er er ekki sagt að rotturnar forði sér úr sökkvandi skipi?
![]() |
Fleiri segja upp hjá Kaupþingi í Noregi |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Sunnudagur, 13. apríl 2008
Landspítalinn ehf.
Finnst skrítið að bloggið logi ekki af umræðu um það sem kom fram í kvöldfréttum RUV. Þar er haft eftir Vilhjálmi Egilssyni sem af öllum mönnum er yfir nefnd sem á að móta stefnu fyrir Landspítalann til framtíðar.
Eins er hægt að vísa í vitali í Mogganum í dag sem sagt er frá hér á Eyjunni þar er er haft eftir Magnús Péturssyni fyrrverandi forstjóra Landspítalns
Magnús segir að það eigi eftir að koma betur í ljós fyrir hvað Guðlaugur Þór Þórðarson, heilbrigðisráðherra og stjórnarflokkarnir standa í heilbrigðismálum og hvernig þeir ætla að framkvæma ákvæði stjórnarsáttmálans um að nýta betur kosti einkarekstrar. Ef gengið er mjög hart að heilbrigðisþjónustunni þannig að biðlistar myndist og þörf fyrir forgangsröðun eykst þá rís upp einkaþjónusta. Því meira sem skorið er niður því meiri líkur eru á að einkaaðilar taki upp þráðinn. Þeir starfa þannig að þeir þurfa að fá greitt fyrir sína þjónustu. Smám saman kynni þetta að leiða til þess að fólk kaupi sér einkatryggingar eins og reyndin er sums staðar erlendis. Í Þýskalandi eru t.d. tvö kerfi í raun í gangi. Það hefur reynst vel fyrir þá sem hafa efni á að borga.
Fréttin eins og hún er á www.ruv.is
Rekstrarform Landspítalans
Allar gerðir rekstrar verða athugaðar við rekstur Landspítala, líka einkarekstur. Þetta segir formaður nefndar sem fer yfir reksturinn. Fráfarandi forstjóri hafi ekki nefnt við nefndina að skipun hennar hafi verið ein ástæða þess að hann hætti.
Allar gerðir rekstrar verða athugaðar við rekstur Landspítala, líka einkarekstur. Þetta segir formaður nefndar sem fer yfir reksturinn. Fráfarandi forstjóri hafi ekki nefnt við nefndina að skipun hennar hafi verið ein ástæða þess að hann hætti.
Ákvörðun heilbrigðisráðherra að skipa nefnd yfir spítalann var ein ástæða þess að Magnús Pétursson lét af forstjórastarfi.
Nefndin hefur síðan í haust farið yfir rekstur spítalans og ætlar að skila ráðherra tillögum í júní um stjórnskipulag spítalans og framtíðarstefnumótun.
Ég bara spyr er það virkilega stefna heilbrigðisráðherra að einkavæða Landspítalann. Það hefur einmitt einkennt tal hans síðustu mánuði að rekstrarform spítalans skipti ekki máli því að það sé áfram að ríkið greiði fyrir þjónustuna. En ég tel að það sé ávísun upp á hér verði fólk látið borgar meira .
Finnst það segja sitt að framkvæmdarstjóri Samtaka atvinnulífsins sé skipaður formaður þessarar nefndar.
Það er náttúrulega ef maður hugsar það búið að einkavæða allt annað sem eitthvað kveður að og vinir xD fengið góðan slatta af því á góðum kjörum. Landspítalinn veltir náttúrulega milljörðum sem að góðir vinir xD hefðu áhuga á að komast yfir. Þ.e. peninga frá okkur í gegnum ríkissjóð.
Ég vona að frjálshyggju maðurinn Guðlaugur Þór sé ekki á þessari vegferð. En ef svo reynist verðum við að spyrna við. Og þá verður að grípa til aðgerða sem hlustað er á.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 23:53 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Sunnudagur, 13. apríl 2008
Alveg makalaust hvað Kínverjar eru taktlausir
Nú þegar að allur heimurinn hefur verið að mótmæla mannréttindabrotum Kínverja í Tíbet þá handtaka þeir munka sem þeir saka um að hafa ætlað að sprengja upp einhverja stjórnabyggingu í Tíbet. Til að byrja með þá geta þeir verið vissir um að þetta magnar upp mótmæli gegn þeim í tengslum við Ólympíulekana. Síðan með því að banna fjölmiðlum að fara til Tíbet er ómögulegt að staðfesta þeirra orð eða hinna sem eru á móti Kínverjum.
Það má kannski segja að Kínverjar eru búnir að koma ár sinni þannig fyrir borð að þeir eru minna háðir samskiptum við aðrar þjóðir og kannski eru aðrar þjóðir orðnar háðari samskiptum við þá vegna viðskiptahagsmuna. En nú um áraraðir hafa þeir verið að opna landið og almennt farnir að njóta mun meiri velvilja á Vesturlöndum en þá klúðra þeir málum þarna í Tíbet þar sem að þeim ætti að vera í lófa lagið að skapa sjálfstjórnar hérað, ríki og leyst þar með úr langvarandi krísu. Þeir hafa t.d. Hong Kong til fyrirmyndar.
![]() |
Tíbetskir munkar handteknir |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Laugardagur, 12. apríl 2008
Þeir þurfa ekki að hafa áhyggjur af Íslandi
Við förum á undan með góðu fordæmi og erum búin að koma okkur upp verðbólgu. Ekkert mál og við erum á verði um að halda henni hingað til eins og áður!
Frétt af mbl.is
Hvetja stjórnvöld til að vera á verði gagnvart verðbólgunni
Viðskipti | AP | 12.4.2008 | 20:39
Alþjóða gjaldeyrissjóðurinn (IMF) hvatti í dag ríkisstjórnir til þess að fylgjast vel með verðbólgu
![]() |
Hvetja stjórnvöld til að vera á verði gagnvart verðbólgunni |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Laugardagur, 12. apríl 2008
Held að fólk ætti að varast öfgar í samskiptum við Kína
Heyrði í hádeginu rætt við Baldur Þórhallsson sem staddur er í Kína. Hann sagði m.a. að fulltrúar ríkja ættu að hugsa um það vandlega áður en þeir hætta við að mæta á setningarathöfn Ólympíuleikana. Ólympíuleikarnir væru m.a. leið sem Kínverjar hefðu séð til að opna landið meira fyrir Vesturlöndum. Ég hallast að því að mannréttindi í Kína hafi á síðustu áratugum tekið nokkrum framförum og það sé helst því að þakka að samskipti Kína við umheiminn hafa aukist.
Með þessum fáránlegu árásum á Ólympíuedinn sem hafa verið í Evrópu erum við að þrýsta á andstöðu við Vesturlönd og um leið að loka á þá opnun sem orðið hefur í Kína.
Í frétt á www.ruv.issegir frá ummælum Dalai Lama. Hann ítrekar þar að hann sækist e
kki eftir fullum aðskilnaði við Kína. Hann vill að Tíbet verði sjálfstjórnar svæði með sjálfræði um sem flest atriði í ríkjasambandi við Kína.
af www.ruv.is
Dalai Lama: Ekki hunsa Ólympíuleika
Dalai Lama, útlægur leiðtogi Tíbeta, segist ekki hlynntur því að þjóðir heims sniðgangi Ólympíuleikana í Peking, hins vegar sé það leiðtogum þeirra í sjálfsvald sett hvort þeir verði viðstaddir setningarathöfnina. Þetta kom fram í viðtali Dalai Lama við fréttamenn NBC sjónvarpsstöðvarinnar.
Hann benti á að fleiri en Tíbetar byggju við lítil mannréttindi í Kína, þar sætu flestir þegnar við sama borð. Þá sagði hann af og frá að hann berðist fyrir sjálfstæði Tíbets og því færi fjarri að hann væri andvígur Kínverjum.
Stjórnvöld í Peking fordæmdu í morgun Evrópuþingið í Strassborg fyrir að hvetja menn til að hundsa setningarathöfn Ólympíuleikanna, ályktun þingsins væri ruddaleg, og gróf afskipti af innanríkismálum Kína.
Auðvita er hræðilegt hvernig Kínverjar koma fram við Tíbeta en með svona mótmælaaðgerðum hjálpum við þeim lítið. Dalai bendir á það sem Tíbeta vantar er læknisþjónusta og mataraðstoð. Hann bendir á að það séu margir aðrir í Kína sem sæti svipaðri meðferð sem hann harmar.
![]() |
Kyndilhlaupi lokið án áfalla |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 17:40 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Föstudagur, 11. apríl 2008
Bíddu minnka skuldir við eigna aukningu?
Bíddu hvernig er þetta rökstutt skuldum við minna af því að markaðsvirði eigna eykst. Ég hefði skilið þetta ef að talað hefði verið um skuldir umfram eignir en ég skil ekki hvernig maðurinn fær út að skuldir hafi lækkað. En það er gott að vita að hann telur það séu einhverjar eignir á mót skuldunum.
Ég held líka að það sé varhugavert að miða svona útreikninga við markaðsverð sem sveiflast um kannski 20 til 30% á mánuði eða tveim. Eins þá eru inn í þeim tölum ótrúlegar stærðir eins og milljarðar í viðskiptavild sem er nú ekki alltaf að treysta eins og við þekkjum úr uppgjörum hér á landi.
En það er gott að með smá breyttum forsendum förum við úr því að vera skuldugust yfir í það að vera bara svona í meðallagi. Það væri þá óskandi að í næstu skýrslu fyndum við leið til að verða skuldlaus með öllu.
![]() |
Ekki lengur skuldugasta þjóð í heimi |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 15:58 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Fimmtudagur, 10. apríl 2008
Nauðsyn á uppstokkun í Seðlabanka
Heyrði í kvöld ummæli Gylfa Magnússonar um það að menn væru almennt búnir að missa trú á Seðlabankanum. Þrátt fyrir okurvexti þá hefði hann engum tökum náð á ástandinu. Hann hefði ekki á undaförnum árum komið sér upp gjaldeyrisforða sem að nokkru næmi.
Hann benti á að nauðsynlegt væri að stokka upp í Seðlabankanum. Nefndi sérstaklega seðlabankastjóra og bankaráðið. Enda þegar maður lítur á lista yfir þá sem þar sitja er manni til efs að þarna fari sérfræðingar í málefnum seðlabanka og starfa þeirra.
Aðalmenn
Halldór Blöndal, formaður
Jón Sigurðsson, varaformaður
Erna Gísladóttir
Ragnar Arnalds
Hannes Hólmsteinn Gissurarson
Jónas Hallgrímsson
Sigríður Ingibjörg Ingadóttir ( kosin 3. október 2007 í stað Jóns Þórs Sturlusonar)
Varamenn
Halla Tómasdóttir
Birgir Þór Runólfsson
Tryggvi Friðjónsson
Sigríður Finsen
Guðný Hrund Karlsdóttir (kosin 3. október 2007 í stað Sigríðar Ingibjargar Ingadóttur)
Ingibjörg Ingvadóttir
Valgerður Bjarnadóttir
Sérstaklega bendi ég á þá sem ég breytti lit á. Halldór Blöndal er formaður bankaráðsins!!!!!!!!!!!!!
Gylfi Magnússon taldi að í bankaráðinu ættu að sitja sérfræðingar í efnahagsmálum og helst einstaklingar erlendis frá með reynslu af þessum málu.
Bendi síðan á að aðalbankastjóri Seðlabankans er menntaður lögfræðingur.
Eftirfarandi má lesa á www.eyjan.is þar sem vísað er í ummæli Gylfa á ruv
Víkja þurfi frá bankaráði og stjórn bankans og setja faglegt bankaráð sem taki ákvarðanir í peningamálum og aðrar meiriháttar ákvarðanir. Í bankaráði þurfi nú helst að sitja sérfræðingar, erlendir og innlendir, sem áunnið hafi sér traust með verkum sínum. Gylfi sagði óvíst að þessi uppstokkun mundi duga en hún væri óhjákvæmileg því að stjórn og stefna Seðlabankans væri komin í þrot
![]() |
Vextir fara í 15,75% |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 22:14 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Fimmtudagur, 10. apríl 2008
Já er það ekki!
Hvað á Lárus Welding við þegar hann segir: ".......og velti því upp hvort núverandi vanda peningastefnunnar og ójafnvægi efnahagkerfisins megi að hluta til rekja til þess að skipulagi Íbúðalánasjóðs var ekki breytt samhliða því að Seðlabanka var gert að taka upp verðbólgumarkmið. Þetta kemur fram á vef Samtaka atvinnulífsins."
Mér finnst að bankarnir fari nú hamförum í að finna blóraböggla til að kenna um þá stöðu sem er í dag hjá þeim. Sem væri nú í sjálfu sér allt í lagi ef það væri ekki flestum ljóst að megin sökin liggur hjá þeim. Þeir hafa farið offari í fjárfestingum og útþenslu þrátt fyrir aðvaranir. Lánuðu eins og brjálæðingar öllum sem lán vildu taka til a reyna að ýta íbúðarlánasjóði af markaði. Borga stjórnendum sínu laun í hundruð ef ekki miljarðavís. En t.d. vildu ekki lána fólki út á landi. Svo voga þeir sér að reyna að kenna íbúðarlánasjóði um stöðu sína. Bendi t.d. á að Glitnir ætti kannski um 300 milljónum meira ef Lárus hefði verið ráðinn inn á venjulegan hátt eins og aðrir starfsmenn ekki fengið 300 milljónir fyrir að hefja störf.
Síðan er þetta útlendum mönnum að kenna sem hittust hér og voru að plana samsæri! Þá er þetta líka bandarískum bönkum að kenna sem lánuðu of djarft til húsnæðiskaupenda.
Ekkert er íslensku bönkunum að kenna. Þó þeir hafi ruglað saman banaka og fjárfestingum í áhættuviðskiptum. Þeir vita varla enn hvort þeir eru fjárfestingarfélag sem tekur jen óverðtryggð á 1% vöxtum og lánar okkur á 6 til 7 % vöxtum ásamt þvi að hirða verðtryggingu í hagnað. Svo bara allt í einu eru engin jen hægt að fá að láni á hagkvæmu vöxtum og þá er það íbúðarlánsjóð að kenna.
Þeir hamstra erlendan gjaldmiðil og fella krónuna ásamt fleirum það eru náttúrulega við sem blæðum fyrir það.
Nú í dag getur íbúðarlánsjóður ekki lánað nema um 18 milljónir og þá aðeins ef að brunabótamat er nóg hátt ti að þessar 18 milljónir séu aðeins um 80% af því . Bankarnir voru að lána út á markaðsvirði og sennilega rúmlega það. Þeir keyrðu upp verð á markaði til að geta lánað meira. Þeir ættu svo sannarlega að líta í eigin barm.
Er sammála Davíð held ég bara að bankarnir hafi verið seldir einkaaðilum. Þeir hafa farið svona með eign sína og við eigum ekkert að vera púkka upp á þá. þó það sé erfitt núna. Eða eins og Davíð sagði að ef þeir treysta á ríkisábyrgð þá hefðu þeir átt að seljast á hærra verði.
![]() |
Lárus Welding: Skýtur skökku við að ríkið reki banka |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 17:12 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
Nýjustu færslur
- 22.10.2017 Nokkrar staðreyndir um skattaþróun í tíð hægristjórna
- 29.11.2016 Auðvita er leiðiinlegt að fyrirtækið skuli vera lent í þessu!...
- 7.11.2016 Á meðan að almenningur almennt á ekki kost á svona fyrirkomul...
- 6.11.2016 Garðabær er nú ekki til fyrirmyndar í málefnum þeirra sem þur...
- 1.11.2016 Halló er ekki allt í lagi á Mogganum?
- 30.10.2016 En jafnaðarmennskan hverfur ekkert!
- 29.10.2016 Hönd flokksins
- 29.10.2016 Þetta á erindi við kjósendur
Eldri færslur
- Október 2017
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
- Desember 2006
- Nóvember 2006
- Október 2006
- September 2006
- Júlí 2006
- Júní 2006
- Maí 2006
- Apríl 2006
- Mars 2006
- Febrúar 2006
Tenglar
ESB
Samfylkingin
Maggi B er flokksbundinn samfylkingarmaður í Samfylkingarfélaginu í Kópavogi
Af mbl.is
Innlent
- Alvarlegt slys: Suðurlandsvegi lokað
- Fjórir kettir horfið: Ekki í vafa um hvað gerðist
- Myndir: Komu að fjárhúsinu fullu af sjó
- Boða til blaðamannafundar
- Kynna aðgerðir sem varða um 65.000 manns
- Landsmenn hvattir til að búa sig undir neyðarástand
- Leitin ekki borið árangur
- Lagastoð vann 2.008 tíma fyrir SKE
Teljari
Tenging við twitter
Um bloggið
Vettvangur Magga
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (31.3.): 1
- Sl. sólarhring: 3
- Sl. viku: 12
- Frá upphafi: 969732
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 10
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
RSS-straumar
RSS
Hvað er nýtt
RUV
Augnablik - sæki gögn...
DV
Augnablik - sæki gögn...
Visir.is
Augnablik - sæki gögn...
Pressan
Augnablik - sæki gögn...
Pressan Kaffistofa
Augnablik - sæki gögn...
Af Eyjunni fréttir
Augnablik - sæki gögn...
Bloggvinir
- Ingibjörg Hinriksdóttir
- Guðni Már Henningsson
- Kristbjörg Þórisdóttir
- Kristbjörg Þórisdóttir
- Samfylkingin Norðvesturkjördæmi
- Gísli Tryggvason
- Guðríður Arnardóttir
- Guðmundur Magnússon
- Hlynur Hallsson
- Kristján Pétursson
- Vefritid
- Bjarni Harðarson
- Davíð
- Ólöf Ýrr Atladóttir
- Björn Benedikt Guðnason
- Sigurlín Margrét Sigurðardóttir
- Egill Rúnar Sigurðsson
- Hlynur Halldórsson
- Tómas Þóroddsson
- Adda bloggar
- Killer Joe
- Tíðarandinn.is
- Þórður Steinn Guðmunds
- Kolbrún Jónsdóttir
- íd
- Haukur Nikulásson
- Hrannar Björn Arnarsson
- Sigfús Þ. Sigmundsson
- Bleika Eldingin
- Sigurður Sigurðsson
- Inga Lára Helgadóttir
- Björn Emil Traustason
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Björn Heiðdal
- krossgata
- Þröstur Friðþjófsson.
- S. Lúther Gestsson
- Sigurjón Sigurðsson
- Guðrún Helgadóttir
- Jón Ragnar Björnsson
- gudni.is
- Jakob Falur Kristinsson
- Sæþór Helgi Jensson
- Bergþóra Árnadóttir - RIP 15.2.48 - 8.3.07
- Félag Ungra Frjálslyndra
- Alfreð Símonarson
- Hlekkur
- Þorsteinn Briem
- Jonni
- Torfusamtökin
- Gulli litli
- Sigurður Sigurðsson
- Helena Sigurbergsdóttir
- Elías Stefáns.
- viddi
- Oddrún
- Jón Gunnar Bjarkan
- Heimir Eyvindarson
- Himmalingur
- Eygló
- Hólmfríður Bjarnadóttir
- Axel Jóhann Hallgrímsson
- Ólafur Ingólfsson
- Rúnar Þór Þórarinsson
- Styrmir Reynisson
- Helga Kristjánsdóttir
- Sæmundur Bjarnason
- Ingimundur Bergmann
- Loftslag.is
- Kjartan Jónsson
- Brattur
- Gunnar Helgi Eysteinsson
- Högni Snær Hauksson
- Jack Daniel's
- Kama Sutra
- Magnús Ragnar (Maggi Raggi).
- Ómar Bjarki Smárason
- Stefán Júlíusson